Morgunblaðið - 28.03.2004, Page 18

Morgunblaðið - 28.03.2004, Page 18
ARKITEKT SEM BYGGIR Á FORTÍÐINNI Eftir Kristínu Gunnarsdóttur Ítalski skólinn á Manhattan sem Anna Krist- ín sá um endurbætur á og hannaði meðal annars nýja hurð og umgjörð um hana. Fjölskyldan í sumarfríi á ítalíu, Franco og dæturnar Matilde og Chiara ásamt foreldrum Önnu, þeim Elínu Eyfells og Þór Jóhannssyni. A nna Kristín Þórsdóttir kom fyrst til Bandaríkjanna sem námsmaður árið1970 og hóf nám í frjálsum listum við University of Massachusetts og laukþaðan BA-prófi. Hún hélt síðan til Kaliforníu til náms við UCLA og lauk þaðan námi í arkitektúr árið 1977. Anna Kristín hefur alla tíð síðan verið að velta því fyrir sér að flytja heim eða að minnsta kosti til Evrópu. Lengi vel fannst henni ekki taka því að kaupa húsbúnað, diska og húsgögn, hún væri hvort sem er að fara. Alltaf Íslendingur „Ég var lengi að átta mig á að hér yrði ég til frambúðar. Eftir öll þessi ár hef ég ekki sótt um bandarískan ríkisborgararétt og er enn bara með græna kortið enda ætla ég mér ekki að gerast bandarískur ríkisborgari,“ segir hún. „Ég er og verð alltaf Íslendingur þótt ég sé stundum aðeins stirð í íslenskunni og er reyndar far- in að halla mér ansi mikið að Ítalíu og ítölsku. Kannski er ég að mörgu leyti orðin meiri Ítali en Bandaríkjamaður. Ég hef miklu sterkari taugar til Ítalíu þó að ég kunni vel við mig í New York og við höfum oft talað um að flytja til Toscana á Ítalíu þegar yngri dóttir mín lýkur sínu námi við ítalska menntaskólann hér í New York.“ Anna Kristín er dóttir Þórs Jóhannssonar og Elínar Eyfells. Hún er elst fimm syst- kina, systurnar eru þrjár og allar búsettar erlendis en eini bróðirinn býr á Íslandi og sá yngsti dó ungur. Maður Önnu Kristínar er Franco Marinai, listamaður frá Ítalíu, og þau eiga tvær dætur, Matilde, 19 ára, sem er á öðru ári í námi í viðskipta- fræði í háskóla í Mílanó, og Chiara, 14 ára, menntaskóla- nema við ítalska skólann í New York. Dæturnar hafa allt frá leikskólaaldri verið í þeim skóla. „Á heimilinu er því töluð ítalska og enska,“ segir Anna Kristín. „Ég gafst upp á að vera með þrjú tungumál þegar Matilde hóf skólagöngu.“ Alltaf á hlaupum Að námi loknu vann Anna Kristín hjá litlum arkitektafyrirtækjum og seinna hjá New York-borg en stofnaði síðan eigin stofu. „Ég er arkitekt en mikið af mínum verkefnum er innréttingar og endurnýjun á eldra húsnæði og auk þess viðbætur við sumarhús og önnur svipuð verkefni,“ L jó sm yn di r: H ul da S te fá ns dó tt ir Sýningarsalur hjá ítölsku tískufyrir- tæki við 55. stræti en Anna sá um hönnun og endurbætur á sex hæðum. Stiginn milli hæða í íbúð sem Anna er að hanna og innrétta fyrir yfirmann Gucci. Anna Kristín Þórsdóttir arkitekt hefur búið og starfað í New York í rúm þrjátíu ár. Hún rekur eigin arkitektastofu og er m.a að innrétta „loft“ fyrir einn yfirmanna Gucci í New York.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.