Morgunblaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Aðalheiður JónaSigurgrímsdótt- ir fæddist í Reykja- vík 3. júlí 1940. Hún lést á heimili sínu að morgni föstudagsins 16. júlí síðastliðins. Foreldrar hennar voru Sigurgrímur Árni Ólafsson, stræt- isvagnastjóri og síð- ar skrifstofumaður hjá Mjólkursamsöl- unni, f. 1.2. 1911, d. 19.5. 1969, og Lára Laufey Sigursteins- dóttir, f. 8.7. 1914, d. 18.5. 1991. Systur Aðalheiðar eru Svana Sigurrós, f. 2.9. 1935, gift Erni Einarssyni, f. 23.12. 1936, þau búa í Vestmannaeyjum, og Rut, f. Guðmundsson, f. 1969, sonur þeirra er Guðmundur Ingi, f. 14.10. 1995, þau búa í Mosfellsbæ. Fyrir átti Svana Þórunni Björk Einarsdóttur, f. 19.7. 1980, Fannar Má Einarsson, f. 22.3. 1983, Elísa- betu Heiði, f. 1.1. 1986, og Telmu Valey, f. 16.4. 1988. Aðalheiður giftist 18.9. 1965 seinni manni sínum Halldóri Har- aldssyni frá Efri-Rauðalæk í Rang- árvallasýslu, f. 13.3. 1946. Þau eiga tvo syni, þeir eru: a) Geir, f. 22.4. 1965, sambýliskona Helena Sigríður Pálsdóttir, f. 31.7. 1972, synir þeirra eru Elvar Geir, f. 4.1. 1993, og Halldór Páll, f. 21.7. 1994, þau búa í Vestmannaeyjum. b) Haraldur, f. 14.3. 1966. Hann býr í Vestmannaeyjum. Aðalheiður vann ýmis störf bæði innan heimilis og utan. Síðustu ár- in starfaði hún á Heilbrigðisstofn- un Vestmannaeyja. Hún var virk í starfi Hvítasunnukirkjunnar í Vestmannaeyjum um árabil. Útför Aðalheiðar fer fram frá Hvítasunnukirkjunni í Vestmanna- eyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 26.8. 1950, gift Odd- var Egeli, f. í Noregi 22.9. 1951, þau búa í Reykjavík. Aðalheiður giftist 1959 fyrri manni sín- um, Guðmundi Bene- diktssyni. Þau skildu. Með Guðmundi eign- aðist hún tvær dætur, þær eru: a) María, f. 20.3. 1959, gift Sigur- steini Hjartarsyni, f. 19.9. 1959, þau búa í Neðri-Hundadal í Döl- um. Dóttir þeirra er Sigurdís Elísa Lilja, f. 15.12. 1979. Fyrir átti María son- inn Guðmund Líndal Pálsson, f. 27.4. 1977. b) Svana, f. 27.4. 1960, sambýlismaður Hjálmtýr Unnar Elsku amma. Það er alltaf erfitt að horfa á eftir ástvinum sínum hverfa á brott yfir móðuna miklu, sérstaklega þegar það gerist svo fljótt og óvænt. Ein- hvern veginn bjóst maður við því að eiga þig að miklu lengur en raun bar vitni en svona er lífið hér á jörðinni. Við minnumst þess sérstaklega hve fær þú varst við handavinnuna, saumaðir út í öll kort sjálf og gerðir svo fallega muni úr perlum sem þú svo gafst sem gjafir. Við hugsum alltaf til þín þegar við sjáum rauðan ópal því það varstu alltaf með í vas- anum eða veskinu. (Þórunn skrifar) Þótt sambandið á milli okkar hafi nú ekki verið alltof mikið undanfarin ár þá á ég alltaf minningarnar um þig þegar ég var lítil og bjó hjá þér í London í Eyjum. Ég man líka hvað okkur frændsystk- inunum fannst nú fyndið að fá jóla- pakka frá þér, þú gafst okkur oftast einhver föt en ruglaðir stærðunum svo saman að við urðum alltaf að skipta okkar á milli. Þá fannst manni nú amma í Vestmannaeyjum orðin skrítin. Það var svo óraunverulegt að heyra fréttirnar af andláti þínu á föstudaginn. Hvernig gastu verið dá- in þegar ég ætlaði að fara að heim- sækja þig bara daginn eftir? Núna vildi ég óska að ég hefði haft sam- band fyrr, en ég er þó þakklát fyrir að hafa heyrt í þér á afmælisdaginn þinn. Þá varst þú strax farin að hlakka til heimsóknarinnar. (Elísa skrifar) Mig langar sérstak- lega að þakka þér amma mín fyrir allan þinn hlýhug í minn garð í veik- indum mínum og allar spjallstund- irnar sem við áttum saman síðast- liðin þrjú ár. Ekki óraði mig fyrir því að símtalið okkar síðastliðinn mið- vikudag yrði okkar síðasta. Þú hafðir nýlega spurt mig hvenær ég ætlaði að koma og heimsækja þig og nú sé ég eftir því að hafa ekki farið fyrr. En ég veit að við hittumst fljótt aftur amma mín, í upprisunni, þegar Drottinn kemur og sækir okkur til sín. Við kveðjum þig nú með söknuði elsku amma og þökkum allar sam- verustundir sem við máttum eiga með þér. Hvíl í friði. Ástarkveðjur, þín barnabörn Þórunn Björk og Sigurdís Elísa Lilja. Við vorum bara sex ára. Tvær litl- ar hnátur með langar fléttur – henn- ar alltaf þykkari og fallegri en mínar – ákváðu að verða vinkonur. Á gangstéttinni fyrir framan þar sem Samhjálp Hvítasunnumanna er nú til húsa var þessi örlagaríka ákvörðun tekin. Svolítið merkileg staðsetning, vegna þess að sam- hjálpin og greiðviknin var svo ríkjandi þáttur í fari Öllu Jónu. Vinátta sem var okkur báðum svo dýrmæt gegnum bernsku- og unglingsárin og fram á fullorðins- ár, en þá var eins og við týndum hvor annarri í bili. En þráðurinn slitnaði aldrei, þó að á honum togn- aði, og við fylgdumst með eins og úr fjarlægð. Alla Jóna giftist Halldóri sínum og flutti úr borginni og báðar eignuð- umst við börn og buru og árin liðu við basl og búskap, en hvorug gleymdi bernsku- og æskuvinkonunni. Oft var hún búin að bjóða mér í heim- sókn til Vestmannaeyja og alltaf ætl- aði ég að fara, en lét þó ekki verða af því lengi vel. En þar sem Guð var sameiginlegur vinur okkar beggja ákvað Hann að taka í taumana. Hann vissi líka betur en nokkur annar að við þráðum báðar að endurnýja og treysta gömlu vinaböndin. Svo var það fyrir nokkrum árum að yngsta dóttir mín, hún Ella Gitta, og Ketill maðurinn hennar ákváðu að heimsækja vini sína í Eyjum og drifu mig með sér. Það varð ógleymanleg ferð. Alla Jóna og Halldór tóku á móti mér opnum örmum. Við áttum yndislega helgi saman og nutum þess út í æs- ar. Halldór, þessi ljúflingur, dekraði við okkur á alla lund, bauð okkur á tónleika og út að borða milli þess sem hann stjanaði við okkur. Sjálfar máttum við ekki gera handtak, við áttum bara að njóta. Og það gerðum við. Ég man ekki eftir að hafa verið jafn úthvíld eftir nokkurt frí. Síðan hef ég margoft verið gestur á heimili þeirra og alltaf komið ríkari heim. Við nutum báðar þeirra forrétt- inda að alast upp á kristnum heim- ilum og vorum mikið saman í kristi- legu starfi en það komst einhvern veginn meira upp í vana en að það væri af sannfæringu. Við þurfum nefnilega að velja sjálf, í þessu lífi, hvar við verðum í eilífðinni. Það er bara ein leið til Himins og hún ligg- ur í gegnum Golgata. Það er líka hamingjuleiðin. Við vinkonurnar völdum báðar Golgataleiðina, en við vorum óþarflega lengi að ákveða okkur. Alla Jóna var afar trygglynd og góður vinur og vildi lifa í sátt við Guð og menn. Hún var ekki mannblendin eða fyrir að trana sér fram, en það var auðvelt að fá hana til hlæja með sér í þröngum hópi. Hún var mikil hannyrðakona og afar vandvirk. Það var sama hvort hún heklaði, prjónaði dúka og föt, saumaði út eða síðast en ekki síst var í perlusaum, allt lék það í höndunum á henni og hún kenndi mér margt. Hún hafði yndi af að gefa án þess að ætlast til nokkurs í staðinn og varð gjarnan undrandi þegar henni var hrósað. Hún bar hag fjölskyldunnar mjög fyrir brjósti og þráði af öllu hjarta að börnin hennar og barnabörnin og all- ur hópurinn hennar fyndi hamingju- leiðina, sem Biblían talar um í Jer- emía 6:16: Svo mælti Drottinn: Nemið staðar við veg- ina og litist um og spyrjið um gömlu göt- urnar, hver sé hamingjuleiðin og farið hana,svo að þér finnið sálum yðar hvíld. Hún mátti ekki til þess hugsa að neinn sem henni var kær missti af Himninum. Hún átti einlæga trú á Frelsarann Jesúm Krist og hafði náið bænasam- félag við hann á hverjum degi. Henni fannst hún aldrei geta gert neitt fyr- ir Jesú, sem hafði gefið henni allt. En nú hefur hún fengið að heyra Hann segja: Gott þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr,yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn til fagnaðar Herra þíns. (Matt. 25:21.) Nú er hún í betri stofunni hjá Jesú og þar ætla ég að hitta hana þegar minn tími kemur. En þú? Nú hefur hún hitt þá ástvini sína, sem farnir eru á undan henni, og nú er hún laus við allar þjáningar og áhyggjur, annars væri það ekki Paradís. Það voru mörg SMS-in, sem fóru á milli okkar með bænarefni og þakk- arefni, þegar bænir okkar voru heyrðar og það var mjög oft. Auk þess áttum við „örstutt“ símtöl, þar sem við gleymdum tímanum. Í eigingirni minni finnst mér hún hafa farið alltof fljótt, hún var að vísu mjög bráðlát, en það var svo margt sem við áttum eftir að gera og svo margt sem við áttum ósagt hvor við aðra, þó töluðum við saman oft í viku. Við ætluðum að hittast eftir versl- unarmannahelgina. Við ætluðum að njóta ellinnar saman, þ.e. elli barnanna okkar því að við vorum ekkert gamlar. Í staðinn fáum við að njóta eilífrar æsku í betri stofunni hjá Jesú. Ég fyllist þakklæti til Drottins, sem gaf mér þessa yndislegu vin- konu, sem leyfði mér að eiga hlut- deild í gleði hennar og sorgum, sem leyfði mér stundum að halda undir eitt hornið af hennar byrðum, svona rétt til að létta þær örlítið, en vildi svo helst taka allar mínar í fangið og losa mig við þær. Oft tókst henni það og ef ekki þá fól hún Guði þær og það breytti öllu. Elsku Halldór, Halli minn, Mæja, Svana og Geir. Systur hennar, Svana og Rut, og Geir stjúpi. Allir ástvinir aðrir, mínar hjartans dýpstu samúð- arkveðjur til ykkar allra. Bið Drottin að gefa ykkur styrk og kraft til að takast á við sorgina og söknuðinn. Verum tilbúin þegar kallið kemur. Hittumst í „betri stofunni“. Elín Pétursdóttir (Ella P.). Það voru óvæntar fréttir sem bár- ust föstudaginn 16. júlí um andlát Aðalheiðar Jónu eða Öllu Jónu eins og hún var oftast kölluð. Leiðir okk- ar lágu saman í rúman áratug, sér- staklega í starfi Hvítasunnukirkj- unnar í Vestmannaeyjum. Alla Jóna var trúföst í því sem hún tók að sér. Það fór ekki alltaf mikið fyrir henni, en hún lagði sitt á vog- arskálina. Hún sinnti bænastarfi af alúð, bæði í einrúmi og með öðrum. Það var notarlegt að koma á heim- ili Öllu Jónu og Dóra eiginmanns hennar, alltaf nóg að spjalla. Alla Jóna hafði skoðanir á ýmsum hlutum og er margs að minnast í því sambandi. Hún vann fallega handavinnu og voru margir sem fengu fallegar gjaf- ir sem hún hafði unnið. Alla Jóna hafði gaman af sálmum og ég minn- ist þess að hún naut þess að hlusta á sálma í mismunandi flutingi. Einn af þeim sálmum sem voru í uppáhaldi hjá henni var þessi gamli sálmur um kross Krists. Upp á afskekktri hæð rís við eldgamall kross, eins og ímynd af háði og smán. Ó, ég elska þann kross, sem mitt einasta hnoss, því að einmitt hér fann ég mitt lán. Ó, ég elska hinn eldgamla kross, því hér almættis kraft Guðs ég finn. Ég vil heiðra þann heilaga kross þar til himneska sveiginn ég vinn! (Þýð. Á.E.) Ég vil senda fjölskyldunni samúð- arkveðjur, sérstaklega Halldóri og Haraldi. Þóranna M. Sigurbergsdóttir. Kveðja frá Hvítasunnu- kirkjunni Vestmannaeyjum Kveðjustundir eigum við margar í lífinu. Oftast er hlakkað til að hittast á ný og eiga frekari samvistir. Þó kemur sú kveðjustund þegar ekki verður hitst aftur. Þá er gjarnan staldrað við og litið yfir farinn veg, en það vantar einn til að fylla mynd- ina og gera hana heila. Trúsystir okkar Aðalheiður Jóna Sigurgríms- dóttir er látin fyrir aldur fram. Það er skarð í röðum okkar sem vandfyllt er. Aðalheiður eða Alla Jóna eins og hún var oftast kölluð var ekki fyr- irferðarmikil kona en sannarlega munaði um hana þar sem hún lagði hönd á plóg. Alla eignaðist trú á Jes- úm sem frelsara sinn unglingur að aldri. Leið hennar í lífinu lá þó út úr safnaðarstarfinu um langa hríð, en alltaf blundaði trúin í henni. Upp úr fimmtugu glaðvaknaði trúin í henni aftur og nú varð ekki aftur snúið. Verk hennar verða ekki öll upptalin því mörg þeirra voru ekki öðrum kunn. Margar gjafir, sem hún hafði sjálf búið til því hún var orðlögð fyrir hannyrðir sínar, glöddu aðra, marg- ar voru þær krónurnar sem lagðar voru fram öðrum til blessunar. Eng- inn nema Drottinn getur þó metið bænirnar allar sem beðnar voru fyrir öðrum. Neyð annarra, skyldra eða ókunnugra, var tilefni til að spenna greipar og tala við Drottin. Það er sannarlega tómlegra hjá okkur við brottför hennar, en nú prýðir hún aðrar vistarverur, í nærveru Jesú Drottins hennar og frelsara. Við þökkum samfylgdina, það vor- um við sem nutum. Það er söknuður okkar á meðal, en við vitum að sárastur er söknuðurinn hjá aðstandendum og því biðjum við þeim blessunar og huggunar Drott- ins. Ég segi í Öllu stað, það sem ég veit að hún horfði til: ,,Kom þú, Drottinn Jesús! Náðin Drottins Jesú sé með öllum. (Opinberunarbókin 22:20–21.) Steingrímur Ágúst Jónsson, safnaðarhirðir. Aðalheiður Jóna var hluti af Agl- ow samfélaginu í Vestmannaeyjum, en Aglow er kærleiksnet kristinna kvenna. Hún var dugleg að sækja samfélag og tók hún þátt í bæna- og hjálparstarfi. Það verður söknuður er við hittumst á ný í haust án henn- ar. Bænir hennar voru blessun hverjum þeim er nutu. En, nú er hún hjá Drottni sem hún elskaði, komin þangað sem hún þráði að vera. Aglow í Vestmanneyjum þakkar samfylgd og sendir fjölskyldunni samúðarkveðjur. Aglowkonur í Vestmannaeyjum. Svo lengi sem ég man eftir mér hefur hún Alla Jóna verið hluti af lífi mínu. Fyrstu árin birtist hún í ótal sögum sem mamma sagði mér af því sem þær stöllur höfðu brallað á yngri árum. Það var svo fyrir nokkrum ár- um að ég bar gæfu til að kynnast henni af eigin raun. Eins og svo margt annað gott í lífi mínu, áttu þessi kynni sér stað úti í Vestmanna- eyjum og áttu þau eftir að verða mér til ómældrar blessunar. Á þessum árum hafði ég svolítið misst fótanna í lífinu og frétti Alla Jóna af því. Eftir það átti ég stað í bænum hennar upp á hvern einasta dag og urðu bænir hennar m.a. til þess að ég fékk sigur á óvini sem ég hafði talið ósigrandi. Síðustu árin hefur svo vinátta okkar styrkst og aukist í gegnum tengslin við mömmu og Eyjarnar. Það er frá- bært að eiga vini sem gera það að verkum að maður getur verið maður sjálfur og samt verið algjörlega af- slappaður. Vini sem dást að blóm- unum í garðinum manns en líta framhjá illgresinu. Þannig vinur var Alla Jóna. Var eins og stjörnurnar – maður sér þær kannski ekki á hverj- um degi en maður veit að þær eru alltaf þarna, alltaf til staðar. Alla Jóna var einn af máttarstólp- um Guðsríkisins. Hún eyddi löngum stundum til bæna og var þannig drif- krafturinn á bak við hvert verkið á fætur öðru í ríki Herrans. Hún var AÐALHEIÐUR JÓNA SIGUR- GRÍMSDÓTTIR Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjógvun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af verður skorið fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. (Hallgr. Pét.) Þetta var það fyrsta sem upp kom í hugann er mér var færð andlátsfrétt Björgvins Edwardssonar mágs míns á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Það er ekki nema ár síðan ég stóð við gröf Jónínu systur minnar og kvaddi hana og nú ári síðar stend ég við gröf mannsins hennar og kveð hann í síðasta sinn. Að þekkja Björgvin voru forrétt- indi, hreinn og beinn var hann og þar sem Björgvin fór var ekkert til í hans orðaforða sem hét vandamál, það voru nefnilega engin vandamál í kringum Björgvin, hann reddaði öllu og það strax. Hann var greiðvikinn og var fljótur að leggja öðrum lið ef svo BJÖRGVIN SNÆVAR EDWARDSSON ✝ Björgvin SnævarEdwardsson fangavörður fæddist í Reykjavík 16. nóv- ember 1944. Hann lést hinn 17. júní síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Kot- strandarkirkju 26. júní. bar undir. Margar eru sögurnar sem hægt væri að segja af Björgvini og vekja þær allar gleði í huga mínum en þær ætla ég að geyma í hjarta mínu. Það er erfitt að trúa því að Björgvin sé farinn frá okkur og liggur við að ég bíði eftir því að hann komi í heimsókn og kíki í kaffi eins og hann var vanur og gerði svo oft þegar hann var á ferð. Björgvin hafði gaman af að ferðast og voru ófáar ferðirnar sem hann og Jónína hafa farið um landið síðustu ár, einnig var hann dýravinur mikill og átti hann bæði hesta og kindur sem veittu honum ánægju og yndi og var oft mikið að gera, einkum á sumrin við heyskap og annað. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Að leiðarlokum þökkum við hjónin fyrir þær góðu stundir sem okkur voru ætlaðar hér saman og biðjum góðan guð að blessa minningu Björg- vins. Fjölskyldunni allri vottum við Þórdís dýpstu samúð okkar. Jón Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.