Morgunblaðið - 28.03.2004, Page 13

Morgunblaðið - 28.03.2004, Page 13
leyti að útliti verslana, uppsetningu og jafnvel tónlistinni sem spiluð er. Ein slík verslun er hér á landi í eigu Svövu Johansen og Ásgeirs Bolla Kristinssonar. Þegar ég spyr Karen Millen nánar út í þessa útþrá og verslunina hér svarar hún: „Við erum meira og minna þar sem við viljum vera í Bretlandi, en fyrirtækið hefur verið að vaxa allt frá fyrsta degi og það þykir okkur afar mikilvægt. Við leggjum að- aláherslu á verslanir utan Bretlands, því það hefur sýnt sig að fötin falla víða í góðan jarðveg. Það er alltaf gaman að heyra um verslanir sem ganga vel á erlendri grundu samanber Karen Millen-verslunina á Íslandi. Ég hef ekki ennþá komið til Íslands, en það stóð til að ég yrði viðstödd opnun nýrrar Karen Millen-verslunar í Kringlunni. Því miður kemst ég ekki í það skiptið,“ segir hún og útskýrir að hún hafi verið búin að gera önnur plön sem erfitt hefði verið að breyta. Verslunin var opnuð í gamla húsnæði GK síðastliðinn föstudag og er boðið upp á allan þann varning sem fyrirtækið framleiðir og flokkast því sem „top store,“ sem er efsta þrepið í flokkunarkerfi fyrirtækisins. „Mér finnst mikið til þess koma hve verslunin gengur vel á Íslandi og þess vegna hef ég áhuga á að fylgjast með framgangi mála. Svava er búin að lofa að senda mér myndir þannig að ég bíð spennt eftir þeim.“ Íslenskir hluthafar í Karen Millen Árið 2001 keyptu íslenskir aðilar og félög á þeirra vegum 40% hlut í fyrirtækinu Karen Millen. Stærsti íslenski eigandinn er KB banki sem á 12,6% hlut. Meðal ann- arra fjárfesta voru þeir Sigurður Bollason og Magnús Ármann. Nú á einnig fjárfest- ingarbankinn Straumur 3,65% hlut í fyrirtækinu. Bréfin eru óskráð því félagið hef- ur ekki enn verið skráð á verðbréfamarkað. Nokkrir íslenskir aðilar gegna lykilstöðum innan fyrirtækisins og má þar nefna Sigurð Bollason sem er framkvæmdastjóri á útþenslusviði fyrirtækisins og Nönnu Björk Ásgrímsdóttur sem er lögfræðingur að mennt og vinnur á því sviði innan fyr- irtækisins. Móðurhlutverkið og ferillinn Karen Millen og Kevin Stanford hafa ekki einvörðungu verið viðskiptafélagar síðastliðna áratugi heldur einnig fjölskylda því þau voru í sambúð í mörg ár og eiga þau þrjú börn saman. „Við Kevin skildum fyrir þremur og hálfu ári. Þrátt fyrir það er gott samkomulag okkar á milli og hefur skilnaðurinn hvorki spillt vinskap okkar né haft áhrif á rekstur fyrirtækisins.“ Hún segist ekki vera í öðru sambandi og sé ekki að leita eftir slíku. „Ef það myndi hins vegar gerast þá væri það náttúrlega bara indælt,“ segir hún og brosir. Karen og Kevin eiga tvo syni, þrettán og sex ára, og tólf ára dóttur. Hún kveðst eiga góða að sem hjálpi sér mikið og einnig það að vinnustaðurinn sé nálægt heim- ilinu. „Aðalskrifstofa fyrirtækisins er í Kent, þar sem ég er fædd og uppalin og bý enn. Ég er ekki nema fimmtán mínútur að komast á milli vinnunnar og heimilisins. Vinnutími minn er sveigjanlegur, sem ég þakka því frábæra starfsfólki sem starfar hjá okkur,“ segir hún og bætir við að þetta hafi ekki alltaf verið svona einfalt. „Ég er mjög stíf á að nota frítíma minn með börnunum og helgarnar eru til dæmis heilagur tími okkar saman. Ég nýt þess meira en nokkurn tímann áður að vera með þeim því nú er ég ekki eins bundin fyrirtækinu og áður.“ Karen Millen finnst forréttindi að geta sótt börnin sín í skólann. „Þegar við kom- um heim á daginn setjumst við oft niður og drekkum te að breskum sið og spjöllum saman um daginn og veginn. Ég er mjög hrifin af börnunum mínum, þau halda mér vel á jörðinni, þó ég sé frekar jarðbundin að eðlisfari. En það er góð tilbreyting að hafa um eitthvað meira og annað að hugsa en vinnuna og það er ákveðinn agi sem felst í því að eiga börn.“ Leyndarmál velgengninnar Þegar ég spyr hana hverju hún þakki velgengni sína svaraði hún án umhugsunar: „Ég er dálítið örlagatrúar og tel það hafa verið mín örlög að kynnast Kevin og stofna með honum fyrirtækið. Við bættum hvort annað upp, hann hafði ótrúlegt við- skiptavit og ég góða tilfinningu fyrir hönnuninni. Kevin hefur mikinn áhuga á tísku og gæðum og líka mikla tilfinningu fyrir hönnun. Í dag myndi ég segja að hann væri ekki síður skapandi en ég. Við höfum unnið vel saman í gegnum árin og alltaf unnið mikið, sem hefur án efa átt sinn þátt í að koma okkur þangað sem við erum.“ Karen Millen segir ekki síður mikilvægt að þau gerðu allt sjálf. „Við mótuðum hugmyndirnar, keyptum inn efnin, hönnuðum, ég saumaði og svo fylgdum við vör- unni úr húsi með því að standa sjálf í versluninni og selja. Þetta var án efa ómetanleg reynsla og mikill lærdómur. Velgengni fyrirtækisins á mikið undir því að við framleiðum fatnað sem fyllir í ákveðið tómarúm á markaðnum. Við erum mitt á milli hátískunnar og hvers- dagstískunnar og leggjum mikinn metnað í það sem við gerum, bæði hvað varðar verslanirnar sjálfar og fötin. Það er ótrúleg vinna á bak við allt það sem við höfum gert til þessa, en þetta hefur verið mjög gefandi og skemmtilegur tími,“ segir Karen Millen. elinros@simnet.is TÍSKUVELDIÐ KAREN MILLEN Holtasmára 1 • 201 Kópavogur • Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is • Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 Lj ós m yn d K U O N I *Verðdæmi miðast við gengisskr. 12. febrúar 2004. Öll verðdæmi eru verð á mann í tvíbýli og miðast við upp gefnar brottfarir. Hilton Hua Hin Resort & Spa er stórglæsilegt 5 stjörnu lúxushótel á besta stað við ströndina í sólarbænum Hua Hin. Hér býðst farþegum Kuoni að dvelja við besta aðbúnað á ótrúlegu verði. Við bjóðum þó ekki eingöngu lúxusgistingu heldur einnig þægilega gististaði í góðum milliflokki á enn lægra verði. Verðlag á mat og drykk, vörum og þjónustu gerir síðan útslagið um ótrúlega hagstæðan ferðamöguleika. Og auðvitað er íslenskur fararstjóri í hópi skandinavískra starfsbræðra til reiðu. Brottfarir alla miðvikudaga í allt sumar (uppselt er í örfáar brottfarir). Við segjum alla söguna með eftirfarandi verðdæmum fyrir 2 vikur í tvíbýli*: 2+ stjörnur 5 stjörnur 12. maí 89.990 kr. 132.200 kr. 9. júní 107.525 kr. 141.400 kr. 7. júlí Uppselt 153.100 kr. 4. ágúst 108.700 kr. 142.600 kr. 1. september 104.100 kr. 137.950 kr. 6. október 121.550 155.450 kr. Velkomin á ævintýrahótel í Tælandi 5 stjörnu lúxus á ótrúlegu verði! 132.200 kr. í tvíbýli* Gististaðirnir okkar: City Beach Resort,+ stjörnur Hua Hin Blue Wave Beach Resort, stjörnur Majestic Beach Resort, stjörnur Hua Hin Marriott Resort & Spa,+ stjörnur Hilton Hua Hin Resort & Spa, stjörnur Huatt Regency Hua Hin,+ stjörnur Sofitel Central Hua Hin Resort, störnur Anantara Resort & Spa, stjörnur Nánari upplýsingar eru í stóra danska bæklingnum okkar og á heimasíðunni, www.kuoni.is. 2 vikur frá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.