Morgunblaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 17
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2004 17 Hrunamannahreppur | Flestar teg- undir þess grænmetis sem ræktað er hjá íslenskum garðyrkjubænd- um eru nú komnar á markað. Nokkrir garðyrkjubændur á Flúð- um voru teknir tali um um upp- skeru og markaðsmál. Helgi Jóhannesson í Garði er for- maður Sambands garðyrkjubænda. Hann segir að uppskeruhorfur séu góðar enda hafi tíðarfarið í vor og sumar verið gott. Sala á grænmet- inu hafi gengið vel og bætir hann við að alltaf sé góð sala þegar veðr- áttan sé góð. Nú eru að koma fram auknar kröfur um pökkun og merkingu á grænmetinu, einkum til að neytendur séu vel meðvitaðir um hvort sé um innlenda eða er- lenda vöru að ræða. Pökkunarkostnaður er að aukast Þegar litið var í garðana hjá Lilju Ölvirsdóttur og Emil Krist- óferssyni á Grafarbakka voru þau í óða önn að taka upp gulrætur sem sáð var til um 20. apríl en það munu vera fyrstu útiræktaðar gul- ræur sem koma á markaðinn í sum- ar. Þau rækta fjölmargar tegundir grænmetis og að auki vínber og maís fyrir fjölskylduna. Barna- börnunum þykir maísinn lostæti segir Lilja, einkum af grillinu. Þau hjón segja að þurkar hafi háð upp- skeru en arfinn og annað illgresi hafi dafnað vel og ómæld vinna hafi verið að reyta arfann. Á Grafarbakka er sandeyri við Litlu-Laxá sem er afar vel fallin til grænmetisræktunar. Þar kemur ekki frost í jörðu enda ylur undir. Til að sanna þetta bendir Emil bóndi mér á nokkur kartöflugrös sem vaxa hingað og þangað um garðinn. „Hér voru síðast settar niður kartöflur fyrir tólf árum og þær vaxa hér enn villtar ef svo má segja,“ og Emil tekur upp nokkur grös til að sýna tíðindamanni. Ótrúlegt en satt. Emil segir kostn- aðinn við ræktunina mikinn. „Sem dæmi er ég nú að kaupa gulrót- arþvottavél sem kostar um eina miljón króna. Þá er umbúðakostn- aðurinn afar mikill, nú á t.d. að fara að setja hvern einasta kálhaus í plastpoka og sérmerkja. Allt grænmeti er sent á markað í ein- nota frauðplastkössum og versl- anirnar eru í vandræðum með að farga þessu með fyrirhöfn og kostnaði.“ Senda á markað annan hvern dag Á garðyrkjustöðinni Jörfa er kaffitími þegar fréttaritara ber að garði og einn vinnupiltanna er að renna í hlaðið með fullan vagn af káli. Hann segir að kálið sé sent á markað annan hvern dag. Í þessari stöð er einnig ræktað mikið af paprikum. Tómatar eru ræktaðir allt árið við lýsingu. Fjögur ung- menni bregða sér uppá vagninn og segja: „Kemur ekki mynd af okkur í Mogganum, Siggi,“ Annar strák- urinn segir: „Við erum sko flott- asta skurðargengið á Flúðum.“ Hinn bætir við: „Hér eru líka sæt- ustu stelpurnar.“ Á Melum eru hjónin Helga Karls- dóttir og Guðjón Birgisson að merkja hnúðkál sem þau hafa ræktað í nokkur ár og segja vax- andi sölu á þessari grænmetisteg- und. Annað starfsfólk er við upp- skerustörf. Guðjón segir að útlit sé fyrir gott uppskeruár ef tíðarfarið haldist svipað og verið hefur. Þau hjón eru auk mikillar útiræktunar með ræktun á tómötum allt árið í fimm þúsund fermetrum undir gleri. Þetta er ein fimm garð- yrkjustöðva í uppsveitum Árnes- sýslu sem rækta tómata við lýsingu allt árið. Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds Uppskera: Lilja Ölvirsdóttir tekur upp gulrætur og nýtur aðstoðar sonarsonarins sem heitir Tobías Már. Á markað: Sandra Magnúsdóttir, Loftur Þ. Guðmundsson, Egill Jóhanns- son og Hildur Sigurðardóttir, garðyrkjustöðinni Jörfa, á grænmetisvagni. Horfur á góðri uppskeru af íslensku grænmeti LANDIÐ ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | „Það er alveg rétt að margir eru hissa á staðsetningu gróðrarstöðvarinnar hérna á Stokkseyri og trúa því ekki að hér sé hægt að rækta eitthvað. En það er ekki spurning að það er vel hægt að rækta hérna með góðum árangri,“ segir Magnús Gunnar Sigurjónsson í garð- yrkjustöðinni Heiðarblóma á Stokkseyri sem hann hefur verið með í fullri starfsemi í 8 ár við að rækta og selja blóm og trjáplöntur. Stöðin lætur ekki mikið yfir sér þar sem hún stendur í miðju þorpinu en skilti vísar veginn, á því stendur Blómi og sannarlega er Magnús með allt í blóma hjá sér í stöðinni og gestir hafa á orði að þetta sé bara eins og á suðrænum slóðum þeg- ar þeir koma inni í garðskálann hjá honum. Magn- ús hefur tröllatrú á mætti moldarinnar og líka á starfsemi gróðrarstöðvarinnar sem er sú eina sinnar tegundar í sveitarfélaginu Árborg. Börnin hjálpa til „Ég vildi ekki kyngja því að hér væri ekki hægt að rækta neitt eins og manni var sagt þegar við komum hér,“ segir Magnús en hann flutti til Stokkseyrar haustið 1973. Hann hafði hugsað sér að fá lóð í Hveragerði undir garðyrkjustöð en slíkt var ekki á lausu þar. Á síðastliðnum átta árum hefur stöðin orðið til. „Við höfum verið hér 4 karl- ar og 3 konur að vinna við þessa ræktun yfir sum- artímann og svo koma börnin og hjálpa til,“ segir Magnús en dóttir hans, sem er garðyrkjufræð- ingur, er að hans sögn eins konar verndari stöðv- arinnar og gefur góð fagleg ráð sem nýtast starf- seminni. Átta ára starfstími á Stokkseyri hefur gefið Magnúsi góða reynslu: „Við getum veitt gagn- legar upplýsingar um ýmsar plöntur sem gera það gott hérna,bæði skrautrunna og tré. Svo erum við með góð og sterk afbrigði sem standa sig sérlega vel eins og til dæmis Hreggstaðavíðirinn. „Hjá mér er þetta meira hugsjón að fá hér góð- an grunn undir gróðrarstöð fyrir þetta svæði en það er auðvitað með þetta eins og annað að hlut- irnir verða að bera sig. Við höfum verið að selja ágætlega og erum komin á kortið með stöðina hérna. Það er auðvitað mikil vinna í kringum þetta en með því að leggja sig allan fram þá næst árang- ur og hlutirnir ganga upp. Það hafa allir verið mjög ánægðir með þetta hérna og verða undrandi þegar þeir koma til okkar. Og það hefur enginn kvartað undan blómunum héðan. En það er í þessu eins og öðru að það veltur allt á viðmóti starfsfólksins og ég er með úrvalsfólk í vinnu“ segir Magnús og er stoltur af sínu fólki Áhugamál og vinna fara saman „Í rauninni finnst mér ég vera hér í Paradís, þegar saman fara áhugamál og vinna þá líður manni vel. Það er einhvern veginn innbyggt í manneskjuna að líða vel af því að hrærast í jarð- argróðrinum, blómum og trjám. Við sjáum það á því að fólk sækir í trjálundi og er stolt af því að slíkir lundir séu til. Það fylgir því vellíðan að kom- ast í snertingu við hlýlegt umhverfi og það er mik- il sókn í slík svæði sem sést á þeirri miklu sókn sem er í sumarbústaðasvæði á ræktarlandi. Svo eru þeir margir sem finna fyrrir þessari vellíðan með moldinni þegar þeir fara að vinna við eigin garð. Á vorin sýnir það sig vel hvað fólk er spennt að komast í snertingu við moldina og blómin. Þetta er eins og veiðifiðringurinn hjá stanga- veiðimönnum. Fólkið hópast hingað til okkar í opnunina á vorin þegar salan byrjar,“ segir Magn- ús sem hefur fengist við ýmis störf í gegnum tíð- ina og líður greinilega vel með gróðurmoldinni. „Í öllu lífsins amstri sér maður ekki eftir neinu, því allt sem maður fæst við er góð reynsla fyrir líf- ið,“ segir Magnús Gunnar Sigurjónsson rækt- unarmaður á Stokkseyri. Finnst ég vera í Para- dís með gróðrinum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Magnús Gunnar Sigurjónsson í Blóma með blómstrandi plöntur í garðyrkjustöðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.