Morgunblaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 28
Morgunblaðið/Brynjar GautiBorgarvirki Ensk messa í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 25. júlí nk. kl. 14. verður haldin ensk messa í Hall- grímskirkju. Sr. Bjarni Þór Bjarna- son þjónar fyrir altari. Sr. Jón Hag- barður Knútsson, prédikar. Organ- isti verður Bryndís Lára Eggerts- dóttir. Guðrún Finnbjarnardóttir leiðir almennan safnaðarsöng. Messukaffi að athöfn lokinni. Service in English SERVICE in English at the Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja). Sunday 25th of July at 2 pm. The Seventh Sunday after Trinity. Festival of St James. The Apostle. Holy Communion. Celebrant: The Revd. Bjarni Thor Bjarnason. Preacher: The Revd. Jón Hag- barður Knútsson. Organist: Bryn- dís Lára Eggertsdóttir. Leading singer: Guðrún Finnbjarnardóttir. Refreshments after the Service. ínskirkju fyrir hverja athöfn kl. 20. og frá Hleinum/Hrafnistu kl. 20:10 og til baka að lokinni athöfn. Bæna og kyrrðarstundir verða í Vídal- ínskirkju á fimmtudögum kl. 22., í sumar. Opið hús verður í safn- aðarheimilinu á þriðjudögum kl. 13.-16. Akstur fyrir þá sem óska. Hans Markús Hafsteinsson, sókn- arprestur. Borgarvirki ÁRLEG útimessa verður í Borg- arvirki í Vesturhópi á sunnudag 25. júlí kl.14. Undanfarin ár hafa þess- ar messur áunnið sér sess í þessari náttúruperlu, sem er fágæt um- gjörð um þessa árlegu samkomu. Ferðamenn og heimafólk hefur fjöl- mennt til þátttöku, enda skjólgott í virkinu og hlýlegt þrátt fyrir kletta og grjót. Prestur er að þessu sinni sr. Guðni Þór Ólafsson, en Helgi S. Ólafsson leiðir með litlum hópi heimafólks almennan söng og leik- ur á gamalt harmoníum. Afmæli Kristskirkju í Landakoti, dóm- kirkju og basilíku FÖSTUDAGINN 23. júlí voru liðin 75 ár síðan sérstakur sendiboði Pí- usar XI páfa vígði dómkirkju hins nýstofnaða postullega umdæmis á Íslandi. Tveim dögum síðar veitti hann biskupsvígslu í þeirri sömu kirkju hinum nýskipaða biskup, sr. Marteini Meulenberg. Þessara at- burða, sem staðfestu kirkjulegt sjálfstæði kaþólska trúarsamfélags- ins á Íslandi, er minnst sunnudag- inn 25. júlí í hátíðarmessu kl. 10.30. Þar sem hér er ekki um að ræða at- burði sem aðeins varða Landakots- sókn, heldur allt biskupsdæmið, verða farnar pílagrímsgöngur trú- aðra frá Maríukirkju í Breiðholti og Jósefskirkju í Hafnarfirði til dóm- kirkjunnar, til þess að taka þar þátt í heilagri messu. Sumarstarf í Garðaprestakalli BESSASTAÐASÓKN. Síðasta guðsþjónustan, fyrir sumarfrí var í byrjun júlí, en helgihald hefst að nýju í Bessastaðakirkju 29. ágúst. Foreldramorgnar eru í sumarfríi en hefjast aftur 4. ágúst. Fé- lagsstarf eldri borgara er í sum- arfríi en hefst að nýju 1. september. Í júlí og til og með 8. ágúst, verða kvöldguðsþjónustur í Garðakirkju kl. 20:30, en guðsþjónusta fellur niður um verslunarmannahelgina sunnudaginn 1. ágúst. Á sama tíma verða ekki guðsþjónustur í Vídal- ínskirkju. Rúta fer frá Vídal- MESSUR Á MORGUN 28 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. kór Ás- kirkju syngur, organisti Kári Þormar, prestur sr. Þórhildur Ólafs. BÚSTÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Org- anisti Guðmundur Sigurðsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Organisti er Marteinn H. Friðriksson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. í umsjá sr. Birgis Ásgeirssonar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Ar- inbjarnarson. Samskot til kirkjustarfsins. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs- þjónusta kl. 10.30. Organisti Gróa Hreins- dóttir. Sr. Frank M. Halldórsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Gunnarsson skólaprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Páls- syni. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Félagar úr Mótettukór leiða safnaðarsöng. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Ingileif Malmberg. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Lokað frá 1. júlí–9. ágúst vegna sumarleyfa. Sr. Pálmi Matthíasson í Bú- staðakirkju þjónar Langholtsprestakalli á meðan. LAUGARNESKIRKJA: Sumarleyfi til 15. ágúst. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Reynir Jónasson. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Bænastund kl. 11. í umsjá Kristjáns Einarssonar. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Frá 4. júlí til fyrri hluta ágústsmánaðar verða ekki almennar guðsþjónustur á sunnudögum vegna sum- arleyfa starfsfólks. Kirkjan verður opin fyrir allar aðrar athafnir í sumar. Upplýsingar í símum 552-7270 og 899-4131. Einnig á netfanginu: hjorturm@frikirkjan.is. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 ár- degis. Kristina Kallo Sklenár spilar. Kirkju- kórinn syngur. Prestur sr. Þór Hauksson. DIGRANESKIRKJA: Sameiginleg kvöld- messa Digranes- og Lindasókna kl. 20 í kapellu á neðri hæð. Prestur: sr. Guð- mundur Karl Brynjarsson. „Ömmurnar“ leiða söng. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyr- ir altari. Sigríður Munda Jónsdóttir guðfræð- ingur prédikar. Kór Grafarvogskirkju syngur. HJALLAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Helgistund og fyrirbænaþjónusta. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkj- unnar leiða sálmasönginn við undirleik Jóns Ólafs Sigurðssonar organista. Bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Vegna sumarleyfa verð- ur ekki guðsþjónusta um þessa helgi. Á meðan sumarleyfi starfsfólks stendur yfir er kirkjan opin á hefðbundnum opnunartímum og prestur kirkjunnar, séra Ingþór Indr- iðason Ísfeld, er til viðtals á viðtalstímum sóknarprests. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 16. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti Julian Edw- ards. Kvöldguðsþjónusta í Seljakirkju kl. 20. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti Julian Edw- ards. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp: Samkomur laugardaga kl. 11. Bænastund þriðjudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sólar- hringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræðissam- koma kl. 20. umsjón Miriam Óskarsdóttir. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Vitnisburðasamkoma kl. 20. Lofgjörð og fyr- irbænir. Boðið upp á gæslu fyrir 1–7 ára börn á samkomutíma. Upplýsingar á www.kefas.is KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 20. Ræðumaður Ragnheiður Sverrisdóttir. FÍLADELFÍA: Samkoma kl. 20. Biblíu- skólanemarnir Helgi Guðnason og Anna Stefanía Erlendsdóttir tala. Lofgjörðarhópur Samhjálpar leiðir söng. Fyrirbæn í lok sam- komu. Barnakirkjan hefst aftur í september. Miðvikudaginn 28. júlí kl. 20. er Bæna- stund. Bænastundir virka morgna kl. 06. filadelfia@gospel.is www.gospel.is KROSSINN: Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Sunnudaginn 25. júlí Kl. 10.30: Hátíð- armessa í tilefni af 75 ára vígsluafmæli Kristskirkju Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30 Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Sunnudaginn 25. júlí fellur messan kl. 10.30 niður. Sóknarbörn Jósefssóknar eru hvött til að taka þátt í hátíðarmessu í Krists- kirkju í Landakoti vegna 75 ára vígsluaf- mælis hennar. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Fimmtudaga: Skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykjavík. Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Biblíuþjónarnir frá Bandaríkj- unum. Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guð- þjónusta/Biblíufræðsla kl. 11. Ræðumað- ur: Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjón- usta kl. 11. Safnaðarheimili aðventista Blikabraut 2, Keflavík. Biblíufræðsla kl. 10.15. Aðventkirkjan Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Biblíufræðsla kl. 10. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11. Guðsþjónusta fermdur verður Orri Gúst- afsson og barn verður borið til skírnar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Prestur sr. Fjölnir Ás- björnsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Helgistund á sumarkvöldi kl. 20. Kór Víðistaðakirkju flyt- ur lög undir stjórn Úlriks Ólasonar. www.vidistadakirkja.is GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag- inn kl. 20.30. Félagar úr kór Vídalínskirkju leiða almennan söng. Organisti: Jóhann Baldvinsson. Við athöfnina þjónar sr. Hans Markús Hafsteinsson, ásamt leikmönnum. Rúta fer frá Vídalínskirkju fyrir athöfn kl. 20. og frá Hleinum/Hrafnistu kl. 20.10 og til baka að lokinni athöfn. Prestarnir. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigfús Baldur Ingvason, Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng, organisti og söngstjóri Hákon Leifsson, meðhjálpari Leifur A. Ísaksson. HNÍFSDALSKAPELLA: Kvöldmessa kl. 20.30. Kvennakórinn og Þorvaldur Hall- dórsson syngja. Sóknarprestur. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta með almennum söng. Forsöngvari: Örn Viðar Birgisson. Organisti Arnór Vilbergsson, Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Kl. 17 Hjónin Anne Gurine og Daníel Óskarsson taka þátt í samkomu í sal Hjálpræðishers- ins að Hvannavöllum 10. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Messa kl. 11. Guðsþjónusta í Kapellunni Lundi, Hellu, kl. 14. Organisti Guðjón Halldór Óskarsson. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa kl. 17. Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Fluttir verða þættir úr sumartónleikum helgarinnar. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11 Prófast- urinn í Árnesprófastsdæmi, sr. Úlfar Guð- mundsson á Eyrarbakka predikar og þjónar fyrir altari í sumarleyfi sóknarprests. Kirkju- kór Selfoss syngur undir stjórn organistans, Glúms Gylfasonar. Morguntíð sungin þriðju- dag til föstudags kl. 10. Foreldramorgnar miðvikudag kl. 11. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Prest- ur sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir, organisti Kristján Gissurarson, mánudag 26. júlí, kyrrðarstund kl. 18. fimmtudag 29. júlí tón- listarstund kl. 20. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Prestur sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skál- holtsprestakalli, organisti Guðmundur Vil- hjálmsson. Sóknarprestur. KIRKJUHVAMMSKIRKJA: Ferming laug- ardag 24. júlí kl. 11. Fermingarbarn: Karl Ásgeir Geirsson, Hvammstanga. HREPPHÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 21.Við syngjum sálma, hlýðum á Guðs orð og stillum saman hugi okkar í bæn. Guðspjall dagsins: Jesús mettar 4 þús- undir manna. (Mark. 8.) MINNINGAR Elsku yndislega amma mín. Nú ertu farin frá mér og örugglega komin á yndislegan stað þar sem afi og allir hinir hafa tekið vel á móti þér. Mér finnst svo sárt að kveðja þig. Þegar ég sagði að þú mættir aldrei fara heldur yrðir alltaf að vera hér hjá mér, þá vissi ég alveg að það yrði aldrei hægt og nú þarf ég að varðveita allar þessar ynd- islegu minningar um þig í hjarta mínu og huga. Þú hefur alla tíð verið svo rosalega stór hluti af mínu lífi. Við gátum setið heilu dagana í Akralandinu og spilað rommý og veiðimann saman og síð- an á kvöldin horft á sakamálaþætti og skipst á skoðunum á hver væri hinn seki. Þegar ég var svo ólétt af Thelmu Ósk þá kom ég svo oft til þín bara til að leggja mig hjá þér því það var svo miklu betra að kúra heima hjá þér en hjá mér. Þegar við Bjarni keyptum íbúð- ina okkar þá var nú ekki mikið mál að við fengjum að búa hjá þér og það voru nú alveg heilir sex mán- uðir og þessi tími var alveg ynd- islegur. Bara að fá að vera svona nálægt þér var svo gott og þó svo að ég hafi átt heimili annars staðar þá átti ég alltaf heimili hjá þér líka og það var svo gott að vita það. Verst finnst mér að Kamilla Rós hefur ekki fengið að kynnast þér eins vel og Thelma því hún er enn svo lítil að það verður takmarkað sem hún kemur til með að muna, þá sem betur fer á ég svo mikið af myndum af þér sem ég get flett í gegnum og sagt börnunum mínum frá þér svo þú lifir í hjörtum þeirra eins og þú sagðir mér frá ömmu þinni. Þessar myndir eru orðnar ómetanlegur fjársjóður. Já, amma mín, þær eru svo margar stundirnar okkar saman og ég á eftir að sakna þín svo hræði- lega, ég elskaði þig svo ofurheitt en ég veit að þú átt eftir að vera í kringum okkur og vaka yfir okkur þó að þú sért annars staðar. Að hafa fengið að hafa þig hjá mér í 28 ár hefur bara gert mig að betri SOFFÍA INGIBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR ✝ Soffía IngibjörgÁsgeirsdóttir fæddist á Blönduósi 1. september 1917. Hún lést í Seljahlíð, heimili aldraðra, Reykjavík, þriðju- daginn 6. júlí síðast- liðinn og var jarð- sungin frá Fossvogskirkju 13. júlí. manneskju því þú varst einfaldlega best. Silja. Elsku amma er dá- in. Hún var orðin gömul og þreytt en samt er svo erfitt að sætta sig við að hún sé farin. Amma hefur alltaf verið eilíf finnst okkur flestum, held ég, hver hefði getað hugsa sér annað, sér- staklega þegar við vorum börn . Að vera hjá ömmu á Kleppsveg- inum eða í Akralandinu var alltaf svo gaman. Það gat enginn lesið sögur eins og amma. Hver man ekki eftir þjóðsagnabók Ásgríms Jónssonar. Ömmubakstur er alltaf sérstak- ur, það var alltaf gaman að fylgjast með, sérstaklega þegar maður fékk að sitja uppi í horninu í eldhúsinu á Kleppsveginum. Að baka laufabrauð var siður hjá ömmu, leiða hana og fara í bíó eða bara út í búð. Hún var alltaf í kápu. Allavega næstum því. Þvottahúsið og allir gangarnir niðri í kjallara á Kleppsveginum voru mikið spennandi. Þegar sjónin fór að versna hjá henni var oft ekki annað hægt en brosa að henni. Hún fékk blindra- stafinn og svo rétti hún hann bara beint út yfir götur og labbaði yfir. Stórhættuleg kerlingin. Oft þegar öll ljós voru kveikt í Akralandinu var maður að slökkva nokkur af þeim en svo kom hún og kveikti öll ljós eftir smá stund. Það skipti engu máli hversu illa hún fór að sjá, hún vildi alltaf bjarga sér sjálf, hún stóð í eldhúsinu og eldaði eins lengi og hún bara gat, þangað til það fór að vera hættulegt fyrir hana, spurningin er hvort hún fatt- aði það sjálf. Hún vildi alltaf gera allt fyrir alla en ekki að fólk væri að hafa fyrir sér. Var alltaf svo kurteis og góð og ég get ekki skilið hvaðan hún fékk alla þolinmæði sem þarfnast til svo margs í tilver- unni. Hún gat svo sem fussað og sveiað að sumu og sumum stundum en þá var maður stundum bara hissa og núna brosir maður að því. Núna er hún komin til afa og vakir yfir okkur. Hún þarf ekki gleraugun sín lengur og er hvergi illt. Hún er örugglega hamingju- söm, við getum örugglega fundið fyrir henni og heyrt röddina henn- ar eins og hún á að vera, bara ef við viljum það sjálf. Kveðjur frá okkur öllum, elsku amma. Elva. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning- argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.