Sunnudagsblaðið - 26.02.1956, Side 9

Sunnudagsblaðið - 26.02.1956, Side 9
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 41 — Góðan daginn, elskan mín . . — Hann. leit athugull á hana. — Þú hefur of lítinn svefn, sagði hann. — Það sér að vísu enginn á þér, en ég vcit það. Ilún vafði handleggjunum urn háls lionum. — Þú lærir aldrei að binda hálsbindið þitt. Komdu leyf mér að hjálpa þér! Og eins og svo marga morgna fyrr lagfærði hún hin klaufalega hnýtta bindishnút. Dr. Richard varð litið á dag- blað í herberginu. — Fékkstu góða dóma ? Hún hló lítið eitt, en ofurlítlir óánægjudrættir sáust lu'ingum munninn. — Eltki, sem versta, svaraöi liún og tók blaðið — Hlustaðu: . . . Köld sem ísjaki var Magða- lena Vincent í ldutverki Reginu.“ — Ilann reynir að vcra fynd- inn . . . — „Combat“ ski'ifar aftur á móti að ég leiki af hita, þeir eru með öðrum orðum ekki vel sam- mála gagnrýnendurnir. Finnst þér ég kannske vera köld ? Grá og rólyndisleg augu hans mættu hennar, og hún fann ást hans streyma til sín. Sterklegar hendur Iians tóku um axlir henni um leið og hann kyssti hana, og á vörum hans voru öll þau orð, sem liann vildi sagt hafa, en fann ckki búning. — Liggur ckki vcl á þér? spurði haim loks. — Það liggur ekkrt illa á mér út af þessari grcin, sagði liún íullvissandi. En honum hafði fundist sem skugga brygði yfir andlit hennar, blik af ótta í augum hennar. Hann leit rannsakandi á hana. — Eg kann ekki við bros þitt. — Ilvað er athugavcrt við það? — Ég vcit það ekki . . . Liggur eitthvað þungt á sinni þinu ? Ilún liló. — Það cem þér getur dottið í hug! Kemurðu heim til miðdegis- verðar ? Hann liristi höfuðið. — Nei, influcnzan gcysar um allt um þessar mundir, og vitjana- bciðnirnar cru fleiri en ég kemst yfir. Ég læt mér nægja að fá mér kaffisopa. Hvað gerir þú-? — Ég á að vera í útvarpinu kl. 10 . . . og hjá klæðskeranum kl. 11, en allan síðari hluta dagsins vei'ð ég ó æfingum. Hún braut biöðin saman. — Segðu eitthvað fallcgt við mig, bað hún. — Eitt hvað fallegt ? Hann sett- ist aftur á sængurstokkinn. — Já, bara eitthvað! Hann opnaði munninn til að segja eitthvað, en lokaði honum aftur. Magðalena var leikkona, en liann var læknir, og honum lágu engin slcrautyi'ði á vörum. Hon- um fannst hann allt í einu svo kjánalegur og klossaður. — Yið sjáumst í kvöld, sagði hann og gekk áleiðis til dyranna. — Pierre . . . — Já ? Hann hafði þegar tekið um hurðarhúninn. — Perrie, hvaða dagur er í dag? — Þriðjudagur . . . — Og hvaða mánaðadagur . . . ? — Fjói'tándi maí. Hvers vegna spyrðu ? — Ekki af neinu sérstöku, svar- aði hún kæi*ulcysislega. Hann vék frá sér óróleikatilfinningunni, opnaði dyrpar og gekk út. Ilann ók eftir Quai St. Bcrnard, og sólin næstum blindaði hann Yfir Paris var himinhvolfið blátt og tært. Hann vann óslitið til kl. 13, en þá fór hann á lítinn veit- ingastað og gleypti í sig hádegis- verð. Klukkan var orðin 18.30, þegar hann gat loks farið úr hvíta lælcniskyrtlinum. Hann var sár- þreyttur, og honum varð hugsað til þess að hann væri ekki lengur upp ó sett bezta. Hann sá fegurð Magðalenu fyrir sér. Hvað myndi hún nú vei'a að gei'a ? Útvai'p, klæðskeri, æfingar, þannig hafði það sífellt gengið til þau tíu ái', sem þau höfðu verið gift. Það var búið að kveikja á götu- ljóskerunum. Loftið var milt, og dr. Richard staðiræmdist urn stund úti fyrir læknastofunni og naut veðurblíðunnar. Allar skrifstofur voru lokaðar og ljóslausar, og fáir voru á ferli. Hann settist undir Úr nialarav jnnustofu Daniels. Málarinn ástmaður l£ekuisfrúarincí>r leikicn ai Dauíel Gelin og IVJagdaltna leikin af MRJiele IVIcrgau.

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.