Sunnudagsblaðið - 26.02.1956, Qupperneq 6
38
SUNWUDAGS13LAÐIÐ
leg' mök fyrir giftingu, hafa meiri
möguleika á hamingjusömu
hjónabandi með þeim, sem þær
elska, heldur en hinar.
76ró þeirra, sem voru hreinar
meyjar, er þær giftust, álitu
hjónaband sitt „óvenjulega ham-
ingjusamt“ eða „mjög hamingju-
sarnt". Hundraðshluti þeirra. sem
haft höfðu mök við karlmenn fyr-
ir giftingu, var heldur lægri
(68%).
Tölurnar sýna, að kynferðisleg
mök ógiftra verða venjulega í
íyrsta skipti, þegar stúlkurnar eru
18 til 20 ára að aldri.
En ein af hverjum fimm
þeirra kvenna, sem spurðar
voru, viðurkenndi, að hún hefði
verið á milli 13 og 17 ára ald-
urs, þegar hún fyrst lét undan
karlmanni.
Þá getur skýrslan þess, að sú
staðreynd, sem eitt sinn var tai-
in algild, að karlmaður kvæntist
ekki þeirri stúlku, sem hann kæm-
ist auðveldlega yfir, væri mjög að
breytast, ef hún hefði þá á nokk-
urn tíma verið rétt.
Hins vegar er bent á, að
hæsta hundraðstala óham-
ingjusamra hjónabanda sé
meðal þeirra stúlkna, sem fyrst
voru með karlmönnum á milli
þrettán og sautján ára aldurs.
Sýnir niðurstaða rannsóknar-
innar, að þessar stúlkur áttu í
æsku við truflandi geðshræring-
ar að etja.
Athyglisverð er sú niðurstaða í
skýrslunni, að þegar eiginkonan
er sú, sem völdin hefur á heimil-
inu, hefur það, þegar til lengdar
lætur, ill áhrif á dótturina, Það
kom hvað eftir annað fram í rann-
sókninni, að konur, sem áttu í erf-
iðleikum í hjónabandi, höfðu í
uppeldinu fengið óbeit á öðru
hvoru foreldranna. Hins vegar
virðist mega rekja hamingjusöm-
ustu hjónaböndin aftur til æsku,
þar sem óhætt var að elska, hata,
stjórna og láta undan án of mikils
ótta.
Rannsóknin leiðir í ljós, að
strangt uppeldi hindrar stúlkur
ekki í því að reyna fyrir sér í
ástamálum. Hin óvænta
niðurstaða af of ströngu uppeldi
kann að vera uppreisn gegn öllum
hömlum, einkum að því er við
kemur kynferðismálum.
Nálega helmingur (45tí)
giftra kvenna, er áttu við
strangt uppeldi að búa í upp-
vextinum, viðurkenndu, að þær
hefðu átt kynferðisleg mök við
karlmenn fyrir giftingu sína.
Talið er í skýrslunni, að móð-
ir, sem á sjálf í kynferðislegum
erfiðleikum, miðli dóttur sinni af
þeim, annaðhvort sjálfrátt eða
ósjálfrátt, og leiðir af þessu, að
miklar líkur eru á því, að eitt
óhamingjusamt hjónaband leiði
af sér annað í næstu kynslóð.
Átta af hverjum tíu konum,
sem töldu hjónabönd sín ham-
ingjusöm, álitu foreldra sína-
hafa verið hamingjusama, og
er þetta mikill stuðningur við
það álit, sem kemur fram í
skýrslunni, að geðrænt jafn-
vægi á heimili sé afar mikil-
vægt.
Helmingur kvenna frá óham-
ingjusömum heimilum höfðu get-
að haldið hjónabandi sínu ham-
ingjusömu.
Þessi skýring er gefin í skýrsl-
unni á því, hvers vegna svo mjög
er rætt um kynferðismál í skýrsl-
unni : „Kynhvötin kemur í ljós
á þúsund vegu, ekki aðeins gegn
um kynfærin, eins og margir
halda. Hún á sinn þátt í því,
hvernig við klæðum okkur, hvert
viðhorf okkar er gagnvart hinu
kyninu, hver smekkur okkar er
á listum og skemmtunum og í
allri hegðun okkar og framkomu.11
„Gerðu það sjálfur”
í Ameríku og raunar viðar —
þar á meðal hér á landi — er það
orðin einskonar árátta á fólki að
gera alla hluti sjálft, sem dytta
þarf að við hús og heimili. En því
miður eru ekki allir færir um
þetta.
Nýlega hefur tryggingarfélag
eitt í Ameríku látið fara fram
athugun á því, hverja þjóðnýta
þýðingu þessi „sjálfshjálp“ fólks
hefur, og sýna tölurnar að þessi
„gerðu það sjálfur“ — hugsunar-
háttur, sparar einstaklingunum að
vísu töluverðar fjárupphæðir,
sem annars myndu ganga til iðn-
aðarmanna, en hins vegar rehnur
mestur hluti þeirra aðra leið —
nefnilega til læknanna.
1 skýrslu tryggingarfélagsins
kemur það fram að árlega verða
um 600 000 manns fyrir slysum
við þessar „gerðu það sjálfur" —
tilraunir. Þar af 150 000 við ýmis-
konar smíðavinnu. Um 95 000
leita til læknis eftir að hafa sjálf-
ir verið að burðast við að skipta
um gluggarúður. — Um 107 000
þurfa á læknisaðgerð að halda,
eftir að hafa málað og kvittað
loft íbúða sinna. — 57 000 falla
niður af húsþökum er þeir ryna
að lagfæra rennur og þess háttar.
— 32.000 falla til jarðar, er þeir
eru að klippa trjágreinar —
16 400 fara sömu leið, er þeir eru
sjálfir að koma upp útvarpsloft-
netum sínum, og 11 000 leita jarð-
arinnar, þegar þeir eru að lagfæra
reykháfa og því um líkt!
Húsmóðir ein í Englandi, Barn-
es Green, að nafni, vann nýlega
samkeppni, þar sem nefna átti
með einu svari „nytsamasta hlut-
inn í húsinu.“ Hún svaraði: „Mað-
urinn minn.“