Morgunblaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 12
MINNSTAÐUR 12 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ● FARÞEGUM sem flugu yfir Norður- Atlantshafið til og frá Bretlandi fjölgaði um 8,2% í júní samkvæmt tölum frá BAA, sem rekur sjö af stærstu flug- völlum Bret- lands. Þeirra á meðal eru Heathrow, Stansted og Gatwik. Samkvæmt fréttatilkynningu BAA ferðuðust 1,9 milljónir manna yfir Norður-Atlantshafið til og frá Bret- landi í júní. BAA, sem er skráð í kauphöllinni í London, segir að á fyrsta fjórðungi fjárhagsársins, apríl til júní, hafi far- þegum um flugvelli félagsins fjölgað um 9,7% frá fyrra ári og þeir hafi alls verið 36 milljónir. Farþegum yfir Norður- Atlantshafið fjölgar HAGNAÐUR General Electric, verðmætasta fyrirtækis heims, var 3,9 milljarðar dala, um 280 millj- arðar króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 3% aukning frá sama tímabili í fyrra, að því er seg- ir í fréttatilkynningu frá félaginu. Tekjur jukust um 11% og námu rúmum 2.600 milljörðum króna. Af- koman var heldur betri en áætlað hafði verið og hlutabréf GE hækk- uðu um rúmt eitt prósent í kjölfar afkomutilkynningarinnar. Í tilkynningunni er haft eftir Jeff Immelt, framkvæmdastjóra og stjórnarformanni GE, að útlitið sé gott og efnahagslífið hafi ekki verið betra árum saman. Immelt segir að síðustu þrjú árin hafi fyrirtækið, þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæð- ur og endurskipulagningu, aukið tekjur, hagnað og veltufé frá rekstri á hverju ári auk þess að viðhalda AAA- lánshæfismati. The Wall Street Journal segir að oft sé litið svo á að GE gefi vísbending- ar um efnahagslífið í Bandaríkjun- um vegna þess á hve mörgum svið- um fyrirtækið starfi. GE framleiðir meðal annars ljósaperur, heimilis- tæki, flugvélamótora, lækninga- tæki og hverfla til raforkufram- leiðslu. Þá rekur GE til dæmis NBC-sjónvarpsstöðina og veitir fyrirtækjum og einstaklingum fjár- málaþjónustu. Hagnaður eykst hjá stærsta fyr- irtæki heims Jeffrey R. Immelt ● SAMKVÆMT þriggja mánaða hlaupandi meðaltali jókst innflutn- ingur bifreiða í júnímánuði um 20% frá sama mánuði fyrra árs, að því er fram kemur í hálffimm fréttum KB banka. Þar segir að jafnframt hafi bif- reiðainnflutningur aukist – á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali – um 21% fyrstu 6 mánuði ársins miðað við sama tíma fyrra árs. Bifreiðainn- flutningur sé því um þessar mundir sá mesti sem sést hafi í nær tvö ár. „Bílainnflutningur hefur oft verið leiðandi vísbending um þróun einka- neyslu og því er spurning hvort hér sjáist merki um áframhaldandi aukn- ingu einkaneyslu á næstunni, en vöxturinn nam á fyrsta ársfjórðungi um 8% á ársgrundvelli. Hins vegar nær bifreiðainnflutningur yfirleitt há- marki í júnímánuði og dregst iðulega nokkuð saman á komandi mán- uðum,“ segir í hálffimm fréttum. Bílainnflutningur 20% meiri en í fyrra ● KB BANKI hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána frá og með 11. júlí nk. um 0,25–0,50%. Þannig hækka kjörvextir óverð- tryggðra skuldabréfa úr 8,40 í 8,90 að því er segir í tilkynningu frá bank- anum. Bankinn segir vaxtabreytinguna gerða í kjölfar tilkynninga Seðlabank- ans um hækkun stýrivaxta nú um mánaðamót. Vextir óverðtryggðra innlána bank- ans hækka um allt að 0,40%, mis- munandi eftir innlánsformum. Vextir verðtryggðra inn- og útlána haldast óbreyttir. KB banki hækkar vexti ● SÆNSK-FINNSKA símafyrirtækið TeliaSonera hefur keypt farsímafyr- irtæki France Telecom í Danmörku, Orange, fyrir 600 milljón evrur, eða 53 milljarða íslenskra króna. TeliaSon- era hefur verið í fjórða sæti á far- símamarkaðnum í Danmörku, en færist nú upp í þriðja sætið, þar sem Orange er nú. Stærstu fyrirtækin á þessum markaði eru danska síma- fyrirtækið TDC og Telenor frá Noregi. The Wall Street Journal segir að með kaupunum auki TeliaSonera hlut- deild sína á danska markaðnum veru- lega og sé að leitast við að uppfylla þau markmið sín að verða stórt vaxt- arfyrirtæki á fjarskiptamarkaðnum. Skortur á vexti, sem sé stærsti vandi TeliaSonera, leysist hins vegar ekki með þessum kaupum, því að velta Orange sé aðeins rúm 4% af veltu TeliaSonera, sem velti nær 550 millj- örðum íslenskra króna. TeliaSonera er að sögn The Wall Street Journal eina símafyrirtækið sem orðið hefur til við samruna tveggja landssímafyrirtækja í Evrópu. Blaðið segir að tekjur TeliaSonera hafi ekki aukist þrátt fyrir að markmiðið sé að vaxa hratt, en samruninn hafi skil- að hagræðingu og lækkun kostnaðar. TeliaSonera kaupir Orange í Danmörku ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● OG VODAFONE býður nú upp á þráðlaust netsamband, svokallaða heita reiti, í samstarfi við 30 veit- inga- og almenningsstaði. Undanfar- inn mánuð hafa þrettán staðir bætzt við. Á heitu reitunum býðst al- menningi aðgang- ur að þráðlausri nettengingu án kostnaðar, en samstarfsaðilar Og Vodafone greiða fyrir tenginguna. Nýju staðirnir sem þjónusta Og Vodafone býðst á eru Laugardals- höll, Hitt húsið, Hótel Keflavík, Súf- istinn í Hafnarfirði, Kaffi Reykjavík, Kaffi fíaskó, Litli ljóti andarunginn, Gistihúsið Luna, Bleika dúfan – bókakaffi, Sirkus, Ölstofa Kormáks og Skjaldar og Kaffi Kiljan í Borg- arnesi. „Heitir reitir Og Vodafone og sam- starfsaðila hafa mælst mjög vel fyrir hjá fartölvunotendum og hefur um- ferð um þá margfaldast frá fyrsta mánuði. Nú er unnið er að því að fjölga þeim enn frekar,“ segir í til- kynningu frá fyrirtækinu. Heitu reitunum fjölgar Borgarnes | Pakkhúsið í Borgar- nesi, sem stendur við Brákarbraut, verður heimili nýs Landnámsseturs, sem ætlunin er að opna vorið 2005. Þar er nú sýning um verslunarsögu Borgarness sem Páll Guðbjartsson hefur tekið saman, og verður sýn- ingin opin í allt sumar. Að sögn Páls S. Brynjarssonar, bæjarstjóra í Borgarnesi, er stefnt að opnun Landnámssetursins næsta sumar. Þar verður saga landnáms á Íslandi rakin, með vísunum í Egils sögu. „Hjónin Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmunds- dóttir hafa í samvinnu við Borg- arbyggð stofnað fyrirtæki sem sjá mun um rekstur setursins, og hlaut verkefnið styrk úr Menningarborg- arsjóði á þessu ári, en undirbún- ingur hefur staðið í um eitt ár,“ segir Páll. Mikil uppbygging í nágrenninu Pakkhúsið var opnað eftir end- urbætur hinn 11. júní síðastliðinn, á tíu ára afmæli Borgarbyggðar. Þá sameinuðust Borgarnesbær, Hraunhreppur, Stafholtstungna- hreppur og Norðurárdalshreppur. Árið 1998 stækkaði sveitarfélagið frekar þegar Álftaneshreppur, Borgarhreppur og Þverárhlíð- arhreppur sameinuðust Borg- arbyggð. „Húsið hafði verið í endurbygg- ingu með hléum frá árinu 1994,“ segir Páll. „Húsið er byggt sem pakkhús árið 1889, og byggt fyrir Langes–verslun hér í Borgarnesi, en þá var Thor Jensen athafnamað- ur verslunarstjóri hennar.“ Fram undan Pakkhúsinu er fyrr- um athafnasvæði Kaupfélags Borg- firðinga, og þar hefur verið deili- skipulögð ný íbúðabyggð. „Þarna er gert ráð fyrir um 60 íbúða byggð, sem nú er á leið í auglýsingu. Enn- fremur verður þarna aðstaða fyrir þjónustu og verslanir. Gamli mið- bærinn í Borgarnesi fær með þessu nýtt hlutverk, og við teljum að fólk muni gjarnan vilja búa á þessu svæði. Þarna er stutt í alla þjón- ustu,“ segir Páll að lokum. Pakkhúsið í Borgarnesi opið eftir gagngerar endurbætur Landnámssetur opnað næsta sumar Morgunblaðið/RAX Pakkhúsið við Brákarbraut í Borgarnesi var reist árið 1889 og er nú orðið hið reisulegasta að nýju. Gréta Sigríður Einarsdóttir safnvörður stendur við gamlan peningakassa sem stendur á skrifborði sem Þórður Jónsson á Mófellsstöðum smíðaði, blindur maður. Kristján Guðmundsson á Indriðastöðum átti borðið og var það gefið til safnsins af Guðrúnu Davíðsdóttur. STYRKUR Menningarborgarsjóðs til Landnámsseturs í Borgarbyggð hefur nýst til að setja upp vörður á sögustöðum Egils sögu víða um sveitarfélagið. Meðal varðanna sem upp eru komnar má nefna þá er stendur við inngang Skalla-Grímsgarðs í Borgarnesi, en þar er haugur Skalla-Gríms Kveld-Úlfssonar. „Fyrirhugað er að setja allt að fimmtán vörður á söguslóðum Egils sögu innan Borgarbyggðar. Fyrstu vörðurnar voru reistar hér innanbæjar, en einnig er nú verið að reisa vörður við Borg á Mýrum, í Álftanesi og Ánabrekku, svo nokkrir staðir séu nefndir,“ segir Páll S. Brynjarsson, bæjarstjóri í Borgarbyggð. Vörður reistar á söguslóðum Á vörðunni við stendur: „Skalla-Gríms haugur. Hér voru heygðir Skalla-Grímur og Böðvar.“ Haugur Skalla-Gríms Kveld-Úlfssonar, sem stendur í blómfögrum Skalla-Grímsgarði í Borgarnesi. VESTURLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.