Morgunblaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2004 9 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Allur sumarfatnaður á hálfvirði á stórútsölunni Nýjar kvartbuxur á útsölu Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—15 ÞURÍÐUR Einarsdóttir, húsfreyja á Oddgeirshólum, sá út um eldhús- gluggann á fimmtudagsmorgun hvar Árni Steinn, tólf ára sonur hennar, kom hlaupandi með Elínu Ingu, fjögurra ára systur sína, í fanginu og líka köttinn Gráfinn. „Ég hljóp út á móti honum því ég sá að hún var máttlaus í fang- inu á honum. Hún byrjaði fljótt að hreyfa sig og ég náði strax sam- bandi við Neyðarlínuna þar sem ég fékk góð ráð og síðan beint sam- band við lækni og það hjálpaði mikið,“ sagði Þuríður. Hún kom heim með Elínu Ingu af spít- alanum í gær eftir óhappið á fimmtudag þegar Elín Inga missti meðvitund af völdum metangass sem myndaðist þegar verið var að losa haughúsið undir fjósinu. Þur- íður hrósaði mjög öllum aðgerðum Neyðarlínunnar og aðbúnaði sem hún og Elín Inga nutu á spít- alanum. „Ég fór inn í fjósið, fann sterka lykt og sá að dýrin lágu niðri. Þá sá ég Elínu Ingu liggja á gólfinu með köttinn. Ég bara tók þau í fangið og hljóp með þau út úr fjósinu og inn í bæ. Ég var í sjokki á eftir en nú er ég auðvitað mjög glaður,“ sagði Árni Steinn, tólf ára, sem bjargaði systur sinni. Steinþór faðir hans vann við að losa mykjuna úr haughúsinu og hafði sett blásara í gang til að loft- ræsta fjósið og var með opið út en úti var logn og af einhverjum ástæðum lagðist metangasið yfir næst fjósgólfinu. Þrír gripir dráp- ust vegna gassins en þeir voru allir liggjandi þegar gasmyndunin varð. Fjölskyldan fagnaði Elínu Ingu þegar hún kom heim af spítalanum og kötturinn Gráfinnur vék ekki frá henni. Komin heim af sjúkrahúsi eftir eitrun í fjósinu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fjölskyldan á Oddgeirshólum. Elín Inga með köttinn Gráfinn, Kristrún systir hennar er með kisuna Snæljós og á milli þeirra er Árni Steinn. Fyrir aftan standa hjónin Þuríður Einarsdóttir og Steinþór Guðmundsson. Selfossi. Morgunblaðið. BÆNDUR eru reglulega varaðir við hættu af eitrun sem getur skapast við tæmingu mykjukjallara og ráð- lagt að hræra aldrei í mykju á meðan gripir eru inni í fjósinu, að sögn Grétars Einarssonar, deildarstjóra bútæknideildar Rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins. Hann segir að góð vísa sé þó aldrei of oft kveðin og telur að gott væri að setja upp aðvör- unarskilti við búnað sem notaður er til að hræra upp í mykju. „Við höfum oft varað við því innan landbúnaðargeirans að menn geri þetta og það þarf ekki að koma á óvart, þetta er þekkt og hefur verið í áratugi,“ segir Grétar. Brennisteinsvetni lamar öndunarfærin Grétar segir að brennisteinsvetni sé hættulegasta gastegundin í mykjugasi. „Brennisteinsvetnið hindrar súrefnisupptöku inn í blóðið, þannig að það líður yfir fólk. Efnið lamar lyktarskynið mjög fljótt, mað- ur finnur sting fyrst og síðan finnur maður ekki meira. Efnið lamar síðan alveg öndunarfærin. Þetta gerist bara á nokkrum mínútum og ef ekk- ert er að gert, þá deyr viðkomandi eins og við köfnun,“ segir Grétar. Brennisteinsvetni verður til við niðurbrot eggjahvítuefna í mykjunni og þar sem það er eðlisþyngra en andrúmsloftið heldur það sig við yf- irborð mykjunnar, þar til hrært er upp í mykjunni áður en henni er dælt út úr mykjuhaugnum. Grétar segir að brennisteinsvetni sé stórhættulegt. „Það hafa komið upp tilfelli erlendis þar sem maður hefur ætlað að bjarga manni og hann þá farist líka og svo koll af kolli. Það hefði getað liðið yfir drenginn,“ segir Grétar. Á heimasíðu Bændasamtaka Ís- lands, www.bondi.is, er að finna leið- beiningar um hvernig standa á að tæmingu mykjukjallara. „Bændur eiga að vita af þessari hættu og það hefur alltaf verið rek- inn sterkur áróður af leiðbeiningar- þjónustunni um að bændur passi sig á þessu, en þetta er kannski bara eins og með umferðarslysin, góð vísa er aldrei of oft kveðin,“ segir Grétar. Hann segir að sumstaðar erlendis séu tæki sem notuð eru til að hræra upp í mykju merkt með orðsendingu um að ekki megi nota þau meðan ein- hver er í húsunum. Hann segir að hér á landi gæti hentað vel að setja upp slík aðvörunarskilti. Aldrei skal hræra í mykju með gripi í fjósiHERDÍS Stoorgard, verkefnastjóribarnaslysavarna á Lýðheilsustöð, telur tímabært að ráðist verði í slysavarnaátak um börn og landbún- að. Hún vill að landbúnaðarráðu- neytið og eftirlitsaðilar leiði saman hesta sína og skilgreini hættur sem að börnum geta steðjað í tengslum við landbúnað. Slys sem varð á fimmtudag, þar sem fjögurra ára stúlka missti meðvitund vegna eitr- unar af mykjugasi, sýni að ærið til- efni sé til þess. Herdís segir að þegar hún var að koma upp heimasíðu um börn og ör- yggismál á sínum tíma hafi hún leit- að eftir efni um landbúnað. „Ég gerði heilmikla leit meðal stofnana sem koma að landbúnaði og það var ekki stafur til um öryggi, að hverju þyrfti að gæta eða neitt slíkt á sínum tíma.“ Eina átakið sem hún viti til að hafi verið blásið til í tengslum við börn og landbúnað sé drifskafta- verkefni sem Slysavarnafélagið stóð fyrir á níunda áratugnum. Hætturnar leynast víða Hún telur að landbúnaðarráðu- neytið og eftirlitsstofnanir sem vinna í öryggismálum eigi að setjast niður og fara yfir öryggismál í sveit- um landsins, t.d. útbúa gátlista sem bændur gætu haft til viðmiðunar. Fjölmargir bændur í ferðaþjónustu taki á móti aðkomufólki og farið sé með heilu leikskólana á hverju vori í heimsóknir á bóndabæi. Hætturnar leynist víða og það þurfi að fara yfir hverjar þær séu helstar. „Þetta er eitt af þeim verkefnum sem ég er með á borðinu og bíð eftir að komast í. Það mætti alveg hraða þeirri vinnu núna ef ráðuneytið er tilbúið í þessa vinnu,“ segir Herdís. „Það er t.d. kornyrkja hér á Ís- landi og hún getur verið einn hrylli- legasti slysavaldurinn. Vélarnar eru svo háar að sá sem er að slá – þótt þetta sé ekki útbreitt á Íslandi – sér ekki ef það er lítið barn einhvers staðar. Þetta eru þúsund hlutir.“ Herdís nefnir að ekki sé langt síðan barn sem var gestkomandi á sveitabæ komst í hreinsiefni fyrir mjaltavél og stórslasaðist. Átak verði gert í öryggis- málum barna í landbúnaði TENGLAR .............................................. Upplýsingar um öryggi barna í sveit- um: www.arvekni.is www.bondi.is ÍSLENSK sjósundskona ætlar að synda yfir Breiðafjörð á næstu tveim vikum í þágu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en þetta er í fyrsta skipti sem nokkur reynir Breiðafjarðarsund. Sundkappinn heitir Viktoría Áskels- dóttir og býr í Stykkishólmi. Hún mun synda 4 km á dag og byrjar sundið í dag við Lambanes hjá Brjánslæk. Gangi allt að óskum kemur hún að landi í Stykkishólmi þann 7. ágúst. Með sundinu skorar hún á fólk til að ger- ast heimsforeldrar og þannig styrkja þurfandi börn um allan heim. Heimsforeldrar er leið fyrir einstaklinga til að styrkja verkefni Barnahjálpar SÞ. Breiðafjarðarsund er 62 km og ætlar Viktoría að synda 4 km á dag. Bátar munu fylgja henni í örygg- isskyni og verður tekinn GPS-punktur í lok hvers dags og synt þaðan daginn eftir en gist er í landi um nætur. Viktoría hefur æft sjósund undanfarin þrjú ár og synt frá Hólminum út í Hvítabjarnarey, um 2 km leið. Þá hef- ur hún einnig synt frá Hrísey að Árskógsströnd, um 4 km leið. „Þá var ég óheppin með veður, ölduhæðin var um 1 metri. Það var ansi hvasst og hitastig sjávar um 10 gráður,“ segir Viktoría. Undanfarið hefur hún æft í Fossvoginum ásamt sundfélaga sínum, Þorgeiri Sigurðs- syni. Helstu hættur sem steðja að henni á Breiðafjarð- arsundinu eru straumar, en kuldanum kvíðir hún ekki. „Ég held ég hafi vanið mig við sjávarhitann, en auðvitað getur sjórinn verið nokkuð kaldur þegar ég kem á Barðaströnd. Á Breiðafirði eru mjög miklir straumar og hluti undirbúningsins hefur falist í að skoða þá,“ segir hún. Hættulegustu staðirnir eru við Flateyjarál og Bjarneyjar og þar þarf Viktoría hugsanlega að synda í björgunarvesti. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, Stefán Ingi Stefánsson, mun synda með Viktoríu frá bryggju og jafnframt synda síðasta spölinn með henni. Sjósundskona frá Stykkishólmi syndir yfir Breiðafjörð Hættulegustu staðirnir við Flateyjarál Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Viktoría Áskelsdóttir við æfingar í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.