Sunnudagsblaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 12

Sunnudagsblaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 12
508 SUNNUDA^SBLAÐlö nr, og heppna'öist honum aS láta bæði tré og græSlingana (afleggj- ara) tímgast og áriS 1723 afhenti Jiann freigátukapteini Deselieux í franska flotanum þrjár mjög þróttmiklar kaffiplöntur, sem hon- um hafSi tekizt aS framleiSa úr vinargjöf Hallendinganna,; Des- clieux fekk skipun um að si^la með plöntur þessar til Mortinique — eyjarinnar, sem er frönsk nýlenda, og gróðursetja þær þar, þar sem þeir þar að áliti prófessorsins, ættu að hafa eins góð vaxtarskilyrði eins og í Java. Sagt er að ferð Desclieux hefði gengið erfiðlega, og sökum and- byrs og óhagstæðs veðurs tekiS langan tíma. Skipshöfnin hefði lið- ið' allskonar hörmungar einkum sökum vatnsleysis. Og eitt sinn, er stórsjór reið yfir skipið, hafi tvær af hinum þremur dýrmætu kaffi- plöníum tekið út og horfið í gap- andi gyn hins freiðandi úthafs- sjóar. Þá var aðeins ein eftir, og lá við að hún dærpist úr þorsta, en þó tókst skipshöfninni að treina í henni líftóruna með því að draga af hinum fátæklega vatnsskammti sínum handa henni, og komust þeir með hana alla leiS. Og það kom í Ijós, þegar þeir loks komu á leiðarenda, að plöntu þessari var ekki fysjað saman, var hún bæði þróttmikil og tímgunarhæf í bezta lagi, því Frakkland var árið 1740 þegar orðið mesta kaffiframleið- andi veraldarinnar, allt það kaffi, sem drukkið var þá í heiminum, var að % af frönskum uppruna og átti ætt sína að rekja til kaffiplönt unnar, sem Desclieus og félögum hans tókst að halda lífinu í gegn- um brim og boða. — Frakkland iiélt Hollandi niðri á þessu sviði þar til stjórnarbyltingin mikla brauzt út (1789). Hugsj ón stj órnarbylting'arinnar um jafnrétti, frelsi og bræðralag, sem fædd var og rædd á frönsku kaffihúsunum, barst þaðan út til nýlendnanna, hinir innfæddu gerðu uppreisn, og eins og bænd- urnir í heimalandinu brenndu herragarða og stórbændasetur í heimalandinu, brenndu og bældu svertingjarnir í nýlendunum kaffi- akrana, sem tákn þeirrar þræla- tilveru, Sem þeir áttu við að búa. Hlutverki Frakklands á kaffi- heimsmarkaðinum var fyrst um sinn lokið, og þegar það allmörg- um árum síðar ætlaði að láta aftur til sín heyra á fornum slóðum, eyðilagði Napoleon litli og mikli alltsaman. Frakkland var lokað umheimin- um um þær mundir, með hinni frægu (sögulegu) meginlandslok- un, kaffinýlendurnar náðu ekki til Frakklands, allsstaðar voru ljón á veginum, allstaðar sátu óvinir á fleti fyrir. Urgur var í lýðnum, hann vildi hafa sitt kaffi. Napole- on skipaði að upp skyldi finna kaffilíkingu í stað kaffis. Urgurinn í lýðnum minnkaði í bili, þegar vísindamönnum Napo- leons tókst að finna sem kaffilíki Cikorien. En hinir sönnu kaffikarlar og kerlingar drukku heldur Vs minna en þau voru vön — og keyptu í stað eftirlíkingarinnar hið rándýra hollenzka javakaffi. Hollendingar néru saman hönd- um af ánægju, enn einu sinni hafði þeim tekizt að ná yfirhöndinni á kaffihqimsmarkaðinum, og enn einu sinni misstu þeir það aftur eftir stutta stund og í þetta sinn til Brasilíumanna. Þegar Hollendingar höfðu lært það af Fransmönnum að möguleiki var til þess að rækta kaffi í Vest- urindíum, hófu þeir þegar að und- irbúa kaffiakra í nýlendum sínum þar. Máltækið segir: Þjófur heldur að hver maður steli, þessvegna fengu kaffiræktarmenn i hol- lenzku og frönsku Vesturindíum hver sína stjórn til þess að fyrir- skipa og lögleiða algjört útflutn- ingsbann gegn kaffifræum og græð lingum, að viðlögðum dauðai’efS" ingum. En þrátt fyrir þessa ströngu tilskipun, læddist kaffi' baunin innyfir landamæri Brasi' líu. Á hvern hátt það skeði er til eftirfarandi frásaga. Landamsera' þræta brauzt út milli Hollendinga og Frakka á Gauyana, sem er ný' lenda. Samkomulag varð um að la Brasilíumenn til þess að vera odda mann í gerðardómi, sem gerði út um þrætu þessa. Fyrir valinu varð braselísku1 embættismaður að nafni Palheta Para, ungur, glæsilegur heimS' maður. Kom hann sér í mjúkinn hjá konu franska nýlendustjóranS> og trúði henni fyrir því, að æðsta ósk sín hérnamegin grafar væri að eignast fáeinar kaffibaunir, °8 varð það úr, að hún bauðst til að hjálpa honum í því efni. Við hátíðahöld, sem haldin voi’U til heiðurs Palheta Para, eftir að tekizt hafði að koma á sættum 1 deilunni, afhenti landsstjórafrúú1 hinum unga Brasilíumanni H**1' andi rósavönd í viðurvist mannS síns, landstjórans, og annarra stoi' menna. Með miklum beygingum og reýg ingum tók hinn ungi brasilíumaú' ur við blómvendinum — og f01 með hann heim með sér til mim1' ingar. — En þegar blómin visnuðu — og Palheta var kominn í hæf> lega fjarlægð frá Guayana, fa1111 hann innan í blómvendinum aðia minningargjöf frá landstjo>a frúnni, handfylli sína af ilmand1 kaffibaunum. Sannleiksgildi sögu þessarar ma hver draga í efa sem kærir sig um — hver og einn um það- ^ víst er um það, að hið fy^s^ brasilíukaffi kom til Evrópu ári 1808, og það er í dag Brasilía, seTíl ræður kaffiheimsmarkaðinum. Heimskaffiframleiðslan er rúm

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.