Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 11 KOLMUNNAAFLINN það sem af er árinu er orðinn tæpt 261 þúsund tonn eða um 30% meiri en á sama tíma síðasta árs. Mokveiði hefur ver- ið austur af landinu síðustu vikur en afli tregast nokkuð síðustu daga. Íslendingar veiddu 500 þúsund tonn af kolmunna á síðasta ári og hefur aflinn aldrei orðið meiri. Kol- munnakvóti íslenskra skipa er á þessu ári 713 þúsund tonn og verður að teljast hæpið að hann náist allur. Aflinn hefur verið afar góður und- anfarnar vikur, í júnímánuði veiddist rúmt 91 þúsund tonn sem er 66% meiri afli en í júní í fyrra. Heldur hef- ur dregið úr aflabrögðunum síðustu daga og gær voru skipin dreifð um stór svæði austur af landinu. „Það er afar tregt í augnablikinu. Við hífðum einu sinni í gær og feng- um aðeins 170 tonn,“ sagði Guð- mundur Sveinbjörnsson, skipstjóri á Ásgrími Halldórssyni SF, þegar Morgunblaðið ræddi við hann en hann var þá að toga djúpt út af Seyð- isfirði. „Við fengum ágætt skot í veið- arnar í upphafi vikunnar en það stóð stutt og nú er ekkert að hafa. Það er hálfgert reiðileysi á flotanum og hann dreifður um allan sjó við leit.“ Guðmundur sagði veiðarnar ann- ars hafa gengið ljómandi vel á árinu og aflinn umtalsvert betri en í fyrra. Hann segir að kolmunnaveiðin sé orðin aðalverkefni margra skipa, þau stundi kolmunnaveiðar allt árið en skjótist í síld og loðnu þegar svo ber undir. „Við höfum aðallega verið við veiðarnar hér út af Austfjörðum síð- ustu vikur og allt norður undir Langanes. Við förum þannig mun norðar en við gerðum í fyrra en kol- munninn hlýtur að ganga norðar vegna þessa hlýsjávar sem nú er við landið. Og það hefur gengið vel í sumar. Við fengum 6.500 tonn í maí og 6.000 tonn í júní. Það sem af er júlí erum við búnir að landa um 4.000 tonnum. En þó aflinn sé góður og við leggjum okkur alla fram er hæpið að við náum að veiða allan kvótann.“ Býsna brellinn Guðmundur sagðist ekki hafa áhyggjur af tregfiskiríinu þessa stundina. Þvert á móti gerði það veiðina meira spennandi. „Þessi veiðiskapur er bara svona. Við feng- um til dæmis mjög góðan afla um tíma síðasta sumar en síðan kemur oft bakslag í veiðarnar og lítið fæst í nokkra daga. En það getur verið gaman að eiga við kolmunnann, hann er býsna brellinn og alls ekki á vísan að róa. Oft þarf að hafa mikið fyrir þessum kvikindum og það gerir veiðiskapinn skemmtilegan. Þegar líða fer á haustið er vanalega veiði á Færeyjamiðum og þá er það tíðar- farið sem við þurfum að glíma hvað mest við,“ sagði Guðmundur skip- stjóri. Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Þó ekki sé á vísan að róa í kolmunnaveiðunum stefnir allt í metafla. Þriðjungi meiri kolmunnaafli Ólíklegt að leyfilegur afli náist enda kvótinn mikill GRÆNFRIÐUNGAR vilja loka 40% veiðisvæða í Norðursjó og Eystra- salti til að vernda þorskstofna á þeim slóðum. Þeir vilja ennfremur banna nýtingu annarra auðlinda á þeim svæðum. Þeir segja að Norð- ursjórinn og Eystrasalt séu meðal verst förnu hafsvæða heimsins og benda í því tilliti á mikinn samdrátt í þorskafla á árunum 1996 til 2001. samtök sjávarútvegsins í Bretlandi segja þessa hugmynd ekki ganga upp. Talsmaður Grænfriðunga í þessu máli, Sarah Duthie, segir að vilji fólk gefa börnum sínum kost á því í framtíðinni að borða þorsk og makríl eða sjá höfrunga í Norð- ursjó, eigi það að styðja hugmynd- ina um víðfeðm verndarsvæði á höf- unum. Nú sé staðan þannig að vísindamenn vari við því að þorsk- urinn geti horfið úr Norðursjónum líkt og af Mikla-banka við Kanada, en engu að síður stundi menn veiðar áfram í algjörri vitfirringu. Höfin séu mikil, en staða þorskstofna sýni að þeir séu í hættu. Til að styðja þessa herferð verður skip Grænfriðunga, Esperanza, í 10 daga ferð um Norðursjóinn, meðal annars á Dogger-banka og Víkinga- banka. Samtök sjávarútvegsins í Bret- landi, Seafish, sem hvetja til auk- innar fiskneyzlu, segja þessa her- ferð byggða á vanþekkingu. Framkvæmdastjóri samtakanna, John Rutherford, segir að þorsk- urinn sé flökkufiskur og haldi sig því ekki endilega innan lokaðra svæða. Hugmyndin um 40% lokun veiðisvæða sé afar óskynsamleg í ljósi fiskveiðistjórnunar og geti haft mikil áhrif önnur en hin tilætluðu. Verði leyfileg veiðisvæði dregin saman um 40% og sókn ekki minnk- uð, færist öll sóknin á 60% fiskimið- anna. Verði veiðisvæðin minnkuð muni það leiða til minna afla hjá ein- stökum útgerðum með tilheyrandi alvarlegum afleiðingum fyrir ein- stök sjávarpláss, sem byggja allt sitt á sjávarútvegi. Afkoma þeirra sem vinna fisk, fiskasala, veitingahúsa og fjölskyldna sem séu háðar fisk- veiðum og vinnslu sé í hættu verði af hugmyndum sem þessum. Vilja friða 40% Eystrasalts og Norðursjávar FRÉTTIR ÚR VERINU VERIÐ er að skoða möguleika á að koma útsendingarmerki SkjásEins á nokkra staði þar sem sjónvarpsstöðin næst ekki í dag, að sögn Magnúsar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Íslenska sjónvarpsfélagsins. Hefur þrýstingur aukist í þeim efnum eftir að samningar náðust um útsendingu SkjásEins á enska fótboltanum, sem hefst 14. ágúst nk. Segir hann ástríð- una það mikla að undirskriftalistar hafi farið af stað og ýtt sé á sveit- arstjóra að beita sér í málinu. „Við erum fyrst og fremst að horfa á þá staði sem eru með kapalkerfi í dag en við erum ekki inná,“ segir Magnús en vill ekki nefna hvaða bæj- arfélög séu inni í myndinni til að valda engum vonbrigðum gangi þetta ekki eftir. Í þessum bæjarfélögum er kap- alkerfi milli húsa og þá nægir að koma útsendingarmerki SkjásEins inn á dreifikerfið til að ná til allra íbúa á tilteknu svæði. Þá þarf ekki að setja upp senda, segir Magnús, og fólk þarf ekki sérstök loftnet. Hægt sé að senda sjónvarpsefnið eftir ljósleið- aratengingu því alltaf séu meiri og meiri möguleikar á að þjappa sjón- varpsmerkjum. „Við höfum alltaf haft mikinn áhuga á því að reyna að stækka dreifikerfið sem mest fyrir 14. ágúst,“ segir Magnús, en að nú nái yfir 90% landsmanna útsendingum SkjásEins. Erfiðast sé að koma sjónvarpsmerk- inu á þá staði sem eru í djúpum fjörð- um og há fjöll í kring. Nefnir hann Snæfellsnes og Vestfirði sem dæmi um slíka staði. Eftir að sjónvarpsstöðin Sýn missti réttinn til að senda út enska boltann hefur gætt óánægju meðal fótbolta- áhugamanna á þeim stöðum sem SkjárEinn næst ekki, að sögn Magn- úsar. Útbreiðsla SkjásEins sé svipuð og Sýnar en sjónvarpsstöðvarnar ná- ist ekki á sömu stöðunum úti á landi. Ætla að stækka dreifikerfið                             !  "   #      ""   $ " " "  %  &   $"    Áhugafólk um fótbolta vill ná Skjá 1 ÞAÐ marklaust að gera samanburð á greiðslum til stofnana og heimildum þeirra sem eru á rekstrar- grunni, segir í athugasemd- um fjármálaráðuneytisins við skýrslu Ríkisendurskoð- unar um framkvæmd fjár- laga árið 2003. Samanburð- ur gjalda og heimilda geti eingöngu verið á rekstrar- grunni. Jafnframt gefi það villandi mynd af afkomu rík- issjóðs að blanda saman rekstrar- og greiðslugrunni eins og gert sé í skýrslunni. Í skýrslu Ríkisendurskoð- unar var gerður samanburður á for- sendum fjárlaga og rekstri ríkisins á árunum 1999–2003. Kemur fram að í fjárlögum fyrir árið 2003 hafi verið gert ráð fyrir að ríkissjóður yrði rekinn með 3,8 milljarða greiðslu- afgangi en í reynd hafi halli á rekstrinum verið 9,1 milljarður króna. Frávikið frá fjárlögunum var því 13 milljarðar króna. Þá hafi á fjórða tug ríkisstofnana og fjárlaga- liða verið með meira en 40 milljóna króna neikvæða stöðu um síðustu áramót. Skýrslan ónákvæm Geir H. Haarde fjármálaráðherra hefur sagt skýrsluna ónákvæma og ekki gefa rétta mynd af stöðu ríkis- útgjalda. Sigurður Þórðarson ríkis- endurskoðandi vildi ekki tjá sig um gagnrýni ráðherrans og óskaði eftir skriflegum athugasemdum. Í athugasemdum fjármálaráðu- neytisins segir það ekki koma skýrt fram í skýrslunni að framkvæmd fjárlaga taki mið af heildarheimild- um stofnana og frávik frá fjárlögum séu því ekki í heimildarleysi ef þau byggist á fjáraukalögum eða yfir- færslu heimilda frá fyrra ári. Farið er yfir einstök at- riði skýrslu ríkisendur- skoðunar. Í henni komi fram að samneyslan hafi aukist um 7,1% á árinu 2003 en rétt tala sé 3%. Þá segi að meðalaukning sam- neyslu á tímabilinu 1999 til 2002 hafi verið 10% á ári en rétt tala sé 4%. Í töflu um fjárheimildir séu allar fjárhæðir miðaðar við rekstrargrunn þrátt fyrir að annars staðar sé vísað til greiðslugrunns. Ekki sé tekið tillit til sérstakra út- gjalda ársins 2002, þegar útgjöld lífeyrisskuldbindinga og af- skrifta skattkrafna urðu 16 milljörð- um króna hærri, í samanburði við árið 2003. Millifærslur samþykktar Fjármálaráðuneytið er ósammála því að hluti millifærslna fjárheimilda 2003 hafi verið óheimill. Millifærslur séu samþykktar af fjármálaráðu- neytinu hverju sinni og eru í sam- ræmi við lög og almennar vinnuregl- ur sem fylgt hafi verið um árabil. Þá er greint frá því að í töflu séu nefnd- ir fjárlagaliðir með meira en 40 milljóna króna neikvæða stöðu í árs- lok 2003. Ekki sé byggt á rauntölum rekstrargrunns heldur á greiðslum ríkisféhirðis. Það leiði til skekkju í nær öllum tilfellum. Afkoma 11 stofnana í töflunni reyndist 56 millj- ónum króna hagstæðari heldur en birt sé í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar. Ekki náðist í ríkisendurskoðanda í gær. GREIÐSLUGRUNNUR og rekstr- argrunnur eru tvær mismunandi aðferðir við að færa bókhald rík- isins. Á rekstrargrunni eru tekjur færðar í bókhald þegar þeirra er aflað án tillits til þess hvenær þær innheimtast og gjöld þegar þau falla til, óháð því hvenær þau koma til greiðslu. Með rekstrargrunni fæst betri mæling á afkomu en þeg- ar miðað er við greiðslugrunn. Á sama hátt fæst einnig skýrari mynd af eignum og skuldum, séu reikn- ingsskil miðuð við rekstrargrunn. Athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar Villandi samanburður um afkomu ríkissjóðs Morgunblaðið/Þorkell Rekstrar- eða greiðslugrunnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.