Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 45
MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 45 SENNILEGA hefur endur- reisn barokktónlistarinnar á síðustu árum og áratugum goldið þess frekar en hitt, hversu margir hafa talið sig til kallaða, og á afar mis- jöfnum forsendum. Ofuráhersla á svokallaða performans praktík og upp- runalegan leikstíl á upp- runaleg hljóðfæri hefur ekki alltaf þjónað tónlistinni sjálfri, en illu heilli mun frekar spekúlasjónum um skreytingar, bogatækni, ásláttartækni, strengjanotk- un, og fleira slíkt, og svo auðvitað á hljóðfærunum sjálfum. Ótal rannsóknir tónvísindamanna eru lagðar til grundvallar spila- mennsku og hljóðfærasmíði, til þess að hlustandinn geti sem best gert sér grein fyrir því hvernig tónlistin hljóm- aði um sína daga, í þeirri trú, frekar en fullvissu, að þannig hafi tónskáldin ætl- ast til að verk þeirra væru flutt. Hver getur sagt til um slíka hluti? Hver getur sagt að Vivaldi til dæmis hefði ekki tekið feg- ins hendi öllum betrum- bótum á hljóð- færum sínum? Enginn, enda erfitt að rýna í framtíðina um þá þróun sem tónlistarflutningur og hljóð- færasmíði tekur í aldanna rás. En hvaða markmiðum á slíkur upprunaflutningur að þjóna? Jú, auðvitað er það góðra gjalda vert að þekkja sögu tónlistarflutnings, og heyra og sjá hvernig hlut- irnir voru gerðir á sínum tíma. En það eitt skapar ekki tónlist. Það, út af fyrir sig er mannkynssaga, en ekki endilega tónlist. Tón- listin sjálf ætti að vera það eina sem tónlistarmenn þjóna í upprunaflutningi. Það er bara svo allt of oft sem hlutirnir fara að snúast um fræðin, en ekki það sem máli skiptir. „Ef það sándar ekki vel er það lásí tónlist,“ sagði ein- hver einhvern tíma; og það er ekki spurning um fallegt eða ljótt. Ann Wallström barokk- fiðluleikari kom í Skálholt um helgina og hélt tónleika með semballeikaranum Mayumi Kamata. Wallström skapar tónlist; hún er ekki að sýna okkur hvernig barokkfiðla lítur út og hljómar. Þess vegna er það nautn að hlusta á hana leika; hún er músíkölsk fram í fingurgóma. Maður hefur einfaldlega aldrei á tilfinn- ingunni að hún sé að spila trillur á einhvern ákveðinn „barokk“-máta, beita bogan- um að hætti fiðluleikara 18. aldar, eða að velkjast um í einhverri vel rannsakaðri spilatækni og aðferðafræði. Þó er hún eflaust að gera allt þetta. Það er bara ekki aðalatriðið. Það var hrein unun að hlusta á leik hennar með Mayumi Kamata; hvert verk reitt fram af djúpri til- finningu, léttleika og gíf- urlegri spilagleði. Í hröðu þáttum verkanna sem hún lék fór hún algjör- lega á kostum í fljúgandi léttleika, ekki síst í gikknum í sónötu Vivaldis, sem var rafmagnaður, en þó í svo fullkomnu jafnvægi. Verk Bibers komu mest á óvart; fínar tónsmíðar vanmetins tónskálds. Mayumi Kamata lék nokkur smáverk milli dúóanna og gerði það vel. Þar bar Sónötu eftir Scarlatti hæst, bæði að gæð- um verks og leiks. Fínir tónleikar, svo gott – og allt of sjaldgæft – að heyra barokktónlist svona dúndurvel leikna. TÓNLIST Sumartónleikar í Skálholti Ann Wallström og Mayumi Kamata léku á barokkfiðlu og sembal, verk eftir Biber, Vivaldi, Buxtehude, Händel, Domenico Scarlatti, Frescobaldi og fleiri. Laugardag kl. 17. KAMMERTÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdóttir Antonio Vivaldi SÍÐUSTU tónleikar 5. þjóðlagahá- tíðar á Siglufirði sem undirritaður náði að heyra fóru fram í bræðslu- safninu Gránu. Vafalítið óhrjáleg- asta hljómleikasal landsins í sjón (verksmiðjan í Nútíma Chaplins væri hreinasta augnayndi í saman- burði), en því betri í heyrn, þó aldrei hafi timburhúsið verið hannað til tónlistarflutnings. Erfiðast var samt að kyngja að bræðslutólin uppgefnu, er anga enn dauft af fornri peninga- lykt, kynnu að stuðla að lygilegum hljómburði sem annars staðar þarf að kaupa dýru sérfræðiverði, og hrekkur þó ekki alltaf til. Aðsókn hafði jafnan verið góð að fyrri tónleikum hátíðarinnar, en að þessu sinni var fullt út úr dyrum. Eins gott að öllum spilurum utan slagverkseinleikarans var komið fyrir uppi á hringlægum innansvöl- unum, þaðan sem tónhöfundur stjórnaði síðasta verki dagsins. En fyrst voru þrjú ný verk fyrir flautu og selló, öll á íslenzkum þjóðlaga- grundvelli en misheyranlega þó. Ekki fór hann á milli mála í Verse 1 eftir Hafliða Hallgrímsson; þ.á m. barnagælan (ef ekki barnaræsan) Farðu á fætur, Finnur minn. Einföld og tær útfærsla Hafliða bauð upp á meiri mótunartilþrif en ungu flytj- endurnir sýndu, enda vart enn komnir af nemandastigi. Ótta Skúla Halldórssonar hljómaði ekki sem ýkja „nýtt“ verk, því rómantísk þjóðlagasyrpan hefði auðveldlega getað verið frá um 1900 eða fyrr. Öðru máli gegndi um framúrstefnu- lega Þjóðlagafléttu Ásrúnar Kond- rup í nútímaeffektastíl, þar sem þekktist ekki aftur aukatekið stef. Sennilega fyrir kjarnkleyfa smíðaað- ferð er líkja mætti við hakkavél – enda svipar hamborgara lítt til lif- andi nauts. Eftir þá akademísku sýnikennslu kom Grána, hið nýja verk Daníels Bjarnasonar fyrir „slagverk, kamm- ersveit og bræðsluverksmiðju“, gleðilega á óvart. Undirtitillinn vakti auðvitað væntingar um frumkönnun á slagverksmöguleikum grútarkatla, mjölsnigla og annarra sýningar- gripa, en þegar til kom voru þeir al- veg látnir í friði. Frank Aarnink úr S.Í. hafði samt ærinn starfa á lög- giltu hljómtólin, að meðtaldri ein- leikskadenzu, og verkið því rétt- nefndur slagverkskonsert. Frank skilaði sínu af miklu öryggi, og sama gilti um hljómsveitina. Verkið var blessunarlega fjöl- breytt áheyrnar. Það spannaði mikla tjábrigðavídd; allt frá dropóttri punktamúsík, landlegumollu og austrænni naumhyggju í dynjandi verksmiðjuvígamóð. Í þokkabót oft yndislega ófeimið við púlslæga hrynjandi, er virðist loks komin aft- ur inn úr kuldanum eftir áratuga út- legð úr framsækinni tónlist. Bravó! TÓNLIST Þjóðlagahátíð á Siglufirði Ný íslenzk verk fyrir flautu og selló eftir Haflíða Hallgrímsson, Skúla Halldórsson og Ásrúnu Ingu Kondrup. Daníel Bjarna- son: Grána (frumfl.). Hafdís Vigfúsdóttir flauta, Sigrún Erla Egilsdóttir selló. Frank Aarnink slagverk ásamt 10 fé- lögum úr Kammersveitinni Ísafold. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Grána, laugardaginn 10. júlí kl. 14. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.