Morgunblaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ALVARA UM ÁLVER Iðnaðarráðherra segir aukinn áhuga erlendra fyrirtækja vera á byggingu álvers á Norðurlandi. Til orkuöflunar yrði ráðist í margar minni framkvæmdir á Norðurlandi. Skilgreina hættur í sveitum Tímabært er að hefja slysavarna- átak um börn og landbúnað að mati Herdísar Storgaard á Lýð- heilsustöð. Ung telpa missti meðvit- und í fyrrakvöld vegna met- angaseitrunar. Þjóðarmorð í Darfur Bandaríkjaþing samþykkti álykt- un þar sem grimmdarverkunum í Darfur-héraði í Súdan er lýst sem þjóðarmorði. Bandarísk stjórnvöld eru hvött til þess að grípa í taumana og þess krafist að viðskiptabann verði sett á Súdan ef þarlend stjórn- völd grípi ekki til aðgerða. Sökudólgum verði refsað Tyrkneskir fjölmiðlar hafa farið hörðum orðum um lestarslysið þar í landi á fimmtudag og krafist þess að sökudólgum verði refsað. Sérfræð- ingar vöruðu við því að gamlir teinar þyldu ekki álagið en líklegt er að lestin hafi verið á mun meiri hraða en teinarnir þoldu. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 29/37 Viðskipti 11 Hestar 48 Erlent 14 Kirkjustarf 28 Höfuðborgin 16 Úr Vesturheimi 23 Akureyri 16 Staksteinar 51 Suðurnes 17 Myndasögur 40 Árborg 17 Bréf 25 Landið 17 Dagbók 40/42 Listir 43/45 Leikhús 44 Ferðalög 20/22 Fólk 46/49 Heilsa 21 Bíó 46/49 Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50 Viðhorf 28 Veður 51 * * * Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablaðið Út í heim frá Icelandair. Tímarit um mat og vín fylgir Morgun- blaðinu í dag til áskrifenda. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                 ! " #           $         %&' ( )***                    +   HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær 25 ára konu frá Sierra Leone í fimm ára fangelsi fyrir að hafa sem burðardýr reynt að smygla rúmlega 5.000 e-töflum til landsins. Taldi dómurinn það hafið yfir allan skynsamlegan vafa að hún hefði vitað af fíkniefnunum í bak- poka sínum þegar tollverðir stöðv- uðu hana í Leifsstöð. Konan, sem heitir Fanta Sillah, væntir barns þann 7. október nk. og er því komin tæplega sjö mánuði á leið. Í gærkvöldi var hún flutt á sjúkrahús vegna erfiðleika sem fylgt hafa meðgöngunni. Verjandi hennar, Guðmundur B. Ólafsson hrl., segir að hún muni væntanlega liggja á sjúkrahúsinu þar til að fæð- ingin er afstaðin. Konan á fyrir fimm ára son sem er í Hollandi þar sem hún hefur dvalarleyfi. Frá því hún var hand- tekin hefur sonur hennar verið í umsjón hollenskra barnaverndaryf- irvalda en unnusti hennar og barns- faðir er einnig búsettur þar í landi. Hún á auk þess eldra barn í Sierra Leone sem mun vera í umsjá ætt- ingja. Guðmundur býst við að Fanta Sillah verði vistuð í kvennafangels- inu í Kópavogi þar sem aðstaða sé fyrir mæður með börn. Þá sé hugs- anlegt að af mannúðarástæðum verði óskað eftir því að hún afpláni refsingu sína í Hollandi. Hann telur dóminn strangan, en ekki hafi enn verði tekin afstaða til þess hvort honum verði áfrýjað til Hæstarétt- ar. Kolbrún Sævarsdóttir, sem sótti málið fyrir hönd ríkissaksóknara, kvaðst sátt við dóminn og sagði hann styðjast við dómafordæmi. Fanta Sillah er fædd í Freetown í Sierra Leone árið 1978. Kvaðst hún hafa verið vændiskona frá 19 ára aldri, fyrst í heimalandi sínu en síð- ar í París. Í dómnum kemur fram að hún hafi ekki greint lögreglu hér á landi frá því að hún hafi sótt um hæli í Þýskalandi árið 1998. „Lýsing ákærðu á miklum hremmingum í Sierra Leone frá 19 ára aldri og för hennar þaðan til Hollands fær því ekki staðist óbreytt. Sú staðreynd að ákærða hefur ekki vílað fyrir sér að gefa upp rangt nafn og fæðing- ardag í samskiptum við stjórnvöld þykir bera vott um manngerð henn- ar,“ segir í dómnum. Sýknukrafa konunnar byggðist á því að hún hefði ekki vitað af fíkni- efnunum í bakpoka sínum. Hún sagðist hafa beðið vændismiðlara sinn í París, konu að nafni Mariama Kamara, um að lána sér tösku til Ís- landsfararinnar. Mariama hefði far- ið úr stofunni og inn í svefnher- bergið, sett bakpokann á rúmið og kallað á hana inn til sín og þar af- hent henni pokann. Því næst hefði verið hringt á leigubíl sem ók henni út á flugvöll. Í dómnum segir að ekki verði með neinu móti séð hvernig Mar- iama hefði getað vitað að hún myndi biðja um bakpoka eða haft tækifæri til að koma fíkniefnunum þar fyrir. Ekki væri hægt að álykta á annan veg en að hún hefði annaðhvort sjálf sett fíkniefnin í bakpokann eða í það minnsta vitað að einhver annar hefði komið þeim fyrir. Dómurinn miðaði refsinguna við að hún hefði flutt fíkniefnin inn sem burðardýr en ekki ætlað að taka þátt í dreifingu þeirra hér á landi. Á hinn bóginn yrði ekki litið fram hjá eðli brotsins og að hún ætti sér eng- ar málsbætur. Héraðsdómararnir Jónas Jó- hannsson, Finnbogi H. Alexand- ersson og Þorgeir Ingi Njálsson kváðu upp dóminn. Fimm ára fangelsi fyrir smygl á 5.000 e-töflum Hlaut að vita af efnunum Morgunblaðið/Þorkell Jónas Jóhannsson héraðsdómari afhendir Guðmundi B. Ólafssyni hrl., verj- anda Fanta Sillah, málsgögn í dómsalnum í gær. Kona frá Sierra Leone á sjúkrahúsi vegna erfiðleika á meðgöngu SKÚLI Halldórsson tónskáld varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Reykjavík að morgni 23. júlí, níræður að aldri. Skúli fæddist á Flateyri við Önundar- fjörð 28. apríl 1914. For- eldrar hans voru Unnur Skúladóttir Thoroddsen og Halldór Georg Stef- ánsson héraðslæknir. Skúli hóf ungur píanó- nám hjá móður sinni, en gerðist nemandi Leo- poldínu Eiríks eftir að fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur. Skúli útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands 1932, og hóf skömmu síðar píanónám hjá Árna Kristjánssyni pí- anóleikara. Hann lagði einnig stund á tónfræði, kontrapunkt og útsetn- ingar hjá Páli Ísólfssyni, Franz Mixa og Victor Urbancic. Hann lauk prófi í tónsmíðum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1947, og í píanóleik frá sama skóla ári síðar. Kennari hans þá var Rögnvald- ur Sigurjónsson. Skúli Halldórsson var án efa eitt mikil- virkasta tónskáld Ís- lendinga, og eftir hann liggja á annað hundrað sönglög, fjölmörg pí- anóverk, kammerverk og hljómsveitarverk, forleikir, svítur, kant- ötur, fúgur og sinfóní- an „Heimurinn okk- ar“. Samhliða afkastamiklu tónlistar- starfi gegndi Skúli fullu starfi í opinbera þágu, en hann var skrifstofustjóri Strætisvagna Reykjavíkur frá 1941 til 1984. Hann sat í 37 ár í stjórn Tónskáldafélags Íslands, 1950–1987. Á sama tíma sat hann í stjórn STEFs og var formað- ur þess í nær tvo áratugi, 1968–1987. Skúli kvæntist árið 1937 Steinunni Guðnýju Magnúsdóttur, en hún lést hinn 13. október 1997. Þau eignuðust tvö börn, Magnús og Unni. Andlát SKÚLI HALLDÓRSSON SAMKVÆMT lögum um fangelsi og fangavist ákveður Fangels- ismálastofnun í hvaða fangelsi af- plánun fer fram. Eignist kona barn við upphaf afplánunar eða meðan á henni stendur má heimila henni að hafa það hjá sér. Þá má vista fanga um stundarsakir eða allan refsitímann á sjúkrahúsi ef þörf er á. Jafnframt má leyfa fanganum að ljúka afplánun utan fangelsis „enda stundi hann vinnu eða nám sem fangelsismálastofnun hefur samþykkt, búi á sérstakri stofnun eða heimili þar sem hann er undir eftirliti og vinnan eða námið er liður í aðlögun hans að samfélaginu á ný“, segir í lög- unum. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun er allur gangur á því hvort lögregluvakt sé höfð við sjúkrastofu fanga. Hvert tilvik sé metið fyrir sig og m.a. farið eftir því hvort viðkom- andi sé treyst til að strjúka ekki úr vistinni, hversu hættulegur við- komandi er o.s.frv. Getur byrjað afplánun á sjúkrahúsi „ÞAÐ er raunalegra en tárum taki að Bobby Fischer skuli vera í japönskum fangabúðum fyrir inn- flytjendur og hugsanlega á leið í fangelsi í Bandaríkjunum síðustu æviár sín,“ segir Hrafn Jökulsson, varaforseti Skáksambands Ís- lands. Hann fór ásamt Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, forseta Skák- sambandsins, í bandaríska sendi- ráðið við Laufásveg í gær til að koma á framfæri þeim skila- boðum til bandarískra stjórnvalda að þau felli niður ákærur á hend- ur Fischer svo hann geti um frjálst höfuð strokið. Fulltrúar Skáksambandsins áttu stuttan og kurteislegan fund með Danielle Harms ræðismanni í sendiráðinu og var því lofað að erindi skák- fulltrúanna yrði komið áleiðis. „Bobby Fischer situr í fangelsi fyrir að hafa háð skákeinvígi fyr- ir tólf árum í landi sem ekki er lengur til og í stríði sem tilheyrir liðinni öld. Við teljum því að Bandaríkjamenn eigi að hætta að amast við sinni gömlu hetju. Mál Fischers kennir okkur kannski að við verðum að hafa umburð- arlyndi fyrir þeim meðbræðrum okkar og -systrum sem hegða sér og tala öðruvísi en flestir. Við eigum að sýna þeim, sem fært hafa milljónum manna ómælda gleði í áratugi, að við kunnum að meta það,“ sagði Hrafn. „Eiga að hætta að amast við sinni gömlu hetju“ Morgunblaðið/Þorkell Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Hrafn Jökulsson, fulltrúar Skáksam- bandsins, mótmæla aðgerðum Bandaríkjamanna í máli Bobbys Fischers. ÞAÐ skiptust á skin og skúrir á Garðavelli í gær er annar keppnis- dagur á Íslandsmótinu í höggleik fór fram á Akranesi. Um miðjan dag byrjaði að rigna, líkt og hellt væri úr fötu. Á þeim tíma keppninnar voru allir keppendur í kvennaflokki úti á velli og hluti af karlaflokknum. Fljótlega myndaðist aðkomuvatn á brautum og flötum vallarins og ákvað mótstjórn að kalla keppendur af vellinum og fresta leik um sinn. Síðar var sú ákvörðun tekin að fella niður 2. keppnisdag í kvennaflokki. Úrhelli á Akranesi  Íþróttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.