Morgunblaðið - 22.08.2004, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 22.08.2004, Qupperneq 44
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes VISSIRÐU AÐ MEIRI HLUTI JARÐAR ER ÞAKINN VATNI? HVERJUM ER EKKI SAMA? EN HVERSU STÓR HLUTI AF JÖRÐINNI ER ÞAKINN MEÐ LASAGNA?! ÞAÐ ÞARF EKKI MIKIÐ TIL AÐ GLEÐJA HANN... ÉG LEYÐI HONUM AÐ LITA HIMININN BLÁAN Í LITABÓKINNI MINNI PABBI ER AÐ KALLA Á ÞIG VAR HANN EKKI AÐ ÞVÍ? SKRÍTIÐ! HOBBES TÓK STÓLINN ÞINN, ÞANNIG AÐ ... ÉG LÆT ALLTAF HITA STÓLINN FYRST ÞÚ SKULDAR MÉR GREIÐA Risaeðlugrín © DARGAUD framhald ... BÓBÓ! BÓBÓ! ÞETTA ER ÉG, SVARAÐU MÉR! DÓRI, GUNNI, BJÖSSI! MÆJA! NEI, EKKI ÞÚ LÍKA! MÆJA ELSKAN MÍN! ÞÚ HEFUR ALDREI KOMIÐ Á UNDAN Á STEFNUMÓT ÁÐUR! ÖMURLEGT! ÞAÐ ERU ALLIR FROSNIR NEMA ÉG JÚHÚ! ER EINHVER ÞARNA? SVARAÐU MÉR! DÍNÓ! ÖDDI! ÉG ER SVO GLAÐUR AÐ SJÁ ÞIG! SÁSTU FLEIRI Á LÍFI? NEI, BARA ÞIG Dagbók Í dag er sunnudagur 22. ágúst, 235. dagur ársins 2004 Víkverji var einn af20.204 áhorf- endum á vináttulands- leik Íslendinga við Ítala sl. miðvikudag. Kvöldið var fagurt, hátíð í Laugardalnum þar sem skemmti- kraftar sáu um að hita „lýðinn“ upp fyrir leikinn. Áhorfendur mættu margir hverjir snemma til þess að ná bestu stæðunum og hlýddu á flutning hljómsveita og á milli atriða sáu þekktir þáttastjórnendur frá þættinum 70 mínútur frá sjónvarps- stöðinni Popp Tíví um að drepa tím- ann. x x x Sumt af því sem þar var sagt varafar illa ígrundað og kveðjurnar sem ítölsku gestirnir fengu voru að mati Víkverja högg undir beltisstað. „Spagettíætur og Italian bastards,“ voru skotin sem fóru afar hátt yfir markið hjá þeim félögum að þessu sinni. Stundum er betra að hugsa áð- ur en maður opnar munninn fyrir framan rúmlega 20 þúsund áhorf- endur. Víkverji leiddi hugann að því hver viðbrögð Íslendinga hefðu verið ef íslenska landsliðið fengi viðlíka kveðjur í vináttuheimsókn til annarra landa. x x x Þessi atburður varað mati Víkverja það eina sem skyggði á annars magnað sól- skinsríkt kvöld þar sem íslenska landsliðið lagði ítölsku „gull- drengina“. x x x Aðsóknarmetið semsett var á leiknum verður eflaust aldrei slegið þar sem fyrirhugaðar eru breytingar á Laug- ardalsvelli, þar sem áhorfendastúka verður byggð við suðurenda vall- arins. x x x Hinsvegar hefur Víkverji horn ísíðu hlaupabrautarinnar sem er umhverfis knattspyrnuvöllinn. Það er mat Víkverja að skammsýni hafi ráðið ferðinni er sá völlur var end- urnýjaður og kom þar með í veg fyr- ir að hægt væri að gera Laugardals- völlinn að alvöru knattspyrnuvelli þar sem áhorfendur væru mun nær vellinum. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is            Hlaupadrottning | Bandaríska hlaupadrottningin Gail Devers keppir sem endra nær í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Aþenu og er komin í und- anúrslit. Devers er orðin 37 ára gömul og hefur tvisvar sinnum borið sigur úr býtum í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikum en þykir þó ekki sigurstrangleg að þessu sinni. Hins vegar mun aldrei neinn hafa roð við henni í keppninni um lengstu og skrautlegustu neglurnar á Ólympíuleikunum. Reuters Ólympíuneglur MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Því að ég er hjá yður í andanum, þótt ég sé líkamlega fjarlægur, og ég horfi með fögnuði á góða skipan hjá yður og festu yðar í trúnni á Krist. (Kól. 2, 5.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.