Sunnudagsblaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 4
' 59Q Harðsnúnir HINIR hvítu landnemar, sem á 18. og 19. öld leituðu vestur um Ameríku til þess að byggja sér ný heimili í hinum ónumdu héruðum landsins, mættu tíðum harðri mót- spyrnu Indíánanna, sem þar voru fyrir. Og kannski var það vel skilj anlegt, að rauðskinnarnir, sem búið höfðu á þessum slóðum öld- um saman, fögnuðu ekki komu hvítu mannanna. Eftir því, sem hvítu innflytjendunum fjölgaði meir urðu Indíánarnir að hopa lengra og lengra inn í landið, en í upphafi veittu þeir öflugt viðnám. og einstaka kynflokkur, sem bú- inn var sérstöku baráttuþreki, várð hvítu mönnunum erfiður ljár í þúfu. Hvernig mættu innflytjendurnir jafn harðri mótspyrnu og á svæð- inu austan við Sierra Madre-fjöll- in, þar sem nú kallast Texas og New Mexico. Þar héldu hinir svo kölluðu Apache-indíánar til, og þessi kynflokkur varð harðsnún- astur allra indíánaflokka. Þeir lifðu frumstæðu flökkuífi, í mót- setningu við nábúa sína, Pueblo- indíánana, sem höfðu fasta búsetu. Ef einhver veiðimannanna skar sig úr að fræknleik og hreysti söfnuðust fleiri utan um hann, og gerðu hann að foringja sínum. Þeir lifðu á dýraveiðum, og á því, sem þeir rændu hjá Pueblo-indí- ánum, þegar þeir lentu í bardög- um við þá. Apache-indíánarnir voru sífellt á ferðalögum milli staða eins og aðaliðja þeirra var rán meðal ann- arra indíánaflokka, og þessar lífs- venjur hertu í þeim stálið, svo að þeir urðu miklir bardagamenn, og voru því öðrum fremur vel undir það búnir að veita hvítu mönnun- um viðnám, þegar þeir tóku að • leggja undir sig lönd þeirra. SUNNUDAGSBLAÐIÐ Indíánafíokkar fyrr á fímurn Þessi indíánaflokkur þjálfaði drengina til veiðimennsku og ,,her- mennsku“ allt frá blautu barns- beini. Þeir lærðu að fara með spjót, örvar og boga og önnur vopn. Hinir ungu nýliðar urðu með al annars að standa sem einskonar skotmark fyrir bogaskytturnar, og var þá undir því komið að þeir væru nógu fljótir að stökkva til hliðar áður en örin hæfði þá. Önn- ur var sú „æfing“ í þjálfun þeirra, að þeir voru látnir hlaupa nokkrar milur í steikjandi hita með munn- inn fullan af vatni, og þegar þeir komu á leiðarenda áttu þeir að spýta út úr sér vatninu til þess að sanna, að þeir hefðu ekki rennt því niður á leiðinni. Apache- indíánarnir hafa ef til vill verið þeir hraustustu og skæð- ustu hermenn, sem nokkru sinni hafa verið uppi, og árásir þeirra komu jafnan sem þruma úr heið- skíru lofti yfir andstæðingana. Táknrænt dæmi um hetjulund og baráttuþrek þeirra var Massai. Þessi mikli bardagamaður var einn af þeim, sem tekinn var til fanga, þegar hinn þekkti foringi þeirra Gernimo var yfirunninn af hvítu mönnunum árið 1886. Fangana átti að geyma í Flórída, og voru þeir sendir þangað með lest frá Sierra Madre. Á allri leiðinni reyndi Massai stöðugt til þess að komast undan, en það var ekki fyrr en lestin var komin fram hjá St. Lou- is í Missouri, að honum heppnað- ist að flýja. Honum var efst í huga, að komast aftur til kynstofns síns. Hann vissi vel, að hann hafði ekið langa vegalengd með lestinni, en ekki hversu langt það var. Enginn veit með vissu hvernig Massai heppnaðist að komast alla leið til heimkynna sinna aftur, en ári síðar skaut honum upp meðai innbyggjanna í Sierra Madre. Þá hafði hann gengið á tveimur jafn- fljótum gegnum Missouri, Kansas, Indian Territory, Texas, NeW Mexico og hluta af Arizona, og voru þetta mörg hundruð mílur, sem hann hafði farið gegnum frum skóga, yfir ár og fjöll, og aldrei hafði hann hitt fyrir sér menn á allri leiðinni. Eftir þessa þolraun var Massai svikinn af einum félaga sínum og ættbróður, og hermennirnir hand- sömuðu hann og handjárnuðu með an hann svaf. Var nú ákveðið að hann skyldi sendur aftur til Flor- ída, og var honum ekið í vagni til járnbrautarstöðvarinnar, og gætt af þremur vopnuðum hermönnum, og sat einn þeirra við hlið hans. Þegar þessi hermaður gleymdi sér andartak og leit undan, sló Massai hann í rot með handjárnunum, þreif haglabyssu hans og skaut báða hina hermennina, og á eftir þann sem lá meðvitundarlaus hjá honum — og svo flýði hann til fjalia. Hann hafði nú fyllzt hatri, bæði út í hvítu mennina og einnig Indíánana — nú treysti hann ekki lengur neinum lifandi manni, — og nú tók hann til að drepa alla, sem á vegi hans urðu, og varð þannig ógnvaldur í byggðinni. Bæði yfirvöldin í Mexico og Ame- ríku sendu vopnaða hermanna- flokka til þess að leita hans og handsama, en allt kom fyrir ekki. Massai kom eins og skuggi ofan úr fjöllunum drap og rændi, og gerði þannig hinn mesta usla hjá byggð' armönnum, og alltaf var hann horfinn á ný, áður en hægt var að hafa hendur í hári hans. Þannig gekk þetta til í meira en ár, en þa hvarf hann skyndilega, en enginn vissi með hverjum hætti, og hefur aldrei til hans spurzt síðan, Ef tíl

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.