Morgunblaðið - 22.08.2004, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 22.08.2004, Qupperneq 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ✝ Snorri Sigfinns-son fæddist á Borgarfirði eystra í N.-Múlasýslu 30. maí 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi 25. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Sigfinnur Sig- mundsson, verka- maður og bóndi á Ósi og Grund í Borgar- firði eystra, f. á Engi- læk í Hjaltastaða- hreppi í N.-Múlasýslu 1882, d. 1961, og Jó- hanna Halldórsdóttir, f. í Húsey í Hróarstungu í Tunguhreppi í N.- Múlasýslu 1893, d. 1978. Snorri var í hópi níu systkina. Snorri kvæntist 1954 Iðunni Gísladóttur, leik- og grunnskóla- kennara, frá Stóru-Reykjum í Hraungerðishreppi, f. 1926. For- eldrar hennar voru Gísli Jónsson, bóndi, hreppstjóri og sýslunefnd- armaður á Stóru-Reykjum, f. 1877, og María Þorláksína Jóns- dóttir, kennari og saumakona, f. 1885, en þau önduðust bæði 1960. Iðunn og Snorri eiga fjögur börn, sem öll lifa föður sinn, þau eru: Sigfinnur, jarðfræð- ingur á Selfossi, f. 1954, kona hans er Guðbjörg J. Svein- björnsdóttir kenn- ari, börn þeirra eru Gyða, f. 1982 og Snorri, f. 1987; Bryndís, leikskóla- kennari og húsmóðir á Selfossi, f. 1957, börn hennar eru Snorri, f. 1989, Þrúður, f. 1991 og Iðunn, f. 1994; Hann- es, vélvirkjameistari og vélfræðingur í Hveragerði, f. 1959, kona hans er Elísabet Hermundardóttir kenn- ari, sonur þeirra er Hermundur, f. 2000; Björn, bóndi í Björk í Gríms- neshreppi, f. 1963, kona hans er Ingibjörg Harðardóttir bóndi. Snorri hóf starfsferil sinn sem sjómaður í Neskaupstað, en flutt- ist á Selfoss 1955 og lærði bifvéla- virkjun hjá Kaupfélagi Árnesinga og starfaði þar sem bifvélavirki til 1980. Síðari hluta starfsferils síns vann Snorri ýmsa verkamanna- vinnu og við vélgæslu. Útför Snorra var gerð í kyrrþey frá Selfosskirkju 31. júlí. Lífshlaupi Snorra Sigfinnssonar er lokið. Jarðarförin hefur farið fram og var ekki auglýst; samt var full kirkja. Hann lifir því vænt- anlega enn í hugum okkar og í verkum sínum, afkomendum og ei- lítið réttlátari heimi og betri. Sú er von mín. Eins og maðurinn allur, var þessi jarðarför merkileg og sér- stök og andi hans sveif yfir henni. Fyrir altarinu stóð hárprúður og skeggjaður íslenskur prestur sem vel hefði sómt sér meðal aust- firskra fjalla, jafnvel borgfirskra sem hann sýndist þekkja vel af raun eða afspurn. Mærðarlaust með eigin orðum og miklu næmi fór hann yfir ævi og störf og hefði mátt færa hvert hans orð til bókar. Félagar úr Karlakórnum Fóst- bræðurum sungu og meðan borið var hljómaði „Fram, þjáðir menn í þúsund löndum“. Þá var þetta ekki jarðarför heldur sigurganga. Mynd eftir mynd fer um hugann. Ein af þeim fyrri og eftirminnileg er Snorri að vinna í síldarnót úti á Bæjarbryggju í Neskaupstað, hár og vel á sig kominn og sólin lék í hári sem ýmist var rautt eða hvítt, sjálfur var ég að sniglast þarna pottormur að reyna að fá lánaða julluna af Gullfaxa svo hægt væri að rikka í kring. „Farðu nú heldur heldur fyrir mig upp í búð og segðu Steingrími að þú eigir að sækja kjalsvínið.“ Í búðinni sem margir voru í, glaðnaði yfir mönnum þegar ég bar upp erindið og ég varð svo- lítið vandræðalegur en Steingrímur mágur Snorra og mömmu leysti af- ar vel úr málinu, brosti fallega og sagði: „Segðu Snorra að það sé orð- ið svo stórt að hann verði að sækja það sjálfur.“ Þannig slapp ég út. Frændi gat verið hrekkjóttur, þó ekki við lítilmagnann, hann átti hjá honum öruggt skjól; óþokkaskap leið hann ekki. Ég man þau Iðunni ung og glöð í tilhugalífi austur á Norðfirði. Einn- ig að haustnóttum síðustu hér á Sauðanesi sitjandi saman við að horfa á sjónvarp og héldust í hend- ur; það er einhver fegursta sjón sem ég hef séð. Endalaust. Sjómaður, bóndi, söngvari þetta er sennilega það sem kallaði fast- ast. Og allt þetta var hann. Samt var meginstarf ævi hans annað. Stéttarvitund, réttlætiskennd og heiðarleiki sem aldrei var hnikað frá; fyrir þetta galt hann að sumu leyti og stundum hefði eflaust verið léttara að þegja, í bili, en hann brotnaði aldrei fyrir því frekar en fyrir banameini og bana. Í öllu stóðu þau Iðunn saman og fjöl- skyldan. Horfi ég út á himinlána. Hugur eygir glæsimynd: Mér er sem ég sjái Stjána sigla hvassan beitivind austur af sól og suður af mána, sýður á keipum himinlind. (Magnús Stefánsson.) Ágúst Guðröðarson, Sauðanesi. Það var aldrei logn í kringum hann Snorra; hann var sýnilegur þar sem hann fór, opinn og hlýr, al- úðlegur og félagslyndur, gleðimað- ur og hugsjónamaður. Þeir sem kynntust honum og lærðu að meta mannkosti hans gleyma honum ekki í bráð. Hann giftist móðursystur minni þegar ég var í æsku og fáir í kyn- slóðinni á undan mér verða minn- isstæðari en hann. Þarna kom hann, keikur togarasjómaður aust- an af Fjörðum, og höfðu tekist ástir með honum og Iðunni, dóttur hreppstjórans Gísla á Stóru-Reykj- um, afa míns. Rauðhærður og ein- arður verkalýðssinni frá Borgarfirði eystra og Norðfirði var að tengjast inn í fjölskyldu bændahöfðingjans í Flóanum. Það var kannski ekki laust við að tveimur menningar- heimum hefði lostið saman. Þetta ævintýri var eiginlega eins og hressandi hitaskúr í uppsveitunum á sumrin. Gísli á Reykjum var glöggur á fólk og hann var ekki lengi að taka þennan upplitsdjarfa Austfirðing í sátt sem tengdason, eins og Snorri sagði sjálfur frá í eftirminnilegri ræðu í fjölskyldunni á Þingborg fyrir nokkrum árum. Og ég sem elsti fulltrúi næstu kynslóðar á eftir Iðunni og Snorra varð með tím- anum sama sinnis og afi minn þó að forsendurnar væru að vísu allt aðr- ar í blessaðri pólitíkinni. Því að pólitíkin hjá Snorra, já, hún var einfaldlega líf hans og yndi. Og það var hún auðvitað líka hjá afa þótt hann teldist til annars stjórnmálaflokks. En ég hallaðist á sömu sveif og Snorri og það var ævinlega tilhlökkunarefni að hitta hann og spjalla við hann um pólitík. Ég veit svo sem ekki hvernig hann verkaði á fólk sem var fjarri honum í skoðunum, en fyrir ungt og rót- tækt fólk um og eftir 1968 var það einfaldlega veisla að hitta Snorra og heyra kjarngóðar krufningar hans á stjórnmálaástandi og at- burðum hvers tíma, kryddaðar með mögnuðu orðfæri togarasjómanns- ins. Það var engan veginn víst að teprulegur skólapilturinn að sunnan skildi allt sem sagt var þótt hann ætti að teljast sæmilega að sér bæði í móðurmálinu almennt og í alþýðumáli Árnesinga. En af þess- um fundum fannst mér ég koma sem nýr maður. Með þessu er þó aðeins hálf sag- an sögð því að Snorri var líka gull af manni að ýmsu leyti. Hann var einn af þessum alltof fágætu mönn- um sem tókst að tengja saman einkalíf sitt, skoðanir og lífsferil þannig að úr varð ein órofa heild. Þeir eru til dæmis margir sem játa tilteknar skoðanir í orði eða út á við þegar það kostar ekki neitt, en tengja þær á engan hátt við eigið líf eða feril. Og hinir eru líka til sem fara þann breiða veg að hafa skoð- anir sínar einfaldlega í felum. En hjá Snorra rann allt að einum ósi. Þannig lét hann sér annt um alla sem minna máttu sín, hvort sem það voru börn, gamalmenni eða fá- tæklingar. Og jafnframt beitti hann sér fyrir þeim hugsjónum sem hann taldi horfa til réttlætis og jafnaðar. Slíkum mönnum er okkur öllum hollt að kynnast því að lífsgildi heil- inda, mannúðar og jafnaðar eru sí- gild í sögu mannsandans þó að saga þeirra gangi í bylgjum eins og margt annað. Kannski má lesa það úr lýsing- unni hér á undan að Snorri unni líf- inu; hann var heill og hann naut þess að lifa – með konu sinni og af- komendum, með hestunum sínum og félögunum og í baráttunni sem uppi var á hverjum tíma. Hann kenndi til í stormum sinna tíða. Lífsvilji hans kom í ljós með fá- gætum hætti þegar vágesturinn barði að dyrum fyrir átta árum. Flestir hefðu fallið fyrir þeim ljá á örfáum árum en ekki Snorri Sig- finnsson. Ljárinn var vissulega reiddur til höggs nokkrum sinnum og öllu virtist lokið. En alltaf skyldi Snorri rísa upp aftur tvíefldur og vera áður en varði kominn í bílferð norður á Langanes eða á hesta- mannamót. Og ekki var amalegt fyrir okkur Sigrúnu að fá hann í heimsókn í fyrra hingað í sumarbú- staðinn í Grímsnesinu þar sem þessi grein er skrifuð í rigningunni sem kveður hann á útfarardaginn. Engan bilbug var að finna á þeim manni sem þar fór, og þannig vildi hann líka hafa það: Lifa lífinu með reisn og brotna ekki fyrr en í byln- um stóra seinast. Við Sigrún sendum Iðunni, minni kæru frænku, og öðrum aðstand- endum okkar bestu samúðarkveðj- ur. Minningin mun verma okkur öll um ókomin ár. Þorsteinn Vilhjálmsson. SNORRI SIGFINNSSON Elsku Jónas minn. Sólskin er bros náttúrunnar. Uppvaxtarár þín á Álftanesi voru sólskinsár í lífi mínu. Ég þakka góðum guði fyrir þau 33 ár sem ég fékk að hafa þig á jörðinni. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Kær kveðja. Þín mamma. Er nýtt líf lítur dagsins ljós eru væntingar foreldra og ástvina mikl- ar. Þeir sem næst standa gera sitt besta til að hlúa að litla barninu af ást og umhyggju. Svo það megi JÓNAS ÞÓR KLEMENSSON ✝ Jónas Þór Klem-ensson fæddist 21. janúar 1971. Hann lést 19. júní síðastliðinn. Foreldr- ar Jónasar eru Ingi- björg Jónasdóttir kennari, f. 27.6. 1954 og fyrri maður henn- ar Klemens Eggerts- son lögmaður, f. 22.12. 1952. Þau slitu samvistum eftir langa sambúð. Seinni maður Ingi- bjargar er Helgi Vig- fús Jónsson bifreiða- stjóri, f. 3.8. 1956. Sambýliskona Klemensar er Kristín Halldórs- dóttir skrifstofumaður. Bróðir Jónasar er Davíð Klemensson há- skólanemi, f. 25.2. 1972. Unnusta hans er Ragnheiður Sigurðardótt- ir háskólanemi, f. 3.8.1981. Jónas var jarðsunginn 28. júní í kyrrþey. slíta barnsskónum á farsælan veg og öðlast þann þroska sem þarf til að leggja í lífsins göngu. Á Álftanesi ólst Jón- as Þór Klemensson upp í vernduðu um- hverfi. Í skjóli stórfjöl- skyldunnar dafnaði hann vel ásamt Davíð yngri bróður sínum, en þeir voru miklir fé- lagar og allt lék í lyndi. Afi og amma voru alltaf til staðar á meðan foreldrarnir, þá mjög ung, stunduðu nám. Þá var gott að eiga ömmu Lilju og afa Eggert. Svo liðu árin og skólagang- an reyndist Jónasi auðveld og nám- ið lofaði góðu. Hugur hans stefndi hátt. Eftir að hafa lokið stúdents- prófi frá Fjölbrautaskóla Garða- bæjar lagði hann stund á smíðanám við Iðnskólann í Reykjavík en stefndi á laganám í Háskóla Íslands líkt og faðir hans, Klemens Egg- ertsson lögmaður. Meðal áhugamála Jónasar voru frímerkjasöfnun og átti hann gott safn frímerkja. Kvikmyndir og bók- menntir áttu líka hug hans svo og kraftlyftingar sem hann stundaði frá 17 ára aldri og í gegnum þá íþrótt eignaðist hann marga góða vini. Jónas Þór var glæsilegur ung- ur maður. Bjartur, stór og stæði- legur en átti líka sínar myrku stundir er skyggðu oft á framgang hans. Jónas kvaddi lífið óvænt og eftir stendur fjölskylda hans og syrgir hann djúpt. Jónas var jarðsettur í kyrrþey í Bessastaðakirkjugarði og hvílir þar við hlið afa síns, Eggerts Klemens- sonar frá Skógtjörn á Álftanesi. Hvíl í friði, Jónína H. Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.