Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 47 www.laugarasbio.is Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. ísl tal Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. enskt tal STÆRSTA MYND ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM. STÆRSTA TEIKNIMYND ALLRA TÍMA. STÆRSTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA. Sýnd með íslensku og ensku tali. Kvikmyndir.is 24 þúsund gestir á 8 dögum  SV MBL "Afþreyingarmyndir gerast ekki betri."“ ÓÖH „Tvímælalaust besta sumarmyndin...“  „Geðveik mynd. Alveg tótallí brilljant“ .ÞÞ.FBL. „ eðveik ynd. lveg tóta lí bri ljant“ . .F L.  Allt er vænt sem vel er grænt. KD. Fréttablaðið. www .regnboginn.is Sýnd kl. 3, 5.40 og 8. Sýnd kl. 3 og 8. ÓHT Rás 2 Hverfisgötu  551 9000 Nýr og betri Sýnd kl. 10.20. B.i. 16.  SV Mbl Sýnd kl. 5.40 og 10.30.  SV Mbl ÓÖH „Tvímælalaust besta sumarmyndin...“  SV MBL "Afþreyingarmyndir gerast ekki betri."“  „Geðveik mynd. Alveg tótallí brilljant“ .ÞÞ.FBL. 24 þúsund gestir á 8 dögum Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 10.30. B.i. 12 ára. HOLLYWOOD-Grimms-ævintýrið frá ’01, um tröllið Skrekk og Fíónu prinsessu, er alltof gott til þess að láta það rykfalla, enda varð það ein vinsælasta mynd sögunnar. Nú er Shrek 2 komin á markaðinn og hún er engu síðri afburðafjölskyldu- skemmtun. Áfram er haldið á svip- aðri braut en þess gætt að hressa upp á innihaldið með nýjum bak- grunni og persónum. Shrek 2 gerist í Fjarskalandi sem er sjálf Holly- wood og höfundarnir gera mikið grín að stjörnum sínum, frægum at- riðum úr kvikmyndasögunni og krydda þau með tónlistaratriðum þar sem mörg laganna eru gamlir og góðir smellir (Livin’ La Vida Loca, Funkytown, o.fl. o.fl.) Sú nýjung virkar ekki síður vel hér en í Shrek og gefur teiknimyndinni, ásamt góð- um slatta af tvíræðum, jafnvel temmilega klúrum línum, þetta sér- staka afslappaða yfirbragð sem hentar svo vel tíðarandanum og skil- ur hana frá Disney-myndum fyrri tíma. Sagan er einfalt og sígilt ævintýri. Fíönu og Skrekki er boðið í heim- sókn til foreldra hennar, konungs- hjónanna í Fjarskalandi og þykir þeim Skrekkur fullódannaður og ljótur tengdasonur fyrir þeirra smekk. Álfkonan góða er hjartan- lega sammála enda var Fíóna ætluð súkkulaðidrengnum hennar, Drauma, áður en tröllið kom til sög- unnar. Álfkonan og Haraldur kóng- ur brugga Skrekki banaráð, Stígvél- aði kötturinn á að kippa málunum í lag en spursmál hvort sá roggni skylmingameistari er klár í slaginn. Íslenska talsetningin er til fyrir- myndar í alla staði, þrælvanir leik- arar koma við sögu þar sem enginn er betri en Laddi í hlutverki Asnans – sem fær að vísu skondnustu lín- urnar. Útkoman er skotheld fjöl- skylduskemmtun, fyndin og fjörug og það má jafnvel draga af henni nokkurn vísdóm; Maður á aldrei að rembast við að reyna að vera eitt- hvað annað en maður er, halda sig frá hála ísnum. Vera ánægður með það litla sem manni er gefið og ekk- ert múður! Á undan myndinni er auglýstur „skuhgalega“ góður ostur, ég segi það sama um myndina; Skrekkur er skuggalega góður! Bíógestir geta valið um frumúr- gáfuna og íslensku talsetninguna og gætið ykkar á að eftir titlunum kem- ur ómissandi smákafli um fjöl- skyldulíf Asnans sem auðvelt er að láta ganga sér úr greipum ef rokið er á dyr of snemma. Samanburðurinn á íslensku tal- setningunni og þeirri upprunalegu undirstrikar tvennt. Í fyrsta lagi er- um við orðnir ótrúlega fær í að radd- setja erlendar myndir, eigum breið- an hóp leikradda sem komast nánast óaðfinnanlega frá sínu undir öruggri leikstjórn, studdar frábærri þýð- ingu. Í öðru lagi er það ljóst að seint verður hægt að bæta frumgerðina, enda dæmalaust góðir leikarar sem leggja til raddirnar á ensku. Það er óborganlegt að hlusta á Banderas túlka þrælrogginn Puss in boot, hann á sérstakt hól skilið. Samt sem áður er það Murphy sem fyrr, sem er sterkasti og fyndnasti karakter- inn í öllu gríninu. Skrekkur/Shrek 2 er í rauninni það mikil og góð skemmtun að menn geta gert margt vitlausara í bíómál- um sínum en að sjá báðar útgáfurn- ar. Ég mæli þó með því að þeir láti nokkra daga líða á milli! Skrekkur er skuggalega góður KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó, Laugarásbíó Íslensk talsetning. Aðalraddir: Skrekkur: Hjálmar Hjálmarsson, Asni Þórhallur Sig- urðsson, Fíóna Edda Björg Eyjólfsdóttir, Kóngurinn Arnar Jónsson, Drottningin Ragnheiður Steindórsdóttir, Álfkonan Edda Heiðrún Backman, Draumi Atli Rafn Sigurðsson, Sígvélaði kötturinn Valur Freyr Einarsson. Leikstjórar: Andrew Adamson, Kelly Asbury og Conrad Vernon. 93 mínútur. DreamWorks Pict- ures. Bandaríkin. 2004. Bandarísk talsetning: Mike Myers (Shrek), Eddie Murphy (Donkey), Cam- eron Diaz (Princess Fiona), Julie Andr- ews (Queen), Antonio Banderas (Puss in Boots), John Cleese (King), Rupert Ev- erett (Prince Charming), Jennifer Saund- ers (Fairy Godmother). SKREKKUR 2 / SHREK 2 /  Sæbjörn Valdimarsson Skrekkur og Asninn eiga hvor annan að …

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.