Morgunblaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 27
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2004 27 Þökkum hrósið! ALLTAF er gaman þegar fólk sér jákvæðu hlutina í lífinu. Fyrir hönd sláttuhóps Gunnars J. Jónssonar vil ég þakka manninum sem hrósaði hópnum hér í Morgunblaðinu 8. júlí sl. Þetta hvetur okkur til að halda áfram á sömu braut. Metnaður okk- ar í slættinum er mikill og er gaman að fá svona hlý orð í eyra á þessum tímum þar sem þras og tuð er því miður ríkjandi. Elvar Geir Magnússon, 230785-2799. Of dýrir diskar ÉG ER mikill tónlistarunnandi og finnst mjög ágætt að kaupa mér geisladiska af og til. Oftar en ekki keypti ég mér tilboðsdiska á tveir fyrir 2.000 kr. Slíkt var afar gott að geta splæst þessu á sig fyrir aðeins 2.000 krónur. En það er liðin tíð. Fyrir nokkru ákváðu þeir sem stóðu fyrir þessu tilboði að hækka verðið um 200 krónur þannig að nú er það tveir fyr- ir 2.200 krónur. Þetta líkaði mér ekki og hafa viðskipti mín minnkað verulega vegna þessa. Óánægja mín skín skýrt í gegnum mig í þau fáu skipti er ég kaupi geisladiska nú til dags og bitnar oft því miður á sak- lausu afgreiðslufólkinu. Biðst ég hér með afsökunar. Vil ég minnast á eitt í viðbót í sam- bandi við grein í Velvakanda mið- vikudaginn 7. júlí um sláttuhópa. Ég er Breiðhyltingur og bý í Fellahverfi og hef tekið eftir ótrúlega dulegum krökkum sem slá og raka hér í hverfinu mér og öðrum til mikillar ánægju. Kveðja til duglega sláttu- hópsins á stóra hvíta bílnum. Breiðhyltingur. Lyklar týndust LYKLAR merktir Kolbrún týndust á leiðinni frá Heimahverfi yfir í Laugardal. Skilvís finnandi hafi samband í síma 894 1311. Jakkar teknir í misgripum TVEIR jakkar voru teknir í mis- gripum á Gauki á Stöng laugardags- kvöldið 12. júní. Annar var ljós- bleikur, úr riffluðu flaueli frá Vera Moda, hinn var brúnn leðurjakki frá Part Two. Þeir sem hafa jakkana undir höndum eru vinsamlega beðn- ir að koma þeim aftur á Gauk á Ströng. Barnasmekkur í óskilum LÍTIL stúlka var að týna fallegan barnasmekk sem móðir hennar hafði gert og varð hann eftir í húsi í Ár- túnsholti. Eigandi er beðinn að vitja hans. Upplýsingar í síma 897 3709. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Áfimmtudag verður sett á Ísafirði ráð-stefnan Með höfuðið hátt, um framtíð-arsýn í menningar-, mennta og atvinnu-málum á Vestfjörðum. Athygli vekur líflegt hugmyndaflug skipuleggjenda, en meðal dagskrárliða er fyrsta kennslustundin í „Háskóla Vestfjarða“, undir berum himni á Silfurtorgi – og flöskuskeyti til ESB frá fjöruborðinu við Suð- urtanga. Að ráðstefnunni stendur grasrótarhreyf- ing ungs fólks á norðanverðum Vestfjörðum sem á það sammerkt að hafa áhuga á þjóðfélagsmálum. Formaður undirbúningsnefndar er Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Einn liður ráðstefnunnar nefnist Kostir og gall- ar ESB fyrir Vestfirði. Upplifa Vestfirðingar sig í alvöru sem sérstakt þjóðarbrot? „Góð spurning. Kannski er svarið frekar að hagsmunir okkar eru ólíkir, segjum, hagsmunum höfuðborgarbúa, til dæmis þegar kemur að sjávar- útvegi. Þess vegna höfum við einmitt fengið Úlfar Hauksson, sem skrifað hefur mastersritgerð um sjávarútvegsstefnu ESB, til þess að halda erindi.“ Þið hyggist senda flöskuskeyti til Evrópusam- bandsins. Hvað mun standa í því? „Ég geri ráð fyrir að það verði beiðni um að bjóða okkur til aðildarviðræðna um að við höldum fiskimiðunum! En það á eftir að koma í ljós.“ Hvert verður efni fyrstu kennslustundarinnar í „Háskóla Vestfjarða“? „Morrinn, sem er leikhús ungs fólks, verður í hlutverki nemenda á torginu. Farið verður í gegn- um skólasögu Vestfjarða og endað með táknræn- um hætti á stofnun „Háskóla Vestfjarða“.“ Sem þið teljið raunhæft skref, í verunni? „Ekki vafi. Það er í raun spurning mannréttindi að geta menntað sig í heimabyggð. Við teljum okk- ur hafa fullar forsendur til þess, auk þess sem há- skóli myndi draga að fleira fólk og tækifæri eins og til dæmis stofnun háskóla í smáu samfélagi eins og Tromsö í Noregi hefur sýnt, svo dæmi sé tekið.“ Á laugardag mun á ráðstefnunni verða spurt um „mörkin milli nýsköpunar og brjálæðis“. Er ljóst hvar þau liggja? „Nei, að því ætlum við einmitt að komast. Stundum virðast nýsköpunarumræðan sjálf hálf- gert brjálæði og svo er líka hin spurningin, hve- nær er nýsköpun bara gömul hugmynd endur- unnin? Byggðastofnun hamrar mjög á hugtakinu og flestir styrkir ríkisstjórnarinnar hingað vestur eru veittir til nýsköpunar. Þess vegna er nauðsyn- legt að spyrja sig: Hver ákveður hvað nýsköpun er?“ Hverjir munu mæta á ráðstefnuna? „Vonandi allir sem vilja hafa einhver áhrif á framtíðina og þeir sem vilja aðstoð til þess að mynda sér skoðun. Ungt fólk er sérstaklega boðið velkomið en dagskráin er í raun fyrir alla aldurs- hópa – og alla landsmenn.“ Þetta verður þannig ekki enn eitt þreytta mál- þingið um erfiðleika og vaxtarmöguleika? „Alls ekki. Pælingin er einmitt að horfa á það já- kvæða og sýna frumkvæði. Við ætlum ekki að bíða eftir því að einhverjir „kallar úr Reykjavík“ komi og „bjargi okkur“, heldur leggjum við upp með djarfar hugmyndir og spyrjum í staðinn: Viljiði vera með?“ Framtíðarsýn | Frumleg og fagleg ráðstefna um Vestfirðinga Flöskuskeyti sent til ESB  Albertína Friðbjörg Elíasdóttir er fædd 17. febrúar 1980 og uppal- in á Ísafirði. Hún er að ljúka námi í félags- og fjölmiðlafræði og starf- ar hjá Skóla- og fjöl- skylduskrifstofu Ísa- fjarðarbæjar. Albertína er einhleyp og barnlaus. Atvinnuhúsnæði til leigu (skrifstofur) Til leigu 200 fermetra skrifstofuhúsnæði á 2. hæð á Brekkustíg 39, á besta stað í Reykjanesbæ. Sérlega snyrtilegt. Næg bílastæði. Laust strax. Uppl. í símum 896 4266 og 421 2220, Sverrir. ATVINNUHÚSNÆÐI RAÐAUGLÝSINGAR TÓNLISTARMÓT fyrir börn og unglinga frá Norðurlöndum fer fram í Mosfellsbæ í sumar þar sem áhersla verður lögð á þjóðlög. Leiðbeinendur koma frá Noregi, Svíþjóð Danmörku og Íslandi. Mót- ið er opið fyrir öll ungmenni á aldrinum 10–18 ára sem spila á hljóðfæri hvort sem þau eru enn í tónlistarskóla eða ekki. Leiðbein- endurnir eru Heiðdís Erlends- dóttir þjóðlagaspilari, meðlimir í dönsku þjóðlagasveitinni ZAR en hana skipa Rasmus, Christopher og Steffan. Þeir hafa spilað saman í nokkur ár og hlotið mikið lof auk hinna dönsku tónlist- arverðlauna í tvígang. Frá Noregi kemur hinn hálf íslenski þjóðlaga- spilari Viðar Skrede en hann er meðlimur í þjóðlagasveitinni Geit- ungen. Margaretha Mattsson tón- listarkennari kennir sænska þjóð- lagatónlist. Skráning á netfanginu liljaog- elli@heimsnet.is. Nánari upplýs- ingar má sjá á veffanginu http:// www.geocities.com/lillyrokk/ norraenthjodlog. Tónlistarmót fyrir börn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Bd7 4. Bxd7+ Rxd7 5. O–O Rgf6 6. De2 g6 7. c3 Bg7 8. d4 cxd4 9. cxd4 O–O 10. e5 dxe5 11. dxe5 Rg4 12. e6 Rde5 13. exf7+ Hxf7 14. Rg5 Dc7 15. h3 Staðan kom upp í síðustu umferð Meistaramóts Skákskóla Íslands. Atli Freyr Kristjánsson (1.625) hafði svart gegn Halldóri B. Halldórssyni (2.200). 15. ... Hxf2! 16. Hxf2 Dxc1+ 17. Hf1 Dxg5 18. Rd2 sókn svarts hefði verið illviðráð- anleg eftir 18. hxg4 Rxg4. 18. ... Rf6 19. Had1 Hd8?? Færir andstæðingnum vinninginn í skákinni og sigurinn á mótinu á silf- urfati. Flestir aðrir leikir hefðu haldið taflinu unnu á svart. 20. Re4! Hvítur vinn- ur við þetta hrók og þarf þá ekki að spyrja að leikslokum. 20. ... Dh4 21. Hxd8+ Kf7 22. Rxf6 Bxf6 23. Dxe5 Kg7 24. Hxf6 exf6 25. De7+ Kh6 26. Df8+ Kh5 27. Hd5+ g5 28. Df7+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. ÞAÐ voru ófáir marhnútarnir sem voru dregnir á land á Suðureyri um helgina en þar fór fram hin árlega hátíð bæjarbúa, Sæluhelgi á Suður- eyri. Gekk hátíðin vel og var Mansakeppnin, eins og marhnútakeppnin er kölluð, haldin í 17. sinn við bryggjuna. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, furðulegustu veiðina, minnsta og stærsta marhnútinn o.fl. Furðulegasta veiðin að þessu sinni var mink- ur, sem skottið hafði verið skorið af, en honum hafði verið hent í höfnina eftir að hafa verið gómaður af starfsmönnum Íslandssögu. Margir veiddu marhnút

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.