Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.2004, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.2004, Blaðsíða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 20. nóvember 2004 hann við þremur öðrum smásögum (Fyrstu raunir, Lítil kona, Söngvarinn Jósefína eða Músaþjóðin)2 og tekur þær saman í bók; það eru prófarkirnar af þessari bók sem hann er að leiðrétta á heilsuhælinu, þegar hann ligg- ur banaleguna: nánast átakaleg sönnun þess að Kafka á ekkert skylt við þá goðsögn af höfundinum sem vildi láta eyðileggja öll sín verk. Óskin að eyðileggja snerti því aðeins tvær tegundir verka sem eru greinilega skil- greindar: í fyrsta lagi, og á það lagði hann sérstaka áherslu, nánast grátbað: einkaskrif: bréf, dagbækur; í öðru lagi: smásögurnar og skáldsögurnar sem honum hafði ekki, að hans dómi, tekist að ljúka við. 8 Ég horfi á glugga, beint á móti. Þegar líður að kvöldi er ljós kveikt þar. Maður gengur inn í herbergið. Hann er niðurlútur og stikar fram og aftur, strýkur um leið höndunum í gegnum hárið. Síðan áttar hann sig skyndi- lega á því að ljósið er kveikt í herberginu hans og að hann sést. Hann dregur gard- ínurnar fyrir í snatri. Samt var hann ekkert að falsa peninga; hann hafði ekkert að fela nema sjálfan sig, hvernig hann gekk um her- bergið, hversu hirðuleysislega hann var klæddur, hvernig hann strauk sér um hárið. Honum leið vel vegna þess að hann naut þess frelsis að sjást ekki. Blygðunarkennd er eitt lykilhugtaka Nú- tímans, tímabils einstaklingshyggjunnar sem fjarlægist okkur smátt og smátt án þess að nokkur taki eftir því; blygðunarkennd: yf- irborðsleg leið okkar til að verja einkalífið; krefjast þess að gluggatjöld séu hengd fyrir glugga; leggja áherslu á það að B lesi ekki bréf sem stílað er á A. Eitt af grunnatriðum þess að verða fullorðinn, einn fyrsti árekst- urinn við foreldrana orsakast af kröfunni að fá að hafa eigin skúffu undir bréfin sín og minniskompurnar, krafan um læsta hillu; maður fullorðnast við það að gera uppreisn blygðunarkenndarinnar. Gömul byltingarútópía fasista og komm- únista: líf án leyndarmála, þar sem opinbert líf og einkalíf renna saman í eitt. Draumur súrrealistanna, sem Breton var einkar kær: glerhús, hús án gluggatjalda þar sem allir sjá til mannsins. Æ, fegurð, fegurð gagnsæ- isins! Einu tilfellin þar sem sá draumur hef- ur ræst: þjóðfélag sem lýtur algerlega stjórn lögreglunnar. Ég vík að þessu í Óbærilegum léttleika til- verunnar: Jan Prochazka, einn leiðtoga Vorsins í Prag, varð eftir innrás Rússa árið 1968 maður sem fylgst var vandlega með. Á þessum tíma hitti hann oft annan mikinn stjórnarandstæðing, prófessor Vaclav Cerny, sem hann hafði gaman af að drekka með og spjalla við. Öll samtöl þeirra voru hljóðrituð á laun og ég hef lúmskan grun um að þeir vinirnir hafi vitað af þessu og látið sér það í léttu rúmi liggja. En dag einn, árið 1970 eða 1971, vildi lögreglan kasta rýrð á Prochazka og sendi þessi samtöl út í nokkrum þáttum í útvarpinu. Af hálfu lögreglunnar var þetta djörf aðgerð sem aldrei hafði verið reynd áð- ur. Og það furðulega gerðist: með þessu tókst henni að kasta rýrð á Prochazka: því í einkasamtölum segir maður hvað sem er, talar illa um vini sína, klæmist, gantast, seg- ir ósmekklega brandara, endurtekur sig, skemmtir viðmælanda sínum með því að hneyksla hann með fáránlegum fullyrð- ingum, setur fram glannalegar hugmyndir sem maður myndi aldrei viðurkenna op- inberlega. o.s.frv. Auðvitað högum við okkur öll eins og Prochazka, við baktölum vini okk- ar í einkasamtölum, klæmumst. Það að haga sér öðruvísi í einkalífi en opinberlega er aug- ljóslega nokkuð sem allir hafa reynt á eigin skinni, það er grunnurinn sem líf ein- staklingsins hvílir á. Svo einkennilegt sem það kann að virðast, þá er þessi augljósa staðreynd hálfpartinn ómeðvituð, ekki við- urkennd, hún er dýrkuð án afláts af ljóð- rænum draumum um gagnsætt glerhús, en sjaldnast skilin sem æðsta gildismatið sem ber að verja. Það var því aðeins smátt og smátt (en af þeim mun meiri heift) sem fólk áttaði sig á því að raunverulega hneykslið var ekki þau gífuryrði sem Prochazka lét út úr sér, heldur það að troðið var á einkalífi hans; það áttaði sig á því (eins og það hefði fengið áfall) að eðlismunur er á einkalífi og opinberu lífi og að virðing fyrir þessum mun er algert skilyrði fyrir því að maðurinn geti lifað sem frjáls maður; að ekki má snerta við þeim gluggatjöldum sem aðskilja þessa tvo heima og að þeir sem rífa þessi gluggatjöld niður eru glæpamenn. Og þar sem þeir sem rifu gluggatjöldin niður voru þjónar rík- isstjórnar sem allir hötuðu voru þeir almennt taldir sérstaklega fyrirlitlegir glæpamenn. Þegar ég fór frá þessari Tékkóslóvakíu sem alsett var hljóðnemum og yfir til Frakk- lands sá ég stóra mynd af Jacques Brel á forsíðu tímarits þar sem hann hélt fyrir and- litið, hundeltur af ljósmyndurum fyrir fram- an sjúkrahúsið þar sem hann leitaði sér lækninga við langt gengnu krabbameini. Og skyndilega fékk ég á tilfinninguna að ég væri þarna að rekast á sama ömurleikann sem varð til þess að ég flúði land mitt; það að útvarpa einkasamtali Prochazka og birta ljósmynd af deyjandi söngvaranum sem hyl- ur andlit sitt fannst mér tilheyra sama heim- inum; ég hugsaði með mér að það að afhjúpa einkalíf annars fólks, strax og það verður vani og réttur, færir okkur inn í tímabil þar sem meginmálið snýst um það hvort ein- staklingurinn þraukar eða hverfur. 9 Það eru nánast engin tré á Íslandi, og þau fáu sem þar er að finna eru öll í kirkjugörð- um; rétt eins og dauðir geti ekki án trjáa verið, eins og tré geti ekki án dauðra verið. Þau eru ekki gróðursett við hliðina á gröf- unum, eins og í hinni draumfögru Mið- Evrópu, heldur ofan á gröfinni miðri til að sá sem framhjá henni gengur verði að sjá fyrir sér hvernig ræturnar smjúga í gegnum líkin ofan í jörðinni. Ég fer í gönguferð með Elv- ari D. í kirkjugarðinum í Reykjavík; hann staðnæmist fyrir framan gröf þar sem tréð er ennþá agnarsmátt; þarna hafði vinur hans verið jarðsettur fyrir tæpu ári; hann fer að minnast hans upphátt: einkalíf hans var markað leyndarmáli, sennilega af kynferð- islegum toga. „Þar sem leyndarmál valda pirringi og forvitni heimtuðu konan mín, dætur mínar og allir sem ég umgekkst að ég segði þeim frá þessu. Þetta gekk svo langt að uppfrá þessu versnaði samband mitt við konuna mína. Ég þoldi ekki hvað hún var ágeng í forvitni sinni, hún þoldi ekki þögn mína og fannst það sönnun þess að ég van- treysti henni.“ Síðan brosti hann og: „Ég uppljóstraði engu,“ sagði hann, „enda hafði ég engu að uppljóstra. Ég neitaði mér um að komast að leyndarmálum vinar míns og ég vissi ekki hver þau voru.“ Ég hlusta á hann heillaður: allt frá því ég var barn hef ég heyrt talað um að vinur manns sé sá sem maður deilir öllum leyndarmálum sínum með og á jafnvel rétt á því, í nafni vináttunnar, að vera ýtinn til að komast að því hver þau séu. Íslendingurinn minn leit öðruvísi á vinátt- una: hún er það að vera gæslumaður fyrir framan dyrnar þar sem vinurinn varðveitir einkalíf sitt; vera sá sem aldrei mun opna dyrnar; sá sem aldrei mun leyfa neinum að opna dyrnar. 10 Mér verður hugsað til loka Réttarhaldanna: mennirnir tveir halla sér yfir K. og stinga hann á hol: „Brestandi augum sá K. hvernig mennirnir, kinn við kinn, þétt upp við andlit hans, fylgdust með úrslitunum. „Eins og hundur!“ sagði hann, það var sem smánin ætti að lifa hann.“3 Síðasta nafnorðið í Réttarhöldunum: smánin. Síðasta lýsingin: ókunn andlit, þétt upp við andlit hans, snertu hann næstum, horfðu á K. í sínu einkalegasta ástandi, í dauðastríðinu. Í síðasta nafnorðinu, síðustu lýsingunni eru grundvallarkringumstæður allrar skáldsögunnar teknar saman í hnot- skurn: vera, alltaf, aðgengilegur í svefn- herberginu sínu; láta borða frá sér morg- unmatinn; vera til reiðu, dag og nótt, að mæta í yfirheyrslu; horfa upp á það hvernig gluggatjöldin eru gerð upptæk, geta ekki umgengist þá sem manni sýnist; vera ekki sjálfs síns herra; glata stöðu sinni sem ein- staklingur. Þessi umbreyting á manni úr efniviði í hlut, það er nokkuð sem maður skammast sín fyrir. Ég held ekki að Kafka hafi óttast að bréfasafnið hans yrði birt þegar hann bað Brod um að eyðileggja það. Það var svo ólík- legt að það hefur varla hvarflað að honum. Útgefendur höfðu ekki minnsta áhuga á skáldsögunum hans, hvers vegna ættu þeir þá að hafa áhuga á bréfunum hans? Það var smánin sem varð til þess að hann vildi láta eyðileggja þau, ósköp venjuleg skömm, ekki sem rithöfundur, heldur réttur og sléttur einstaklingur, sú skömm að skilja eftir sig ummerki um einkamál fyrir augum annarra, fjölskyldunnar, ókunnugra, skömmin að vera breytt í hlut, sú skömm sem var fær um að „lifa“ hann. Þrátt fyrir þetta birti Brod bréfin; en áð- ur, í sinni eigin erfðaskrá, hafði hann beðið Kafka að „eyða“ ákveðnum hlutum; sjálfur birtir hann hins vegar allt, án þess að gera neinn greinarmun á neinu; undanskilur ekki einu sinni langa og leiðinlega bréfið sem fannst í skúffu, bréf sem Kafka sendi aldrei föður sínum og Brod sá síðan um að allir gátu lesið nema sá sem bréfið var stílað á. Mér finnst ónærgætni Brods algerlega óaf- sakanleg. Hann sveik vin sinn. Hann gekk þvert gegn vilja hans, þvert gegn merkingu og anda vilja hans, þvert gegn blygð- unarkennd hans sem hann þekkti þó svo vel.  Neðanmálsgreinar: 1 Hér er vísað til þess að Tékkar kunnu lengi vel ekki að meta verk tónskáldsins Leos Janaceks að verðleikum, sjá grein eftir Milan Kundera: Svarti sauðurinn í fjöl- skyldunni (Tímarit Máls og menningar 1. hefti 1995) 2 Sjá: Franz Kafka: Í refsinýlendu og fleiri sögur (Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvarldsson þýddu. Menning- arsjóður, 1991) Aths. Þýðanda. 3 Sjá Franz Kafka: Réttarhöldin. Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson þýddu. (2. útgáfa, endurskoðuð, Mál og menning 1995). Friðrik Rafnsson þýddi. fr@hi.is Milan Kundera er tékkneskur að uppruna, en hefur bú- ið í Frakklandi undanfarna áratugi. Nokkrar bóka hans hafa verið þýddar á íslensku, s.s. Óbærilegur létt- leiki tilverunnar, Kveðjuvalsinn, Fáfræðin og nú síðast smásagnasafnið Hlálegar ástir. Grein þessi er lokahluti ritgerðasafnsins Svikin við erfðaskrárnar (1993), en er hér þýdd eftir útgáfu sem höfundur endurskoðaði nýver- ið og birt með góðfúslegu leyfi hans. Teikningar eftir Milan Kundera. En þetta voru vinnudagbækur (fremur minn- isbækur en dagbækur), hann hafði þörf fyrir þær svo lengi sem hann fékkst við skriftir, og hann skrifaði allt til hinsta dags. Sama er hægt að segja um sögurnar sem hann lauk ekki við. Hann var ekki endanlega búinn að ljúka við þær nema svo færi að hann dæi; hann gat enn haldið áfram með þær svo lengi sem hann var á lífi. Jafnvel smásaga sem rithöfundi finnst misheppnuð er ekki gagnslaus fyrir hann, það er hægt að nota hana sem efnivið í aðra smásögu. Rithöfund- urinn hefur enga ástæðu til að eyðileggja það sem hann hefur skrifað, svo lengi sem hann er ekki dauðvona. En þegar Kafka er dauðvona er hann ekki lengur heima hjá sér, hann er á heilsuhæli og getur ekki eyðilagt neitt, hann verður að reiða sig á hjálp vinar síns. Og þar sem hann á í rauninni bara einn vin, leggur hann allt traust sitt á hann. Einnig er sagt: það er sjúklegt að vilja eyðileggja eigin verk. Fyrst svo er verður það að óhlýðnast hinum eyðandi Kafka trún- aður við hinn Kafka, þann skapandi. Þarna er komið að stærstu lyginni í goðsögninni sem umlykur erfðaskrána hans: Kafka vildi ekki eyðileggja verkin sín. Hann útskýrir þetta mjög nákvæmlega í öðru áðurnefndu bréfanna: „Af öllu því sem ég hef skrifað eru einungis þessar bækur gildar (gelten): Dóm- urinn, Kyndarinn, Hamskiptin, Í refsi- nýlendunni, Sveitalæknir og ein smásaga: Hungurlistamaður. (Það má halda eftir nokkrum eintökum af Athugun, ég vil ekki leggja það á nokkurn mann að eyða henni, en það á heldur ekki að endurprenta hana.)“ Kafka afneitar þannig síður en svo verkum sínum, heldur fer þvert á móti yfir þau og reynir að flokka sundur það sem á að standa eftir (það sem má endurprenta) og það sem ekki stenst kröfur hans; depurð, harka, en það er engin vitfirring, engin blind örvænt- ing fólgin í dómi hans: honum finnst allar bækurnar sem prentaðar hafa verið einhvers virði, að þeirri fyrstu, Athugun, undanskil- inni og finnst hún sennilega ekki nægilega þroskað verk (það væri erfitt að andmæla því). Höfnun hans snertir ekki sjálfkrafa allt sem ekki hafði verið birt vegna þess að með- al „gildra“ verka flokkar hann smásöguna Hungurlistamaður, sem aðeins er til í hand- riti þegar hann skrifaði bréfið. Síðar bætir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.