Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 25
 Gott ráð er að nota ausuna í staðinn fyrir pottinn þegar hita þarf upp lítið magn af vökva, t.d. smávegis mjólk út í kaffið.  Gott ráð er að setja óhreina þvottinn ásamt þvottaefni, vatni og nokkrum steinum í fötu með loki og láta hann hristast í einn dag í bílnum. – Þessi frumlega þvottavél er þeim mun áhrifameiri sem vegirnir eru verri!  Rjóma er gott að þeyta í tómri gosflösku, helst 2ja lítra. Tappinn er skrúfaður á og flaskan hrist af öllum lífs og sálar kröftum. Síðan er flaskan skorin upp í miðj- unni og rjóminn borinn á borð. Góð ráð á fjöllum grænmetinu út í og saltið og piprið eftir smekk. Ýsa með hundasúrum 800 g ýsa roð- og beinlaus 100 g smjör 2 laukar 5 dl hundasúrur, þvegnar og sax- aðar salt og pipar Saxið lauk og steikið í smjörinu þar til að hann verður glær, blandið hundasúrunum saman við laukinn, saltið og piprið og látið malla í u.þ.b. 5 mín. Smyrjið pönnuna og raðið fiskbitum á hana, hellið að lokum lauknum og hundasúrunum yfir fisk- inn, lokið pönnunni og sjóðið í 5–10 mín. Kúmenkartöflur 800 g nýjar kartöflur olía nýtínt kúmen (má vera grænt) salt og pipar Skerið kartöflurnar í báta. Steikið kartöflurnar í olíunni og stráið kúm- eninu yfir. Saltið og piprið eftir smekk. Fjallabomba Fjallabombuna má útfæra á marga vegu, allt eftir smekk hvers og eins eða bara eftir því hvað er til í það skiptið. Hér kemur uppskrift að deigi í fjallabombu sem má setja í botninn á eldföstu móti eða í álpapp- ír og grilla. 1 poki makkarónukökur eplarasp og/eða kex safi úr 2 sítrónum/límónum/líkjör 4 ferskir ávextir súkkulaði (sjá verklýsingu) rjómi/ís Myljið makkarónukökur, eplarasp eða kex, t.d. hafrakex, niður í formið. Mjög gott er að kreista sítrónur, lím- ónur eða hella líkjör yfir áður en við setjum ávextina út í. Síðan má bæta við súkkulaðibitum, nóakroppi, rús- ínum, ferskum, niðursoðnum eða þurrkuðum ávöxtum og hnetum af ýmsu tagi. Prófið ykkur áfram, þetta getur ekki klikkað. Gott er að borða fjallabombu með rjóma, ís eða sýrð- um rjóma, allt eftir smekk. Þegar þið notið ís er best að hann sé næstum því þiðinn, þá er hann hrærður upp og honum smurt yfir. Appelsínuhunang 4 appelsínur í sneiðum hunang kanelsykur/kaneldropar/kúmen Skerið appelsínurnar í sneiðar. Hitið hunangið í potti og hellið yfir. Mjög gott er að setja kanelsykur/ kaneldropa út í hunangið þegar verið er að hita það, eða strá kúmeni yfir eftir á. Morgunblaðið/Árni Torfason Ragnheiður Ágústsdóttir og Ingibjörg Guðjónsdóttir. Appelsínuhunang: Einfaldur eftir- réttur í guðsgrænni náttúrunni. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2004 25 Verð á 3ja herbergja íbúðum er frá 15,9 miljónum (með bílskýli) Verð á 4ra herbergja íbúðum er frá 15,4 miljónum (án bílskýlis) Verð á 4ra herbergja íbúðum er frá 17,3 miljónum (með bílskýli) Erum með í sölu íbúðir í 12 hæða lyftuhúsi við Rjúpnasali í Kópavogi sem JB byggingarfélag er að reisa. Allar íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna með sérlega glæsilegum innréttingum frá HTH og AEG raftækjum. Val er um innréttingar, hurðir og flísar. Tvær lyftur eru í húsinu, stæði í bílageymslu fylgja flestum íbúðum, hjóla og vagnageymsla, ásamt geymslum íbúðanna er að finna á jarðhæð og með hverri íbúð fylgja rúmgóðar flísalagðar svalir. Húsið skilast fullbúið að utan og lóð frágengin að fullu með leiktækjum fyrir börnin. Ráðgjöf hjá innanhússarkitekt fylgir hverri íbúð og sér Hallgrímur Friðgeirsson innanhússarkitekt um þá ráðgjöf Salvía var upphaflega lækn-ingajurt eins og svo margaraðrar kryddjurtir nútímans og er sögð duga við einum 60 kvillum! Til dæmis er hún sögð minnka syk- urmagn í blóði sykursjúkra og sær- indi í munni og hálsi ef hún er tuggin. Hún inniheldur nokkuð af B1- vítamíni og fólasíni. Af salvíunni eru það blöðin sem eru notuð og hafa nokkuð afgerandi, ofurlítið beiskt bragð. Salvíu má nota margvíslega; t.d. í pottrétti, með kálfa- og svína- kjöti, fuglakjöti og steiktum fiski og í salöt. Langútbreiddasta notkunin á salvíu er þó í fyllingar alifugla á borð við kalkún. Kalkúnafylling frá Nóatúni 1 laukur, saxaður smátt 3–4 sellerístönglar, saxaðir smátt 1 bréf beikon 200 g svínahakk salvía (sage) Oscar-kalkúnakraftur 1 peli rjómi 2–3 egg 3–5 ristaðar brauðsneiðar, skornar í teninga Kraumið lauk, sellerí og beikon í smjöri. Bætið hakki í og kælið örlítið. Bætið þá eggjum saman við ásamt 2–3 msk af smjöri. Salvían er best fersk en heldur þó vel bragði við þurrkun. Hægt er að forrækta hana með því að sá fyrir um páskaleytið en einnig selja matvöru- verslanir litlar plöntur með rótum sem þá má hafa aðeins inni og planta svo í júníbyrjun. Um að gera að klippa hana reglulega svo hún greini sig betur. Salvían er auðræktanleg og vex vel þegar hún er komin út, svo ein planta ætti að duga hverju heimili. Salvía Kryddsalvía, lyfjablóm, Salvia officinalis  KRYDDJURTIR Til að koma í veg fyrir slys ogbrunahættu af völdum gas-tækja er áríðandi að al- menningur kynni sér vel leiðbein- ingar framleiðenda og sinni eðlilegu viðhaldi. Mikilvægt er að hafa í huga að gasgrill séu CE- merkt til staðfestingar því að tækið uppfylli lámarkskröfur Evrópska efnahagssvæðisins um öryggi. Þetta kemur fram í reglum um notkun á gasgrilli og öðrum gas- búnaði á heimasíðu vinnueftirlits- ins, www.vinnueftirlit.is. Þegar gastæki hafa verið sett saman skal gera lekapróf með sápuupplausn á öllum tengingum. Sömu prófun skal framkvæma þeg- ar skipt er um gaskút. Áríðandi er að kynna sér reglur um frágang gashylkja og tengingar gastækja s.s. gasísskápa, sem ætl- aðir eru til notkunar í sumar- bústöðum. Bent er á að á undanförnum ár- um hafi töluvert verið um innflutn- ing á húsbílum, húsvögnum, felli- hýsum og tjaldvögnum, sem innihalda búnað sem uppfyllir ekki ákvæði um tæki sem brenna gasi. Tekið er fram að um sé að ræða búnað sem ekki er CE-merktur og er athygli vakin á að einungis má setja gasbúnað á markað ef hann ógnar ekki öryggi manna.  GAS|Lágmarks- kröfur um öryggi Gasgrillin CE-merkt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.