Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorsteinn Gísla-son í Nýjabæ í Landbroti fæddist í Nýjabæ 4. maí 1928. Hann andaðist á Landspítalanum 5. júlí síðastliðinn. Hann var einkabarn hjónanna Gísla Sig- urðssonar, f. á Hellum í Mýrdal 20.2. 1898, d. 13.1. 1943, og Guðrúnar Odds- dóttur, f. í Nýjabæ 26.8. 1888, d. 1979. Þorsteinn kvæntist 1965 Jónínu H. Jónsdóttur, f. 20.9. 1934. Foreldrar hennar voru Jón Tryggvason frá Einbúa í Bárðar- dal og Kristín Jónsdóttir frá Bjarnastöðum, síðar á Möðruvöll- um í Eyjafirði. Börn Þorsteins og Jónínu: 1) Stúlka, f. 12.4. 1965, d. 14. sama mánaðar. 2) Gísli þjón- ustustjóri hjá VÍS, f. 20. 4. 1970, unnusta hans Hrefna Steinars- dóttir kennari, f. 2.12. 1963, sonur þeirra er Þorsteinn, f. 4.4. 1998, dóttir Hrefnu Helga f. 22.3. 1987. Þorsteinn ólst upp hjá foreldr- um sínum í Nýjabæ, en var á fermingaraldri þegar faðir hans féll frá. Mæðginin bjuggu áfram í Nýja- bæ í tvo áratugi þangað til Þorsteinn og Jónína taka við búskapnum árið 1965. Jónína varð fyrir áfalli á sl. vetri og dvelur nú á hjúkr- unarheimilinu Klausturhólum, en Þorsteinn hélt áfram í dagsins önn, þrátt fyrir langvarandi vanheilsu, þangað til hann var fluttur á sjúkrahús hálfum mánuði áður en hann andaðist. Frá ungum aldri tók Þorsteinn þátt í félagslífi sveit- arinnar og stjórnarstörfum í ung- mennafélagi og síðar búnaðar- félagi og sveitarstjórn Kirkju- bæjarhrepps. Í Nýjabæ hefur verið rekin ferðaþjónusta í ein- hverri mynd frá 1975. Hann stofn- aði ásamt fleirum Glæði ehf., sem hefur unnið árangursríkt braut- ryðjendastarf í bleikjueldi í Nýja- bæ á undanförnum árum. Útför Þorsteins fer fram frá Prestsbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. „Sælir eru hógværir“ voru orðin, sem flugu um huga minn þegar mér var tjáð, að samfylgd okkar Steina í Nýjabæ væri lokið að sinni. Hún hófst á barnsaldri í skólanum í Þykkvabæ, þar sem hann virtist geta lært allt án nokkurrar fyrirhafnar. Þegar að því námi loknu féll það í hans hlut að veita móður sinni, dugnaðarkonunni Guð- rúnu í Nýjabæ, þann stuðning sem hann gat við rekstur búsins eftir frá- fall Gísla í Nýjabæ á besta aldri. Ég minnist þess enn hvað föður mínum hnykkti við þegar hann frétti hver ör- lög biðu þess öndvegismanns. Fyrstu veturna eftir fermingu sótti Þorsteinn samt nokkurt nám til sókn- arprestsins á Kirkjubæjarklaustri, sr. Gísla Brynjólfssonar, sem var góður kennari og mat mikils þennan bráð- skarpa nemanda sinn. Að öðru leyti var vinnan við búskapinn ærið verk- efni og fljótlega fékk Þorsteinn sér einnig vörubíl, sem hann notaði í vegavinnu og við annan akstur fyrir sveitunga og samfélag. Síðar tók við ræktun túna og upp- bygging útihúsa og loks íbúðarhúss. Þau störf einkenndust af þeirri miklu vinnu, sem hann lagði sjálfur fram, þó að það yrði nokkuð á kostnað fram- kvæmdatímans, enda laginn til verka. Undruðust nágrannar hvað vinnu- dagur hans var þá stundum langur. Um árabil ráku þau Þorsteinn og Jónína ferðaþjónustu og margir eiga einnig góðar endurminningar um sumardvöl og sumir lengur um veruna í Nýjabæ. Fyrir allmörgum árum stóð Þor- steinn að stofnun bleikjueldisfyrir- tækisins Glæðis ehf. og lagði hann því þá til aðstöðu við gamla rafstöðvar- lónið í bæjarlæknum. Gísli faðir hans hafði stíflað lækinn árið 1934, þegar hann fékk næsta nágranna sinn, Bjarna Runólfsson í Hólmi, til að koma þar upp heimilisrafstöð. Fjölg- aði mjög á fóðrum í Nýjabæ, þegar bleikjueldið hófst þar undir stjórn Birgis Þórissonar. Tókst það svo vel, þrátt fyrir ýmsa byrjunarerfiðleika, að Glæðir ehf. hefur nú einnig fært út kvíarnar að Teygingalæk, þar sem aðstæður eru fyrir rekstur miklu stærri stöðvar, svo að starfsfólki fer fjölgandi Þó að Þorsteinn hefði ekki um það mörg orð leyndi sér ekki hverja ánægju hann hafði af því að fylgjast með og fóðra þessa nýju hjörð og hvernig þeim tókst að byggja upp þennan búrekstur og gera afurð- irnar að gæðavöru og einhverjum eft- irsóttasta matfiski á markaðnum. Þorsteinn hafði líka alist upp við að sækja björg í bú með veiði á sjóbirt- ingnum í Skaftá. Var hann glöggur á hegðum hans eins og önnur fyrirbæri náttúrunnar, sem fróðlegt og gaman var að spalla um við hann. Þess naut ég í hinum mörgu heim- sóknum mínum að Nýjabæ, þar sem alltaf var gesti fagnað og Jónína jafn- an komin með kaffisopann á borðið um leið og sest var niður. Þær heim- sóknir byggðust reyndar fyrst og fremst á samstarfinu að félagsmálum. Einkum var það eftir að Þorsteinn tók að sér reikningshald fyrir Bæ hf., sem hefur byggt upp hótelið á Kirkjubæj- arklaustri. Þær heimsóknir voru þó ekki til að líta eftir þeim gjörðum hans, því að þau mál voru þar í traust- um höndum. Erindið var fyrst og fremst að fá upplýsingar og leita halds og trausts, þó að fljótlega færi umræðan oft út um víðan völl, því að sama var hvert umræðuefnið var, á þeim öllum hafði Þorsteinn þekkingu og skoðun. Þó að oft væri byrjað á einhverjum heims- ins vandamálum, var Þorsteinn líka ótrúlega laginn að finna einhverjar broslegar hliðar á tilverunni og gaf sér jafnan tíma til viðræðnanna. Þessum eiginleikum hélt Þorsteinn til hinstu stundar þó að þrek og heilsa hefði látið undan. Engu að síður var staðið meðan stætt var. Að leiðarlokum eru Þorsteini færð- ar þakkir fyrir einlæga vináttu og Jónínu, Gísla og fjölskyldu sendar samúðarkveðjur okkar hjóna. Jón Helgason. Fyrir um 13 árum síðan hófust kynni okkar af Þorsteini Gíslasyni og fjölskyldu á Nýjabæ, en hjá þeim fengum við að reyna við sjóbirting í ánni snemma á vorin. Þetta hefur ver- ið árviss viðburður hjá okkur síðan, og aldrei hallað á. Það var alltaf sér- stök stemmning í eldhúsinu, þessi sérstaka ró þegar Þorsteinn með sinni lágu rödd ræddi við okkur heimsmálin eða bara hin hversdags- legu mál, að okkar mati á heilbrigðan hátt. Okkur þykir dýrmætt að hafa fengið að kynnast þessum sérstæða persónuleika, sem var heimsmaður í allri hugsun og kenndi okkur með lít- illæti sínu að meta lífið og náttúruna í öðru ljósi, að allt hefði sinn tilgang, hversu lítilmótlegt sem það var. Við kveðjum þennan einstaka mann með þökk fyrir kynnin og vott- um fjölskyldu hans virðingu og sam- úð. Þorleifur Guðjónsson og fjölskylda, Björgvin Gíslason og fjölskylda. Mín fyrstu kynni af Steina í Nýja- bæ voru á vordögum árið 1959 þegar ég sjö ára gamall var sendur þangað í sveit. Í þá daga var flogið á Klaustur á þristinum og var ferðalagið mikið æv- intýri fyrir ungan mann af mölinni. Sumrin hjá Steina áttu eftir að verða sjö. Á þeim tíma tóku búskap- arhættir miklum breytingum til sveita. Ný og fullkomnari tækni var að taka við af hrífunni og gamla Kubbinum og afköst margfölduðust. Mikil uppbygging átti sér stað í Nýja- bæ en Steini var stórhuga og byggði myndarlega yfir skepnurnar. Þá var enginn kvóti á bændum og frelsið ríkjandi. Lengstan tíma minn í Nýjabæ réð Guðrún Oddsdóttir móðir Steina þar ríkjum í gamla burstabænum. Trú- ræknari og stoltari konu hef ég aldrei kynnst. Gunna stjórnaði heimilinu af festu og bar Steini mikla virðingu fyr- ir móður sinni og var samband þeirra náið. Blessuð sé minning hennar. Steini var framfarasinnaður bóndi og tók virkan þátt í mannlífinu í sveit- inni. Framfarahugur hans sést best á því að í dag geta gestir sem snæða á bestu veitingahúsum landsins fengið Klausturbleikju í matinn sem ræktuð er í landi Nýjabæjar í gamla húslækn- um sem búið er að virkja til fiskeldis. Árin mín í Nýjabæ höfðu mikil áhrif á mig og hafa mótað skoðanir mínar og afstöðu til sveitanna alla tíð síðan. Þakklæti er mér því efst í huga nú á þessum tímamótum þegar Þorsteinn í Nýjabæ kveður þennan heim og hef- ur nýja göngu á óþekktum slóðum. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti honum og bið góðan Guð að leiðbeina honum á þeirri vegferð sem hann nú hefur hafið. Ég votta fjölskyldu Þorsteins mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Þorsteins Gíslasonar. Árni Gunnarsson. Það er með virðingu og söknuði sem ég minnist fjarskylds en þó ná- komins frænda míns Þorsteins Gísla- sonar bónda á Nýjabæ í Landbroti. Kynni okkar Þorsteins, eða Steina á Nýjabæ eins og hann var ævinlega kallaður, hófust fyrir hartnær 35 ár- um er ég sem drengur dvaldi hjá hon- um nokkur sumur. Það traust sem okkur sumarstrákunum var sýnt var gott veganesti fyrir lífið. Sú upplifun ellefu ára tappa að fá að skrönglast um tún á dráttarvélum og vaka næt- urlangt við smalamennsku byggði betur upp sjálfstraust en flest annað. Seinna meir voru stöku sumarheim- sóknir á Nýjabæ ætíð eftirminnilegur viðburður. Steini á Nýjabæ var einn þeirra sem standa upp úr í kynnum mínum við aðra menn og var að mörgu leyti einn sá merkilegasti sem ég hef fyr- irhitt. Það að hafa kynnst ævistarfi hans og hvernig hann innti það af hendi eru forréttindi. Þekking hans á náttúrunni og yfirveguð nálgun við hana var einstök og er einstakur ár- angur frumkvöðlastarfs hans í bleikjueldi aðeins eitt dæmi þar um. Gestrisni hans átti sér fá dæmi, jafn- vel á skaftfellskan mælikvarða, og það sem átti að vera stutt kaffisopa- spjall entist oftar en ekki hálfan dag- inn. Á þeim stundum kom í ljós hve hann var um margt fróður og var aldrei komið að tómum kofanum hvort sem um var að ræða stjórnmál, samfélagsmál, alþjóðamál, landbúnað eða popptónlist. Yfirvegaðar og vel ígrundaðar athugasemdir hans sem og orðfá og hægmælt tilsvör með oft lúmskt kímnu ívafi voru svo rík að innihaldi að hann var í raun sannur listamaður talaðs máls. Á síðari árum voru sumarheim- sóknir og haustréttir orðnar fastur punktur í tilverunni og ætíð mikið til- hlökkunarefni og það var aðdáunar- vert að fylgjast með fádæma harð- fylgi hans við búskapinn þrátt fyrir margvísleg og erfið veikindi. Steini á Nýjabæ var bóndi fram á síðasta dag og á kafi í vorvinnu með fé þegar kallið kom. Skarðið sem hann skilur eftir er stórt, tímabili er lokið og sumrin verða fátæklegri án heim- sókna að Nýjabæ. Eftirlifandi eiginkona hans Jónína H. Jónsdóttir frá Einbúa í Bárðardal sem nú er búsett á dvalarheimilinu Klausturhólum og sonur þeirra hjóna Gísli og fjölskylda hans búsett í Reykjavík fá mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Þór Saari. Þorsteinn Gíslason kvaddi þennan heim á hásumri, í Reykjavík, fjarri sínum skaftfellska heimahaga. Hann er ógleymanlegur öllum sem hann hafa hitt. Ungur var ég svo heppinn að vera heimaalningur nokkur sumur á Nýjabæ og það setti varanleg spor að kynnast og vinna með Steina bónda. Hann var forn í fari, hægur í fasi og háttum, jafnvel dulur en það var alltaf stutt í yfirvegaða glettni sem skein úr skörpum augum hans. Að hætti margra bænda var Þor- steinn sjálflærður náttúrufræðingur, hafði glöggt auga fyrir dýraríkinu og var fróðleikssjór um náttúru sinna heimahaga. Þekktur íslenskur veiði- maður sagði mér eitt sinn að Þor- steinn væri sá maður sem mest hefði kennt sér um hegðan sjóbirtingsins. Þeir eru ófáir sem hafa setið við eld- húsborðið á Nýjabæ og átt stillileg samtöl við Steina um alla heima og geima. Hann var afar sjálfstæður í skoð- unum, fylgdist með nýjungum í land- búnaði en hafnaði mörgum ef ekki flestum þeirra og rak sinn búskap á eigin forsendum. Á Nýjabæ voru haldnar kýr og ær þegar ég var þar en seinna lagðist af kúabúskapur og við tók silungaeldi sem hefur tekist vel til með. Steini bar mikla um- hyggju fyrir dýrum sínum og sýndi til dæmis takmarkalausa þolinmæði við að koma umkomulausum lömbum undir góða á. Á Nýjabæ slær náttúran enn takt- inn samkvæmt sólargangi, tjaldurinn pípir áhyggjufullur án afláts, mófugl- inn vakir yfir ungum sínum í hólunum og lömbin skoppa léttlynd í kringum ærnar í heimatúninu. Þorsteinn bóndi mun víst aldrei aft- ur ganga hægur í bragði að dráttar- vélinni, gangsetja og halda af stað til sinna venjulegu verka en minning hans lifir í hjörtum ástvina og andi hans svífur yfir fögrum Landsbrots- hólunum. Egill Másson. ÞORSTEINN GÍSLASON Kársnesbraut 98 • Kópavogi • 564 4566 • www.solsteinar.is SÓLSTEINAR erum fluttir á KÁRSNESBRAUT 98 Í PERLUNNI Erfidrykkjur Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Stjúpmóðir okkar, BERGÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR (Gógó) frá Vestmannaeyjum, lést á Vífilsstöðum aðfaranótt föstudagsins 16. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Lárusdóttir, Ársæll Lárusson, Ágústa Lárusdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GRETA N. ÁGÚSTSDÓTTIR, lést á Landspítalanum Hringbraut fimmtudaginn 15. júlí. Ísak Jón Sigurðsson, Benjamín Á. Ísaksson, Helga Helgadóttir, Jóna G. Ísaksdóttir, Birna Ísaksdóttir, Guðlaugur Kr. Jónsson, Vera Björk Ísaksdóttir, Tryggvi Þór Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HELGA ÁGÚSTA HJÁLMARSDÓTTIR fyrrv. gjaldkeri ríkisspítalanna, sem lést miðvikudaginn 7. júlí sl., verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánudaginn 19. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þau, sem vilja minnast Helgu, láti Styrktarsjóð Umhyggju njóta þess. Árni Friðjónsson, Vigfús Árnason, Hjálmar Árnason, Berglind Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.