Morgunblaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ BRETAR vinna að jafnaði 1.673 stundir á ári eða sem jafngildir 32 stundum og 10 mín. á viku. Hollend- ingar vinna 1.354 stundir á ári að meðaltali, Þjóðverjar 1.446 og Frakk- ar 1.453 stundir á ári. Íslendingar áttu á árinu 2002 til samanburðar að baki 1.812 vinnustundir að meðaltali og er þá reiknað með öllu starfandi fólki, bæði í fullu starfi og hlutavinnu á vinnumarkaðinum. Þessar upplýs- ingar má finna í nýútkomnum sam- anburðarútreikningum OECD um atvinnuþátttöku og vinnutíma fólks í öllum aðildarlöndum OECD. Hafa ber mikinn fyrirvara á þess- um samanburði OECD að mati Ara Edwald, framkvæmdastjóra Sam- taka atvinnulífsins, þar sem þær séu illa samanburðarhæfar á milli landa. „Almennt gefa önnur lönd upp virkan vinnutíma og án neysluhléa og líta á þau sem eigin tíma starfsmannsins. Við gefum hins vegar upp brúttó- vinnutíma. Þetta skýrir töluverðan mun eða hátt í tíu prósent af mældum heildarvinnutíma,“ segir Ari. Tékkar og Pólverjar vinna lengst allra innan OECD Þau lönd sem eru fyrir ofan Ísland í þessum samanburði á vinnutíma fólks eru Tékkland (1.980 vinnu- stundir á árinu 2002), Grikkland (1.928 vinnustundir) Mexíkó (1.888 vinnustundir), Pólland (1.979 vinnu- stundir) og Slóvakía (1.979 vinnu- stundir). Samkvæmt þessum mælingum er vinnutími vinnandi fólks á Íslandi svipaður vinnutíma Ástrala, Nýsjá- lendinga og Bandaríkjamanna. Ísland sker sig hins vegar með áberandi hætti úr samanburði OECD þegar sjónum er beint að at- vinnuþátttöku fólks í löndunum en atvinnuþátttaka fólks á Íslandi hefur um langt árabil verið með því mesta sem þekkist á Vesturlöndum og at- vinnuleysi minna en í flestum Evr- ópulöndum. Að meðaltali er um 65% fólks á vinnualdri í öllum aðildarlöndum OECD annað hvort í fullu starfi eða hlutastörfum á vinnumarkaði. Þann- ig eru m.a. 73% fólks á vinnualdri í Bretlandi virk á vinnumarkaði og rúm 75% Dana en atvinnuþátttaka er hins vegar 82% á Íslandi, og er hvergi meiri í samanburðarlönd- unum, samkvæmt samanburði OECD. Algengt hér að menn séu í fleiri en einu starfi „Það er ljóst að vinnudagur Íslend- inga hefur verið langur í gegnum tíð- ina og líka hversu algengt er að menn hafi verið í fleiri en einu starfi,“ segir Ari Edwald. Hann bendir einnig á að í sam- anburðinum verði að hafa í huga að starfsfólk á Íslandi ver mun styttri tíma í að komast í og úr vinnu en í flestum öðrum löndum og sé þ.a.l. tilbúið að verja lengri tíma á vinnu- staðnum en ella væri. Vinnutími tæplega 41 stund á viku á öðrum ársfjórðungi 2004 Það hefur einkennt íslenskan vinnumarkað um langt árabil hve at- vinnuþátttaka er mikil hér á landi. Vinnutími hefur einnig verið langur auk þess sem eitt af mörgum sér- kennum íslensks vinnumarkaðar hef- ur verið hversu stór hluti vinnandi fólks sinna fleiri en einu starfi. Hafa vinnumarkaðskannanir Hagstofu Ís- lands á umliðnum árum leitt í ljós að ríflega einn sjötti hluti fólks á vinnu- markaði segist vera í fleiri en einu starfi. Ekki liggja fyrir tölur á Hagstof- unni yfir vinnutíma á Íslandi yfir allt síðastliðið ár en skv. ársfjórð- ungstölum sem Hagstofan birtir reglulega var vinnutími karla og kvenna á öðrum ársfjórðungi síðasta árs 41,9 stundir á viku að meðaltali. Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2004 var meðalvinnutími 40,9 stundir á viku. Vinnutími verkafólks og sér- fræðinga virðist hafa lengst Heldur hefur dregið úr vinnutíma starfandi fólks á Íslandi almennt séð á seinustu árum, samkvæmt upplýs- ingum Stefáns Úlfarssonar, hagfræð- ings hjá Alþýðusambandi Íslands. Mælingar á vinnutíma fólks er annars vegar að finna í könnunum Kjararannsóknanefndar og hins veg- ar í vinnumarkaðskönnunum sem Hagstofan gerir. Ef litið er á fyr- irliggjandi tölur frá árinu 2000 hefur nokkuð dregið úr vinnutíma fólks á íslenskum vinnumarkaði að tveimur starfsstéttum undanskildum þar sem vinnutími virðist hafa lengst. Þar er um að ræða vinnutíma verkafólks og sérfræðinga. Hafa ber þó þann fyr- irvara á mælingum á vinnutíma hér á landi að færst hefur í vöxt að atvinnu- rekendur geri svokallaða pakka- samninga við starfsmenn þar sem samið er um ákveðin laun fyrir ákveðin unnin verk án tillits til vinnu- stunda. Koma raunverulegar vinnu- stundir þá ekki að öllu leyti fram þeg- ar stuðst er við skráðar vinnustundir, skv. upplýsingum Stefáns. Þá ber að mati hans að líta til þess þegar horft er á þróun vinnutíma Ís- lendinga á tímabilinu frá árinu 2000 að á því ári var mikil uppsveifla í ís- lenska hagkerfinu en árið 2002 var hins vegar samdráttarár, sem gæti að einhverju leyti skýrt að vinnutími íslenskra starfsmanna hefur styst nokkuð á allra seinustu árum. Ari Edwald bendir á að háir jað- arskattar í löndum geti haldið aftur af vinnu fólks og orðið til þess að menn leggi meiri áherslu á frídaga- kröfur en kaupkröfur. Vinnutími lengdist þrátt fyrir samninga um styttingu Að mati Ara hafa atvinnurekendur og stéttarfélög minni áhrif á þann tíma sem fólk ver til vinnu með gerð kjarasamninga en margir vilji vera láta. „Þegar menn hafa samið um t.d. styttingu vinnutíma í kjarasamn- ingum, þá kemur í ljós að það eru engin bein tengsl á milli þess og þess vinnutíma sem í ljós kemur við mæl- ingar. Í framhaldi af samningunum árið 2000 þegar við sömdum um styttingu dagvinnutíma t.d. í samn- ingum við verslunarmenn, þá lengd- ist vinnutíminn í framhaldi af því,“ segir Ari. Hefur verið í föstum skorðum Að sögn Ara hafa sumir haldið því fram að ef samið er um há yf- irvinnuálög geti það dregið úr vilja vinnuveitenda til að láta starfsmenn sína vinna mikla yfirvinnu og orðið til þess að draga úr löngum vinnutíma starfsfólks. „Ég hef velt því fyrir mér hvort það geti ekki verið að þetta sé á hinn veginn og menn þurfi í sam- settum vinnutíma að vinna svo og svo mikla yfirvinnu til að mánaðarlaunin verði þau sem þeir telja að þau eigi að vera,“ segir Ari. Á heildina litið hefur vinnutími hér á landi verið töluvert fastur þegar þegar til langs tíma er litið, sér- staklega meðal einstakra starfsstétta s.s. iðnaðarmanna. „Og þannig hefur það verið í gegnum þensluár og líka samdráttarár að menn vinna sinn tíu tíma vinnudag. Þetta er í mjög föst- um skorðum og menn líta á þetta sem hefðbundinn vinnudag. Ég held ekki að það breytist á mjög stuttum tíma,“ segir Ari Gefa þarf aukinn kost á sveigjanlegri vinnutíma Sérfræðingar OECD leggja fram ýmsar hugmyndir í greinargerð með samanburðinum, um aðgerðir sem stjórnvöld í aðildarlöndunum gætu beitt sér fyrir til að auka atvinnuþátt- töku í löndunum. Er meðal annars mælt með auknum sveigjanleika í vinnutíma fólks. Fjölga þyrfti val- kostum vinnandi fólks á hlutavinnu sem auðveldi t.a.m. foreldrum að samræma vinnutíma og umsjá og samvistir með börnum sínum. Bæta þarf stjórnsýslu hins opinbera og regluverk vinnumarkaðarins, m.a. til að draga úr svartri atvinnustarfsemi og samræma betur skattkerfi og al- mannatryggingakerfi til að hvetja til aukinnar og sveigjanlegri atvinnu- þátttöku fólks. Þá er mælt sér- staklega með auknu framboði endur- menntunar og starfsþjálfunar. Víða í Evrópulöndum þar sem at- vinnuleysi hefur verið til muna meira en hér á landi hafa verið uppi hug- myndir um breytingar á vinnumark- aði til að auka atvinnuþátttöku m.a. með því að lengja vinnuvikuna. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á föstudag hefur vakið athygli að ein af farsímaverksmiðjum Siemens fyr- irtækisins hefur samið við stétt- arfélag starfsmanna um að vinnuvik- an verði lengd úr 35 stundum á viku í 40 stundir. Stefán bendir á að víða um lönd fari vaxandi þrýstingur á stéttarfélög og starfsmenn um að semja um lengri vinnutíma. Fréttaskýring | Atvinnuþátttaka í löndum OECD er hvergi meiri en hér á landi Vinnutími hefur styst lítillega að undanförnu Morgunblaðið/Þorkell Vinnutími hér á landi er að jafnaði lengri en í meirihluta OECD-ríkja en hann hefur þó styst lítillega meðal flestra starfsstétta á seinustu árum. Ísland sker sig úr hópi OECD-ríkjanna hvað varðar mikla atvinnuþátttöku fólks hér á landi. Heldur hefur þó dregið úr vinnutíma meðal margra starfsstétta á Íslandi á seinustu árum.        !"  #$$$$% !    (( 6(% 76 !(( 8%(6 4 9 % *+ +0 )0 :) 3 %(! 2   3 ,!  7 '# 4 4% %&+6" %(! 3#% ! 9 $; ,(( /*( /*( <   # =->?= =->@A @-?BC @-?=@ @-DDD @-DDE @-DEE @-D@A @-D@F @-D=@ @-D=A @-AE= @-A>D @-A=@ @-B?@ @-BDA @-B@C @-B=E @-ED= @-E=F @-EBD @-FBA @-E>> @-FBC @-FFC @-CBD @-CD> =->>> =->=B @-?EA @-?=D @-DBF @-DFA @-DCA @-D@A @-D@B @-D>? @-D>B @-AF? @-A@@ @-B?F @-B?B @-BD> @-B>@ @-B>C @-E?C @-EFD @-EF@ @-F?E @-FAA @-FE> @-FC@ @-CBD @-CB> @-?D> @-?A? @-?ED @-?=D @-DDD @-D@= @-D=F @-D@B @-D@C @-A?D @-D>> @-AC@ @-B?= @-BDB @-B?A @-BBB @-E?? @-ED@ @-EBA @-EFA @-E@> @-FB= @-FE? @-FFC @-F=B @-CCD @-CF= @-?A= @-D@F @-?EB @-?CD @-DEA G @-D@F @-D@C @-D>> @-D>@ @-A?= @-A@D @-BAC @-BB? @-BAB @-B@C @-E?@ @-EBF @-EE> @-EF= G @-FAE @-FEC @-FFB @-F=? @-CEF @-CCA <!$! 5  9 HJÁLMAR Finnsson, fyrrverandi forstjóri Áburðarverksmiðj- unnar, lést hinn 10. júlí síðastliðinn á líkn- ardeild Landspítala – háskólasjúkrahúss, 89 ára að aldri. Hann fæddist 15. janúar 1915 að Hvilft í Ön- undarfirði, sonur hjónanna Finns Finns- sonar bónda og konu hans, Guðlaugar Jak- obínu Sveinsdóttur húsfreyju. Hjálmar lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1938 og viðskiptafræði- prófi frá Háskóla Íslands árið 1941. Hann stundaði framhaldsnám í fyr- irtækjastjórnun við Suður-Kali- forníu-háskóla í Los Angeles 1941– 42. Að námi loknu stofnaði Hjálmar eigið viðskiptafyrirtæki í New York 1942, var umboðsmaður ís- lenskra verslunar- og iðnfyrirtækja við innkaupastarfsemi í Bandaríkj- unum 1942–48, var framkvæmdastjóri út- flutningsfyrirtækis í New York 1945–48. Hjálmar var fram- kvæmdastjóri Loft- leiða hf. í Reykjavík 1949–52 og fram- kvæmdastjóri Áburð- arverksmiðjunnar í Gufunesi 1952–85. Hjálmar sat í Flug- ráði Íslands 1952–55, í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Áburðar- verksmiðjunnar 1961– 85, í stjórn Lífeyris- sjóðs verkstjóra 1965–75. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu. Hjálmar kvæntist árið 1943 Dor- is Finnsson, fædd Walker, 7.11. 1920, d. 8.12. 1992, húsfreyju og hjúkrunarfræðingi. Þau eignuðust 3 börn, Finn, fæddan 1944, sem lést 1967, Edward fæddan 1947 og Katherine, sem fæddist 1950. Alls eru barnabörnin orðin 6 og lang- afabörn Hjálmars eru þrettán. Andlát HJÁLMAR FINNSSON UNG vinstri græn, ungliðahreyf- ing Vinstri grænna, stofnuðu nýja deild í Mosfellsbæ á laugardag- inn. Samtökin eru jafnframt með deildir á Suðurlandi, Sauðár- króki, í Kópavogi og á Akureyri. Ungliðarnir eru allir undir þrí- tugu og í hreyfingunni eru í kringum 400 manns, sem er um fjórðungur af flokksmönnum. Það er meira en í nokkrum öðrum stjórnmálaflokki. Ung vinstri græn með nýja deild í Mosfellsbæ FRAMSÓKNARFLOKKURINN fengi minnst fylgi allra flokka ef gengið yrði til kosninga nú, sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Frétta- blaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könn- uninni sögðust 7,5% ætla að kjósa Framsóknarflokkinn ef kosið yrði nú, en 8,3% sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn, sem er tæpu prósenti meira fylgi en flokkurinn fékk í kosningunum í fyrra. Vinstri grænir bæta fylgi sitt verulega, fá 20,5% í könnuninni sam- anborið við 8,8% í kosningunum. Flestir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn FLESTIR sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða 32,3% en 31,3% Samfylkinguna. Könnunin fór fram föstudaginn 9. júlí sl. og var spurt: „Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú?“ Úrtakið í könnuninni var 800 manns og skiptist jafnt eftir búsetu og kyni en 60,4% af þeim sem hringt var í tóku afstöðu. Framsóknar- flokkurinn með minnst fylgi SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð- isins var kallað út á níunda tím- anum í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um reyk í gömlu býli við Kjós- arskarðsveg í Kjósinni. Húsið var mannlaust þegar reyk- urinn kom upp og samkvæmt upp- lýsingum slökkviliðsins í Reykjavík gengu slökkvistörf vel en býlið er notað sem sumarhús og ekki búið þar að staðaldri. Að sögn varð- stjóra hófust slökkvistörf nógu tím- anlega til að hægt væri að ráða nið- urlögum elds og urðu því aðallega reykskemmdir í húsinu. Elds- upptök voru ókunn. Eldsvoði í Kjósinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.