Morgunblaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 188. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Landnáms- setur að ári Pakkhúsið í Borgarnesi opnað eftir miklar endurbætur | Minn staður 12 Íþróttir | Mourho vill semja strax við Eið  Fótfráir feðgar í boðhlaupi á landsmóti Fasteignir | Höllin á þurrkloftinu  Frístundahverfi í Hrífunesi í Skaftártungu AF LÖNDUM OECD er atvinnuþátttaka hvergi meiri en á Íslandi eða 82% og hefur hún raunar um langt árabil verið með því mesta sem þekkist á Vesturlöndum auk þess sem atvinnuleysi hefur verið minna hér en í flestum öðrum löndum Evrópu. Til saman- burðar má nefna að atvinnuþátttaka er 73% í Bretlandi og rúm 75% í Danmörku. Þetta kemur fram í nýútkomnum samanburðar- reikningum OECD. Þótt vinnutími starfandi fólks á Íslandi hafi heldur styst á síðustu ár- um er hann enn einn sá lengsti í Evrópu eða 1.812 vinnustundir að meðaltali á ári og er þá tekið með í reikninginn bæði fólk sem er í fullu starfi og hlutastarfi. Meðalvinnutíminn í Hollandi er 1.354 stundir á ári og 1.446 stund- ir í Þýskalandi. Af Evrópulöndunum er vinnu- tími eingöngu lengri en hér í Tékklandi, Grikklandi, Póllandi og Slóvakíu. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, segir nauðsynlegt að taka samanburðinum með fyr- irvara og bendir m.a. á að almennt gefi önnur lönd upp vinnutíma án neysluhléa en Íslend- ingar gefi upp heildarvinnutíma. Þá verji fólk hér mun styttri tíma til að komast í og úr vinnu en í flestum öðrum löndum og sé þ.a.l. tilbúið að verja lengri tíma á vinnustað en ella. Atvinnuþátt- taka mest á Íslandi  Vinnutími/10 BRYNJAR Sigurðsson á trillunni Sjöfn kom að landi með um 1.200 kíló af ágætum þorski í Hafnarfjarð- arhöfn í gær en aflann hafði hann fengið á Hjörseyjarsvæðinu beint undan Borgarnesi en þau mið þekkir hann vel enda búinn að vera við þetta í 14 ár. „Þetta var allt í lagi en góður túr er svona tvö til þrjú tonn,“ segir Brynjar sem ekki á eftir nema 800 kíló af kvóta þessa fiskveiðiárs eða einn róður. „Maður fær þetta þarna svona í gusum, þegar gus- urnar standa yfir er það góður fisk- ur en á milli er þetta minni fiskur. Þannig að það er um að gera að vera handfljótur meðan gusurnar standa yfir. Þá er tekið á því,“ segir Brynj- ar sem lærði bifvélavirkjun í Straumsvík og vann þar í 30 ár. „En svo fór sjórinn að toga aftur í mig og ég fékk mér trillu til að leika mér á en svo endaði það með að verða aðal- atvinnan. Ég er mjög sáttur að enda ævina á þessu,“ segir Brynjar.Morgunblaðið/ÞÖK Tekið á því þegar gus- urnar koma HUGSANLEGT er að 48 milljónir vinnufærra manna hafi dáið af völdum alnæmis, AIDS, árið 2010 og tala fórnarlamba sjúkdómsins kann að fara í 74 milljónir árið 2015. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), sem gerð var opinber á fyrsta degi al- þjóðlegu AIDS-ráðstefnunnar sem hófst í Bangkok í Taílandi í gær. Telur ILO ljóst að þetta muni hafa afar alvarleg áhrif á hagkerfi þeirra þjóða þar sem útbreiðsla alnæmis er hvað mest. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, flutti ræðu við opnun ráðstefnunnar í Bangkok og gagnrýndi þá þjóðir heimsins fyrir að hafa ekki gert nálægt því nægilega mikið til að sporna við útbreiðslu AIDS. Varaði Annan við því að alnæmisfaraldurinn ógnaði nú vel- sæld alls heimsins og sagði ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af því hversu hratt AIDS breiddist nú út í Asíulöndunum. Þá vakti Annan athygli á því að æ fleiri konur smituðust nú af alnæmisveirunni og að nú smit- uðust nærri jafnmargar konur og karlar. Fimm milljón ný smit árið 2003 Þrjú ár eru nú liðin síðan leiðtogar ríkja heimsins hétu því á sérstökum fundi Allsherj- arþings SÞ að ráða niðurlögum AIDS og sagði Annan í ræðu sinni að góður árangur hefði náðst að mörgu leyti. „Og þó er augljóst að við erum ekki að gera næstum því nóg,“ sagði Annan ómyrkur í máli. Hann benti á að flestir hinna 17.000 manna, sem sækja ráðstefnuna í Bangkok, tilheyrðu heil- brigðisstéttunum eða ynnu að heilbrigðismálum í stjórnsýslunni heima fyrir. Baráttan gegn AIDS þyrfti hins vegar að vera á verkefnaskrá allra sem koma nálægt stjórnsýslu, þ.m.t. allra æðstu ráðamanna. „AIDS er miklu meira en bara heilbrigðisvandamál. AIDS ógnar þróun og þroska mannkynsins sjálfs,“ sagði hann. Fram kom í ræðu Annans að tuttugu millj- ónir manna hefðu látist af völdum alnæmis á síðustu 23 árunum og að í dag væru alls 38 millj- ónir manna smitaðar af HIV-veirunni sem veld- ur alnæmi. Þar af hefðu fimm milljón ný smit greinst á síðasta ári einu og sér og hafa aldrei áður greinst eins mörg smit á einu ári. 25 milljónir smitaðra búa í löndunum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar en 7,6 milljónir smit- aðra búa í Asíu. Sagði Annan að HIV-veiran breiddist nú ógnarhratt út í Asíu. „Eitt af hverj- um fjórum smitum á síðasta ári átti sér stað í þessari heimsálfu. Við megum engan tíma missa ef við ætlum að koma í veg fyrir að út- breiðslan í Asíu fari algerlega úr böndunum,“ sagði hann. Annan brýnir menn í baráttunni við alnæmi Óttast að 48 milljónir hafi dáið af völdum sjúkdómsins árið 2010 Reuters Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taí- lands, og Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, kveikja á risavöxnu kerti í minningu fórnar- lamba alnæmisfaraldursins. Bangkok. AP, AFP. EKKI er útilokað að forsetakosningum í Bandaríkjunum, sem fram eiga að fara 2. nóvember nk., yrði frestað ef hryðjuverka- menn létu til sín taka í landinu skömmu fyrir kosningarnar. Eru emb- ættismenn nú að skoða hvernig standa mætti að slíkri frestun. Þetta kem- ur fram í nýjasta hefti vikuritsins Newsweek. Tom Ridge, ráðherra heimavarnarmála, varaði á föstudag við því að hryðjuverkasamtökin al- Qaeda hefðu mikinn áhuga á því að standa að stóru hryðjuverki í Bandaríkjunum í því skyni „að valda umróti í lýðræðisferli“ Banda- ríkjamanna. Hefur Newsweek eftir ónafngreindum embættis- mönnum að þeir skoði nú hugmyndir um frestun kosninganna. Segir blaðið að DeForest Soar- ies yngri, yfirmaður yfirkjörstjórnar Banda- ríkjanna, hafi ritað Ridge bréf þar sem hann er hvattur til að biðja Bandaríkjaþing um að samþykkja neyðarlög sem myndu gera kjör- stjórn kleift að fresta kosningunum ef til hryðjuverka kæmi. Hefur Ridge, að sögn Newsweek, beðið dómsmálaráðuneytið bandaríska um að fara rækilega yfir umleitanir Soaries. Forseta- kosningum frestað? Washington. AFP. Bandaríkjamenn óttast hryðjuverk á næstu mánuðum George W. Bush John Kerry ♦♦♦ BARÁTTAN gegn alnæmisvandanum er eitt meginviðfangsefni Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar (WHO) um þessar mundir, að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar, forseta framkvæmda- stjórnar WHO. Var síðasta þing stofn- unarinnar, sem haldið var í maí síðastliðnum, sér- staklega tileinkað alnæm- isvandanum. „Þetta er það mál sem brennur mest á öll- um,“ segir Davíð í samtali við Morgunblaðið. Nefnist nýjasta áætlun stofnunar- innar gegn alnæmi „three by five,“ og miðar að því, að fyrir lok árs 2005 verði 3 milljónir manna komnar í lyfjameðferð gegn alnæmi. Verður WHO þar að grípa til marg- víslegra aðgerða í uppbyggingu heilbrigðis- kerfis til þess að hægt sé að fylgja lyfja- meðferðinni eftir. Vandinn er hvað mestur í ýmsum Afríkuríkjum, og nú breiðist alnæmi einna hraðast út í fyrrverandi Sovétlýðveldum. Íslenska ríkið hefur lagt alls 30 milljónir króna til verkefna WHO í baráttunni gegn al- næmi. Íslenska ríkisstjórnin kynnti 15 milljóna króna framlag sitt á aukaallsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna vegna alnæmis, „og einnig kynnti Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra 15 milljóna króna framlag til WHO síðastliðið vor,“ segir Davíð ennfremur. Stórtækar áætlanir WHO  Hrikalegt/6 Davíð Á. Gunnarsson Íþróttir og Fasteignir í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.