Morgunblaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Um síðustumánaða-mót tóku gildi strangari reglur um að- gang að hafnar- svæðum og þeir sem eiga leið hjá Miðbakka í miðbæ Reykja- víkur sjá þessa greinileg merki þar sem svæðið þar hefur nú að hluta til verið girt af vegna skemmtiferðaskipa sem þar leggjast að eða ferja far- þega af ytri höfninni en áhrifa reglnanna mun gæta raunar um allt land. Girðingin á Miðbakka á að tryggja að enginn óviðkomandi geti nálgast skip sem þar hafa við- komu og er nú unnið að því að koma upp aðgangshúsi fyrir þá sem fara frá borði eða ætla um borð í skip og á það að vera tilbúið síðari hluta júlímánaðar. Þá verða þrjú önnur hlið á girðingunni fyrir sjálfar vörurnar og þegar skemmtiferðaskip liggja við bakk- ann verða að minnsta kosti fjórir öryggisverðir við störf auk þess sem svæðið er vaktað með mynda- vélum. Það heyrir því horfnum tíma til að menn geti rölt um Miðbakka og skotist beint um borð í farskip sem þar liggja við festar. Kemur í kjölfar hryðju- verkanna 11. september En hvers vegna strangari regl- ur, girðingar og öryggisverðir á hafnarsvæðum? Jú, þetta eru ein af mörgum áhrifum af hryðju- verkunum í Bandaríkjunum 11. september 2001 því í kjölfar þeirra samþykkti Alþjóðasigl- ingamálastofnunin að gera sér- stakt átak og grípa til fyrirbyggj- andi ráðstafana til að hindra ógnir og hryðjuverk. Ráðstafanirnar eða farmverndin, sem fellur undir siglingavernd, miða að því að hvers kyns hættuleg efni, vopn og tæki, sem ekki er heimild til að flytja, komist um borð í skip eða í hafnir sem þjóna skipum í alþjóð- legum siglingum. Markmiðið er sem sagt að koma í veg fyrir að skipum verði beitt í hryðjuverkum með svipuðum hætti og dæmi eru um í flugsam- göngum. Sjálf farmverndin bein- ist eingöngu að eftirliti með út- flutningsvörum en ekki með innflutningsvörum, eða m.ö.o. þá þurfa hafnaryfirvöld hér að tryggja að vopn, tæki eða efni sem nota má til að ógna mönnum skip- um eða starfsemi í höfnum fari ekki héðan til annarra landa og með sama hætti ber löndum sem við flytjum inn vörur frá að tryggja slíkt hið sama gagnvart okkur. Þetta þýðir að til þess að skip, sem koma frá Íslandi, fái eðlilega afgreiðslu verða þau að fullnægja kröfum um eftirlit og vöktun og sama gildir einnig um þann farm sem þau flytja. Erum framarlega í að koma reglunum í framkvæmd Hallur Árnason hafnarverndar- fulltrúi hjá Reykjavíkurhöfn segir gríðarmikla vinnu hafa farið í und- irbúning þessa verkefnis en Ís- lendingar hafi brugðist skjótt við og standi sig vel í að koma regl- unum í gagnið og séu meðal þeirra þjóða sem lengst eru komnar í því að framfylgja reglunum. „Þetta hefur allt saman gengið mjög vel enn sem komið er og í takt við það sem við stefndum að,“ segir Hall- ur. „Í dag [sunnudag] eru t.d. tvö skemmtiferðaskip og þau eru vöktuð allan sólarhringinn. Það er vakt áður en skipin koma og alveg þangað til þau fara. Svoleiðis er kerfið hjá okkur að því er varðar farþegaskipin.“ Níu svæði innan Reykjavíkur- hafnar hafa verið skilgreind sem verndarsvæði, annað hvort allt ár- ið um kring eða tímabundið, þ.e. þegar þar leggst að bakka skip sem fellur undir reglurnar. Í reglum sem Tollstjórinn í Reykjavík hefur sett er gert ráð fyrir að eftirlit með farmi verði að hluta til í höndum útflytjendanna sjálfra en þeir sem vilja taka á sig að annast eftirlitið sjálfir þurfa að sækja um viðurkenningu sem vottaðir farmverndaraðilar. Þá hafa skipafélög eins og Eimskip, Samskip og Nesskip þegar gert ráðstafnir til þess að fá þessa vott- un og geta tekið að sér að hlaða gáma fyrir viðskiptavini sína og tryggja að þeir fullnægi ákvæðum um farmvernd. Garðar Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Nesskips, segir fé- lagið þegar hafa sótt um og fengið vottun sem farmverndaraðili en tekur fram að ekki hafi reynt að fullu á þessar reglur enn sem komið er, m.a. vegna þess að mönnum hafi ekki verið kleift að sækja um vottun í tíma fyrir 1. júlí. „En fyrirtækin eru byrjuð að fá þessar vottanir og þar sem ég þekki til eru fyrirtækin farin að vinna eftir þessum reglum. Þessir farmverndaraðilar sem fá vottun hjá Tollstjóranum eru fyrst og fremst útflytjendur og framleið- endur. Við hjá Nesskip sóttum um vottun fyrst og fremst til öryggis ef einhverjir útflytjendur eða framleiðendur sem við erum að flytja fyrir eru ekki með hana því þá gætum við komið þar inn og fylgt því eftir að farmurinn sé meðhöndlaður eins og á að gera og getum þá útfyllt og útbúið farmverndaryfirlýsingu sem þarf að fylgja hverri sendingu,“ segir Garðar. Fréttaskýring | Siglingavernd í höfnum Íslendingar bregðast fljótt við Markmið nýrra reglna að hindra að far- skipum verði beitt í hryðjuverkum Fyrirbyggjandi ráðstafanir Alþjóðasiglingamála- stofnunar  Alþingi samþykkti í vor ný lög um siglingavernd sem tóku gildi 1. júlí. Með þeim var verið koma til móts við samþykkt Al- þjóðasiglingamálastofnunar- innar um ráðstafanir gegn hryðjuverkum. Þær taka til far- þegaskipa, flutningaskipa sem eru stærri en 500 lestir, fær- anlegra borpalla og hafn- araðstöðu sem þjónar skipum sem stunda siglingar á alþjóð- legum siglingaleiðum. arnorg@mbl.is TJARNARBÚAR hafa eflaust fylgst af áhuga með stórum rörum sem komið er fyrir hinum megin við Hringbrautina. Rörin eiga nefnilega að leysa gamalt steypurör sem ligg- ur undir Hringbrautinni af hólmi og verða undirgöng fyrir fugla tjarn- arinnar sem hyggjast leggja leið sína yfir í Vatnsmýrina. Reykjalund- ur flutti rörin inn en Íslendingar ráða víst ekki yfir þeim tækjabúnaði sem þarf til þess að framleiða svona stór plaströr. Rörin eru 1,60 m í þvermál og göngin verða tæpir fimmtíu metrar á lengd. Að sögn Daníels Gunnarssonar, verktaka hjá Háfelli sem annast framkvæmdina, er steypurörið orð- ið gamalt og slitið og því tímabært að skipta. Hann segist halda að gæsir hafi ekki getað synt í gegn- um gamla rörið en með tilkomu þessa stóra plaströrs verði leiðin greið fyrir alla fugla. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ný undirgöng fyrir tjarnarbúa STARFSEMI sjúkrahústengdrar heimaþjónustu jókst um 21% árið 2003 frá fyrra ári. Að meðaltali fengu 65 sjúklingar á mánuði hjúkrunar- þjónustu í heimahúsum á vegum spít- alans og dag hvern frá morgni til mið- nættis var farið í tæplega 18 vitjanir. Þetta kemur fram í frétt frá Land- spítala – háskólasjúkrahúsi. Aukningin er mest í meðferð sjúk- linga með bráðasýkingar og sjúklinga sem þurfa meðferð vegna blóðsega. Með sjúkrahústengdri heimaþjón- ustu er reynt að flýta útskriftum sjúk- linga frá deildum spítalans, gera inn- lagnir óþarfar hjá ákveðnum sjúk- lingahópum og létta af deildunum álagi af þjónustu við sjúklinga í leyf- um sem að öðrum kosti kæmu í með- ferðir á kvöldin og um helgar. Starfsmenn eru hjúkrunarfræðing- ar með langa starfsreynslu á spítalan- um sem framfylgja fyrirmælum um meðferð í samráði við þá hjúkrunar- fræðinga og lækna sem útskrifa sjúk- linginn til þjónustunnar hverju sinni. Vinnusvæðið er allt höfuðborgar- svæðið og suma daga ekur hver hjúkrunarfræðingur allt að 100 km á vakt, segir í fréttinni. Átján vitjanir og hundr- að kílómetrar á dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.