Morgunblaðið - 22.08.2004, Page 9

Morgunblaðið - 22.08.2004, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 2004 9 Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n 29.900 kr.* Flugsæti: Krít, Portúgal, Mallorca, Benidorm og Costa del Sol. Verð frá á mann í stúdíói á Brisa Sol eða Ondamar. á mann. 49.900 kr.* á mann í íbúð með 1 svefnherbergi. Sama verð óháð fjölda, þ.e. hvort sem 2 eða 4 eru í íbúð. Sumartilbo›: Benidorm Albir Portúgal Vinsælasti áfangasta›ur Úrvals-Úts‡nar frá upphafi. 24. og 31. ágúst. 7., 14., 21. og 28. september. Perla Mi›jar›arhafsins - heillandi áfangasta›ur. 26. ágúst. 2., 9., 16., 23. og 30. september. 25. ágúst, 1. , 8., 15., 22. og 29. sept. Mallorca 44.900 kr.* Sumartilbo›: á mann í studíó á La Colina. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 55 89 08 /2 00 4 Sí›us tu sæ tin! 54.900 kr. á mann m.v. 4 í íbúð með 1 svefnherb. á Cala Millor Park eða Marina Plaza. 49.900 kr.* á mann m.v. 2 í íbúð með 1 svefnherb. Sumartilbo›: 59.900 kr. * * Paradís við Miðjarðarhafið. 24. ágúst. 1., 8., 15. og 22. september. Costa del Sol á mann í íbúð með 1 svefnh. á Sunset Beach Club. Sama verð óháð fjölda, þ.e. hvort sem 2 eða 4 eru í íbúð. 55.900 kr.* Sumartilbo›: á mann íbúð með 1 svefnherb. Sama verð óháð fjölda, þ.e. hvort sem 2 eða 4 eru í íbúð. 49.900 kr.* Finndu verð á þinni ferð á www.urvalutsyn.is Ver›i› er netver›. Bóka flarf og grei›a sta›festingargjald, e›a fullgrei›a fer› á netinu. Ef bóka› er símlei›is e›a á skrifstofu, grei›ist bókunar- og fljónustugjald, sem er 2.000 kr. á mann. *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting, fer›ir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Fjörugt strandlíf og ví›frægt næturlíf. SÓLVEIG Eiríksdóttir, annar eig- enda Græns kosts við Skólavörðu- stíg í Reykjavík, hefur selt hlut sinn í fyrirtækinu meðeiganda sínum, Hjördísi Gísladóttur. „Ég seldi minn hlut af heilsufars- ástæðum en ég hef verið frá vinnu í nokkra mánuði,“ útskýrir Sólveig. Hún seg- ist þó vera búin að ná heilsu á ný. „Ég er að fara að gera alls konar hluti,“ segir Sól- veig, aðspurð hvað nú taki við. Í fyrsta lagi segist hún ætla að halda áfram með grænmetisnám- skeiðin sín. Ennfremur segist hún vera byrjuð á því að flytja inn salat frá Hollandi, sem er meðhöndlað á ákveðinn hátt og hefur svokallaða Milieukeur-vottun. Salatið, segir hún, er selt í Hagkaupum, Bónus, Tíu – ellefu og Fjarðarkaupum, s.s. Melabúðinni. „Auk þess er ég með ýmislegt annað lífrænt á prjónun- um,“ bætir hún við, en vill ekki upp- lýsa um það að svo stöddu. Sólveig og Hjördís stofnuðu Grænan kost fyrir nær tíu árum. Sólveig segir að þótt hún hafi selt sinn hlut í fyrirtækinu muni hún starfa áfram hjá Grænum kosti, sem ráðgjafi við gerð matseðla. „Ég er ekki alveg búin að sleppa hendinni af Grænum kosti.“ Hún segir aðspurð að Íslendingar séu að verða sér æ betur meðvitandi um það hvað þeir láti ofan í sig. Hún ráðleggur fólki að forðast mat með mikið unnum kol- vetnum. Sólveig selur sinn hlut í Grænum kosti Er með ýmislegt á prjónunum Sólveig Eiríksdóttir ÍBÚAR við neðanverð Garðhús óska eftir að gera eftirfarandi athuga- semdir vegna ummæla Árna Þórs Sigurðssonar, formanns samgöngu- nefndar, í kvöldfréttum ríkisút- varpsins 19. ágúst sl. um Hallsveg í Grafarvogi í Reykjavík. „Fulltrúar íbúa áttu góðan fund með Árna í lok júlí 2001 þar sem far- ið var yfir legu fyrirhugaðrar stofn- brautar sem sett var inn í aðalskipu- lag Reykjavíkur 1991. Á fundinum var Árna afhent gögn máli okkar til stuðnings og kom fram mikill skiln- ingur hjá Árna á þeim vanda sem brautin veldur íbúum. Veruleg von- brigði voru því að hlusta á útlistanir Árna í útvarpi nú varðandi Hallsveg. Útlistanir hans á því að íbúar Graf- arvogs þurfi ekki að hafa áhyggjur af gegnumakstri frá Hamrahlíðalönd- um vegna þess að ekki liggi fyrir tenging milli Víkurvegar og Vestur- landsvegar eru með ólíkindum. Ástæða þess að íbúasamtök Grafar- vogs og okkar ágætu borgarfulltrúar hér í Grafarvogi hafa sýnt málinu áhuga er að 4 akreina stofnbraut er ekki „misskilningur“, heldur bláköld staðreynd sem þarf að sporna við. Alla tíð hafa íbúar í okkar góða hverfi sagt að meta þurfi veginn í heild sinni frá Vesturlandsvegi að Sundabraut. Óumdeilt er að leysa þarf mál innan hverfis vegna um- ferðarvandamála innan Grafarvogs, en opnun fyrir akstur frá öðrum borgarhlutum er eitthvað sem verð- ur að fyrirbyggja. Ummæli Árna varðandi Hallsveg í náinni framtíð eru því vægast sagt undarleg þar sem hann ætti að vita betur og því vísum við ummælum hans á bug.“ Íbúar í Garðhúsum 39, 41 og 43. Athugasemd frá nokkrum íbúum við neðanverð Garðhús LANDBÚNAÐARNEFND Alþing- is var á ferð um Suðurland á dög- unum. Myndin var tekin þegar nefndin heimsótti Mjólkurbú Flóa- manna. Með þeim eru mjólkur- bústjóri og stjórnarmenn búsins. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Landbúnaðarnefnd á ferð ÞÆR fréttir berast úr Fjarðabyggð að þar hafi orðið töluverð fjölgun á ref og mink. Segir á vefnum fjarda- byggd.is að þrátt fyrir að vel hafi verið staðið að veiðum undanfarin ár virðist dýrunum ætíð fjölga. Því er gert skóna að mildir vetur síð- ustu ára eigi mikinn þátt í því að dýrin komist vel á legg og mun töluvert um að veiðimenn finni nú greni á nýjum stöðum. Það sem af er ári hafa veiðst 63 minkar, 32 ref- ir og 48 yrðlingar og er kostnaður við veiðarnar orðinn um ein og hálf milljón króna. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Refur og minkur sækja á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.