Morgunblaðið - 19.10.2004, Page 23
17.10.2004 | 23
AÐ LOKUM...
Horfði á kappræður George Bush og John Kerry. Hvor-ugur frambjóðandinn heillar mig, vona þó að Kerry sigri.Svínslegt að hafa ekki kosningarétt í Bandaríkjunum,
kannski mögulegt að múta einhverjum Jóa í Brooklyn til að kjósa
eftir mínu höfði. Gæti jafnvel mútað fleirum en einum. Úff! – ljótt
að tala svona. Móðgun við lýðræðið sem er fótumtroðið á alltof
mörgum stöðum. Að auki skortir mig peninga
til að breyta mannkynssögunni, verandi
hvorki bandarískur lyfjaframleiðandi né verk-
taki í Sádi-Arabíu.
Ætli Osama bin Laden sé fjáður núna? Mig
minnir að bankareikningarnir hans hafi verið
frystir. En kannski hefur hann aðgang að væn-
um peningasummum, þótt hann skakklappist
uppi á fjöllum með rolluskinn á herðunum.
Bush og Kerry vilja ekki taka neina sénsa, þeir
óttast að Osama kaupi hættulega hluti í dóta-
búðinni. Þess vegna ætla þeir að drepa hann,
vini hans og vini vinanna – og jafnvel bílstjóra
Osama líka.
„Ég mun finna hryðjuverkamennina og drepa þá!“ hrópar
Kerry. Síðan brosir hann eins og miðaldra kona nýkomin úr lýta-
aðgerð. Bush sönglar sömu vísuna og glottir sigrihrósandi. Minnir
mig á kotroskinn kúreka og ófáir skopmyndateiknarar eru á sama
máli.
Þeir eru svo æstir að margir sárasaklausir innflytjendur af arab-
ískum uppruna læðast meðfram veggjum í vestrænum borgum.
Svolítið leiðinlegt með Kerry. Virtist ansi viðkunnanlegur áður
en hann fékk dálæti á mottóinu „kill the terrorists!“ Þá varð hann
klisja. Amerísk klisja sem blæs krafti í sleggjudóma gagnvart
Bandaríkjamönnum.
Skrýtið að heyra hann og Bush hrópa drepa! og biðja svo guð
að blessa Bandaríkin. Maður botnar hvorki haus né sporð í orða-
kláminu og dæmir heila þjóð út frá þessum kandídötum sem
brúka orð af álíka tíguleika og klósettpappír.
Reyndar hefur starfsheitið hryðjuverkamaður verið nokkuð af-
stætt í gegnum tíðina. Fór á fyrirlestur með Isabel Allende um
daginn og það var hressandi að heyra hana tala um hryðjuverk
Bandaríkjamanna í Chile 11. september 1973, þá styðjandi blóð-
þyrsta herforingja með sólgleraugu og á skítugum skóm. Hryðju-
verkamaður í einu landi getur verið alþýðuhetja í öðru landi, sag-
an dæmir um hvort hentar betur. Því er visst tómahljóð í
frasanum „kill the terrorists!“ – og hann er einstaklega ósjarmer-
andi í framboðsræðu. Ef Ólafur Ragnar tæki upp svona munn-
söfnuð yrðu lesendabréf hripuð niður á hverju heimili – og þó! Ís-
lenska þjóðin styður Bush í stríðsstússinu, kannski myndi fólk
bara geispa.
Stuðningsmenn frambjóðendanna geispa þó sjaldan, þeir veifa
flöggum og klappa í hvert skipti sem hryðjuverkamenn ber á
góma. Ofstæki og ótti, hvarflar að manni þegar stuðningsmenn-
irnir birtast í sjónvarpinu. Hræðslan hefur augsýnilega meira fylgi
en dómgreindin, mætti ætla að einungis hryðjuverk geti drepið
Bandaríkjamenn meðan krabbamein og bílslys stráfella Evrópu-
búa. Bandaríkin eiga í stríði (innrásin í Írak reyndist þó blindgata
í leitinni að hryðjuverkamönnum) og þankagangur ræðuhöfunda
eftir því, betra að vera dramatískur en orðvör pempía. Á móti
kemur að drápsyfirlýsingar efla tæpast samræður milli ólíkra
menningarheima á tímum sem krefjast gagnkvæms skilnings –
sérstaklega ekki þegar þær koma frá þjóð með vægast sagt um-
deilda utanríkisstefnu. Þær myndu varla hvetja mig til að fara á
enskunámskeið ef ég byggi í Afganistan, frændur mínir væru mik-
ið uppi á fjöllum og bandarískur herflugmaður hefði óvart
sprengt börnin mín í tætlur.
Í rauninni finnst mér að Jói í Brooklyn ætti að skila auðu frekar
en að kjósa annan kill-Billann. Vildi óska að friðsöm manneskja
yrði næsti forseti Bandaríkjanna; helst vitur kona með jafngott
vald á arabísku og ensku, fyrrverandi starfsmaður Amnesty Inter-
national og Rauða krossins. Börn engin fyrirstaða.
Kill-Billar í framboði
Auður
Jónsdóttir
Pistill
Meðhöndlun hráefnis í eldhúsinu skilur oft eftir sig sterka
lykt á höndum heimiliskokksins sem erfitt er að losna við.
Hver kannast ekki við að hafa skorið lauk eða fiskmeti og
setið svo uppi með húðilm sem á lítið sammerkt með ljúfri
angan á borð við Chanel no. 5? Nú hefur sænska fyrirtækið
Sagaform komið með lausn á þessum vanda. Um er að ræða
sápustykki úr burstuðu stáli sem er alveg laust við þvottaefni
af nokkru tagi. Þó er það þeim eiginleikum gætt að ef sá sem
þjáist af handafýlu af hverskyns toga nuddar stykkinu milli
lófanna undir rennandi vatni, líkt og um venjulega sápu væri
að ræða, hverfur óþefurinn á bak og burt. Stálsápuna má
nota aftur og aftur og rúsínan í pylsuendanum er auðvitað að
engin óæskileg spilliefni fara með vatninu út í náttúruna við
þvottinn. Þetta umhverfisvæna undrastykki má m.a. fá í
Tekk-húsinu og kostar það 990 krónur.
...burt með lyktina!
Burberry-fyrirtækið breska, sem heldur
betur hefur náð að endurhanna ímynd sína
með góðum árangri á síðustu árum, hefur
ekki síður notið vinsælda fyrir ilmvatns-
framleiðslu og kannast ófáir við ilm á borð
við Burberry Touch og Burberry Brit. Ný-
lega kom svo á markað ilmurinn Burberry
London sem bæði er til í herra- og dömuút-
gáfum. Kvenilmurinn þykir bæði ferskur
og fágaður og byggist á fínlegum ávaxta-
kenndum rafnótum, en lofnarblóm, mynta
og timjan einkenna herrailminn.
Lundúnailmur