Morgunblaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 37
skapi. Í gegnum árin brölluðum við ýmislegt saman. Í vinnuskólanum í sumar rifjuðum við Jóhanna ýmis- legt upp frá því við vorum yngri og hlógum mikið saman. Við vorum allt- af í stuði þó við værum bara tvær um það og stundum var svolítill púki í okkur og við vorum samtaka í því að ráðast á strákana með vatni og gáf- um þeim ekkert eftir. Jóhanna var mikill dýravinur og mátti ekkert aumt sjá, síðastliðið sumar fórum við á hverju kvöldi að veiða úti á bryggju, þeim stundum mun ég aldrei gleyma. Það var alltaf svo gaman hjá okkur og svo auðvitað mokveiddum við. Ég man að Jó- hanna vildi aldrei sjá fiskana kvelj- ast, hún flýtti sér að bjarga þeim, losaði öngulinn og kastaði þeim út í sjó og gaf þeim líf. Hluti af ferðinni var að kaupa slatta af nammi og við hámuðum það í okkur. Já, flott heimasíðan þín, ég var aldrei búin að segja þér hvað hún var flott, ummæli þín um mig á heima- síðunni þinni: góð vinkona mín, mjög fjörug og skemmtileg og hún dýrkar körfubolta, og ummæli mín um þig á heimasíðunni minni: Þessi stelpa er snillingur, hún er mesti dýravinur í heimi. Hún er rosa góð vinkona og alltaf í góðu skapi. Æ, elsku Jó- hanna, mikið er þetta allt óréttlátt, þú varst full af lífsorku og vissir al- veg hvað þú vildir gera í framtíðinni, þú ætlaðir að verða dýralæknir. Það var svo ótalmargt sem við áttum eft- ir að gera saman. Í fyrra þegar þú fermdist varst þú stórglæsileg og kjóllinn þinn var frábær og heillaðist ég mikið af honum. Takk fyrir lánið á öllum tölvuleikjunum sem þú varst alltaf tilbúin að lána mér. Elsku Klara, Hlynur og Ívar, stúlkan ykk- ar var yndisleg vinkona og mun ég geyma allar fallegu minningarnar um hana í hjarta mínu. Votta ég ykk- ur samúð mína. Bryndís Hanna Hreinsdóttir. Það er bjartur og fallegur dagur í litla þorpinu okkar á Bíldudal. Fólk hefur lokið vinnudegi og hver heldur til sinna heima, nú er stund til að sinna sínum hugðarefnum. Sumir fara í golf í góða veðrinu, aðrir fara í bíltúr og sumir fara í göngutúr. Jóhanna fór í gönguferð með hundinn sinn eins og hún gerði svo oft. Með henni slæst í för lítil sex ára hnáta. Þær ganga saman út úr pláss- inu inn í dal, glaðar og spjalla saman. Skyndilega flýgur þessi skelfilega fregn um plássið: Það varð slys, það var keyrt á Jóhönnu, litla stúlkan slapp, guði sé lof. Fólk bíður milli vonar og ótta eftir nánari fréttum. Fréttirnar berast, þetta var dauðaslys. Þorpið okkar grætur, þetta getur ekki verið rétt. Við sem eigum svo fá ungmenni, við megum engan missa. Jóhanna var eitt fallegasta blómið okkar og ein af fjórum nemendum í 9. bekk í Grunnskóla Bíldudals. Jóhanna var mikill dýravinur.Við minnumst þess að hún kom dag eftir dag hingað heim til okkar til að fá að sjá kettlinga sem kisa okkar hafði eignast. Hún sat tímum saman og bara horfði á þá og gældi við þá. Að lokum fékk hún svo að eiga falleg- asta kettlinginn og það var svo mikil gleði sem skein úr augum hennar þegar hún fór með hann heim til sín. Síðan liðu árin og Jóhanna breytt- ist í unga stúlku og hafði eignast nokkur dýr í viðbót, þar á meðal hundinn sinn, hana Perlu. Jóhanna Margrét var elskuleg stúlka og hvers manns hugljúfi. Lífs- ganga hennar varð ekki löng. Hún skilur eftir sig margar góðar og fal- legar minningar. Við erum fátækari eftir að hún er farin og við eigum öll eftir að sakna hennar. Sárastur er þó harmur foreldra hennar og bróður. Megi góður Guð styrkja þau í sorg- inni. Herdís og Sigurður. Við viljum minnast elsku Jóhönnu Margrétar Hlynsdóttur í örfáum orðum. Það sem var einkennandi við Jó- hönnu var að góðmennskan geislaði af henni. Börn skynjuðu hlýju Jó- hönnu, eitt lítið bros og hún var búin að ná þeim til sín. Til marks um það þá varð Vilhjálmur, yngsti sonur okkar, alltaf friðlaus af eftirvænt- ingu ef hann vissi að von væri á Jó- hönnu í heimsókn. Hugur Jóhönnu snerist mikið um dýr og ófáar dýrategundir hafa verið í hennar umsjá í gegnum árin enda heyrðum við hana oft tala um að verða dýralæknir. Systkinin, Jóhanna og Ívar Örn, voru afar samrýnd eins og reyndar fjöldskyldan öll. Ívar dvaldi hjá okk- ur vetrarlangt þegar hann var í Fjöl- brautaskóla Suðurlands veturinn 2002/2003 og í þau skipti sem Jó- hanna kom suður með foreldrum sín- um í heimsóknir urðu miklir fagn- aðarfundir með þeim systkinum. Hlynur, Klara og Ívar, sorg ykkar og okkar allra er lánaðist að kynnast Jóhönnu er mikil en eftir stendur minning um góða stúlku. Þórunn og Guðmundur, Þorlákshöfn. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2004 37 Kompásstrik Jóns Þórs Bjarnasonar kennara í Stýrimanna- skólanum í Reykjavík er nú á enda komið. Enn einni baráttu við krabbamein er lokið með ósigri. Það er erfitt að setjast niður og draga fram minningabrot síðustu 29 ára og vita til þess að ekki muni fleiri samverustundir okkar vinanna bæt- ast í safn minninganna. Árið 1975 tókum við tveir ungir menn stefnur sem lögðu leiðir okkar saman þegar við ákváðum að setjast á skólabekk í Stýrimannaskólanum og lentum saman í bekknum hans Jón Þórs. Reyndar höfðu Jón Þór og Magnús verið samskipa á Reykjafossi þá um sumarið þar sem grunnurinn að löngum vinskap var fyrst lagður. Við þurftum ekki langan tíma til að heillast af kennaranum sem hafði það hlutverk að koma 25 strákum í gegnum siglingafræði og skipagerð á fyrsta ári skipstjórnarfræðanna. Þar voru samankomnir sjómenn úr öllum áttum og óstýrilátir sumir hverjir. Jón Þór var þessi kennari sem hafði svörin á reiðum höndum, alveg sama að hverju var spurt enda orðheppinn með eindæmum. Fræð- unum kom hann mjög skilmerkilega og vel til skila, enda á ferðinni frá- bær kennari af lífi og sál. Af þessum kostum heillaðist bekkurinn. Þótt við værum aðeins einn vetur nemendur hjá Jóni Þór, sem þá kenndi einungis fyrsta árs nemend- um, hafði ævarandi vinskapur skap- ast á milli okkar þriggja. Vinskap sem hafði myndast sýndi Jón Þór vel í verki næstu tvö árin sem við áttum eftir að vera í námi í skól- anum. Alltaf var hægt að leita til hans með hvert það vandamál sem upp kom í náminu auk þess sem hann hafði stöðugan augastað með árangri okkar. Oft tókum við saman áherslustundir á námið utan skóla- tíma, stundir sem minningarnar ein- JÓN ÞÓR BJARNASON ✝ Jón Þór Bjarna-son fæddist í Reykjavík 20. febr- úar 1943. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 30. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 9. júlí. ar munu geyma. Að námi loknu voru vinaböndin enn frekar treyst með föstum vinafundum og áttum við okkar sérstaka dag, ásamt mökum okkar, sem var síðasti vetrar- dagur ár hvert svo fremi að við tveir vær- um í landi og fríi frá okkar vinnu á sjónum. Þegar við hittumst á síðasta ári fór ekki milli mála að hann kenndi sér meins. Hann sagðist ekki hafa tíma til að leita læknis fyrr en skóla- árinu lyki og yrði því aðeins sum- arfríið notað til að koma heilsunni í lag. Þannig var forgangsröðin. Ekki varð af vinafundi okkar í ár þar sem við vorum báðir erlendis en sam- mæltumst um að hittast síðar á árinu þegar Jón Þór væri búinn að ná betri heilsu. Til þess vinafundar mun ekki koma en við þrír áttum þó góða dagstund saman um miðjan maí þegar við heimsóttum Jón Þór. Hann var þá að undirbúa námsferð til Danmerkur, ferð sem hann ætl- aði reyndar að fara í í febrúar en varð að fresta sökum veikinda. Þá ferð fór Jón Þór og sýndi enn sem fyrr að hann hafði engan tíma til að standa í veikindum því verkefnin væru út um allt og er heim kæmi tæki við undirbúningur kennslu næsta vetrar. Að kveðjustundinni er komið þar sem Jón Þór hefur tekið stefnu til nýrrar hafnar þar sem síðar munu verða endurfundir. Við vottum Kittý og fjölskyldu dýpstu samúð á sorg- arstundu. Hilmar Snorrason, Magnús Harðarson. Fallinn er frá mikill snillingur. Jón Þór Bjarnason var meistarinn minn, þetta segi ég vegna þess að hann kenndi mér nánast allt sem ég kann í sambandi við siglingar og einnig kenndi hann mér margt fleira. Árið 1999 lágu leiðir okkar saman þegar ég byrjaði sem nem- andi í Stýrimannaskólanum. Þó að það væru rúmir þrír áratugir á milli okkar fann ég aldrei fyrir aldurs- mun í samskiptum mínum við Jón Þór. Með okkur tókst góð vinátta fljótlega eftir að ég byrjaði sem nemandi hans. Auk kennslunnar sem ég fékk á daginn, fór hann að taka mig með á kvöldin og um helg- ar í ferðir upp á Grundartanga, í „draft og bunker survey“. Það leið ekki á löngu þar til að hann fór að senda mig einan í þessar ferðir þeg- ar hann komst ekki sjálfur. Fyrir u.þ.b. einu ári kom í ljós að Jón Þór var haldinn illvígum sjúk- dómi og rétt eftir síðustu áramót fór hann í aðgerð þess vegna. Veikindin herjuðu á hann, en hann barðist á móti og bar sig alltaf karlmannlega eins og hans var von og vísa. Jón Þór var ekki tilbúinn til að yfirgefa þessa veröld, honum þótti svo gam- an að lifa. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa nemendum sínum þegar þeir þurftu á að halda. Þau eru ófá skiptin sem hann hjálpaði nemend- um sínum með hina ýmsu hluti. Ég og Jón Þór erum búnir að vera mikið saman frá áramótum. Hinn 5. júní síðastliðinn fórum við saman á IMDG nánskeið til Dan- merkur og komum heim aftur 10. júní. Þessi ferð var síðasta ferð Jóns Þórs til útlanda og ég held að innst inni hafi hann vitað það, þó að hann hafi alltaf talað eins og að hann væri ekkert veikur. Þessi ferð var skemmtileg fyrir okkur báða. Við vöknuðum eldsnemma á morgnana, gerðum okkur klára, fengum okkur morgunmat, voru að allan daginn og á kvöldin sátum við og spjölluðum um heima og geima. Eftir heimkom- una fór heilsu Jóns Þórs að hraka hratt og lést hann aðfaranótt 30. júní. Ég votta aðstandendum Jóns Þórs mína dýpstu samúð um leið ég kveð minn góða vin. Kjartan Örn Kjartansson. Mig langaði að minnast vinar míns og kennara, Jóns Þórs. Mig langar að minnast hans sem afburða kennara, þess besta sem ég hef kynnst. Þrátt fyrir að það séu tíu ár liðin frá því ég kláraði skólann fylgdist hann enn með mér sem og öðrum nemendum í leik og starfi. Í skólanum sem og í mínu starfi, sem stýrimaður, gat ég leitað til hans. Aldrei sagði hann nei og alltaf leysti hann málið. Hann hafði þann ein- staka hæfileika að vera bæði vinur nemenda sinna sem og kennari. Hann hjálpaði mér meira en hann nokkurn tímann gerði sér grein fyr- ir. Ég er stoltur að kalla hann vin minn og kennara. Þín verður sárt saknað. Birgir Gunnarsson. Endurminningin merlar æ í mánasilfri hvað, sem var, yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg. Svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg. (Grímur Thomsen.) Minningarnar streyma fram í dag, þegar við kveðjum Tyrfing Sigurðs- son vin okkar. Við höfum átt margar ánægjustundir með þeim hjónum, Tyrfingi og Sigrúnu, í gegn um árin. Á árshátíðum Lions og öðrum fagn- aðarfundum voru þau alltaf hrókar alls fagnaðar, enda voru þau eitt besta danspar landsins á sínum yngri árum. Þau voru reyndar farin að spara sporin í seinni tíð, en þegar þau fóru út á gólfið, var sko eftir þeim tekið. Ekki má gleyma öllum ferða- lögunum með Lionsklúbbi Kópa- vogs. Vorferðir innanlands og utan- landsferðir þar sem þau hjónin voru TYRFINGUR SIGURÐSSON ✝ Tyrfingur Sig-urðsson fæddist í Keflavík 13. júní 1936. Hann lést á heimili sínu 30. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 12. júlí. oftast þátttakendur. Í þessum ferðum voru þau alltaf samhentir gleðigjafar og lagði Tyrfingur jafnan sitt af mörkum til að gera lífið og tilveruna dálítið skemmtilegri. Tvisvar á þessu ári sem rétt er hálfnað höfum við notið þeirrar ánægju að vera með þeim í útlöndum, Glasgow í febrúar, síð- an Róm og Pompei í maí. En nú er Tyrfing- ur vinur okkar farinn í sína síðustu för. Við óskum honum allra heilla á þeirri ferð og þökkum honum samfylgdina og vináttuna í gegn um árin. Elsku Sigrún, börn og barnabörn. Blessuð sé minning Tyrfings Sig- urðssonar. Við hjónin sendum ykkur samúðarkveðju með þessum ljóðlín- um Davíðs Stefánssonar: Hver fugl skal þreyta flugið móti sól að fótskör Guðs, að lambsins dýrðarstól og setjast loks á silfurbláa tjörn og syngja fyrir lítil englabörn. Pétur og Dollý. Okkur langar til að minnast okkar kæra vinar Tyrfings Sigurðssonar með nokkrum orðum. Það var erfitt að trúa því þegar Sigrún hringdi að morgni 30. júní og tjáði mér þessi sorglegu tíðindi, að Tyrfingur væri látinn. Ég er búin að þekkja Tyrfing í næstum 50 ár þ.e. síðan Sigrún frænka mín og hann byrjuðu að vera saman. Við heimsóttum þau oft þeg- ar þau bjuggu í Keflavík fyrstu hjú- skaparárin og pössuðum við Solla systir Guðna, elsta son þeirra, eitt sumar og fórum með þeim m.a. í úti- legu o.fl. Árin liðu og þau fluttu til Reykja- víkur og voru tíðir gestir á heimili okkar og við á þeirra. Eftir að við Sigurjón og börnin okkar fluttum heim frá Svíþjóð, þar sem við höfðum búið í tæp sex ár, fékk Tyrfingur Sig- urjón til þess að ganga til liðs við Lionsklúbb Kópavogs og Sigrún mig í Lionsklúbbinn Ýr. Það varð til þess að við hittumst e.t.v. oftar en annars hefði orðið og vinskapurinn varð bara meiri með árunum. Ég var ekki lengur „litla stelpan“ hans eins og hann kallaði mig oft í gamla daga, heldur kær vinkona. Margar ánægju- og gleðistundir höfum við hjónin átt saman, bæði við fjögur og ásamt öðrum vinum, m.a. á nýárskvöldum og ferðalögum innan- lands og erlendis. Ekki má ég gleyma hvað mér þótti óskaplega gaman að dansa við hann, enda sýndi hann dans á sínum yngri árum. Það má segja að við Sigurjón höf- um tekið við af foreldrum mínum eft- ir að pabbi lést, langt um aldur fram, fyrir tæpum 25 árum, þar sem mikill vinskapur var á milli þeirra og Sig- rúnar og Tyrfings. Aldursmunurinn hafði og hefur þar ekkert að segja þegar vinátta á í hlut, en pabbi var 19 árum eldri en Tyrfingur og við vor- um 11 árum yngri. Það mun taka langan tíma að venj- ast því að Tyrfingur skuli ekki vera á meðal okkar. Við þökkum honum fyrir allar þær ánægjustundir, sem við höfum átt saman með þeim hjón- um. Elsku Sigrún mín, Guðni, Auður, Siggi, Jóna, Jóhann og börn, við Sig- urjón, mamma, Solla og Haddi biðj- um góðan Guð að styrkja ykkur og vera með ykkur í þessari miklu sorg. Kveðja. Sigríður Haraldsdóttir. Kveðja frá Lionsklúbbi Kópavogs Fallinn er í valinn Tyrfingur Sig- urðsson byggingameistari. Tyrfing- ur gekk til liðs við Lionsklúbb Kópa- vogs árið 1966 og hafði því þjónað þeirri merku hugsjón „við leggjum lið“ í 38 ár. Tyrfingur var mikill fé- lagsmálamaður og tók virkan þátt í starfi og leik klúbbs síns frá fyrstu tíð. Hann hafði gegnt nánast öllum trúnaðarstörfum í Lionsklúbbi Kópavogs, verðið nefndarmaður, nefndarformaður, stjórnarmaður og formaður. Tyrfingur var raungóður maður og gott til hans að leita með verkefni úr klúbbstarfinu, þau voru ávallt vel af hendi leyst. Tyrfingur var mikill gleðimaður og hrókur alls fagnaðar á gleðistundum og tóku þau heiðurshjón Tyrfingur og Sigrún góðan þátt í skemmtistarfi klúbbsins jafnt innanlands sem utan. Á 45 ára afmælisfundi Lionsklúbbs Kópavogs hinn 14. maí sl. hlaut Tyrfingur æðstu viðurkenningu, sem lions- manni getur hlotnast er félagar hans í Lionsklúbbi Kópavogs gerðu hann að Melvin Jones félaga. Með Tyrfingi er fallinn frá mikill og góður lionsfélagi og verður hans sárt saknað. Megi góður Guð styrkja Sigrúnu og börn þeirra hjóna á erf- iðum tímum. Öðrum aðstandendum vottum við félagar í Lionsklúbbi Kópavogs okkar dýpstu samúð. Sveinn Ingason, formaður. www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.