Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ HÆRRI KOSTNAÐUR Útlit er fyrir að hækkun á lyfja- kostnaði Tryggingastofnunar milli áranna 2003 og 2004 verði að minnsta kosti 18 prósent miðað við núverandi forsendur en ekki níu prósent eins og ráð var fyrir gert. Veiðigjald lagt á í haust Gera má ráð fyrir að veiðigjald, sem lagt verður á útgerðina í fyrsta sinn 1. september nk., skili ríkissjóði um 935 milljónum króna á fisk- veiðiárinu 2004/2005. Sjávarútvegs- ráðherra segir reikniaðferð veiði- gjaldsins grundvallast á heildarafkomu greinarinnar. Stíflan á eftir áætlun Framkvæmdir við stíflu Kára- hnjúkavirkjunar eru nokkrum vik- um á eftir áætlun, en vinna við jarð- göng er nokkuð á undan áætlun. Jarðvegur í botni gilsins reyndist talsvert gljúpur og þurfti að grafa 12 metrum dýpra en reiknað var með. Bergið var einnig talsvert sprungið. Klerkur hvetur til stríðs Íraskur súnníklerkur hvatti í gær fylgismenn sína og alla írösku þjóð- ina til að hefja heilagt stríð (jihad) gegn bandarískum hermönnum í landinu og hrekja þá á brott þaðan. 84 börn farast í eldsvoða Að minnsta kosti 84 börn brunnu inni er eldur kom upp í barnaskóla á Indlandi í gærmorgun. Stráþak á byggingunni hrundi og lokaði flest- um útgönguleiðum. Hefur skóla- stjórinn verið handtekinn og mun verða sóttur til saka fyrir van- rækslu. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Bréf 32 Úr verinu 11 Minningar 33/36 Viðskipti 14 Kirkjustarf 37 Erlent 15 Messur 39 Minn staður 18 Dagbók 40/42 Höfuðborgin 19 Myndasögur 40 Akureyri 19 Víkverji 40 Árborg 22 Staður og stund 42 Landið 22 Menning 43/49 Daglegt líf 24/25 Af listum 44 Forystugrein 26 Bíó 46/49 Viðhorf 28 Ljósvakamiðlar 50 Ferðalög 28/29 Veður 51 Umræðan 30/32 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                 ! " #        $         %&' ( )***                         +   „VIÐ hugðumst leggja til að alls- herjarnefnd afgreiddi ekki frá sér frumvarp ríkisstjórnarinnar sökum þeirra sterku álitamála varðandi stjórnarskrá sem fjölmiðlafrum- varpinu tengjast. Hins vegar var það álit allra sem fyrir nefndina komu að það væri engin óvissa um að frumvarp stjórnarandstöðunnar, um þjóðaratkvæðagreiðslu 14. ágúst án nokkurra takmarkandi skilyrða, stæðist stjórnarskrá,“ segir Össur Skarphéðinsson for- maður Samfylkingarinnar, spurður um hvað fulltrúar stjórnarandstöð- unnar ætluðu að leggja til í alls- herjarnefnd í gær. „Tillaga okkar átti því að vera sú að allsherj- arnefnd afgreiddi það frumvarp frá sér.“ Formenn Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins fóru fram á fund í fyrradag við Bjarna Benediktsson, formann alls- herjarnefndar. Bjarni sendi út fundarboð í gærmorgun þar sem fram kom að næsti fundur nefnd- arinnar yrði haldinn á mánudaginn kl. 10. Fulltrúar stjórnarandstöð- unnar sendu í kjölfarið frá sér yf- irlýsingu og mótmæltu harðlega vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar og meirihlutans í fjölmiðlamálinu. Sögðu þeir vinnu nefndarinnar fjar- stýrt af tröppum stjórnarráðsins þar sem þeir fyrst heyrðu að fund- ur yrði ekki haldinn fyrr en eftir helgi. Ótti við farsæla lausn Bjarni segir þau álit sem gefin hafa verið fyrir allsherjarnefnd sýna að deilt sé um hvaða leið sé heppilegast að fara við afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins með hliðsjón af stjórnskipun Íslands. Það sé engin goðgá að bíða með fund um einn virkan dag. Stjórnarandstaðan hafi áður kvartað yfir of miklum asa við lagasetningu um fjölmiðla en nú kvarti hún undan hægagangi. Reiknar hann með að ástæða upp- hlaupsins í gær stafi af ótta við að ríkisstjórnin nái farsælli lendingu í málinu. Össur segir að tíminn hafi verið nægur og fulltrúar stjórnarand- stöðunnar hafi notað hann vel. Ekki hafi legið fyrir frekari óskir um að fá fleiri álit eða sérfræðinga á fund nefndarinnar. Hægur vandi hefði verið að ljúka málinu. „Það er full- komið yfirvarp hjá ríkisstjórnar- flokkunum að það þurfi svo mikinn tíma til viðbótar. Tíminn hefur ver- ið nægur. Það er ljóst að þeir eru að nota allsherjarnefnd til þess að vinna tíma með það fyrir augum að hægt sé að setja niður þann bull- andi ágreining sem er á milli stjórnarflokkanna um málið og hef- ur sett samstarf þeirra í mikið upp- nám,“ segir Össur. Miðað við sam- starfsmynstur stjórnarflokkanna verði helgin notuð til þess að reyna að beygja Framsóknarflokkinn al- farið frá því að fallast á þjóðarat- kvæðagreiðslu. Það sé samt klár- lega krafan í augum almennra framsóknarmanna í dag. Skylda Alþingis Í yfirlýsingu stjórnarandstöð- unnar segir að sú skylda hvíli á Al- þingi að vinna markvisst og hnit- miðað að undirbúningi þjóðar- atkvæðagreiðslu sem halda skuli í framhaldi af ákvörðun forseta Ís- lands svo fljótt sem við verði kom- ið. Nú þegar sé liðinn hálfur annar mánuður frá því að forseti kynnti ákvörðun sína, 2. júní sl., en rætt hafi verið um að ekki sé við hæfi að það dragist lengur en í tvo mánuði að kosningin fari fram. Stjórnarandstaðan sögð óttast farsæla lendingu Vildi afgreiða sitt frumvarp í gær Morgunblaðið/Árni Torfason Össur Skarphéðinsson mætir á fund fulltrúa stjórnarandstöðunnar í allsherj- arnefnd í gær. Var vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar harðlega mótmælt. TÍU ára drengur var fluttur á slysa- deild Landspítalans eftir að hann varð fyrir bíl þar sem hann var á gangi í Síðumúla í Reykjavík í gær. Drengurinn lenti undir bílnum og hlaut brunasár en slapp við beinbrot, innvortis meiðsl og höfuðáverka, að sögn læknis á slysadeild. Hann var fluttur á Landspítala við Hringbraut þar sem gert er að brunasárunum. Tildrög slyssins eru í rannsókn. Ekið á dreng LÍTILLI einkaflugvél af gerðinni Piper Super Cub hlekktist á í lend- ingu og hvolfdi við afleggjara skammt frá Hjálparfossi í Þjórsár- dal í gærmorgun. Flugmaðurinn var einn um borð og meiddist ekki. Tilkynning um óhappið barst lög- reglunni á Selfossi klukkan 9:35 og fóru fulltrúar Rannsóknarnefndar flugslysa á vettvang. Lögreglan sagði manninn hafa lent á mel og allt gengið að óskum þar til hann steig á bremsuna með þeim afleiðingum að vélin sökk í melinn og henni hvolfdi. Flugvél hvolfdi í lendingu STÚLKAN sem lést á Bíldudal á fimmtudagskvöld er hún varð fyrir bíl hét Jóhanna Margrét Hlynsdótt- ir. Hún var til heimilis að Dalbraut 54 á Bíldudal. Hún var fædd þann 12. september 1989 og eru foreldrar hennar Hlynur Björnsson og Guð- björg Klara Harðardóttir. Tildrög slyssins eru óljós, en stúlkan var á gangi ásamt sex ára gömlu barni eftir þjóðvegi nr. 62, sem liggur niður Bíldudal áleiðis inn í bæinn. Tilkynning um slysið barst lögreglu kl. 18:19 í gegnum Neyð- arlínuna 112 og voru strax gerðar ráðstafanir með því að kalla til lækni og sjúkrabíl. Einnig var þyrla Land- helgisgæslunnar kölluð til og lenti hún við slysstað kl. 19:34. Slysið er til rannsóknar hjá lög- reglunni á Patreksfirði. Lést í bílslysi LÖGREGLAN í Reykjavík sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna rannsóknar á hvarfi 33 ára gamallar konu, Sri Rhamawati, sem saknað hefur verið síðan 4. júlí. Lögreglan segir að unnið hafi ver- ið markvisst að rannsókn á hvarfi konunnar og leit hafi farið fram á nokkrum stöðum með aðstoð björg- unarsveita, m.a. sérhæfðra leitar- hópa. Þyrla hafi verið notuð til að skoða ákveðin svæði og þá hafi lög- reglumenn með leitarhunda farið um á völdum stöðum. Loks hafi lög- reglumenn skipulega farið um staði í nágrenni Reykjavíkur. Lífsýni fundust við vettvangsrannsókn og eru þau nú til rannsóknar á rann- sóknarstofu í Noregi. Segir lögregl- an að niðurstöðu sé að vænta í næstu viku. Í tilkynningu frá lögreglunni seg- ir, að tilkynning hafi borist um hvarf konunnar að kvöldi mánudagsins 5. júlí og rannsókn hafi hafist strax að morgni þriðjudagsins 6. júlí. Fljót- lega hafi vaknað grunsemdir um refsivert athæfi og að ekki væru eðlilegar skýringar á hvarfi konunn- ar. Eftir ítarlega vettvangsrannsókn strax um morguninn í íbúð þar sem síðast er vitað um konuna, var barnsfaðir hennar og fyrrverandi sambýlismaður handtekinn. Hann var daginn eftir úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. „Um er að ræða alvarlegt mál og fyrstu dagarnir eru mjög mikilvæg- ir fyrir frumrannsókn málsins. Lög- regla verður að eiga það mat hve- nær tímabært er að skýra frá einstökum atvikum í rannsókninni svo og að upplýsa hvaða upplýsing- ar eru veittar,“ segir í tilkynningu lögreglu. Segir þar einnig að lög- regla hafi átt gott samstarf við fjöl- miðla sem hafi yfirleitt sýnt því skilning að hún geti ekki alltaf upp- lýst jafnóðum um allar sínar aðgerð- ir. Unnið að rannsókn á mannshvarfi Leitað að kon- unni með þyrlu og leitarhundum ♦♦♦ ♦♦♦ HESTAMENN njóta sumarsins þessa dagana eins og aðrir landsmenn. Fréttaritari Morgunblaðsins var staddur við Laugarvatnsvelli, sem er vall- lendi um 5–6 kílómetra vestan Laugarvatns á leiðinni milli þess og Þing- valla um Gjábakkaveg. Um þá var fjölfarin leið að fornu og venjulega áð þar eða gist. Þar náði hann mynd af nokkrum hestamönnum og reið- skjótum þeirra sem mættu honum á sólríkum degi. Saman í hestaferð Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.