Morgunblaðið - 17.07.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.07.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMENNI var á Silfurtorgi á Ísafirði og átta af tíu þingmönnum Vesturlands viðstaddir, þegar ung- menni úr unglistahópnum Morr- anum vígðu Háskóla Vestfjarða við hátíðlega og skrautlega athöfn í gær. Athöfnin var táknræn og fólst í því að flutt var yfirlýsing um stofnun skólans og því næst skrif- uðu „rektor skólans“, „mennta- málaráðherra“ og „bæjarstjóri“ undir samning um skólann. Strax að setningu lokinni tóku hinir ungu listamenn til við að sitja fyrstu kennslustund hins nýja háskóla. Þótti það við hæfi að hinir ungu götulistamenn í Morranum sætu fyrstu kennslustundina, þar sem þar væru á ferð framtíðarnem- endur skólans. Aðstandendur ráðstefnunnar „Með höfuðið hátt,“ sem grasrót- arhreyfing ungs fólks í Ísafjarð- arbæ stendur fyrir um helgina, segja tilgang hinnar táknrænu vígslu vera þann að minna íslenska ráðamenn á vilja vestfirskra ung- menna til að geta hlotið sína mennt- un í heimabyggð. Telja þeir það einungis spurningu um hvenær sjálfstæður háskóli taki til starfa á Vestfjörðum. Kennslustundinni var þannig ætlað að ögra og fá fólk til að hugleiða afstöðu sína til aukinna menntamöguleika á Vestfjörðum. Á annað hundrað manns í fjar- námi á háskólastigi á Vestfjörðum. Háskóli rökrétt framhald Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fylgdist með setningunni og kvaðst eftir gjörninginn fagna þessu skemmtilega framtaki ung- mennanna. Sagði hann hér um að ræða frumlega nálgun þar sem fjallað væri af bjartsýni og opnum hug um framtíð samfélagsins. „Hér tekur ungt fólk höndum saman og ræðir byggðamál á nýjan hátt. Þau skoða með bjartsýnum hug öll þau tækifæri sem Vestfirðir bera í sér,“ sagði Ólafur Ragnar í samtali við Morgunblaðið. Spurður um mögu- leikann á sérstökum háskóla fyrir Vestfirði sagði Ólafur þær hug- myndir vera rökrétt framhald af þróun undanfarinna áratuga. „Þeg- ar ég var strákur hér fyrir vestan þóttu það stór tíðindi þegar ungt fólk fór í menntaskóla. Nú er hér sterkur og öflugur menntaskóli í mikilli sókn. Það er mikilvægt að byggja upp háskólanám, sér- staklega með nýjum möguleikum í upplýsingatækni. Ég er viss um að ef einhver hefði sagt þegar ég var strákur að hér ætti að stofna fram- sækinn menntaskóla, hefði það þótt framandi hugsun.“ Um kvöldið voru síðan í tilefni af „vígslu“ hins nýja háskóla haldnir fyrirlestrar um samfélagsleg áhrif menntunar og sóknarfæri. Þar héldu erindi Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bif- röst, og Smári Haraldsson, for- stöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Háskóli Vestfjarða vígður með pomp og prakt Morgunblaðið/Svavar Athugulir háskólanemar sátu fyrirlestur um margvísleg efni. Ólafur Ragnar Grímsson fylgdist með af áhuga. VEIÐIGJALD verður lagt í fyrsta sinn á útgerð þegar nýtt fiskveiðiár hefst 1. september. Árni M. Mathie- sen, sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að gjaldið verði í upphafi 1,99 krónur fyrir hvert þorskígildiskíló út- hlutaðra veiðiheimilda eða landaðs afla einstakra tegunda. Gera má ráð fyrir að gjaldið skili ríkissjóði um 935 milljónum króna á fiskveiðiárinu 2004/2005 en mundi skila um 1.475 milljónum króna væri það komið að fullu til framkvæmda. Veiðigjaldið er fundið út með þeim hætti að frá aflaverðmæti tímabils sem hefst 1. maí næstliðins árs og lýk- ur 30. apríl er dreginn reiknaður olíu-, launa- og annar rekstrarkostnaður sama tímabils. Af þeirri fjárhæð sem eftir stendur eru reiknuð 9,5%, en er nú 6%. Síðan er deilt í þá fjárhæð með þorskígildum sem standa að baki afla- verðmætinu sem lagt er til grundvall- ar útreikningnum. Með því fæst veiði- gjald sem lagt verður á úthlutaðar aflaheimildir og landaðan afla á kom- andi fiskveiðiári. Grundvallast af heildarafkomu „Þetta er reikniaðferð sem var samþykkt fyrir tveimur árum síðan. Þetta nálgast það að vera reiknað út sem framlegð, sem reiknast á grund- velli afkomu greinarinnar í heild en ekki einstakra fyrirtækja,“ segir Árni M. Mathiesen. Hann segir prósent- una miðast við þá afkomu sem hafi verið þekkt í gegnum tíðina. Í upphafi hafi verið hugsað að hafa þetta í tvennu lagi en ákveðið var að einfalda hlutina með því að hafa eina tölu. „Síðan ræður afkoman því á hverjum tíma hver talan raunverulega er á endanum. Þá endurspeglar það líka hvort það sé um einhvern umframarð að ræða í þessari atvinnugrein, sem þá hefur aðgang að þessari auðlind miðað við það að fjárfesta í öðrum at- vinnugreinum,“ segir Árni. Tilgang- urinn hafi verið að koma til móts við þau tvö sjónarmið sem eru annars- vegar að greinin eigi að borga kostn- aðinn sem af henni hlýst og hinsvegar eigi þjóðin öll að fá hlutdeild í um- framarðinum að sögn Árna. Hann bendir á að þetta verði gert á hófleg- an hátt og taki tillit til afkomu grein- arinnar. „Þannig á ekki að vera nein hætta á því að greinin sligist af þessu. Ef vel gengur þá greiðir hún meira til ríkissjóðs. Ef illa gengur þá greiðir hún minna af því að þá er eðlilega ekki um þennan umframarð að ræða sem menn eru að ná í,“ segir Árni. Veiðigjald tímaskekkja Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útgerðarmanna (LÍU), segir veiðigjaldið vera tímaskekkju. „Við teljum að þetta veiðigjald hefði nátt- úrlega aldrei átt að leggjast á og það hefur ekkert breyst. Ekki síst þegar það hefur nú verið leitt í ljós að það séu allar líkur á því að ríkið tapi á því að leggja veiðigjaldið á heldur en að láta þessa fjármuni blómgast hjá ein- staklingunum og fyrirtækjunum, og skapa meiri verðmæti þar og þar með breiðari skattstofn.“ Hann segir Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands hafa gert úttekt á því að ríkið muni, innan skamms tíma, vænt- anlega tapa á því að leggja veiðigjald- ið á. Hann telur fjármununum vera betur varið hjá fyrirtækjunum sjálf- um og segir veiðigjaldið draga úr mættinum í útgerðarfyrirtækjunum. „Við fjárfestum ekki fyrir þetta og þetta eru nú yfirleitt burðarásar í at- vinnulífinu úti á landi, og við sjáum þetta sem afturför að leggja þetta á,“ segir Friðrik. Alþingi ákvað að veita eigendum fiskiskipa aðlögunartíma þannig að veiðigjaldi verði komið á í jöfnum þrepum frá 2004 til 2009, verði 6% ár- ið 2004 og hækki síðan árlega og verði 9,5% fiskveiðiárið sem hefst 1. sept- ember 2009. Gjaldið skilar 935 milljónum í ríkissjóð Veiðigjald verður lagt á í fyrsta sinn FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hefur tilkynnt að bráða- birgðaráðstafanir um innflutning á eldislaxi komi væntanlega til fram- kvæmda síðar í þessum mánuði. Líkt og gert hafði verið ráð fyrir verður tollkvóti lagður á innflutning frá ríkj- um utan sambandsins. Þetta kemur fram í nýjasta hefti af Stiklum, vefriti viðskiptaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins. Norðmenn og Færeyjar fá sér- stakan kvóta til samræmis við út- flutning ríkjanna undanfarin þrjú ár en önnur ríki fá sameiginlegan kvóta upp á 22.850 tonn og er Ísland þeirra á meðal ásamt Bandaríkjunum, Kan- ada og Rússlandi. Þegar kvótinn hef- ur verið fullnýttur leggst rúmlega 17% tollur á eldislax til sambandsins. Að sögn Bergdísar Ellertsdóttur hjá viðskiptaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins voru send formleg mótmæli í gærmorgun þar sem ítrekað var það sjónarmið Íslendinga að aðgerðirnar samræmist hvorki EES-samningn- um né samningi Alþjóðaviðskipta- stofnunar um verndaraðgerðir. Aðgerðirnar eru tímabundnar og komi þær til framkvæmda, eins og nú hefur verið tilkynnt, standa þær í 200 daga eða væntanlega fram í byrjun febrúar á næsta ári. Þær ná til alls eldislax hvort sem hann er frosinn, frystur, heill eða flakaður. Verður kvótinn afgreiddur með sama hætti og aðrir kvótar ESB á fisk, þ.e.a.s. með hliðsjón af reglunni um að fyrstir komi fyrstir fái. Aðgerðir standa í 200 daga Bergdís segir niðurstöðu ESB ekki beinlínis koma á óvart en hins vegar geri menn sér vonir um að áhrifin verði ef til vill minni en ætla megi í fyrstu; mikið eða mest af þeim laxi sem komi frá Bandaríkjunum sé í raun rangt tollkvótað, þ.e.a.s. laxinn sé ekki Norður-Atlantshafseldislax heldur villtur lax. Verið sé að reyna að fá fram endurflokkun á þessum laxi og takist það ætti tollkvóti ESB ekki að koma við íslenska framleið- endur. Bergdís segir kvótann vera í samræmi við það sem ríkin hafi verið að flytja út til ESB. „En það sem er verst fyrir okkur er að við gerðum okkur miklar vonir um að auka út- flutninginn jafnt og þétt. En við ger- um okkur vonir um að aðgerðirnar vari ekki lengur en í þessa 200 daga og að okkur takist fram að þeim tíma að ná fram lausn sem sé ásættanleg fyrir okkur.“ Íslensk stjórnvöld hafa sent mótmæli ESB setur tollkvóta á eldislax frá ríkjum utan sambandsins TOLLKVÓTI ESB á eldislaxi mun væntanlega ekki hafa áhrif á út- flutning Íslendinga eins og sakir standa en það veltur að nokkru leyti á því hvort tekst að fá fram endurflokkun á laxi frá Banda- ríkjunum og eins á því hvað fram- leiðendur í Chile, sem hafa opinn aðgang að ESB, muni gera. Þetta segir Þorsteinn Már Bald- vinsson, forstjóri Samherja, en Sæ- silfur í Mjóafirði, dótturfélag Sam- herja, er stærsti framleiðandi á eldislaxi á Íslandi. Þorsteinn tekur fram að hjá Sam- herja eigi menn eftir að fara ofan í saumana á þessari ákvörðun. „Ég á eftir að fara ofan í málið og fá svör við nokkrum spurningum. En við fyrstu sýn held ég að magnið sé ekki þannig að þetta eigi að hafa áhrif á okkur. Það er ákveðinn sam- dráttur, bæði frá Kanada og Bandaríkjunum, markaðurinn í Bandaríkjunum hefur farið vaxandi og við hér á landi höfum verið að nýta okkur bæði markaðinn í Evr- ópu og Ameríku. Við höfum verið selja töluvert á Ameríku. Við erum mitt á milli Evrópu og Ameríku og höfum alltaf gert ráð fyrir því að nýta okkur þá stöðu,“ segir Þor- steinn. Hefur ekki áhrif að sinni Þorsteinn Már Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.