Sunnudagsblaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 5

Sunnudagsblaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 5
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 501 vill hefur Massai verið harðari í horn að taka, grimmari og meiri hermennskuhæfileikum búinn en flestir aðrir af ættstofni hans, en samt sem áður var hann lýsandi dæmi um hugrekki og bardaga- þrek apache-indíánanna. Hvítu innflytjendurnir áttu um langt skeið í baráttu við apache- kynþáttinn, og mesta erfiðleika áttu þeir í með Chiricahuas-indí- ánana og Mimbrenos-indíánana, tvo flokka af apache-kynstofnin- um. Að lokum heppnaðist þeim að semja frið við höfðingja Chirica- huas-flokksins, sem gaf hvítu imönnunum leyfi til þess að bú- setja sig á láglendinu, ef að þeir lofuðu því, að leita ekki til fjall- anna. í sex ár lifðu indíánarnir og hvítu mennirnir í friði hver við aðra, en svo brauzt ófriðurinn út á ný. Ástæðan til þessa var sú, að htill drengur hvarf úr byggð hinna hvítu innflytjenda, og var indíána höfðinginn sakaður um að hafa stolið drengnum. Höfðinginn var gynntur inn í tjald til hvítu mann- anna, og hermennirnir tjáðu hon- Um, að hann væri fangi þeirra. Coehise, eins og höfðinginn var nefndur, varð að sjálfsögðu illa við, og heppnaðist honum að skera gat á tjaldið og flýja til fjalla áður en hermönnunum vannst fíini til að axla byssur sínar. Cochise hafði neitað því harð- lega, að hann eða nokkur af sínum 'nönnum hefði rænt drengnum, en hermennirnir höfðu ekki viljað Uúa honum. Þeir höfðu ásakað hann um lygi, og það var nokkuð, sem apaChe-indíánarnir þekktu elvki. Nú fylltist Cochise hatri og tortryggni til hvítu mannanna fyr- h' svik þeirra, og hann gekk í handalag við Mangas Coloradas, hinn milda og herskáa höfðingja álimbrenos-kynflokksins — og nú sameinuðust þessir tveir indíána- Uokkar gegn hvítu innflytjendun- Um, og drápu alla, sem þeir náðu til. Þeir gátu teflt fram tvö hundr- uð þjálfuðunf bardagamönnum, og það var ekkert spaug við þá að eiga. Hvítu mennirnir höfðu þó yfir fullkomnari vopnum að ráða, og stökktu indíánahernum á flótta. En Cochise gafst þó ekki upp. Hann hugði á hefndir, þegar menn hans væru búnir að jafna sig og grónir sára sinna. Aftur á móti hafði Mangas Coloradas fengið nóg. Hann gekk á fund hvítu her- mannanna og tjáði þeim, að hann væi'i fús að hefja sáttaviðræður. En eina svarið, sem hann fékk var það, að hann var tekinn fastur og bundinn á höndum og fótum og síðan skotinn. Fregnin um móttökurnar, sem þessi höfðingi fékk hjá hvítu mönn unum barst til eyrna Cochise og annarra indíána, og Mimbrenos- indíánarnir flykktust nú undir for- ystu Cochises. Þessir tveir indíána flokkar hófu á ný harða baráttu gegn hvítu mönnunum, og forysta þeirra var svo örugg, að þeir sigr- uðu hvítu hermennina í hverri orustu, og í einni orustunni heppn aðist þeim að stökkva öllum hvítu hermönnunum á flótta og náðu á sitt vald vopnum þeirra. Hvítu mennirnir óttuðust sjálfan höfð- ingja indíánanna meira en nokk- urn annan, og þeir gáfu honum nafnið „hinn rauði Napoleon“. — í tíu ár hélt hann hvítu mönnun- um algjörlega í skefjum með sín- um tvö hundruð manna indíána- her, og að lokum urðu innflytj- endurnir að sætta sig við að semja við hann frið. Indíánarnir fengu afmarkað svæði í Sierra Madre- fjöllunum og þar lifðu þeir í friði og óáreittir þar til Cochise höfð- ingi þeirra andaðist. Tveimur árum síðar voru þeir aftur á móti fluttir til San Carlos, og margir þeirra flýðu, undir forystu hins fræga höfðingja síns, Geronimo. í tólf ár herjuðu þeir gegn hvítu mönnunum, eftir að allir aðrir indíánaflokkar höfðu gefizt upp. Þessi ættflokkur, er nú orðinn fá-

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.