Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 8
8 | 28.3.2004 S tefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson eru þekktasta dómaraparið á Íslandi í handknattleik og eru auk þess vel kynntir á alþjóðlegum vettvangi. Þeir verða fyrstir íslenskra dómara í flokkaíþróttum til að dæma á Ólympíuleikum en þeir fara til Aþenu í ágúst næstkomandi. Að þessu takmarki hafa þeir eins og þeir segja stefnt leynt og ljóst síðan þeir fóru að vinna saman fyrir fimm árum. Dómaraferill þeirra, sem er langur og farsæll, segja þeir að hafi hafist fyrir tilviljun; „Við lékum handbolta á okkar yngri árum og lifðum og hrærðumst í þessum heimi. Stefán lék með Knattspyrnufélagi Akureyrar og ég lék með Handknattleiksdeild Akraness,“ segir Gunnar. Framan af ferlinum unnu þeir með öðrum „makkerum,“ eins og sam- starfsaðilinn í dómgæslu í handknattleik kallast, en eftir að þeir tóku upp samstarf hafa þeir verið kosnir besta dómaraparið hér innanlands öll árin.“ En hvers vegna verða dómarar í handknattleik að hafa sama „ makker“ þegar þeir eru að dæma í handknattleikjum? „Þetta eru reglur í þessari íþróttagrein,“ segir Stefán „og skýrast væntanlega af því að dómararnir þurfa að vera samtaka og því er æskilegt að þeir hugsi á svipuðum nótum.“ Þeir sem hafa horft á þá félaga dæma leiki segja að þeir tali mikið saman á vellinum og þá gjarnan á fingramáli sem þeir hafa þróað sjálfir. En hvað þurfa góðir hand- knattleiksdómarar að hafa til brunns að bera? „Þeir þurfa að vera samkvæmir sjálfum sér og trúir því sem þeir eru að gera,“ segir Gunnar. „Einbeiting og líkamlegt atgervi þarf að vera mjög gott, því handknattleik- urinn er sífellt að verða hraðari. Ef líkamsástandið er ekki gott er huglægt ástand heldur ekki upp á marga fiska. Alþjóðadómarar þurfa auk þess að hafa góða aðlög- unarhæfni vegna þess að vinnuumhverfið er breytilegt milli landa. Húmorinn og létt- leikinn þarf að vera til staðar hjá þeim, þá ekki síst ef verið er að koma með einhverjar athugasemdir.“ Hafið þið „sleppt“ ykkur við dómgæsluna? „Nei, það hefur ekki komið fyrir enda man ég ekki eftir að hafa orðið fyrir slæmu skítkasti,“ segir Gunnar. „Ég hef ekki hlustað á áhorfendur í mörg ár, ég er alveg búinn að loka á þann pakka,“ segir Stefán ákveðinn. „Við einbeitum okkur að því sem er að gerast á vell- inum. Aðalatriðið er að hafa gaman af þessu.“ Hvernig er líðanin ef þið hafið dæmt rangt í leik? „Ekki góð, en við verðum að lifa með því enda verður því ekki breytt. Í hverjum leik er ekki hjá því komist að dómarar geri einhverja skyssu. Ef þær eru ekki fleiri en 4–5 í hverjum leik þá segjum við að dómgæslan sé góð.“ Það kemur fram hjá þeim Gunnari og Stefáni að til þess að ná árangri í dómgæslu þurfa menn að vinna og æfa mikið. „Ég held að fáir átti sig á hvað við þessir blessuðu dómarar þurfum að leggja á okkur til að ná toppnum í þessari grein,“ segir Stefán. „Við hlaupum úti um 50 kílómetra á viku, auk þess að vera í annarri líkamsrækt. Við liggjum yfir myndbandsspólum og kryfjum leiki sem við höfum verið að dæma. Svo erum við að glöggva okkur á leikreglum í handbók handknattleiksdómara. Þess utan hugsum við mikið um íþróttina. Við erum undir handleiðslu þeirra sem stjórna þjálf- unarmálum. Förum í líkamlegt próf tvisvar á ári hér heima og áður en við förum á stórmót.“ Þeir félagar ferðast mikið og á síðastliðnu ári voru þeir 75 daga erlendis. „Ég flýg 130 flugferðir á ári, innanlands og utan,“ segir Stefán, sem býr á Akureyri. Gunnar fer færri flugferðir því hann er búsettur á Akranesi. „Ferðalögin eru komin upp í vana,“ segir Stefán. „Við reynum bara að vera hressir og kátir og látum okkur aldrei leiðast, þó við þurfum að hanga á sama hótelherbergi í hálfan mánuð og fara snemma að sofa á hverju kvöldi.“ Ofan á þessi störf kemur full vinna á daginn. Stefán sér um teiknistofu Símans á Akureyri og Gunnar er innkaupastjóri hjá Járnblendifélaginu. En hvað er svona skemmtilegt við dómarastörfin? „Við kynnumst mörgu skemmtilegu fólki og ferðumst til margra landa, sem við gerðum annars ekki. Það er líka gaman að standa á toppnum. Við reynum með bros á vör að njóta augnabliksins. Í raun lítum við svo á að þessi störf séu ekki ósvipuð og hjá öðru íslensku afreksíþróttafólki.“ he@mbl.is L jó ss m yn d: G ol li Höfum ekki hlustað á áhorfendur í mörg ár „Aðalatriðið er að hafa gaman af þessu.“ Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæma á Ólympíuleikum í Aþenu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.