Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 6
6 | 28.3.2004 arinnar Í skóm drekans og okkur heppnaðist að fá lögbann lagt á sýningu myndarinnar. Seinna var málið síðan sætt. Í kjölfarið á þessu verkefni ákváðum við nokkrum mánuðum síðar að opna saman stofu. Áhugamál fyrir utan starfið? Nýlega dustaði ég rykið af gömlu áhuga- máli … skíðamennsku. Ég er nú enginn Ingemar Stenmark ennþá en kannski verð ég það þegar ég er búin að æfa mig aðeins betur. Nú svo er það laxveiðin, ekta karlasport eða hvað. Síðasta sumar kenndi Júlíus Bjarni Bjarnason, bróð- ursonur minn, mér almennilega tökin á að veiða lax á flugu. Reyndar er faðir minn mikill áhugamaður um laxveiði og tók mig með í veiðiferðir í gamla daga. Ef ég man rétt veiddi ég maríulaxinn í Búðardalsá fyrir nærri 20 árum. En ég hafði aldrei stundað þessa göfugu íþrótt fluguveiðina. Fyrr en núna. Ég á sem sé frábæran bróðurson sem er afbragðs veiðimaður og tók mig í fína kennslustund í faginu. Hvað metur þú mest í fari annarra? Hreinskilni, heið- arleika og opinn huga. Hvernig mál sækistu eft- ir að taka að þér, skiptir t.d. máli að þau snúist um mannréttindi eða siðferði? Nei, ég tek að mér alls konar mál. En það verður að viðurkennast að ég hef afskaplega gaman af mannréttindamálum. Ég hef líka verið svo heppin að fá að vinna við slík mál allt frá því að ég útskrifaðist úr lög- fræðinni. Hvaða aukahæfileika myndir þú helst vilja öðlast? Mig dreymir oft að ég geti flogið. Það væri skemmtilegt að fá að prófa það í raunveruleik- anum. Horfirðu á Practice eða aðra lögfræðiþætti og hvað finnst þér? Já, ég hef alla tíð verið af- skaplega mikill sjónvarpsglápari. Reyndar hefur sjónvarpsglápið minnkað allverulega undanfarið ár og núna er bara tilfallandi hve- nær ég kveiki á sjónvarpinu. Þetta eru ágætis afþreying- arþættir þó svo að stundum finnist mér nóg að hafa lögfræð- ina í vinnunni. Þá daga skipti ég um rás. steingerdur@mbl.is Af hverju lögfræði? Lögfræðin var nú eiginlega bara skyndi- ákvörðun hjá mér. Ég var búin að skrá mig í sögu í Háskólanum og ákvað síðan skyndilega að fara frekar í lögfræði. Oft reynast skyndi- ákvarðanir vera bestu ákvarðanirnar. En lög- fræðin á afskaplega vel við mig og ég gæti varla hugsað mér að starfa við neitt annað. Þetta er lifandi starf, mikil samskipti við fólk úr öllum áttum með ólíkan bakgrunn, virkilega skemmti- legt svið. Hvað ertu að fást við þessa dagana? Inni á borði hjá mér liggja mörg af- skaplega spennandi verkefni, t.d.: ólög- mæt handtaka og frelsissvipting, ým- iskonar samningagerð, meiðyrðamál, læknamistakamál og mál varðandi uppkaup húsa á snjóflóðahættusvæði svo lítið eitt sé nefnt. Hvað er réttlæti? Það eru til alls konar tegundir af réttlæti. Það er til réttlæti inni í dómsölum en það er líka til sið- ferðilegt réttlæti. Það er til auga fyrir auga, tönn fyrir tönn rétt- læti. En það er líka til réttlæti sem felst í því að sýna mis- kunn. Réttlæti á að vera það sem verndar okkur þegnana fyrir því að vera beittir mis- rétti. Hverjar eru fyrirmyndir þínar í starfi? Lærifeður mínir eru tveir, þeir Ragnar Að- alsteinsson og Sigurður G. Guðjónsson. Báðir mjög hæfir lögmenn, ólíkir en einstaklega færir. Hafa lögmenn áhrif í samfélaginu? Já, það er mín skoðun. Lögmenn og lögfræðingar starfa úti um allt í samfélaginu að alls konar störfum. Þeir sitja á þingi, eru ráðherrar, sitja í stjórnum stórfyrirtækja, veita ýmsum stofnunum forstöðu, eða flytja mál inni í dómsölum. Allir hafa þeir áhrif á sinn hátt. Hið sama mætti auðvitað líka segja um fjöldann allan annan af starfsstéttum. Hvernig lágu leiðir þínar og Ragnars Aðalsteinssonar, samstarfsmanns þíns, saman? Það má eiginlega segja að leiðir okkar hafi legið saman í Ungfrú Ísland.is. Við vor- um tvö fengin til að vinna fyrir hönd keppenda og aðstandenda keppn- innar vegna mynd- KONA EINS OG ÉG SIGRÍÐUR RUT JÚLÍUSDÓTTIR LÖGMAÐUR Miskunnsamt réttlæti Sigríður Rut er alltaf kölluð Rut. Hún hefur vakið athygli fyrir skelegga framgöngu í stórum málum L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on Ég heyrði á tal tveggja ungra kvenna um daginn.Önnur var í dragt, í góðu starfi hjá góðu fyrirtæki,hin var í gallabuxum og bol, í skemmtilegu námi í hinum skemmtilega Háskóla Íslands. Báðar eru glimrandi sáttar við hlutskipti sitt og á Laugaveginum segja þær að- spurðar „allt frábært“ og allt gengur „alveg æðislega vel“. Í þessu samtali viðurkenndu þær þó hvor fyrir annarri að þær myndu gefa mikið fyrir að skipta um hlutverk. Há- skólastelpan sem ræður tíma sínum að mestu leyti sjálf sagðist þrá að þurfa að vakna eldsnemma, blása hárið vel og vandlega og fara í meiriháttar flotta og vel sniðna dragt, mæta svo á fundi þar sem álit hennar skipti máli, ræða áþreifanleg mál, taka ákvarðanir sem hefðu raunverulegar afleiðingar og svo framvegis. Framakonan sem nýtur mik- illar velgengni í starfi sínu sagðist hins vegar óska þess að hún gæti vaknað í rólegheitum, skellt sér í meiriháttar pæjulegar gallabuxur og ermalausan bol, farið á kaffihús og lesið nokkra kafla í góðri bók áður en hún rölti í tíma þar sem hún tæki þátt í örvandi samræðum við hugsandi fólk um „áhrif menningarástandsins á veruleikann og líf- ið“. Svo andvarpaði hún og stundi; „Veistu hvað þú ert heppin?“ Háskólastelpan horfði ákveðin á hana augum þess sem veit svo miklu betur: „Það ert þú sem ert hepp- in.“ Ég hugsa að margir hafi lent í svona samræðum. Eða að minnsta kosti hugsað með sér að þeir vildu gjarnan skipta við næsta mann. Svo vandræðalegt sem það kann að vera þá á mannskepnan það til að bera sig saman við aðra og þá ekki endilega í neikvæðum skilningi – þar sem öfund er í aðalhlutverki – heldur meira svona eins og til að stilla sjálfa sig af og setja sig í samfélaglegt samhengi. Hvar stend ég? Hvað er ég að gera? Hvernig passar það við það sem aðrir eru að gera? Væri ég til í að vera að gera eitthvað annað? Slík sjálfsskoðun og endurskoðun er eitthvað sem flestir ganga einhvern tímann í gegnum, í mismiklum mæli þó. Sumir eru í svo stöðugri sjálfsskoðun að þeir fúnkera varla í hinum praktíska heimi á meðan aðrir taka þetta í af- mörkuðum tímabilum. Og þá er oft óhjákvæmilegt annað en að líta í kringum sig. Í dag gæti ég til dæmis alveg hugsað mér að skipta við vinkonu mína sem situr – í geysilega flottri dragt – bak við skrifborð á skrifstofu sinni í ráðuneytinu þar sem hún vinnur og undirbýr sig fyrir fund þar sem hún mun brill- era að vanda. Og þegar ég msn-a henni skilaboðum þess efnis að ég vildi að ég væri hún, segir hún mér að halda kjafti enda langi hana miklu frekar til að sitja við eldhús- borðið heima hjá mér pikkandi eitthvað djók inn á far- tölvu í teygðum bómullarbol með útvarpið í botni. „Þú ert svo heppin,“segir hún og ég segi henni að þegja sjálfri, það sé hún sem er heppin. Hún verði að átta sig á því og hætta að vera svona vanþakklát. „Einmitt ...“ segir hún, „og þetta á ekki við um þig.“ „Nei,“ segi ég, „við erum að tala um þig og það ert þú sem ert heppin.“ Svo segjum við „nei þú ...“ aftur og aftur og aftur þangað til það er orðið ljóst hversu vandræðalega illa þetta samtal hæfir virðulegum sérfræðingi í ráðuneyti – skítt með litla djókarann við far- tölvuna. Að lokum komumst við að svipaðri niðurstöðu og há- skólastelpan og framakonan sem ég nefndi hér í upphafi gerðu; Kannski skiptum við í alvörunni einhverntímann seinna. Og þá líður sennilega ekki á löngu þar til við förum að segja hvor við aðra; „Ó, þú ert svo heppin?“. (Hún verður samt alltaf aðeins heppnari). bab@mbl.is Þú ert svo heppin Birna Anna Þær myndu gefa mikið fyrir að skipta um hlutverk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.