Morgunblaðið - 17.07.2004, Side 9

Morgunblaðið - 17.07.2004, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 9 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 15% aukaafsláttur á stórútsölunni Kvartbuxur á útsölu Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—15 HÆGT verður að greina reikistjörnur á stærð við Jörðina í nálægum sólkerfum eftir áratug og svara því hvort þar sé að finna skilyrði til lífs, að því er fram kom á ráðstefnu um byggilega hnetti sem lauk í Háskólabíói í gær. Rúmlega tíu ár eru síðan reikistjörnur í öðrum sólkerfum fundust en hingað til hafa vísindamenn þó einungis getað fundið reikistjörnur á stærð við Júpíter eða þaðan af stærri í öðrum sólkerfum. Slíkar reikistjörnur eru ekki jafnlífvæn- legar og hinar minni. Þorsteinn Þor- steinsson, skipuleggjandi ráðstefnunnar, segir að fram hafi komið á ráðstefnunni að leitin að minni reikistjörnum muni fara fram með stórum nemum, svoköll- uðum Terrestrial Planet Finder, sem komið verði á braut um jörðu. Boða úr geimnum enn leitað Allt frá árinu 1960 hefur rafsegulboða frá vitsmunaverum í geimnum verið leit- að og var upphafsmaður leitarinnar, Frank Drake, meðal gesta á ráðstefn- unni. Boðanna hefur verið leitað með ýms- um hætti hingað til en nýjasta aðferðin byggist á að nota litla útvarpssjónauka, svokallaðra Allen Telescope Array, við leitina og sagði Drake á ráðstefnunni að áætlað væri að fjölga sjónaukunum úr 30 í 300 á næstu árum, sem mun efla leitina til muna. Leitin að lífi í okkar sólkerfi var einnig mikið rædd á ráðstefnunni og fjallaði Christopher Chyba við Stanford-háskóla um möguleika á því að frumstætt líf gæti þrifist undir íshellu á hafi Evrópu, eins af fylgitunglum Júpíters. Þorsteinn segir að Chyba hafi leitt líkur að því að kulda- kærar örverur geti þrifist við slíkar að- stæður. Leiðangurinn á Mars fékk einnig tals- verða athygli á ráðstefnunni og var mið- vikudagurinn lagður undir umræður um nýjustu niðurstöður úr rannsóknum á reikistjörnunni. Meðal annars kom fram að nýlegar ljósmyndir af setlögum á Mars sanni enn frekar að þar hafi áður fyrr verið vatn, segir Þorsteinn. Þrír íslenskir fræðimenn héldu erindi á ráðstefnunni á þriðjudag og sagði Sveinn Jakobsson frá rannsóknum sem fram hafa farið á Surtsey undanfarin 40 ár. Sveinn greindi meðal annars frá ný- legum rannsóknum norskra fræðimanna sem benda til að örverur eigi þátt í um- myndun móbergs á eyjunni. Jakob Kristjánsson og Viggó Þór Marteinsson hjá Prokaria héldu fyrirlestra um örver- ur og rannsóknir á þeim. Um 350 gestir mættu á þriðjudags- kvöldið á fyrirlestra þeirra dr. Eric Gaid- os og dr. Alan Boss um líf undir íshellum Grímsvatna og leit að jarðhnöttum í ná- lægum sólkerfum en fyrirlestrarnir voru opnir almenningi. Þorsteinn segir að ráð- stefnan hafi í heild sinni gengið afar vel og stefnt sé á að halda framhaldsráð- stefnu eftir þrjú ár, þó ekki hafi verið ákveðið hvar hún verði. Vel heppnaðri ráðstefnu um byggilega hnetti lauk í Reykjavík í gær Hægt að finna „Jarðir“ í öðrum sólkerfum eftir 10 ár Reuters Á ráðstefnu um byggilega hnetti í vikunni var m.a rætt um leitina að lífi í sólkerfi okkar og öðrum. Hubble- sjónaukinn tók þessa mynd í apríl sl. af stjörnuþyrpingu í geimnum, en víða er leitað að lífi á öðrum hnöttum. NÝ OG glæsileg 25 metra útisund- laug var tekin í notkun á Hólmavík í gær. Laugin er hluti af íþrótta- miðstöð sem byrjað var að byggja haustið 2002. Við laugina eru tveir heitir pottar auk vaðlaugar fyrir börn. Að sögn Ásdísar Leifsdóttur sveitarstjóra verður íþróttasalurinn tekinn í notkun í haust og einnig verður tækjasalur og gufubað í hinni nýju íþróttamiðstöð. Verður hún að líkindum vígð með pompi og prakt í haust. Börnin á Hólmavík eru fyrir margt löngu farin að safna fyrir rennibraut og vonandi verður hún ekki jafnlengi í bígerð og laugin. Það eru allmörg ár síðan ungu stúlkurnar Árný Huld Haraldsdótt- ir og Sara Benediktsdóttir söfnuðu og afhentu rúm fjögur þúsund krónur í rennibrautarsjóð en þess- ar sömu stúlkur tóku fyrstu skóflu- stunguna að lauginni í september 2002. „Það er ekki útséð með bygging- arkostnaðinn,“ sagði Ásdís, „en má áætla að hann verði um 175 millj- ónir króna. Rekstrarkostnaðurinn gæti numið um 15 milljónum á ári. Heitt vatn hefur ekki fundist á Hólmavík og því verður laugin kynt á umframorku. Reiknað er með að núverandi íþróttahús verði þá áfram notað sem félagsheimili. Það sem sparast með þessari bættu þjónustu er að nú þurfum við ekki lengur að aka með skóla- börnin á sundnámskeið í Bjarn- arfjörð en þangað eru um 30 km akstur og önnur kennsla við skól- ann fer úr skorðum meðan skóla- sundið fer fram á haustin.“ Hún bætti því við að nýja sundlaugin væri bylting fyrir íbúa sveitarfé- lagsins. Ferðamönnum fjölgar mjög á ári hverju og aðspurð segir Ásdís að laugin muni breyta mjög miklu varðandi ferðaþjónustu á svæðinu. „Fólk kemur til með að dvelja lengur þegar það veit af sundlaug- inni á staðnum.“ Að lokum sagðist Ásdís reikna með að taka dýfu í lauginni strax um helgina. „Ég mun stinga mér á eftir hreppsnefndinni, þetta er búið að vera þeirra baráttumál og raun- ar mörg kjörtímabil aftur í tímann. Ég held að það hafi verið árið 1946 sem það kom áskorun til hrepps- nefndar um að byggja sundlaug, svo það er nokkuð til í því sem gár- ungarnir segja, að sundlaugar á Hólmavík hafi verið beðið frá stríðslokum,“ sagði Ásdís að lokum. Sundlaug opnuð á Hólmavík eftir bið frá stríðslokum Krakkarnir á Hólmavík safna fyrir rennibraut Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Ásdís á sundlaugarbakkanum. Á bak við hana má sjá tvo heita potta. Hólmavík. Morgunblaðið. BÍLSTJÓRI steypubíls kunni ekki að skipta niður í fyrsta gír, þegar hann var að fara upp úr Hvalfjarðargöng- unum sunnan megin í gærkvöldi, með þeim afleiðingum að bíllinn stöðvaðist ofarlega í göngunum. Myndaðist löng biðröð fyrir aftan bílinn sem sat fast- ur við efstu beygju. Neyðarlínan til- kynnti vaktmönnum í gjaldskýli Hvalfjarðarganganna um atburðinn og lokuðu þeir göngunum strax fyrir frekari umferð. Eftir að þeir bílar, sem sátu fastir fyrir aftan steypubíl- inn, komust framúr og út úr göng- unum var bíllinn látinn renna aftur á bak í næsta útskot. Var það um hálfur kílómetri. Því næst var fenginn vanur bílstjóri frá Borgarnesi til að keyra bílinn upp úr göngunum. Af öryggisástæðum var lokað fyrir umferð í báðar áttir í tæpan hálftíma. Engin slys eða óhöpp urðu. Kunni ekki að skipta um gír Hvalfjarðargöng lokuðust HUGMYNDIR um að leitin að lífi í geimnum snúist um að finna litla græna kalla eða geim- verur eru enn áberandi í daglegu tali, að sögn Þorsteins Þorsteinssonar. Hann segir að talsvert hafi verið um það rætt á ráðstefnunni hvernig miðla megi þeirri þekk- ingu til almennings sem fræðimenn á sviði geimvísinda búi yfir. „Margir fræðimenn á þessu sviði hafa orðið hálffeimnir við að tjá sig um þessi mál af ótta við að vera kallaðir skrýtnir. Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að leitin að lífi annars stað- ar í geiminum snýst um að leita að frumstæðu lífi í okkar sólkerfi og að lífi, frumstæðu eða þróuðu, í öðrum sólkerfum. Þetta er eitt merkasta viðfangsefni vísindanna á okkar dögum,“ segir Þor- steinn. Leitin snýst ekki um litla græna kalla Þorsteinn Þorsteinsson STJÓRNIR framsóknarfélaga í Reykjavíkurkjördæmi norður lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins og þingflokk í svokölluðu fjölmiðlamáli. Í ályktun félaganna segir að því miður hafi umræðan í þjóðfélaginu fyrst og fremst snúist um ýmis túlkunaratriði stjórnar- skrárinnar og valdsvið forseta, en ekki um hið raunverulega innihald frumvarpsins sem tryggja átti dreifða eignaraðild að fjölmiðlum. Málið sé ekki af þeirri stærð- argráðu að það eigi að spilla fyrir árangursríku stjórnarsamstarfi. Var þetta samþykkt á sameig- inlegum fundi stjórna Kjördæm- issambands Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, Fé- lags Framsóknarmanna í Reykja- víkurkjördæmi norður og Félags ungra Framsóknarmanna í Reykja- víkurkjördæmi norður. Styðja formann og þingflokk EKKERT er því til fyrirstöðu að frumvarp um skattalækkanir verði lagt fram þegar í stað og samþykkt nú í sumar, segir í ályktun Heim- dallar, félags ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. Hvetur félag- ið þingmenn til að afgreiða þetta nú á sumarþingi. Það sé gott að taka bindandi ákvarðanir um skatta- lækkanir nú áður en fjárlagaum- ræðan hefst í haust. Þingmenn sjái gjarnan ofsjónum yfir öllum millj- örðunum sem verja megi til gælu- verkefna. Best sé því að lækka skattana duglega áður en þing- menn nái að útdeila þeim peningum sem fólkið í landinu hafi unnið fyrir hörðum höndum. „Jafnframt skattalækkunum er aukið aðhald nauðsynlegt. Bent hefur verið á að fjöldi opinberra stofnanna sé óheyrilegur samborið við ýmis nágrannalönd okkar. Þá virðist sem forstjórar þessara stofn- ana hafi lítið taumhald á fjármálum þeirra. Fjárlög eru lög og þeim ber að fylgja. Haga þarf málum þannig að forsvarsmenn ríkisstofnana hafi hag af því að skila afgangi af fjár- veitingu og jafnframt útbúa hvata til að ekki sé farið fram úr fjárveit- ingum,“ segir í ályktun Heimdallar. Skattalækkun í sumar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.