Sunnudagsblaðið - 26.02.1956, Side 11

Sunnudagsblaðið - 26.02.1956, Side 11
SUNNUDAGSELAÐIÐ 43 Hættur ofþreytunar FYRR eða síðar á lífsleiðinni munu hinir lævísu en hættulegu þrevtúsjúkdómar heimsækja þig' — éf þú ert þá ekki þegar orðinn fórnardýr þeirra. Fjandi sá, sem hefur lagt þessa snöru á veg þinn og sem eftir- væntingarfullur bíður í veiðigleði eftir bráð sinni, nefnist ofreynsla. Að sjálfsogðu eru þeir til. sém eru svo lánsamir, að kynnast aldrei þessum erkióvini, en því miður eru þeir miklu færri. Að vefða fófnardýr hans er í fyllsta máta óþægilegt og í mörgum til- fellum örlagaríkt. Þegar menn falla fyrir of- þrevtusjúkdómunum, er það af því að mótstaða þeirra og þrek er þrotið. Það er aukavinnan heima hjá þér á kvöldin — hin alltof langi vinnudagur, — kapphlaupið við tíman allar stundir lífsins, meira að segja í sumarleyfinu, — sem þú verður að gjalda fyrir. Og þetta getur orðið dýru verði keypt. Stundum geta menn öðlast þrek sitt og lífsorku á furðu skömmum tíma, eftir góða hvíld, en oftast tekur það langan tíma, og í reyndinni heppnast það ein- ungis í fáum tilfellum. Algengast er að hjartað taki sér hvíld fyrir fullt og allt. En sérhverjum óvini er hægt að veita viðnám, en þó því aðeins, að maður viti hver hann er. Og viti maður það að ofþreyta sé hættuleg, ætti að vera auðveldara að varast hana. Hvernig lýsir þá ofþreytan sér ? Og hvað getum við gert til þess að varast að verða fórnardýr hennar ? Hættan af ofþreytu fer fyrst að segja til sín, þegar menn eru komnir um og yfir fertugsaldur- jnn. Meðan maðurinn er ungur er mótstöðuaflið meira, hann get- ur jafnvel unnið heila nótt, fengið sér kalt steypibað um morguninn, og haldið svo áfram hinum dag- legu störfum. Og fari hann síðan í rúmið í fyrra lagi kvöldið eftir, getur hann verið hinn brattasti næsta morgun. En því eldri, sem menn verða, því minni mótstöðu hafa þeir, þrótturinn slæfist og endurnýjast síðar. En það er athyglisverð staðreynd, að hrein líkamleg þreyta er skaðminni, en andleg ofreynsla. Kemur það til af því, að við svefn og hvíld ná menn fyrr líkamlegri orku á ný, en andleg ofþreyta læknast ekki svo auðveldlega, að hið glataða þrek og árvekni vinnist aftur með venjulegum svefntíma eða lítils- háttar hvíld. Algengustu viðvörunarmerki andlegrar ofþreytu koma fram í höfuðverk. Langvarandi andleg vinna virð- ist hafa þau áhrif, að höfuð- og hálsvöðvar herpast saman, með þeim afleiðingum að blóðrásin til og frá höfðinu verður tregari, en við það safnast fyrir úrgangsefni úr blóðinu, og leiðir það síðan til höfuðverkjar og lamandi þreytu- tilfinningar. Að vísu kannast margir við höfuðverk af annarri ástæðu, sem ýmsir nefna í skopi „sunnudags- höfuðverkinn" en hann er raunar einnig í mörgum tilfellum afleið- ing langvarandi þreytu. Menn fá sér neðan í því til þess að slappa af, blóðið kemst á örari hreyfingu, dælist um æðarnar með auknum þrýstingi, en höfuðverkur af þess- ari tegund hverfur venjulega skjótlega, sérstaklega ef menn hvíla sig vel á eftir. Þegar fólk, sem sjaldan fær höfuðverk, allt í einu byrjar að fá þrálátar höfuðþrautir, er ástæða til að gæta fyllstu varúðar. Það nægir ekki að taka inn allskonar pillur, og telja sér trú

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.