Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.2004, Qupperneq 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 20. nóvember 2004
KRISTÍN Steinsdóttir hefur fengið verðlaun og
viðurkenningar fyrir skemmtilegar og spennandi
barnabækur sínar. Í sögum sínum hefur hún ver-
ið einkar fær í að blanda saman raunveruleika og
þeim veruleika sem gerist aðeins í hugum barna
eða ævintýraheimi skáldskaparins. Til dæmis
hefur hún látið drauga upplýsa unga lesendur
sína um lífið fyrrum. Með hlýlegum og glaðlegum
stíl sínum hefur Kristín náð vel til lesenda og
tekist að vekja áhuga þeirra á öðru en því sem
gerist hér og nú.
Í nýju bókinni Vítahring, Helgusonasögu, er
farið aftur fyrir árið þúsund og ljósi skáldskap-
arins varpað afar skýrt á umhverfi og líf barna á
tíma vopnaskaks og hefnda en Kristín byggir
söguna að hluta til á Harðarsögu. Einnig er í
bókinni leikið mjög sannfærandi með trú fólks til
forna á dulda krafta og galdra, forynjur og tröll
auk þess sem öðrum menningarheimum og frið-
samlegri er lýst lítillega frá sjón-
arhóli þræla. Aðalpersóna sögunnar
er Grímkell, strákur á tólfta ári,
sonur Harðar sem Harðarsaga seg-
ir frá og Helgu sem fræg er fyrir að
hafa synt til lands úr Helguhólma í
Hvalfirði með syni sína og gengið
að Indriðastöðum í Skorradal. Sag-
an hefst þegar fjölskyldan býr að
Breiðabólstað í Reykholtsdal í
Borgarfirði en neyðist til að fara
þaðan og búa í Botni hjá Geir, fóst-
bróður Harðar. Í örstuttu máli
fjallar sagan um hugarangur og
áhyggjur drengs sem vill heldur
yrkja kvæði og safna jurtum og
berjum með móður sinni en taka
þátt í bardagaleikjum jafnaldra
sinna sem fá í hendur alvöru vopn ellefu til tólf
ára gamlir svo þeir geti verið við öllu búnir.
Krakkarnir þurfa að vinna eins og fullorðnir, sér-
staklega ambáttin Afreka og systir hennar
Kormlöð sem eru á svipuðum aldri og Grímkell.
Einnig er því lýst að stúlkur þurfi að giftast fljót-
lega eftir tólf ára aldurinn og hvernig drengir líta
á það sem sjálfsagðan hlut að misnota ungar am-
báttir. Allt er þetta sett fram þannig að lesendur
sjá eðlilegt líf og hugsanir barnanna
sem urðu leiksoppar og fórnarlömb
víkingaaldarinnar. Hefndarskyldan
er sett ofar öllu og þá skiptir engu
hvort maður er fullorðinn eða bara
tólf ára drengur.
Eitt hið jákvæðasta við þessa
ágætu bók er að hlutskipti fólksins
er lýst látlaust og án þess að upp-
hefja hetjuskap eða rómantík en
daglegt líf og tilfinningar verða þó
ljóslifandi. Sjónarhorn barna og
kvenna er ráðandi. Hetjur sögunnar
eru ekki síður Helga, móðir Grím-
kels, og ambáttin Afreka, en þær
grípa hvor til sinna ráða gegn of-
beldi og tilgangslausum drápum
karlanna í kringum þær. Það eru
svo ekki síst teikningar Höllu Sólveigar sem lýsa
upp lifnaðarhætti á tíma sögunnar ásamt því að
skýra persónulýsingarnar. Það er vel til fundið
að hafa kort af svæðinu innan á bókarkápu og
skemmtilegar teikningar af sögupersónum
fremst. Kristín og Halla Sólveig hafa unnið vel
saman að því að færa nútímabörnum heim forn-
sagnanna ljóslifandi og eðlilegan.
Tólf ára vígamenn
BÆKUR
Börn
eftir Kristínu Steinsdóttur.
Myndir eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur. 159 bls.
Mál og menning, Reykjavík 2004.
Vítahringur
Helgusona saga
Hrund Ólafsdóttir
Kristín Steinsdóttir
KRISTIAN Guttesen á nú að baki fjórar ljóðabæk-
ur en hann hefur verið býsna iðinn við skáldskap og
þýðingar undanfarin tíu ár eða svo. Þessi nýút-
komna bók hans er byggð upp á nokkrum prósa-
ljóðum sem eiga skylt við danskt form, kallað
„punktroman“. Þ.e. stuttar og heildstæðar frásagn-
ir en einnig má finna styttri ljóð inn á milli.
Hversdagurinn er meginumfjöllunarefni bók-
arinnar og nær Kristian oft og tíðum ágætlega
raunsannri lýsingu á honum. Stíll hans er einfaldur
sem fer efnistökunum vel, hér er ekki verið að
skreyta með flóknu formi eða orðaforða.
Einn prósanna fjallar um einstæða móður og er
hann fléttaður með hugmynd höfundar um fjall-
konuna. Málar hann upp nokkuð hversdagslegar
myndir af lífi þessarar einstæðu móður, jafnvel
dökkar. Hann teflir sögunni af móðurinni gegn
hefðbundnum rómantískum hug-
myndum um fjallkonuna. Það ljóð lýs-
ir kannski hnignun þjóðfélagsins og
hvernig hugmynd okkar um fjallkon-
una á ekki við í dag. Er þessi róm-
antíska fjallkona til, eða er hún orðin
einstæð þriggja barna móðir? Stund-
um fer Kristian offörum í þessum lýs-
ingum þannig að þessi raunveruleiki
verður ótrúverðugur og jafnvel yf-
irþyrmandi venjulegur. Segir t.d.:
„Best að panta kínverskan mat, það er
einfaldast. Svo er líka vinna í kvöld.
Aldrei slakað á. Taka tvö til þrjú ár í
viðbót, síðan hætta þessu harki.
Strákarnir skulu alast upp í öruggu
umhverfi.“
Þessi prósi tapar þó mest á því að
stöku sinnum skjóta upp kollinum klisjukenndar
myndlíkingar og setningar. Eins og upphafssetn-
ingin í ljóðinu „Nótt“: „Tunglinu blæðir“. Þetta
skýtur skökku við því að jafnaði nær höfundur að
viðhalda jöfnum og tilgerðarlausum takti.
Í öðrum lengri prósa, „Fáein orð
um geðveiki“ er Kristian hins vegar
að fjalla um hugmyndaheim ungs
karlmanns í dag. Ljóðið er misjafnt,
ég velti því fyrir mér hvort hér væru
nokkur ljóð á ferð því efnið fer í raun
fram úr forminu. Í þessum prósa er
brugðið upp mörgum myndum sem
fléttast hugleiðingum, meinhæðnum
sögukornum og reynsluheimi höf-
undar. Þarna er líka ádeila á banda-
rískt samfélag sem er nú æði marg-
tuggin verður að segjast. Hér vantar
helst meiri skerpu því oft er í prós-
anum skemmtilegar líkingar og
sannfærandi lýsingar.
Umræddir prósar, sem fylla
drýgstan hluta bókarinnar, fanga
raunsæið best þegar naumhyggjukenndum lýs-
ingum er beitt en þegar þeim sleppir er eins og höf-
undur missi niður taktinn.
Taktur hversdagsins
BÆKUR
Ljóð
eftir Kristian Guttesen. 60 bls. Salka 2004.
Mótmæli með þátttöku – bítsaga
Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir
Kristian Guttesen
Sólin sest að
morgni er eftir
Kristínu Steins-
dóttur.
Kristín Steins-
dóttir sýnir hér á
sér nýja hlið og
skrifar í fysta sinn
sögu fyrir full-
orðna. Efniviðinn sækir hún í
bernsku sína og úr verður margræð
saga þar sem undir niðri krauma
miklar tilfinningar.
Hér segir frá skapmikilli stúlku
sem vex upp í skjóli hárra fjalla. Að
henni standa sterkar konur sem eru
haldreipi hennar og fyrirmyndir í
tilverunni. En yfir leikjum og kátínu
bernskunnar hvílir skuggi sem vill
ekki hverfa.
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Bókin er 87 bls. Verð: 4.290 kr.
Nýjar bækur
Leigjandinn er eftir
Svövu Jak-
obsdóttur.
„Maður er svo ör-
yggislaus þegar
maður leigir.“
Þessi upphafsorð
gefa enga vísbend-
ingu um þann magn-
aða söguheim sem Svava Jak-
obsdóttir kynnti lesendum sínum
árið 1969 þegar Leigjandinn kom
fyrst út. Draumur og veruleiki tak-
ast á og ótal spurningar vakna. Og
nú, þrjátíu og fimm árum síðar,
leynast ef til vill nýjar gátur á bak
við tjöldin.
Útgefandi er JPV-útgáfa.
Laufskálafuglinn
er eftir Margréti
Lóu Jónsdóttur.
Ína Karen
stendur á kross-
götum og kannar
nýja stigu í fleiri
en einum skiln-
ingi. Hún yf-
irgefur mann
sinn og barn og á ferðalagi um
Spán kynnist hún ástinni með
óvæntum hætti. Í brennandi sólinni
skrásetur hún ýmislegt sem leitar
á hugann og reynir þannig að átta
sig á tilfinningum sínum jafnt sem
annarra.
Margrét Lóa hefur áður gefið út
ljóðabækur en Laufskálafuglinn er
fyrsta skáldsaga hennar.
Útgefandi er Salka. Bókin er 213
bls. Verð er 4.290 kr.
Rigning í nóv-
ember er eftir
Auði Ólafsdóttur.
Ung kona stígur
upp úr volgri
hjónasæng og
heldur í æv-
intýralegt ferðalag
um myrkt og blautt
landið. Með í för er
heyrnarlaust barn sem henni hefur
verið falið að gæta. Þar með hefst
leit að týndum þræði og stefnumót
við heim handan orða. Með skáld-
sögunni fylgir uppskriftakver sögu-
hetjunnar með 47 matarupp-
skriftum og einni prjónauppskrift.
Salka gefur bókina út. Hún er 224
bls. Um kápuhönnun sá Guðrún
Tryggvadóttir. Verð er 4.290 kr.
PÁLL Kolka segir í Föðurtúnum að Fritz Hendrik
Berndsen, kaupmaður á Skagaströnd, hafi skrifað
ævisögu sína sem hann telur með öllu glataða. Sé
það miður því Berndsen gamli hafi lýst hreinskiln-
islega lífi og aldarbrag Skagstrendinga. Björn Th.
Björnsson hefur haft uppi á handritinu og notast
við það sem uppistöðu í þessari skáldsögu sinni,
fylgir minningum Berndsens í megindráttum en
fyllir í eyður.
Berndsen ólst upp í Kaupmannahöfn. Gekk á
ýmsu í æsku hans. Hann greip því fegins hendi
tækifærið þegar honum bauðst að flytjast til Ís-
lands. Skyldi hann verða beykir við danska verslun
á Skagaströnd. En Höfðakaupstaður hafði löngum
verið eini verslunarstaðurinn í Húnavatnssýslu. Ís-
landsverslunin var þá enn í höndum Dana, víðast
hvar að minnsta kosti. Berndsen var kjarkmikill
draumóramaður, gerðist góður og gegn Íslend-
ingur og lifði langa ævi; náði níræðisaldri. Með
heppni og útsjónarsemi – en einnig vegna óheppni
keppinauta – tókst honum að koma undir sig fót-
unum. En Skagastrandarverslunin var þá að missa
vægi sitt þar sem kaupmenn voru að koma sér fyrir
á Blönduósi, nær þungamiðju héraðsins. Úr því gat
kaupmennska Berndsens vart orðið stór í sniðum.
Björn Th. Björnsson gerir efni þessu hin prýði-
legustu skil, hefur enda til þess alla burði. Hann er
maður sögufróður. Hann hefur áður unnið með
svipuð efni. Hann nauðaþekkir gömlu Kaupmanna-
höfn, jafnt stræti og torg sem mannlíf og aldarfar á
þeim tíma sem Berndsen var að alast þar upp. Þar
af leiðir að hann á auðvelt með að setja sig í spor
þeirra Dana sem hingað komu til dvalar eða bú-
setu. En þeir komu að sjálfsögðu af mismunandi
ástæðum og með mismunandi ásetningi. Að sumum
þeirra setti hroll um leið og þeir sáu þetta kulda-
lega land rísa úr sæ. Þeir héldu gjarnan hópinn og
blönduðu lítt geði við innfædda framar en nauðsyn
krafði. Dvölina þreyðu þeir við spil og
vín. Ófáir létu sjálfsagann lönd og leið
og lögðust í drykkju. Framkoma
þeirra við innfædda markaðist þá af
hroka og yfirlæti. Ömurlegt dæmi
þess er framferði Hillebrandts kaup-
manns á Blönduósi. Þegar hann er
kominn í þrot fjárhagslega ræður Ís-
lendingur honum að biðja sér efnaðrar
konu í héraði. Hillebrandt var þrjátíu
og sex, hún sjötíu og tveggja. Gamla
konan stóðst ekki þennan framandi
glæsileika, hélt að maðurinn væri að
bjóða sér ást og virðing og beit á agn-
ið. En hvort tveggja lét á sér standa,
ástin og virðingin. Vafi leikur á að
nokkur íslensk kona hafi fyrr né síðar
goldið frúartitil dýrara verði. Ekki
verður heldur bent á ambátt sem fremur hafi verið
auðmýkt og niðurlægð en þessi mæta kona, Þórdís
á Vindhæli. Hillebrandt var þá orðinn eins og hver
annar volaður auðnuleysingi.
Aðrir – sennilega voru þeir færri – fundu sig
strax heima í víðáttunni hér, þeirra á meðal Bernd-
sen. Hann sýnist þegar hafa ákveðið að setjast hér
að til frambúðar. Hér væri hann frjálsari. Honum
ægði ekki svo mjög það frumstæða umhverfi sem
strax mætti augum hans. Hér gæti hann allt eins
fullnægt löngun sinni til að njóta heimsins lysti-
semda. Honum hugnaðist vel að ferðast langleiðir á
hestbaki í góðra vina hópi og þiggja veitingar á
heimilum fyrirmanna vítt og breitt um héraðið. Og
hann varð á fyrsta degi hugfanginn af ungri stúlku
sem síðar varð barnsmóðir hans og sambýliskona.
Björg hét hún Sigurðardóttir frá Sólheimum í
Svínadal. Kaflarnir um samdrátt þeirra, átök í
stormasamri sambúð og að lokum sambúðarslit eru
minnisstæðasti hluti bókarinnar. Þar njóta sín best
hæfileikar höfundar til að skapa persónur, skrifa
samtöl og endurvekja andblæ liðinna daga. Þar
hittir danski kavalerinn konu sem er í senn sjálf-
stæð og ákveðin, konu sem vill standa fyrir sínu
hvað sem það kostar, er ör til ásta, frábiður sér eigi
að síður húsbóndavald. En aldarandinn er ekki enn
orðinn slíkri konu í vil, langt því frá. Ósigur Bjarg-
ar er því fyrirsjáanlegur.
Reyndar verður ekki annað sagt
en skipti Fritz Hendriks við konur
einkennist af eigingirni, sjálfselsku
og, þegar verst gegnir, ófyrirleitni.
Fyrir sjónum hans voru konur ein-
ungis til gagns og skemmtunar eða, í
fáum orðum sagt – til að njóta! Arn-
þrúður, önnur barnsmóðir hans,
mátti svo sannarlega kenna á því. En
hún varð móðir Sigurðar sem síðar
varð þjóðkunnur fjármálamaður og
þjóðsagnapersóna, bæklaður maður
en fluggáfaður, unnandi fagurra
bókmennta en almennt fordæmdur
vegna starfsemi sinnar. Líkast til
var hann svo sem öld á undan samtíð
sinni. Síðustu kaflarnir segja frá Sig-
urði og fjölskyldu hans, svo og frá úthugsaðri að-
ferð hans til að rétta hlut móður sinnar. Hann var
þá búinn að læra á spilin!
Glóið þið gullturnar er bók sem heldur manni
rækilega vakandi. Best tekst höfundi upp þegar
hann gefur sér frjálsastar hendur. Þar njóta sín til
fulls hæfileikar hans sem skáldsagnahöfundar.
Ferðalýsingar hans eru, svo dæmi sé tekið, frábær-
ar. Skal þá einkum bent á frásögn af ferðaslarki
heldra fólksins frá Skagaströnd vestur til Borð-
eyrar í Hrútafirði. En Borðeyri var þá vaxandi
verslunarstaður. Í síðari hluta bókarinnar bindur
höfundur sig um of við skráðar heimildir sem
margar hverjar eru ófullnægjandi, dregur þá inn í
söguna fólk sem birtist í svipsýn án þess að skipta
stórmiklu máli fyrir heildina með þeim afleiðingum
að samtöl og tilsvör geta misst marks.
Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að hér er á
ferðinni bók sem höfundur getur verið fyllilega
sáttur við. Björn Th. Björnsson er höfundur sem
ekki bregst, hugkvæmur, vandvirkur og sérlega
fundvís á merkileg viðfangsefni eins og þessi saga
af Berndsen kaupmanni á Skagaströnd vitnar
gerst um.
Ást og peningar
BÆKUR
Heimildaskáldsaga
Heimildaskáldsaga eftir Björn Th. Björnsson. 234 bls.
Mál og menning. Reykjavík, 2004.
Glóið þið gullturnar
Erlendur Jónsson
Björn Th. Björnsson
Dularfulla daga-
talið er eftir Her-
dísi Egilsdóttur.
Að morgni
annars desember
dettur dul-
arfullur pakki inn
um bréfalúguna
hjá systkinunum
Kötu og Gunna.
Inni í honum er einhvers konar jóla-
dagatal. Um leið fara dularfullir at-
burðir að gerast og spennan magnast
allt til jóla. Krakkarnir vita ekki að á
bak við allt stendur sjálf Grýla sem er
sármóðguð út í föður þeirra fyrir að
ætla að eyðileggja bælið hennar.
Um árabil sagði Herdís Egilsdóttir
nemendum sínum í Ísaksskóla sög-
una um dularfulla dagatalið á aðvent-
unni. Nú er þessi spennandi saga
loksins komin á bók með skemmti-
legum myndum Erlu Sigurðardóttur.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 165 bls. Verð: 2.490 kr.