Morgunblaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ því um flókið ferli að ræða, sérstak- lega í löndum Afríku, þar sem ekki eru nein innri stjórnkerfi og því engin uppbygging á heilbrigðisþjón- ustu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin verður því í raun, áður en meðferðin getur hafist, að byggja upp heil- brigðiskerfi á viðkomandi svæði,“ segir Davíð. Segir hann áætlunina vera stórtæka, en vandinn sé orðinn það umfangsmikill að spyrna verði við fótum. Tíu greindust á Íslandi árið 2003 Davíð segir WHO beina kröftum sínum sérstaklega að alnæmisvand- anum í ljósi hraðrar útbreiðslu sjúk- dómsins. „Sameinuðu þjóðirnar undir forystu Kofi Annan hafa hald- ið tvö auka allsherjarþing til að vekja athygli á alnæmisvandanum, og þar hefur íslenska ríkisstjórnin kynnt 15 milljóna króna framlag til DAVÍÐ Á. Gunnarsson, forseti framkvæmdastjórnar Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO), og ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, segir baráttuna við alnæmi vera eitt af stærstu verkefnum WHO næstu ár- in, og sjúkdómurinn hafi verið aðal umræðuefni síðasta þings stofnun- arinnar, sem haldið var í maí síðast- liðnum. „Þetta er það mál sem brennur mest á öllum,“ segir hann. Vandamálið sé hrikalegt, og það hafi skelfileg áhrif á samfélag margra ríkja, til dæmis í Afríku og fyrrver- andi sovétlýðveldum. „Nýjasta áætlun stofnunarinnar í baráttunni gegn alnæmi nefnist „three by five“ og vísar til þess, að fyrir lok ársins 2005 verði þrjár milljónir manna, sem smitaðar eru af alnæmi, komnar í lyfjameðferð. Þar verður að hafa í huga, að með- ferðin þarf að standa til æviloka, og að berjast við alnæmisvandann, og einnig kynnti Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra 15 milljóna króna framlag til WHO síðastliðið vor. Ís- lenska ríkisstjórnin hefur því varið 30 milljónum króna til að berjast gegn alnæmisvandanum á síðustu tveimur árum, og erum við á þann hátt að leggja okkar af mörkum,“ bætir hann við. 171 tilfelli um HIV-smit 2003 Alls hafði 171 tilfelli um HIV-smit verið tilkynnt til sóttvarnalæknis í lok árs 2003, talið frá því að sjúk- dómurinn greindist fyrst hér á landi í upphafi 9. áratugarins. Af þeim höfðu 52 greinst með alnæmi, og 35 látist af völdum sjúkdómsins, en þeir létust flestir á árunum 1990–95. Tíu einstaklingar greindust með al- næmi á árinu 2003, 6 karlar og 4 konur, en enginn lést af völdum sjúkdómsins, annað árið í röð. Davíð Á. Gunnarsson forseti framkvæmdastjórnar WHO Hrikalegt vanda- mál víða um heim EKKI er nauðsynlegt að breyta ný- settum lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum í kjölfar þess að þeir voru samþykktir inn á heimsminja- skrá, enda full- nægja lögin öllum skilyrðum sem skráin gerir, að sögn Björns Bjarnasonar, for- manns Þingvalla- nefndar. Aðalheiður Jó- hannsdóttir, lektor í umhverfisrétti við Háskóla Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið á laugardag að hún teldi endurskoðun laganna æski- lega til að Ísland uppfyllti þær þjóð- réttarlegu skyldur sem fylgdu því að Þingvellir hefðu verið samþykktir inn á heimsminjaskrá. „Þær [skyldurnar] eru nokkrar. Í fyrsta lagi setur ríkið fram heildar- stefnu og áætlun um verndun svæð- isins, í öðru lagi hefur ríkið eftirlits- skyldu svo að svæðið haldi einkennum sínum og í þriðja lagi hefur það rannsókna- og vöktunar- skyldu, meðal annars til að bregðast við hugsanlegri vá sem steðjar að svæðinu og gæti rýrt gildi þess. Jafnframt hefur ríkið skyldu til skýrslugerðar um ástand svæðisins og áætlanir um löggjöf og fleira,“ sagði Aðalheiður m.a. í viðtalinu. Þegar verið gert Björn segir að allt þetta hafi þegar verið gert og að lögin séu rammi ut- an um þau atriði sem krafist sé að Ís- land uppfylli. Hann segir lögin full- nægja öllum skilyrðum sem heimsminjaskrá geri og meira en það. „Lögin voru samþykkt og samin hefur verið stefnumörkun til ársins 2024 sem var staðfest 2. júní á þessu ári af Þingvallanefnd. Verkefnaáætl- anir hafa verið gerðar og í því kerfi sem við höfum komið upp er gert ráð fyrir vöktum og athugunum. Það hefur ekkert komið fram, af hálfu þeirra aðila sem hafa fjallað um málið á vegum heimsminjanefndar- innar, að lögin séu ekki fullnægjandi. Þvert á móti var það staðfest á fundi heimsmingjanefndar í Suzhou í Kína, sem ég sat ásamt fleirum, að okkar stefnumörkun og öll okkar vinna fullnægði algjörlega þeim skil- yrðum sem sett eru og engin þörf væri á að breyta lögum um Þing- velli,“ segir Björn. Lög um Þingvelli full- nægja öllum skilyrðum Björn Bjarnason FYRIR löngu voru kláfferjur mikilvægur hlekkur í samgöngu- kerfi okkar Íslendinga. Það er nú löngu liðin tíð og kláfar í þokka- legu notkunarstandi afar fáséðir. Skammt frá eyðibýlinu Skatastöð- um í Austurdal í Skagafirði er þó ágætur kláfur yfir austari Jök- ulsá. Það fengu þessir ferðamenn sem komu frá Ábæ að reyna ný- lega. Ágætlega gekk að ferja nær 30 manna hóp yfir ána. Í kláfinn komast fjórir í hverri ferð og hjálpast þeir að með spilmönnum í landi við að draga kláfinn yfir ána. Þar sem kláfurinn er eru stórbrotin gljúfur árinnar rétt um það bil að byrja. Að Skata- stöðum liggur bílvegur þannig að segja má að þar hefjist nútíminn aftur. Morgunblaðið/BFH Ferð til fortíðar á kláf Mývatnssveit. Morgunblaðið. TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐUR hefur veitt styrk til þróunar á nýrri tækni til greiningar á krabbameini. Verk- efnið verður unnið af vísindamönn- um Urðar, Verðandi, Skuldar, Land- spítalans (LSH), og Nimblegen Systems auk vísindamanna við Ohio State University í Bandaríkjunum en verkefnisstjóri er Magnús Karl Magnússon, læknir á LSH. Verkefnið miðar að því að þróa nýja tegund greiningartækni sem nota má til að greina undirgerðir krabbameins, spá um hegðun þess og svörun sjúklinga við krabba- meinslyfjum. „Við vonumst til þess að á næstu árum verði með þessari tækni hægt að spá með miklu meiri vissu um sjúkdómsgang sjúklinga strax við greiningu. Einnig reynum við að finna stökkbreytingar í sjúkdóms- genum í krabbameinsvef sem hægt verði að beina nýjum lyfjum gegn,“ segir Magnús Karl. Hann segir að styrkur Tækniþró- unarsjóðs sé til þriggja ára. „Að þeim tíma liðnum vonumst við til að geta selt hugmyndina til stærri líf- tækni- og lyfjafyrirtækja á alþjóða- markaði,“ segir Magnús og að sam- vinna þeirra aðila sem standa að verkefninu sé mjög mikilvæg. Verkefnið sækir efnivið sinn í Ís- lenska krabbameinsverkefnið, sem er samvinnuverkefni milli UVS, LSH og fleiri aðila. Byggist á DNA-örflögum Í frétt frá UVS segir að greining- artæknin, sem þróuð verður, byggist á notkun DNA-örflaga, en tækni þessi gerir kleift að rannsaka þús- undir gena samtímis. Unnt sé að ákveða hvaða gen eru tjáð í frumum og bera saman þau gen sem eru til staðar í heilbrigðum frumum annars vegar og krabbameinsfrumum hins vegar. Með þessu er unnt að fá dýpri skilning á eðli æxlisins en áður hefur verið hægt. Í þróunarverkefninu verður athyglinni í fyrstu beint að þremur tegundum krabbameins; brjóstakrabbameini, ristilkrabba- meini og eitilfrumuhvítblæði. „Þetta verkefni skiptir miklu máli og við erum mjög þakklát Tækniþró- unarsjóði fyrir styrkveitinguna, svo og öllum þeim sjúklingum sem hafa komið að íslenska krabbameinsverk- efninu og veitt verðmætar upplýs- ingar og lífsýni,“ segir Magnús. Tækniþróunarsjóður veitir þróunarstyrk Ný tækni í krabba- meinsgreiningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.