Morgunblaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 2004 11 verk Glanna glæps (Robbie Rotten) og Julianna R. Mauriello leikur Sollu stirðu (Stephanie). „Julianna er 13 ára frá New York og var valin úr stórum hópi stúlkna á hennar aldri. Hún flutti með mömmu sinni hingað til Íslands til að vera með í upptökunum – er í fjarkennslu á Netinu og stendur sig gríðarlega vel, bæði í skól- anum og í hlutverkinu. Þau Stefán Karl eiga örugglega eftir að verða heimsfræg fyrir leik sinn í Latabæ,“ segir Magnús og dreg- ur við sig svarið þegar hann er spurður að því hvort hann reikni ekki með heimsfrægð fyrir sjálfan sig. „Þú verður að athuga að ég er enginn leikari. Ég er meiri íþróttamaður,“ bætir hann við hugsi. Aðrir íbúar Latabæjar eru brúður og þarf allt að þrjár manneskjur til að stjórna hreyfingum hverrar brúðu. Bakgrunn- urinn er síðan hannaður í einu fullkomnasta þrívíddar myndveri í heiminum – í Garðabænum. Latibær á Time Square Fyrsti Latabæjarþátturinn (Lazy Town) var frumsýndur á Nick Jr.-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum 16. ágúst sl. Nú hafa verið sýndir fjórir þættir á sjónvarpsstöðinni og er gert ráð fyrir að þættirnir verði sýndir 511 sinnum á ári í þrjú ár á stöðinni. Þá var gert ráð fyrir að sýningar á þáttunum hæfust á CBS- sjónvarpsstöðinni 18. ágúst. Nickelodeon, Nick Jr. og CBS eru allar í eigu stærsta fjölmiðlafyrirtækis í Bandaríkjunum, Viacom International, og eiga sýningarrétt á Latabæ í Bandaríkjunum. „Við erum ákaflega ánægð með að CBS sé að undirbúa sýningu þáttanna. Jafnútbreiddar sjónvarpsstöðvar taka sjaldan ákvörð- un um sýningar á nær óþekktu efni. Ekki minnkar ánægjuna að til stendur að sýna þættina á besta áhorfstíma á meðan flest börn eru heima um helgar. Við erum að tala um að þátturinn fari inn á öll heimili í Bandaríkjunum, þ.e. þar sem er sjónvarp.“ Magnús er spurður að því hvaða viðtökur þættirnir hafi fengið í Banda- ríkjunum. „Þáttunum hefur verið gríðarlega vel tekið, bæði af al- mennum áhorfendum og gagnrýnendum. Fyrstu áhorfsmæl- ingar eru miklu betri en menn höfðu gert ráð fyrir og hafði Nickelodeon þó búist við að þættirnir yrðu „hit“. Hingað hafa borist hundruð þakkarbréfa með tölvupósti og enginn leikur á vef Nickelodeon (www.nickjr.com) er jafnvinsæll og Latabæjar- vefurinn um þessar mundir. Inn á hann fara um 70.000 manns á hverjum degi. Sem dæmi um viðhorf gagnrýnenda get ég nefnt að stærsta blað í San Diego sem er Union Tribune gaf þættinum hæstu einkunn fyrir sjónvarpsefni.“ Sýningunum á þáttunum vestanhafs hefur fylgt mikil fjöl- miðlaumfjöllun. „Ég hafði sérstaklega gaman af því að fjallað skyldi um tvo Íslendinga í Sunday Times um síðustu helgi, þ.e. mig og Björk Guðmundsdóttur,“ viðurkennir Magnús og nefnir að viðtöl við sig hafi birst í öðrum stórblöðum á borð við New York Times og L.A. Times. Latabæ var varpað upp á stóran skjá á Time Square í New York frumsýningardaginn 16. ágúst. Sú spurning vaknar hvort íslenskir aðdáendur Íþróttaálfsins megi eiga von á því að sjá hann í íslensku sjónvarpi á næstunni. „Ég býst við því að nokkur bið verði á því að þættirnir verði sýnd- ir í íslensku sjónvarpi. Annars vegar af því að íslensku sjónvarps- stöðvarnar hafa ekki fest kaup á þáttunum. Hins vegar af því að við erum núna að framleiða þættina á ensku og talsetning yfir á önnur tungumál, þ.m.t. íslensku, hefst að tökum loknum.“ 10 vikna flæðilína Enda þótt efniviðurinn sé nægur segir Magnús oft töluverða glímu að semja Latabæjar-þættina. „Barnaefni byggist yfirleitt annaðhvort á glímunni milli góðs og ills eða einhvers konar hug- lægum/tilfinningalegum boðskap. Latibær byggist ekki aðeins á hvoru tveggja heldur þarf í hverjum þætti að vera gott svigrúm fyrir hreyfingu. Ekki má heldur gleyma því að þættirnir verða að vera spennandi án þess að ofbeldi komi við sögu. Handritsgerð þáttanna er því oft töluverður línudans,“ segir hann og útskýrir að drögin að hverjum þætti verði til í samræðum sínum við nokkra bandarískra handritshöfunda. „Við setjumst niður og veltum oft upp 100 hugmyndum yfir helgi. Að lokum veljum við og einföldum eina hugmynd niður í handrit á einu blaði. Að því loknu er skrifað 24 síðna handrit áður en handritið er aftur ein- faldað og endurskrifað tvisvar sinnum áður en endaleg útgáfa liggur fyrir. Eftir að hannaðir hafa verið búningar og gengið frá leikmynd niður í smæstu smáatriði er loksins hægt að fara að æfa og taka þáttinn upp. Síðast en ekki síst er svo þátturinn klipptur í endanlega mynd. Hver þáttur fer með þessum hætti í gegnum um 10 vikna flæðilínu.“ Magnús segir verkefnið fjármagnað af íslenskum fjárfestum og trúnaðarmál sé hverjir þeir séu. „Ég get ekki gefið þér aðrar tölur en þær að heildarverkefnið með myndverinu og öllu saman kostar vel á annan milljarð íslenskra króna,“ segir hann og tekur fram að Íslandsbanki hafi sölutryggt útboðið eftir að gengið var til samninga við Nickelodeon. „Sem frumkvöðull finn ég vel hversu mikla ábyrgð ég ber gagnvart því að bera ábyrgð á fjár- munum annarra. Við erum raunar öll ákaflega meðvituð um þessa ábyrgð og leggjum okkur 100% fram við að standa undir væntingum okkar sjálfra og fjárfestanna um gæði þáttanna.“ Magnús hefur varla haft mínútu fyrir sjálfan sig eftir að farið var að taka upp þættina í janúar. „Ég held að ég vinni á við 10 manns,“ segir hann en neitar því að vera ofvirkur. „Ofvirkt fólk hefur ekki sama fókus og ég hef í þessu verkefni. Ég veit ná- kvæmlega hvað ég er að gera og stefni einbeittur að því mark- miði mínu að ljúka gerð þáttanna eins og um var samið fyrir ára- mót. Ég geng sjálfur í öll verk ef á þarf að halda og bið ekki starfsmenn mína að gera eitthvað sem ég treysti mér ekki til að gera sjálfur.“ Langur vinnudagur Hvernig líður venjulegur vinnudagur? „Ég vakna yfirleitt um kl. 7.30 á morgnana. Áður en ég kem hingað er ég venjulega bú- inn að lesa yfir eitt handrit. Hérna á skrifstofunni byrja ég svo á því að afgreiða símaerindi og tölvupóst áður en ég fer í smink. Venjulega afgreiði ég erindi frá svona 4 til 6 manns í leiðinni, t.d. handritshöfundum, búninga- og leikmyndahönnuðum. Yfirleitt eru hverjum og einum skammtaðar 7 mínútur. Ég er t.a.m. spurður að því hvort fiðrildi séu í Latabæ. Enginn annar getur svarað spurningunni því að enginn annar þekkir Latabæ jafnvel og ég. Ef þú veist ekki nákvæmleg hvernig hver einasta fjöl í húsi á að liggja getur þú ekki byggt húsið,“ segir Magnús sposkur á svipinn. Eftir stuttan fund með starfsmönnum hefjast tökur á ein- hverjum þáttanna 40 af Latabæ. „Á meðan ég leikstýri og leik að sjálfsögðu sjálfur í þáttunum afgreiði ég venjulega erindi frá svona 3 öðrum starfsmönnum. Þeir eru að vinna fyrir mig verk- efni í tengslum við einhverja aðra þætti og koma reglulega til mín til að fá nauðsynlegar upplýsingar,“ segir Magnús og bætir við að hann hafi ekki borðað einn allt árið. „Venjulega er ég með svona 3 fundi í hverju hádegi,“ heldur hann áfram hlæjandi. „Eftir þessar fundahrinur held ég áfram að leikstýra til 7 á kvöldin. Að tökum loknum taka oft við um 10 manna fundir á milli kl. 7 og 8. Stund- um er svo mikið að gera að einhver stendur hinum megin við sturtuvegginn að tala við mig á meðan ég er í sturtu. Ég er ekki að grínast! Eftir fundinn hef ég haft fyrir venju að leika sjálfur inn á myndband öll hlutverkin í þar, þar næsta þætti. Hópur fólks er viðstaddur þessar upptökur til að kynna sér hvort gera þurfi einhverjar breytingar á handriti eða umgjörð áður en lengra er haldið. Eftir upptökuna kem ég venjulega við í klippiherberginu um kl. 10 á kvöldin.“ Þó að komið sé fram á kvöld er vinnudeginum fjarri því lokið. „Vegna tímamismunarins afgreiði ég yfirleitt símtöl frá Banda- ríkjunum á milli kl. 10 og 12 á kvöldin. Þessi símaerindi snúast gjarnan um hvernig gengur með upptökurnar og frágang varð- andi útgáfu 11 bóka um Latabæ á vegum Random House og Sim- on and Schuster í Bandaríkjunum. Eftir að hafa setið við símann dágóða stund þarf ég oft að fara í hljóðsetningu og ráðfæra mig við samstarfsmenn mína, t.d. þarf ég oft að tala við Mána Svav- arsson á kvöldin. Síðast en ekki síst þarf ég svo að stunda líkams- rækt því að þó að ég þurfi að hoppa suma daga allt að 1.600 sinn- um í gervi íþróttaálfsins þarf ég að gæta að því að halda mér í alhliða góðri líkamsþjálfun,“ segir Magnús og viðurkennir að alla jafna sé hann ekki farinn út úr myndverinu fyrr en um kl. 3 á nóttunni. „Þá er ég að tala um venjulegan dag. Stundum þarf ég að vera hérna lengur. Verkefnin eru náttúrulega ótæmandi, t.d. hvað varðar viðskiptalegu hliðina, verkefni eins og Útvarp Lata- bæ, markaðssetningu utan Bandaríkjanna, fyrirhugaða uppsetn- ingu á leikriti í skemmtigörðum Paramount og áfram mætti telja.“ Börnin „skottast“ í myndverinu Hvernig ferðu að því að fá nægilega hvíld til að takast á við svona daga? „Ég tileinkaði mér alveg frábæra aðferð til að endurnæra mig á meðan ég var enn smiður. Með því að halla aftur augunum og slaka alveg á öllum vöðvum get ég breytt hálftíma hvíld í 8 tíma góðan nætursvefn. Ég get meira að segja hvílt mig standandi,“ segir Magnús og sýnir hvernig hann stendur upp og lokar aug- unum til að njóta hvíldar. „Annars vinna auðvitað margir Íslend- ingar gríðarlega mikið. Ég veit ekki hvort ég vinn eitthvað meira en hver annar. Ég er heldur ekkert að kvarta – hef í raun bara ástæðu til að vera þakklátur fyrir hvað allt hefur gengið vel. Ég er að vinna að minni eigin sköpun og vinnan gæti ekki verið skemmtilegri.“ Magnús viðurkennir þó að stundum keyri álagið úr hófi fram og lítill tími verði aflögu fyrir hans nánustu. „Ég veit ekki hvernig hjónabandið hefði farið ef Ragnheiður ynni ekki svona vel mér við hlið í Latabæ. Hún hefur verið hreint út sagt frábær sam- starfsmaður – séð um að hnýta enda, rýna í smáa letrið og hefur þrátt fyrir enga lögfræðimenntun rúllað upp sprenglærðum lög- fræðingum í samningagerð,“ segir hann stoltur í bragði. „Ég hef reynt að útskýra fyrir börnunum mínum að ég sé að vinna tíma- bundið krefjandi verkefni og vonandi verði svigrúmið meira á næsta ári. Ég hef svo reynt að gæta að því að vera ekki að gera eitthvað annað en að vera með þeim þegar ég er á annað borð heima, t.d. er engin tölva á heimilinu. Annars eru þau mikið hérna að skottast með okkur og fengu að leika aðeins í einum þáttanna um daginn.“ Héngum nógu lengi á línunni „Ég veit vel að ég er ekki besti barnabókarithöfundur í heimi,“ segir Magnús. „Ég tek hattinn ofan fyrir barnabókahöfundum eins og Guðrúnu Helgadóttur. Latibær er bara önnur vídd – ann- að dæmi. Við vissum að við vorum með góða hugmynd í hönd- unum. Ekki af því að við vildum að börn færu í megrun eða eitt- hvað svoleiðis. Við vildum stuðla að því að börn áttuðu sig á því hversu gaman væri að lifa heilbrigðu lífi. Ég gleðst yfir því að Latibær hefur haft jákvæð áhrif á líf margra barna. Við héngum nógu lengi á línunni. Oft skilur ekki nema nokkur sekúndubrot á milli þeirra sem detta og svo þeirra sem ná árangri. Ef góðri hug- mynd fylgir ekki þrautseigja er hún einskis virði,“ segir Magnús og bætir við að fyrir utan þrautseigjuna telji hann til sinna helstu kosta að þekkja veikleika sína. „Þess vegna er ég óhræddur við að ráða mér klárari starfsmenn en ég er sjálfur og þó að ég eigi alltaf síðasta orðið gæti ég mín á því að hlusta alltaf vel á öll sjón- armið áður en ég tek ákvörðun.“ Magnús játar því að Latibær sé kominn yfir erfiðasta hjallann í heildarferli hugmyndar á leið til endanlegra viðtakenda. „Sú staðreynd blasir við að á meðan 1.000 framleiðendur og 5 millj- ónir fjárfesta berjast um að koma 5.000 hugmyndum um sjón- varpsefni fyrir börn á framfæri í Bandaríkjunum taka aðeins 4 sjónvarpsstöðvar við slíku efni og venjulega eru ekki teknar inn nema tvær nýjar þáttaraðir á hverju ári. Að farið sé að sýna Latabæ á jafnútbreiddri sjónvarpsstöð og Nickelodeon og ætl- unin sé að sýna hann á CBS getur ekki þýtt annað en að hann sé kominn yfir erfiðasta hjallann. Stjórnendur Nickelodeon telja að hvert einasta barn í Bandaríkjunum og Evrópu allri eigi eftir að þekkja Latabæ innan fárra ára,“ segir Magnús og tekur fram að Nickelodeon vilji að farið verði í leikferð með Latabæ út um öll Bandaríkin á næstu þremur árum. „Hugmyndin er góð þó að ég hafi komið þeirri hugmynd skýrt á framfæri við Nickelodeon að ég mun sjálfur ekki fara í slíka leikferð,“ segir Magnús og hlær. „Þeir vilja líka láta hanna Íþróttaálfs-brúðu í líkingu við Action- manninn en ég hef áhyggjur af því að nefið verði of stórt fyrir venjulegar pakkningar.“ Orkubókin jók sölu á grænmeti um 14—16% Núna ertu nýbúinn að fá Norrænu lýðheilsuverðlaunin. Hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun fyrir þig? „Auðvitað er alltaf gaman þegar tekið er eftir því sem vel er gert. Sérstaklega þegar verðlaunin klappa mörgum á bakið eins og Latabæjar-hópnum og þátttakendum í orkuátakinu. Verð- launin koma á alveg hárréttum tíma. Vonandi hjálpa þau okkur við markaðssetningu Latabæjar á hinum Norðurlöndunum. Ég stefni t.a.m. á að dreifa Orkubókum í öllum löndunum. Við byggj- um auðvitað á alveg frábærri reynslu af Orkubókinni hér á landi. Ég get nefnt sem dæmi að á meðan börnin voru að fylla út í Orku- bókina dróst sala á gosi saman um 12% og sala á grænmeti jókst um 14–16%,“ segir Magnús og tekur fram að undirbúningurinn að átakinu hafi staðið yfir í 6 ár á Íslandi. „Það var erfiðara að fjármagna orkubókarátakið en framleiðslu þáttanna. Við áttum í erfiðleikum með nokkur sveitarfélög. Á endanum urðu þó öll með að frátöldu einu stóru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu. Við ákváðum að láta ákvörðun sveitarfélagsins ekki valda því að þús- undir barna á svæðinu fengju ekki bókina og dreifðum henni þar eins og annars staðar. Börnin hefðu ekki skilið að pólitík réði því að þau fengju ekki bókina eins og önnur börn.“ Magnús segist ekki eiga von á því að geta tekið sér frí til að halda upp á fertugsafmælið sitt 10. nóvember. „Ég geri ekki ráð fyrir að geta haldið upp á afmælið af þeirri einföldu ástæðu að ég er búinn að skipuleggja fyrirfram nánast hverja einustu mínútu í mínu lífi þar til í febrúar 2005. Aftur á móti er ég búinn að ákveða að taka mér tveggja mánaða frí eftir að tökum lýkur. Núna er dagbókin algjörlega tóm þessa mánuði. Ég ætla bara að hvíla mig og kannski ferðast eitthvað þennan tíma,“ segir hann og er spurður að því hvað taki við eftir upptökurnar á þáttunum. „Eftir að tökunum lýkur taka við alls konar önnur spennandi verkefni. Ég stefni að því að gera fallegan Latabæjar-jólaballettþátt á ís með kanadíska skautalandsliðinu, láta taka myndir af frægum íþróttamönnum með persónunum úr Latabæ, gera dans- myndband um Sollu stirðu og áfram væri hægt að telja.“ Sjúkur maður á aðeins eina ósk „Oft er eins og fólk þurfi að vera alvarlegt til að vera tekið al- varlega. Brosmilt fólk þarf meira fyrir því að hafa að láta taka sig alvarlega og alveg sérstaklega íþróttamenn. Alvarlegt fólk er ekki í íþróttum – mesta lagi jóga! Þessir fordómar urðu til þess að lengi vel vanmat fólk getu mína til að framkvæma ætlunarverk mitt. Smám saman held ég að fólk sé að ranka við sér og átta sig á því hvað ég hef verið að gera og hvers vegna er svona mikilvægt að koma skilaboðum um heilbrigt líf á framfæri. Fólk er að átta sig á því að heilbrigður maður á sér 1.000 óskir en veikur aðeins eina.“ flýgur best í mótvindi Magnúsi Scheving eru þegar farin að berast bréf frá for- eldrum og kveðjur frá börnum í Bandaríkjunum vegna þátt- anna um Latabæ og Íþróttaálfinn. Hér eru nokkur sýnishorn. Kæri herra Scheving. Ég vildi aðeins senda þér línu til að láta þig vita að dóttir okkar, sem er fimm ára, elskar þáttinn þinn! Við horfum á hann [á stöðinni] Nickjr í Bandaríkjunum. Þetta er einn litrík- asti og líflegasti þátturinn fyrir börn. Þakka þér fyrir framlag þitt til barnasjónvarps. Maryann Houde Wallingford, Connecticut Halló! Mig langaði til að skrifa til að láta þig vita að þátturinn þinn á Niceklodeon er dásamlegur. Börnin mín og ég elskum hann! Hann er einn af bestu þáttunum vegna þeirra skilaboða, sem þú sendir börnum, um heilsu og hreyfingu! Að ekki sé minnst á að kenna þeim að gefa með sér og vera góð og hjálpsöm. Mér finnst þátturinn einnig heillandi. Þakka þér og haltu áfram þessu frábæra starfi. Kelly Sæll, ég kann verulega að meta hvernig þú hefur unnið úr hugmyndinni um Latabæ. Ég hef séð þáttinn þinn á Nick Jr. Hann er frábær. Þetta gæti hljómað undarlega úr munni 14 ára unglings, en ég horfi á þáttinn með tveimur yngri bræðr- um mínum og hann hvetur þá í raun og veru til að hreyfa sig meira. Þetta er ótrúlegt. Þú ert ótrúlegur. Haltu þessu áfram, herra Scheving! Kær kveðja, Tier p.s. Vinsamlegast svaraðu. Ég elska Latabæ. Hugmyndin og umgjörðin eru snilld. Ég vildi bara þakka fyrir. Kær kveðja, Lucas Pacheco p.s. Þín persóna er stórkostleg! Einn af bestu þáttunum Magnús Scheving (Íþróttaálfurinn) og Julianna R. Mauriello (Solla stirða) á tali við félaga sína í Latabæ í upptökum á þáttaröðinni í myndverinu. ago@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.