Morgunblaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2004 17 BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is UM MIÐJA síðustu öld þreytti ung- ur maður að nafni Garðar Erlends- son sveinspróf í blikksmíði og stóðst prófið með prýði að eigin sögn. Garðar er í dag lifandi goðsögn og ein mesta blikkhetja Íslandssög- unnar. Í þá daga voru „H-hattar, slaghnoðabarningar og uppteiknuð stykki“ daglegt brauð blikkarans. Þetta próf hefur ekkert breyst þrátt fyrir tæknibyltingu síðustu áratuga og eru prófstykkin í dag sett saman með sliskjulásum sem duttu út fyrir yfir tuttugu árum. Í blikksmíðinni er hátt fall eða í kringum 80% og veit ég um margar fallnar hetjur sem vinna við þessa iðngrein án réttinda, sumir hverjir illa launaðir og bugaðir. Þessar hetjur eru fullfærar um alla nútíma- blikksmíði og finnst mér að nú sé löngu kominn tími á breytingar á sveinsprófi. Hinn 7. febrúar þreytti ég A- sveinspróf í blikksmíði. Ég var ekki fyrr búinn að horfa á teikninguna en ég rak augun í þrjár villur sem hver og ein orsakar fall á prófi. Þessar villur voru viðurkenndar af sveins- prófsnefnd um morguninn á próf- degi þegar þeim var bent á þær. Þrátt fyrir það horfðum við á rangar teikningar allt prófið sem leiddi marga út í gönur og olli miklum óþörfum heilabrotum og tímastuldi. Fallið var óhjákvæmilegt, 100% fall! Í prófsýningunni tjáði Gunnar Björn (formaður sveinsprófs- nefndar) okkur það þeir myndu ekki taka tillit til þessara röngu teikn- inga þar sem okkur var tjáð um breytinguna á prófdegi sem er mjög ósanngjarnt. Stykki mitt stóðst öll mál, svokallaðir röralásar sneru rétt (þ.e.a.s. öfugt við ranga teikningu) og það „planaði“ en þrátt fyrir það var það dregið niður í fall sökum tússpennastriks (inni í röri) og ann- arra smákvilla sem mér finnst að þeir hefðu átt að taka tillit til sökum tímahraksins. Í framhaldi af þessu gríðarlega falli sendi ég bréf til menntamála- ráðuneytisins og fengum við endur- upptökupróf mánuði síðar. Enda kannski ekki skrýtið þar sem ein villa á prófi leiðir til falls, þá er okk- ar lágmarkskrafa að teikningarnar skulu vera réttar! Í endurupptökuprófi hinn 8. apríl hafði Gunnar Björn fyrir prófið heimilað mér (og Varmdal, blikkara miklum) að hagræða teikningunni lítillega. En um hádegi á prófdegi gekk Gunnar á bak orða sinna og sagði að þessi smávægilega breyting myndi valda falli. Vissi Gunnar mætavel að fyrir mig og Varmdal var ekki aftur snúið þar sem tíminn var að renna út. Þegar átti svo að fara yfir stykkin kom upp skringilegt mál þar sem Gunnar hafði komið sér í klemmu. Hann gat ekki fellt okkur því hann hafði leyft breytinguna sjálfur (mörg vitni að því á verkstæðinu) og greip hann því til þess fólskubragðs að segja sig úr sveinsprófsnefnd. Ástæðan sem hann gaf fyrir afsögn- inni var sú að hann gæti ekki dæmt stykkið þar sem hann er að vinna á sama vinnustað og ég. Til þess að plottið hjá honum gengi upp fékk hann Konráð, nefndarmann og sam- starfsfélaga (sem kom þessu máli ekkert við), til að segja sig einnig úr nefndinni. Ég vil taka það skýrt fram að þessar persónur dæmdu fyrra stykkið mitt og hafa dæmt stykki hjá mínu fyrirtæki sl. fjögur ár og einnig hjá KK blikki sem var í eigu Konráðs í fleiri fleiri ár. Finnst mér því afsögn þeirra ekki standast neina skoðun. Útkoman úr seinna prófinu gat ekki verið annað en fall þar sem „nýja“ sveinsprófsnefndin taldi mig hafa hagrætt teikningunni sjálfur. Í þriðju tilraun hafði eitthvað lek- ið í brók formanns nefndarinnar og sat hann hjá, en Konráð hafði þó kjark til að halda áfram og dæmdi stykkið með nýju nefndinni. Í fjar- veru Gunnars Björns gekk allt eins og í sögu í A-prófi þar sem allir náðu. Fer ég því hispurslaust fram á að formaður sem sýnir þann heigul- skap að fela sig á bak við hurð segi fyrirvaralaust af sér, takk fyrir! RÚNAR KARL STEFÁNSSON, Hraunbæ 102, 110 Reykjavík. Fallnar hetjur Frá Rúnari Karli Stefánssyni: ÁGÆTI ráðherra. Það sem mér liggur á hjarta er ósanngjörn þróun viðmiðunartekna aðila sem úrskurðaðir eru til þess að greiða meira en lögbundið barna- meðlag. Sýslumaður og dóms- málaráðuneytið hafa leyfi til þess að úrskurða foreldri til greiðslu marg- falds meðlags með einu barni þó svo að í lögum segi hver venjubundin meðlagsgreiðsla skuli vera. Er þá miðað við aflahæfni forsjárlausa for- eldrisins þegar einhverjar sérstakar aðstæður sem krefjast slíkra úr- skurða koma upp, t.d. langvarandi veikindi barns eða annað slíkt. Á seinni tímum virðist vera að úr- skurðir þessara aðila byggist ein- göngu á tekjum forsjárlausa foreldr- isins þó svo forsjáraðili sé með góðar tekjur og engar séstakar aðstæður séu fyrir hendi. Dómsmálaráðu- neytið gefur út reglugerð þar sem ákveðið er hvaða tekjur skuli miða við til þess að úrskurða um umfram- meðlög. Segir í reglugerðinni að ávallt skuli miða við brúttótekjur að- ila og ekkert tillit tekið til skuldbind- inga greiðanda, t.d. húsnæðiskaupa eða annarra slíkra kostnaðarliða, og skeytir ráðuneytið engu þó svo ráð- stöfunartekjur (nettótekjur) séu komnar undir þau mörk sem hver einstaklingur þarf til að lifa. Það eina sem kemur til frádráttar brúttótekjum er ef greidd eru önnur meðlög. Vil ég spyrja ráðherra af hverju þessar viðmiðunareglur tekna hafi einungis hækkað um 10– 12% á síðustu átta árum meðan með- lag hefur því sem næst tvöfaldast. Einnig vil ég spyrja ráðherrann að því hvort honum finnist ekki sanngjarnt að forsjárlaust foreldri sem hefur barn sitt 3-4 mánuði á ári skuli fá niðurfellt meðlag meðan á dvöl barnsins stendur hjá því? Með kveðju, OTTÓ SVERRISSON, Berjarima 8, 112 Reykjavík. Opið bréf til dómsmálaráðherra Frá Ottó Sverrissyni: RAFLAGNA ÞJÓNUSTA RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i AÐ UNDANFÖRNU hefur Davíð Oddsson forsætisráðherra ráðist að þeim lögfræðingum sem látið haft hafa í ljós aðra skoðun en Sjálfstæðisflokkurinn hefur á því hvernig túlka beri ákvæði stjórn- arskrár um þjóðaratkvæði og heimildir naums meiri hluta þing- manna á Alþingi til að afturkalla lög sem forseti Íslands hefur tryggt að þjóðin skuli taka ákvörð- un um. Forsætisráðherra segir að lögfræðingar sem hafa aðra skoðun en ríkisstjórnin séu fengnir til að segja ,,einhverja vitleysu“. For- sætisráðherra hefur og sagt að fræðilegar niðurstöður lögfræð- inga, sem ganga þvert á afstöðu hans sjálfs, virðist vera ,,einhvers konar bjargföst trú frekar en lög- fræði“. Þá hefur hann kallað þessa lögfræðinga „pólitíska trúboða“. Fréttamenn og stjórnmálamenn hafa sífellt leitast við að skýra svip- uð ummæli forsætisráðherra með tilvísun til skapgerðarbresta hans og þannig gert lítið úr þeim og látið þar við sitja. Slíkar skýringar og af- sakanir á orðum forsætisráðherra eru með öllu óheimilar og eiga sér enga stoð í reyndinni. Þvert á móti felast í ummælum hans alvarlega meint skilaboð og hótanir og í þessu tilviki í garð lögfræðinga. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur nánast óheft formlegt og óformlegt vald til að ákveða fram- gang lögfræðinga sem kennara í ríkisháskólum, í stjórnsýslunni og síðast en ekki síst sem dómara. Þá fela stjórnvöld og ríkisfyrirtæki lögfræðingum margvísleg störf og er skemmst að minnast fjölmiðla- nefndarinnar og starfshóps til að gera grein fyrir fyrirkomulagi fyr- irhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið. Fjölmarg- ir lögfræðingar eiga því framgang sinn og jafnvel velferð undir því að forsætisráðherra og ráðherrar hans stimpli þá ekki sem lögfræð- inga með óæskilegar skoðanir í andstöðu við viðhorf ríkisstjórnar. Með síðustu ummælum sínum sendir forsætisráðherra þau skila- boð til lögfræðinga að hann muni sjá til þess að hann og ráðherrar hans muni vinna gegn þeim í hví- vetna og koma í veg fyrir framgang þeirra vegna skoðana þeirra. Mik- ilvægt er að lögfræðingar og aðrir minnist þess að með því að láta undan hótunum forsætisráðherra og ráðherra í ríkisstjórn hans eru þeir að fórna raunverulegri lífs- hamingju sinni, sem felst í því að horfa óttalaust og djarflega framan í hvern sem er vitandi að það eitt tryggir reisn þeirra og sjálfsvirð- ingu. Þeir sem gerast handbendi valdhafa sem beita hótunum til að þeir tjái „réttar skoðanir“ í sam- ræmi við óskir og kröfur forsætis- ráðherra og ríkisstjórnarinnar neyðast til að ganga niðurlútir ekki aðeins um stundarsakir heldur um alla framtíð. Verum minnug þess að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafni meginreglum stjórnskipunarinnar þegar hún telur það henta henni, þá mun ríkisstjórnin að lokum neyðast til að beygja sig fyrir kröf- um um að stjórnskipunin verði í heiðri höfð. Ég ræddi fyrir nokkru í Morgun- blaðinu um hið íslenska vor í lands- málum og bjarta framtíð. Vorið hefur nú breyst í sólríkt sumar. Valdhafarnir hafa opnað okkur sýn inn í kima sem áður hafa verið að mestu lokaðir almenningi. Þeir hafa stofnað vísi að her og þeir hafa gert Íslendinga meðábyrga fyrir innrásinni í Írak og lýst yfir hrifn- ingu sinni á þeim mannréttinda- brotum sem þar hafa verið framin. Þeir hafa birt okkur nánast grímu- laust hversu spillt meðferð valdsins er. Með því hafa þeir og tryggt vatnaskil í ísenskum stjórnmálum fyrr en áhorfðist og endalok vald- beitingarstjórnmála. Við sjáum fram á nýja og betri framtíð. Hér eftir munu íbúarnir ekki láta þessa spilltu meðferð yfir sig ganga. Óheft og óttalaust munu þeir taka þátt í umræðu um samfélagsmál og njóta tjáningarfrelsis. Þeir munu tryggja öllum frelsi til að tjá sig óttalaust um velferð sína og ann- arra. Því galdrabrennur viljum við ekki hafa. Galdrabrennur viljum við ekki hafa Höfundur er lögmaður. Ragnar Aðalsteinsson MIÐAÐ við önnur lönd er Ísland að mörgu leyti ákjósanlegt land. Ég hef heyrt marga útlendinga segja að Ísland sé hið fullkomna land til að ala upp börn. Fáir glæpir, góð fé- lagsleg þjónusta, lítið atvinnuleysi og mikil lífsgæði er meðal þess sem gerir Ísland að eftirsóknarverðum valkosti. En af hverju eru börn hér á landi skilin eftir sofandi úti í vagni á köldum vetrardög- um? Mér brá mjög þegar ég sá þetta fyrst eftir að ég kom hingað til lands. Þegar mér voru síðan sagðir kost- ir þess að láta börn sofa úti í vagni, skildi ég að þetta var bara enn eitt dæmið um ólíka menningu sem ég yrði að venjast til þess að verða sannur Ís- lendingur. Það er greinilega margt sem maður verður að læra á þeirri leið að aðlagast íslensku þjóðfélagi. Það er mikilvægt bæði fyrir Ís- lendinga og nýbúa að gera sér grein fyrir því hvernig aukinn fjöldi inn- flytjenda og fjölmenningarlegt þjóð- félag mun hafa áhrif á þá í framtíð- inni. Hverjir eru þessir nýju Íslend- ingar? Hvers vegna komu þeir hingað og hvað heldur þeim hér? Þessar spurningar og margar fleiri verða skoðaðar í þessum dálki mín- um. Menning er mjög flókið hugtak. Hvenær finnst íslenskum nýbúum að þeir séu orðnir íslenskir? Það að tala reiprennandi íslensku, borða harðfisk, geta rætt um íslensk stjórnmál, eiga íslenska vini eða fara í sólarlandaferð til Kanaríeyja, gerir það að verkum að þér finnst þú vera íslenskur? Í þessum dálki verður leitast við að rannsaka ís- lenska menningu og einkenni, gegn- um reynslu og tilfinningar nýbúa. Menning er órjúfanlegur hluti af okkur sjálfum. Það er ekki hægt að þurrka út þann menningarlega bak- grunn sem við höfum. Við það að flytjast til annars lands verða kafla- skipti í lífi viðkomandi og hann þarf í raun að byrja upp á nýtt í ákveðnum skilningi. Aldous Huxley sagði eitt sinn um það hvort hann ætti að gefa út nýja útgáfu af hinni klassísku bók sinni „Brave New World“ að það að velta sér upp úr iðrun væri engan veginn leiðin til að halda áfram og taka framförum í lífinu. Á vissan hátt gera nýbúar þó einmitt þetta. Þeir hringja heim til fjölskyldu sinnar og fá senda matarpakka frá sínu gamla landi, en þurfa þó á sama tíma að að- lagast nýju lífi hér á Íslandi. Við nýbúar verðum að reyna að ganga í gegnum þenn- an aðlögunartíma á uppbyggilegan og já- kvæðan hátt. Auðvitað er þetta ekki auðvelt og þeir erfiðleikar sem við mætum á þessari leið verða meðal þess sem ég mun leitast við að fjalla um hér. Hvers konar fólk er það sem er tilbúið að fórna öllu því sem er kunnuglegt, fjölskyldunni, góðu veðri, siðum, krikketi og grillveislu á ströndinni? Sem Ástrali, spyr ég mig oft til dæmis þessarar spurn- ingar. Hvaða þýðingu það hefur að Tasmaníubúar hafa núna opinber tengsl við hið konunglega danska ríki. Þýðir þetta að Tasmaníubúar verða að læra dönsku? Eða hvort Danir þurfa nú að halda upp á jólin á ströndinni eins og Ástralir gera í júní? Þessar hugleiðingar og aðrar kannski ekki alveg jafn langsóttar verða ræddar í framtíðinni í þessum dálki. Mér finnst vera ákveðin þörf fyrir dálk sem þennan, bæði til að hvetja til aukinnar félagslegrar tengingar milli nýbúa og Íslendinga og einnig vegna þess að á Íslandi býr stór hópur nýbúa sem hefur mjög áhugaverðan bakgrunn og reynslu sem Íslendingar hefðu væntanlega áhuga á að lesa um. Sem dæmi um þetta mætti nefna fjölda trúboða, listamanna, vísindamanna og rithöf- unda sem búa hér á landi. Kunningjakona mín sem er nýbúi eins og ég, en hefur búið hér á landi í fjölda ára, sagði mér eitt sinn að hún teldi að það væru aðallega sjö ástæður fyrir því að útlendingar flyttust til Íslands, þar á meðal væri ást og trúarbrögð. Þessi flokkun hennar sýnir þó ekki hinar fjöl- mörgu og mismunandi ástæður fyr- ir því að útlendingur flytur til lands- ins og af hverju hann var hér um kyrrt. Því verður ekki neitað, að fjöldi innflytjenda á Íslandi er vaxandi (fjöldi þeirra sem eru fæddir er- lendis og búa nú á Íslandi er nú yfir 20.000). Þessi fjöldi neyðir Íslend- inga til að endurmeta sjálfa sig og þjóðfélagið sem þeir búa í. Þetta eru þó ekki einu breytingarnar sem Ís- land fer nú í gegnum, heldur er hið íslenska þjóðfélag einnig að breyt- ast vegna nýrrar tækni, nýrra gilda og breyttra atvinnuhátta. Þetta kallar á aukinn skilning á hinu nýja þjóðfélagi og þeim vandamálum sem því eru samfara. Vonandi mun þessi dálkur geta fjallað um sum af þeim málum sem íslenskir nýbúar upplifa og vera þá um leið rödd nýrra Íslendinga, þannig að við getum kynnst betur hvert öðru og vonandi þá um leið búið saman í betri samhljóm. Rödd nýrra Íslendinga Cynthia Stimming fjallar um reynslu nýrra íbúa á Íslandi ’Hverjir eru þessir nýjuÍslendingar? Hvers vegna komu þeir hingað og hvað heldur þeim hér? Þessar spurningar og margar fleiri verða skoðaðar …‘ Cynthia Stimming Höfundur er Ástrali sem býr á Íslandi og er að vinna verkefni um málefni ný- búa á Íslandi á vegum Evrópusam- bandsins og Rannsókna og greiningar ehf. Hún mun skrifa reglulega pistla um málefni nýrra aðfluttra Íslendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.