Morgunblaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 16
UMRÆÐAN 16 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ EFTIR innlegg réttarfars- prófessors lagadeildar Háskóla Íslands klóra menn sér í höfðinu vegna mismunandi álita lögfræð- inga á því, hvort málsmeðferð rík- isstjórnarinnar í málefnum fjöl- miðlalaganna standist stjórnar- skrána. Fréttastofa Ríkissjón- varpsins sneri sér á laugardag til formanns Lögfræðingafélagsins og bað hann tjá sig um þetta. Hann sagði m.a. í svari sínu, að menn yrðu að gæta þess, að ekki væri bara til ein rétt niðurstaða í lögfræðilegum álitamálum. Þær gætu verið fleiri. Svar hans er í samræmi við kenningar sem hald- ið hefur verið að laganemum við Háskóla Íslands um nokkurt skeið. Lausnin á deilunni um fjöl- miðlalögin er þar með fundin. Það er rétt niðurstaða hjá ríkisstjórn- inni að málsmeðferðin standist stjórnarskrána. Það er líka rétt niðurstaða hjá réttarfarsprófess- or lagadeildar HÍ, að hún geri það ekki. Á sama hátt liggur það fyrir, að þeir sem hafa haldið því fram, að efni laganna og nýja frum- varpsins brjóti stjórnarskrána, hafa rétt fyrir sér. Það hafa líka hinir, sem segja að efni laganna standist skrána. Til hvers er allsherjarnefnd Al- þingis að eyða björtum sumardög- unum inni í fundarherbergi sínu? Niðurstaðan liggur fyrir. Ekkert þarf frekar um að binda. Afstaða ríkisstjórnarinnar er lögum sam- kvæm. Það er líka afstaða réttar- farsprófessorsins og þeirra sem kunna að vera sammála honum. Er ekki lífið í lögfræðinni dásamlegt? Allir hafa rétt fyrir sér. Öll dýrin í skóginum geta ver- ið vinir. Út í sólina þingheimur! Jón Steinar Gunnlaugsson Út í sólina þingheimur! Höfundur er prófessor við lagadeild HR. ÞAÐ hefur sannast að ekkert virki er svo rammgert að asni klyfjaður gulli komist ekki þar inn. Ástæðulaust er að rekja at- burðarás síðustu mánaða á sviði þjóðmála. Aðför Ólafs Ragnars Grímssonar að þingræðinu er sorgaratburður og gerir það að verkum að ástæðulaust er að líta á hann öðruvísi en sem leið- toga Samfylkingarinnar og at- hafnir hans framvegis verða að metast í því ljósi. Ég ætla ekki að rekja þær deilur sem farið hafa fram um jafn sjálfsagðan hlut og þann að á Íslandi sé til löggjöf um fjölmiðlamarkað. Svo undarlegt sem það nú er þá segjast fulltrúar allra stjórnar- andstöðuflokkana vera sammála nauðsyn slíkra reglna. Þeir sömu aðilar hafna hins vegar öllu sem sett er fram til að hefta einokunartilburði, að því er virðist af sérstakri tillitsemi við eina aðilann sem misnotað hefur frjálslynda viðskiptalöggjöf á þessu sviði. Það var ljóst að margir töldu að stigið hefði verið stórt skref til sátta í þeirri deilu sem er uppi þegar lagt var til að fyrri lög um fjölmiðla yrðu afturköll- uð og sett ný sem tækju gildi eftir næstu alþingiskosningar. Það liggur fyrir að sama er hvernig fyrirhuguð þjóðarat- kvæðagreiðsla hefði farið. Nið- urstaða hennar hefði verið kærð og ljóst að réttaróvissa um úr- slitin hefðu orðið svo mánuðum hefði skipt. Það er hverjum ljóst sem les ákvæði stjórnarskráinn- ar og síðan misvísandi túlkanir lögfræðinga á þeim greinum sem fjalla um þjóðaratkvæða- greiðslur að þar er lagabókstaf- urinn langt frá því að vera skýr. En það er fleira sem orkar tví- mælis í þeirri góðu bók Sú að- ferð sem ríkisstjórnin notar við fjölmiðlafrumvarpið síðara að afnema fyrri lög en setja sam- stundis ný lagaákvæði í gildi er einnig orðið þrætuepli. Álit Ei- ríks Tómassonar prófessors vegur þungt þegar afstaða er tekin til þeirrar deilu. Í viðtali við Morgunblaðið 10. júní segist hann telja að á þessu stigi sé þinginu heimilt að fella lögin úr gildi. „Ég held að þingið geti ekki gengið lengra við þessar aðstæður sem nú eru,“ segir Ei- ríkur. Hann heldur áfram og segir: „Síðan þegar þingið hefur gert þetta má hver! (svo) þing- maður sem er leggja fram frum- varp að nýju.“ Hvort sem fallist er á laga- túlkun Eiríks Tómassonar eða ekki, þá hefur Ólafur Ragnar Grímsson fengið í hendur rök sem líklegt er að hann noti í baráttu sinni við ríkisstjórnina til að synja nýjum lögum stað- festingar. Gerist það er komin upp óþolandi óreiða í íslensku samfélagi. Við þessu verður að bregðast, þar benti Eiríkur Tómasson á leið sem rétt er að fara. Á yfirstandandi sumar- þingi á að nema fjölmiðlalögin úr gildi. Í framhaldi af því á að bjóða til samráðs um gerð lög- gjafar um fjölmiðla sem miði að því að taki gildi næsta vor. Þá mun reyna á hvort stjórnarand- staða og margvísleg samtök sem farið hafa mikinn í andstöðu við fjölmiðlalögin eru tilbúin í sam- starf eða hvort reynt verður að finna nýja leið til að koma í veg fyrir að settar verði skynsam- legar leikreglur um fjölmiðla. Ég hvet þingmenn Sjálfstæð- isflokksins til að fara þessa leið. Látum hljóma svo undir taki: „Gjör rétt, þol ei órétt.“ Hrafnkell A. Jónsson Gjör rétt, þol ei órétt Höfundur er héraðsskjalavörður, Egilsstöðum. NÚ ER mælirinn fullur. Óskammfeilni forystumanna stjórnarflokkanna undanfarið ætti ekki að koma neinum á óvart sem hefur fylgst með þeim brjóta stjórnarskrána ítrekað undanfarin ár. Þjóðin er orðin vön því að þeir snúi öllum staðreyndum á hvolf og þvæli umræðuna svo endalaust að flestir gefist upp og umræðan leys- ist upp í endaleysu. Vonandi ber þjóðin nú gæfu til að átta sig á raunveruleika íslenskra stjórnmála. Við búum við valdhafa sem bera hvorki virðingu fyrir stjórnar- skránni né lýðræðislegum leik- reglum og við búum við meirihluta Alþingis sem skortir kjark og lætur skikka sig til lítilmótlegra verka. Þessir þingmenn hafa brugðist skyldum sínum gagnvart kjós- endum. Ósannindi og rökleysur Eðlileg atburðarás undanfarnar vikur hefði verið einföld og auð- skilin ef valdhafarnir og þingflokk- arnir, sem þeir styðjast við, virtu réttar leikreglur, virtu sjálfa stjórnarskrána. Málið liggur alveg ljóst fyrir. Ósannindi og rökleysur forystumanna stjórnarflokkanna breyta þar engu um. Þjóðinni ofbauð vinnubrögðin og sú hugsun sem felst í fjölmiðlalög- unum. Við öllum blasti að þjóðin vildi að forsetinn skyti endanlegri ákvörðun um þessi lög til þjóðar- innar og hann ákvað réttilega í samræmi við stjórnar- skrána að verða við þeirri háværu kröfu. Ákvörðun þjóðarinnar sjálfrar hefði verið endanleg og lögin hefðu annaðhvort ver- ið staðfest eða þeim hafnað. Einfalt mál Framkvæmd þjóðar- atkvæðagreiðslunnar er einfalt mál og bar enga nauðsyn til að kalla saman aukafund hjá Alþingi til að sam- þykkja sérstök lög um atkvæðagreiðsluna. Fullyrðingar forystu- manna um að þarna hefði ríkt einhver óvissa er aðeins til- raun þeirra til að gera einfaldan hlut flókinn til að rugla almenning í ríminu. Um þetta eru flestir lög- fróðir menn, sem ekki hafa annar- lega hagsmuni, sammála. Þeir sömu eru einnig sammála um að stjórnarskráin heimilar ekki neinar takmarkanir kosningaréttar í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þeir sem ekki koma á kjörstað eru ein- faldlega að fela þeim sem mæta til að kjósa að taka ákvörðun í málinu fyrir sína hönd. Flóknara er það nú ekki. Meiri hluti þeirra sem kjósa ræður niðurstöðunni. Einfalt mál sem þarfnast engra málalenginga enda gerir stjórnarskráin ekki ráð fyrir öðru. Glæpur sem má ekki fyrirgefa Alþingismenn sverja þess eið þegar þeir setjast á þing að virða stjórnarskrána í einu og öllu. Þennan eið hefur stjórnarmeiri- hlutinn á Alþingi rofið aftur og aftur. Þing- menn sem rjúfa eiða sína eru óhæfir til þess að sitja á þingi. Þjóðin á að krefjast þess nú af þessum mönnum að þeir afsali sér því umboði sem þeir þáðu frá þjóðinni í kosningum. Alþingi sem nú situr brást einnig skyldum sínum gagnvart þjóðinni þeg- ar það krafðist ekki afsagnar ríkis- stjórnarinnar eftir að forystumenn hennar blönduðu okk- ur án umboðs inn í Íraksstríðið. Það var glæpur sem þjóðin á ekki og má ekki fyrirgefa. Auðvitað mun enginn þingmaður né ráðherra sjá sóma sinn í því að segja af sér. Þeir þekkja ekki hug- takið sæmd þegar þeir sjálfir eiga í hlut. Þess vegna hvet ég alla til þess að muna vel hvað gerst hefur og kjósa í næstu alþingiskosningum í samræmi við það. Nú er mælirinn fullur. Nú er mælirinn fullur Valdimar H. Jóhannesson skrifar um stjórnmálaviðhorfið ’Auðvitað munhvorki þingmað- ur né ráðherra sjá sóma sinn í því að segja af sér.‘ Valdimar H. Jóhannesson Höfundur er framkvæmdastjóri og er í stjórn Nýs afls, stjórnmálasamtaka. ER þessi grein er skrifuð eru tveir mánuðir frá því að fulltrúar Bandalags háskólamanna (BHM) og Landspítala „háskólasjúkrahúss (LSH) fóru á fund heilbrigðisráð- herra og kynntu minnisblað með fjórum hugmyndum í þeirri við- leitni spítalans að hagræða þannig að sem minnst komi niður á nauðsynlegri þjónustu spítalans. Tilgangur þessa sam- mælis um úrbótatil- lögur í rekstri LSH, byggt á mati KPMG- ráðgjafar fyrir BHM, var að fá stjórnvöld til þess að hindra aðra holskeflu hópupp- sagna og niðurskurðar í haust. Engar undirtektir Hugmyndin um sam- eiginlegt bænaskjal BHM og stærstu ríkisstofnunar landsins þótti óvenjuleg innan BHM en var samþykkt einróma í miðstjórn í stað þess að fara hefðbundna dóm- stólaleið eins og efni var þó til. Stóru dagblöðin tvö birtu fréttir af þessu daginn eftir fundinn með ráðherra en enn hefur engin for- ystugrein birst um málið. Þótt ráð- herra hafi fagnað samstarfinu og hrósað BHM lofaði hann engu um framhald málsins. Ekkert er vitað um afstöðu stjórnvalda til tillagn- anna eða meðferð þeirra. Verkefnafjármögnun Því tel ég nauðsynlegt að árétta þá hugmynd sem efst var á blaði og er ekki í valdi stjórnenda LSH og get- ur ekki orðið að veruleika nema sjálft Alþingi ákveði. Verðskuldar hún því sérstaka umfjöllun nú þeg- ar unnið er að undirbúningi fjár- laga sem verða lögð fram eftir þrjá mánuði. Sú hugmynd er verkefna- fjármögnun í fjárlögum, þ.e. að verk verði mæld og verðmetin og greiðslur fylgi eftir fjölda þeirra og umfangi en ekki fast og óháð þessu eins og nú. Hugmyndin styðst m.a. við fag- leg, rekstrarleg, vinnuverndarleg, lagaleg og pólitísk rök auk fjölda fordæma í rekstri. Faglegar röksemdir Ljóst er að viðkvæm þjónusta á há- tækni- og háskólaspítala þolir ekki að sífellt sé hlaupið hraðar við vinn- una og telja faglegir stjórnendur, fagráð og forsvarsfólk fagstéttar- félaga á LSH að löngu sé komið að hættumörkum. Rekstrarleg rök Í rekstrarfræðum er kostnaðar- greining verkefna talin grundvall- aratriði. Sem dæmi má nefna „Act- ivity Based Costing“ ABC, sem ætlað er að mæla og verðmeta síð- an alla kostnaðarþætti sem styðja tiltekna þjónustu. Þannig er greint hvort tekjur standa undir verk- efnum, t.d. í því skyni að auknu umfangi fylgi aukið fé – án þess að mælingin sjálf megi kosta of mikið. Slíkt mat er líka nauðsyn- legt til þess að einn þáttur í samrekstri sé ekki ómeðvitað talinn með öðrum sem þann- ig er ofmetinn. Sem framkvæmdastjóri hef ég kerfið t.a.m. til hlið- sjónar er ég legg til hvaða greiðsla eigi að fylgja til BHM frá sjóðum sem bandalagið rekur til þess að rekstur þeirra sé greiddur af til þess gerðum iðgjöldum en ekki niðurgreiddur af félagsgjöld- um. Vinnuverndarlegar ástæður Vinnuálag á opinberum starfs- mönnum er víða a.mk. við hættu- mörk. Yfirþyrmandi og stöðugt álag skerðir ekki aðeins starfsgetu og lífsgæði starfsmanna heldur eykur kostnað vegna veikinda og starfsmannaveltu og getur á end- anum leitt til spennu á vinnustað, eineltis og útbruna starfsmanna. Lagaleg rök Óumdeilt er í lögfræði að lög um réttindi borgara, svo sem skjól- stæðinga heilbrigðisþjónustu eða umsækjenda um skólavist, ganga framar fjárhagsáætlunum ríkisins sem nefndar eru „fjárlög“án þess að teljast eiginleg lög. Fjárlög geta m.ö.o. ekki breytt lögum (sbr. Gunnar G. Schram, Stjórnskip- unarréttur, bls. 330). Ríkið getur ekki synjað um þjónustu með vísan til vanáætlunar. Pólitísk rök Í stað þess að leiðrétta fjárhags- áætlun í samræmi við ofangreint og raunverulegar kröfur þjónustunnar vísa stjórnvöld í áætlunina og krefja stjórnendur LSH um til- lögur um sparnað – sem þó er hafn- að eða ekki svarað af fréttum að dæma. Er þó ljóst að ríkisstjórn og Alþingi – en ekki stjórnendur LSH – bera ábyrgð á að forgangsraða, telji þessir aðilar þörf á því fremur en að leiðrétta fjárhagsáætlun þá sem felst í fjárlögum. Fordæmi í sambæri- legum rekstri Svonefnd hjúkrunarþyngd hefur lengi verið talinn ágætur grund- völlur til þess að meta þörf hjúkr- unarheimila og annarra stofnana fyrir greiðslur daggjalda, sbr. reglugerð nr. 547/2004 frá 28. júní sl. Í þessu felst að greitt er staðlað daggjald fyrir hvern vistmann á dag. Engum dettur í hug að stofn- un taki endalaust við fleiri vist- mönnum án þess að daggjöld fylgi til samræmis. Sömuleiðis er nú krafist viðbótarfjár til framhalds- skóla þar sem þeim ber lagaskylda til þess að taka við fleiri nemum en búist var við. Sama gildir í einka- rekstri þar sem fleiri seldar vörur eða aukin þjónusta er látin í té gegn sambærilegu endurgjaldi. Til þess er þó ætlast af LSH að spít- alinn taki endalaust við sjúklingum og slösuðu fólki án þess að fé aukið fylgi. Fyrirfram mat Fjármálaráðuneyti metur kostnað við lagafrumvörp fyrir ríkissjóð en enginn leggur enn skipulegt, fag- legt mat fyrirfram á kostnað við aukin verkefni sem samkvæmt lög- um eða utanaðkomandi atburða leggjast á LSH; allir aðilar eiga kröfu á því að auknum verkefnum þar fylgi aukið fé. Stjórnendur LSH hafa upplýst að verkefna- fjármögnun (DRG) strandi ekki á innanhússfólki. Nú stendur upp á stjórnvöld að breyta þessu. Leiðari um bænaskjal BHM Gísli Tryggvason skrifar um málefni Landspítala– háskólasjúkrahúss ’Stjórnendur LSH hafaupplýst að verkefna- fjármögnun (DRG) strandi ekki á innan- hússfólki. Nú stendur upp á stjórnvöld að breyta þessu.‘ Gísli Tryggvason Höfundur er framkvæmdastjóri BHM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.