Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 15
28.3.2004 | 15 áhrifum kvennahreyfingarinnar á opnun umræðu um heimilisofbeldi, meira að segja þátttöku kvenna í pólítík á Íslandi. Þeir flissa heldur undrandi þegar talið beinist að smæð samfélagsins. Hvernig er hægt að skrifa glæpasögur í landi sem telur ekki nema um 280 þúsund íbúa og alvarlegir glæpir eru varla algengir? „Það eru nú ekki mörg morð framin á Íslandi á hverju ári, stundum er ekkert morð framið, stundum eru þau kannski tvö og þau eru yfirleitt ekki mjög spennandi held ég,“ segir Arnaldur. „En það skiptir engu máli fyrir glæpasagnahöfund, því hann er ekki sérfræðingur í glæp- um sérstaklega. Það sem skiptir hann máli eru persónur og sögusvið og það sem hann vill segja fyrst og fremst. Og þess vegna skiptir ekki máli þótt það sé ekki mikil glæpaalda á Íslandi fyrir mig sem glæpa- höfund, því ég er ekki að skrifa um ís- lenska glæpi, heldur um það fólk sem lendir í þeim hörmungum að verða fyrir ofbeldi. Grafarþögn t.d. er saga um heim- ilisofbeldi og um áhrif heimilisofbeldis á fjölskyldulífið og á börnin einkanlega og það er efni sem ég hef mikið verið að fást við í bókunum um Erlend: Fjölskyldan. Um þær fjölskyldur sem hefðu átt að verða til, en urðu ekki til og þær fjölskyld- ur sem urðu til, en hefðu ekki átt að verða til. Og ég vildi fjalla um heimilisofbeldi sérstaklega, vegna þess að ég held að það sé viðurstyggilegasti glæpurinn af þeim öllum.“ Áheyrendur vilja greinilega vita meira um hvernig Arnaldur tekur á jafnerfiðum málum. Að loknum lestrinum standa þeir vel flestir í röð eftir að fá áritun höfundar, sumir jafnvel bæði með Grafarþögn og Mýrina í hönd- unum. „Á ég ekki bara að skrifa á íslensku: Með bestu kveðju?“ spyr Arnaldur. Hitta í mark hjá Þjóðverjum Arnaldur er að hefja upplestrarferð um Þýskaland, á dagskránni eru níu borgir. „Við byrjum hér í Berlín og endum í Leipzig. Meðal borga eru Stuttgart, Hann- over, Hamburg og Köln og þar ætla ég að reyna komast á fótboltaleik að sjá Stuttgart. Að vísu er Ásgeir löngu far- inn, en ég hugsa að það verði gaman engu að síður.“ Arnaldur er mjög ánægður með velgengni bóka sinna í Þýskalandi, en viðurkennir að hún hafi komið honum al- gjörlega í opna skjöldu.„Maður er dolfallinn yfir þessu öllu saman, mig óraði ekki fyrir neinu slíku þegar ég fór af stað. Og þessar móttökur í Þýskalandi eru náttúrlega alveg í rauninni með ólíkindum. Ég held ekki að neinn höfundur fari af stað með það í huga að skrifa bækur sem lenda á top 10 einhvers staðar, það er eitthvað sem ég held að engan geti órað fyrir.“ Það má segja að Nordermoor, Mýrin, sem kom út hérna í fyrra, hafi lagt grunninn að því að koma nýjum norrænum sakamálahöfundi á framfæri í Þýskalandi. Gríð- arlegur áhugi er á norrænum glæpasögum hér, en Arnaldur hefur ekki miklar skýr- ingar á hvað því veldur. „Ég bara hef ekki hugmynd um það í rauninni. Það hefur náttúrlega eitthvað að gera með áhuga Þjóðverja á Norðurlöndum yfirleitt. Og síðan eru þetta nú ekki slæmar sögur. Þetta eru ágætir höfundar sem eru að fást við þetta og þeir eru að skrifa um það þjóðfélag sem þeir búa í. Þetta eru frekar dimmar sögur og sorglegar, en það er eitthvað í þeim sem virðist hitta í mark hérna hjá Þjóðverjum. Það er erfitt að gera sér grein fyrir nákvæmlega hvað það er.“ Hann tekur undir að sögur Svíans Henning Mankell um rannsóknarlögreglumanninn Wallander gætu hafa átt sinn þátt í að ryðja brautina fyrir norrænar glæpasögur, enda vinsældir hans í Þýskalandi gríðarlegar. Í umfjöllun um bækur Arnaldar er oftar en ekki bent á skyld- leika höfuðpersónu Arnaldar, rannsóknarlögreglumannsins Erlends, við Wallander, en ekki síður eru þær lofaðar fyrir skarpa samfélagsrýni, sem segja má að sé einkenn- andi fyrir margar norrænar glæpasögur. „Þetta er kannski aðeins meira en bara þrill- er, það er aðeins meiri samfélagsvitund í þessum bókum, sem virðist falla í kramið. Og það er mjög ánægjulegt ef manni er að takast að ná fótfestu hér í Þýskalandi með þessum bókum um lögreglumanninn Erlend. Það segir manni kannski að hann hefur eitthvað sammannlegt við sig, eitthvað sem vekur áhuga ekki bara heima, heldur líka erlendis. Það er eitthvað við hann sem vekur forvitni og virðist höfða til lesenda. Hann er mjög sérkennilegur kall á marga vísu, einrænn og þungur, ég veit ekki hvort það er elementið sem lokkar; fjölskylduhagir hans eru erfiðir. En svo er hann líka ákveðin lögga, vill leysa sín mál og hann er auðvitað skrifaður í þessa skandínavísku hefð, með ákveðinn sósíalrealisma að bakgrunni. Ég reyni alltaf að skrifa um það sem er að gerast í mínu samfélagi og ég tel mig hafa eitthvað um það að segja. Allar mínar sögur eru þessu marki brenndar. Ég held að höfundur verði fyrst og fremst að hafa vilja til að hafa eitthvað að segja. Hann hlýtur að hafa erindi, annars er hann ekki höf- undur, og ég nota glæpasögurnar til að fjalla um hluti í mínu samfélagi. Maður hugsar þetta sem eitthvað meira en bara plott, frekar sem hefðbundna skáldsögu og síðan er plottið þarna inni í. Það er glæpur, annars er þetta bara eins og aðrar bókmenntir. Eins og stíllinn er í dag er voðalega lítill greinarmunur oft gerður á glæpabók- menntum og hefðbundnum bókmennt- um.“ Mynd af burstabæ á bókarkápu Arnaldur er vel meðvitaður um þá hefð sem bækur hans og persónur falla inn í, en glæpasögur frá Íslandi eru ekki algeng- ar í þýskum bókabúðum. Íslandsáhugi Þjóðverja hefur án efa haft sitt að segja varðandi velgengni bóka Arnaldar, þótt honum finnist sjálfum heldur spaugilegt hvernig þessi áhugi hefur verið notaður til að kynna bækur hans. „Þegar Þjóð- verjar gáfu út Mýrina í fyrra settu þeir ein- faldlega íslenskan bóndabæ á bókarkáp- una, sem var mjög fyndið. Og þeir bökkuðu ekki með það þótt ég rifist í þeim. Ég skildi þetta ekki, en þeir sögðu: „Hér í Þýskalandi koma út 60 þúsund bækur á ári og ef við ætlum að vekja athygli á einni þeirra, þá þurfum við hreinlega að kýla á þjóðernið og eitthvað sem menn þekkja strax sem íslenskt.“ Þá er það einhver sveitalífsmynd, einhver póstkortamynd. Burstabærinn hefur vikið á kápu næstu bókar, stemn- ingin er engu að síður skyld: Nokkrir timburkofar á grænni hæð undir fjallshlíð. Undirtitill beggja bókanna er Islandskrimi: Glæpasaga frá Íslandi. Kápan er skárri á Todeshauch, meira í stíl við það sem sagan er um, þannig að kannski geta þeir sameinað þetta einhvern tíma í inni- haldi og útliti. Ég vona það,“ segir Arnaldur. Þjóðverjar eiga von á að fá meira af sögunum um Erlend, því Lübbe-forlagið hefur keypt útgáfuréttinn að öllum bókum Arnaldar. Röddin er væntanleg í þýskri þýðingu í haust og næsta vor fylgja Synir duftsins og Napóleons- skjölin í kjölfarið. Arnaldur er sérstaklega spenntur að sjá hvernig báðum síðastnefndu bókunum verður tekið, enda er þar snert á málefnum tengdum Þýskalandi nasismans og eftirstríðsáranna, sem enn eru umdeild og viðkvæm. „Síð- an heldur þetta víst áfram, þeir gefa út hverja bókina á eftir annarri og mér skilst að þeir ætli að reyna að demba þeim út eins hratt og mögulegt er. Þjóðverjarnir hafa keypt Bettý, síðan bók með vinnuheit- inu Kleifarvatn, sem kemur út núna um jólin heima, og óskrifaða bók þar sem ég held áfram með Erlend. Ég veit ekki hversu margar bækurnar um Erlend verða að lokum. Oft er sagt að reglan séu 10 bækur um sömu lögguna, hún þoli ekki mikið meira, en við sjáum bara til. Talað er um að menn fari að endurtaka sig svolítið, séu búnir að þurrausa karakterinn eftir svona tíu bækur. Þetta er engin regla, en kannski ákveðið viðmið, bæði fyrir lesendur og höfunda býst ég við.“ Skammaræður Erlendar skila sér vel á þýsku Það er nóg á gera hjá þýðandanum Colettu Bürling, sem auk bóka Arnaldar hefur m.a. þýtt á þýsku bækur eftir Steinunni Sigurðardóttur og Kristínu Marju Bald- ursdóttur. Henni hefur tekist vel til með glæpasögurnar, m.a.s. skammaræður Er- lends um slettur og nýyrði í íslensku máli skila sér ágætlega í þýsku þýðingunni. Hún kvíðir hins vegar nokkuð að fara að kljást við nýjustu sögu Arnaldar, Bettý. „Það verður mjög erfitt. Þýskan er þess eðlis að það getur reynst illmögulegt að halda lyk- ilatriðum í plottinu leyndu, en við sjáum til. Ég geri þó ekki ráð fyrir að það gangi eins smurt og með hinar bækurnar.“ Áhugi á bókum Arnaldar einskorðast ekki bara við Þýzkaland. „Ég held að 16 lönd séu búin að kaupa réttinn á bókunum, mest á Mýrinni. Hún var að koma út í Noregi fyrir viku og fékk fína dóma. En þetta er nú allt svo nýtt og rétt að fara af stað. Mýrin kemur út í Bretlandi núna í sumar og Grafarþögn þar næsta sumar. Þannig að þetta er að fara í gang og við bara sjáum til hvernig það fer allt saman.“ Arnaldur ásamt Colettu Bürling og Frank Glaubrecht með upplestur í Berlín. L jó sm yn d/ E lín H an sd ót ti r Grafarþögn er í einu af tíu efstu sætunum á lista yfir metsölukiljur í Þýskalandi. Sextán lönd hafa keypt útgáfuréttinn á bókum Arn- aldar, mest á Mýrinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.