Morgunblaðið - 28.03.2004, Page 14

Morgunblaðið - 28.03.2004, Page 14
14 | 28.3.2004 Þ að er eitthvað undarlega kunnuglegt við leikarann Frank Glau- brecht, þar sem hann situr og les upp úr Grafarþögn Arnaldar Indriðasonar í nýrri þýskri þýðingu. Samt eru eflaust ekki margir viðstaddra sem þekkja Frank Glaubrecht í sjón en flestir kannast við röddina. Þetta er rödd sem maður tengir við ýmis önnur and- lit, m.a. andlit Al Pacino og Pierce Brosnan. Þar sem talsetjarinn les önug tilsvör lög- reglumannsins Erlends bíður maður hálfpartinn eftir því að Erlendur kynni sig: „Ég heiti Bond. James Bond.“ Vibeke Wagner, ritstjóri hjá Lübbe-forlaginu, er líka ein af þeim sem ekki tranar sér fram í sviðsljósið. Hún stendur aftast í salnum og hlustar á lestur þeirra Franks Glaubrechts og Arnaldar og ljómar af ánægju. Það er nýbúið að birta vikulegan lista yfir metsölukiljur í Þýskalandi og Todeshauch, eins og Grafarþögn Arnaldar Indr- iðasonar heitir á þýsku, er fjórðu vikuna í röð meðal þeirra tíu söluhæstu. „Fyrir út- gáfuna á Mýrinni hér í Þýskalandi á síðasta ári stóðum við fyrir fjölmiðlaferð til Ís- lands, fórum með hóp af blaðamönnum til að kynna Arnald og það umhverfi sem bækur hans spretta úr. Og heimsóttum að sjálfsögðu Gullfoss og Geysi og Bláa lón- ið,“ segir Vibeke. Það er ekki auðvelt að koma að nýjum höfundi í þeirri mergð bóka sem koma út í Þýskalandi á hverju ári, en Íslandsheimsóknin virðist hafa skilað góð- um árangri. „Falleg eyja. Góð bók,“ skrifaði blaðamaður Die Welt í fyrra um Mýrina, en Vibeke Wagner leggur áherslu að ekki sé nóg að sigla aðeins á góðri kynningu. „Fyrst og fremst eru þetta auðvitað góðar bækur og þær virðast höfða til lesenda hér,“ segir hún, „það er það sem selur.“ Glæpasagnahöfundur ekki sérfræðingur í glæpum Í salnum sitja nokkrir tugir áheyrenda sem greinilega hafa ekki aðeins áhuga á því hvernig rannsóknarlögreglumanninum Erlendi tekst að fá botn í beinafundinn í út- jaðri Reykjavíkur. Spurningarnar sem þeir beina til Arnaldar í lok lestursins, snúa einna helst að samfélagslegum þáttum, samskipti almennings við bandaríska herinn, GÓÐUR RÓMUR AÐ GLÆPUM EFTIR MAGNÚS ÞÓR ÞORBERGSSON L jó sm yn d: E in ar F al ur Arnaldur Indriðason rithöfundur í upplestrarferð í Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.