Morgunblaðið - 22.08.2004, Síða 46

Morgunblaðið - 22.08.2004, Síða 46
DAGBÓK 46 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Reyndu að skipuleggja þig vel næstu vikurnar. Þú vilt að hlutirnir gangi vel fyrir sig og gott skipulag mun greiða fyrir því. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ef þú kemst í burtu á næstu vikum ætt- irðu endilega að gera það. Þú hefur mikla þörf fyrir að gera það sem þig langar til þessa dagana. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú þarft að einbeita þér að fjölskyld- unni og heimilinu á næstu vikum. Þetta tengist hugsanlega heimsóknum ætt- ingja eða breytingum eða viðgerðum á heimilinu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það verður mikið að gera hjá þér á næstunni. Þú þarft virkilega að spýta í lófana til að koma öllu í verk. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert með hugann við fjármálin þessa dagana. Þú ert að ganga frá gömlum skuldum auk þess sem þú ert einfald- lega að eyða meiru. Reyndu að missa ekki yfirsýnina yfir stöðuna. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Sólin er komin í meyjarmerkið og því eru fjórar plánetur í merkinu þínu þessa dagana. Lífið ætti því að leika við þig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft á aukinni einveru að halda næstu vikurnar. Reyndu að gefa þér tíma til að vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér. Það mun veita þér aukna hugarró. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú munt njóta óvenjumikilla vinsælda næstu fjórar til sex vikurnar. Það er eins og það vilji bara allir hitta þig. Not- aðu tækifærið og þiggðu öll heimboð sem þér berast. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Afstaða fjögurra pláneta gerir það að verkum að fólk tekur sérlega vel eftir þér þessa dagana. Þú ert einnig í óvenjumiklum samskiptum við foreldra þína, yfirmenn og aðra yfirboðara. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur aukna þörf fyrir að víkka út sjóndeilarhring þinn. Þú getur gert þetta með ferðalögum, rannsóknum eða lestri góðra bóka. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur þörf fyrir að bæta sjálfa/n þig og ættir að nýta tækifærið til sjálfskoð- unar. Þú getur byrjað á því að láta af einum slæmum ávana. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nánustu sambönd þín skipta þig óvenjumiklu máli þessa dagana. Veittu því athygli hvernig þú kemur fram við aðra og reyndu að breyta því sem betur má fara. Stjörnuspá Frances Drake Ljón Afmælisbörn dagsins: Eru eftirtektarsöm og hugmyndarík en missa þó aldrei jarðtenginguna. Þau þurfa að sleppa tökunum á hlutum sem hafa skipt þau máli til að rýma til fyrir einhverju nýju. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Hlutavelta | Þær Sigrún Birta og Thelma Lind héldu tombólu til styrkt- ar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þær kr. 3.062. Hlutavelta | Þær Stefanía Karen Eriksdóttir og Guðný Helga Lár- usdóttir söfnuðu kr. 6.300 til styrktar Blindrafélaginu.  1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 stór hópur, 4 troðningur, 7 klampinn, 8 ófrægir, 9 þræta, 11 strengur, 13 muldra, 14 eldstæði, 15 fórnfæring, 17 áflog, 20 gyðja, 22 tákn, 23 velta, 24 dóni, 25 rann- saki. Lóðrétt | 1 kuldi, 2 bjórn- um, 3 glymja, 4 þörungur, 5 nöbbum, 6 málmvafn- inga, 10 vinnuflokkur, 12 hrygning, 13 blóm, 15 stúfur, 16 ómerk, 18 snag- inn, 19 hani, 20 vendi, 21 ágeng. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 Grindavík, 8 lungu, 9 drasl, 10 mör, 11 teina, 13 ásinn, 15 bákns, 18 slæga, 21 kút, 22 borða, 23 árinn, 24 gullaugað. Lóðrétt | 2 rindi, 3 nauma, 4 andrá, 5 Írani, 6 hlýt, 7 Hlín, 12 nón, 14 sál, 15 babb, 16 kærðu, 17 skafl, 18 stálu, 19 æv- ina, 20 agns. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. Rgf3 cxd4 5. Rxd4 Rc6 6. Rxc6 bxc6 7. e5 Re7 8. Rf3 Rg6 9. Bd3 Be7 10. O-O c5 11. c3 O-O 12. He1 Bb7 13. Bd2 Hb8 14. Hb1 Bc6 15. De2 Hb6 16. Be3 Hb7 17. h4 d4 18. cxd4 Rxh4 19. Rxh4 Bxh4 20. Dg4 cxd4 21. Bxd4 h5 22. Dxh5 g6 23. Dg4 Hd7 24. Bxg6 fxg6 25. Dxe6+ Kh8 26. Dxc6 Hxd4 27. g3 Hg4 28. De6 Dd4 29. He3 Fyrir skömmu var haldin lands- keppni milli Rússa og Kínverja sem fram fór í Moskvu. Hao Wang (2433) hafði svart gegn Polinu Malysheva (2364). 29... Hxg3+! 30. Hxg3 Dxf2+ 31. Kh1 Bxg3 og hvítur gafst upp enda fátt sem gleður augað eftir 32. Dh3+ Kg7. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Norska húsið í Stykkishólmi efnir tilminjagripasamkeppni. HéraðsnefndSnæfellinga á og rekur Norska húsiðog Byggðasafn Snæfellinga, en það er eitt merkasta hús landsins, byggt 1832, og um leið eitt kunnasta kennileiti Snæfellsness. Aldís Sigurðardóttir er forstöðumaður Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla. „Markmiðið með samkeppninni er að fá vand- aða minjagripi til að selja í krambúð Norska hússins, en það hefur verið nokkur skortur á minjagripum sem tengjast beint sögu þess. Við viljum helst að minjagripirnir tengist sögu húss- ins, án þess að við gerum það að ófrávíkjanlegu skilyrði. Árni Thorlacius byggði húsið á sínum tíma og þar hefur verið rekin margháttuð starf- semi. Í upphafi var húsið heimili útgerðarmanns og verslun, en Árni var ekki síður þekktur fyrir veðurathuganir sínar. Þá voru haldnar í húsinu miklar veislur sem sögur fara af. Saga hússins tengist því bænum og staðnum á ýmsan máta. Hugmyndaríkir þátttakendur í keppninni geta því róið á ýmis mið.“ Hvað er það sem ferðamenn sækjast eftir til að taka minningu staðar með sér heim? „80–90% þeirra sem versla í Krambúð Norska hússins eru Íslendingar, og þeir kaupa frekar handverk og slíkt. Útlendingarnir kaupa frekar minjagripi sem tengjast staðnum og sögunni. Þeir koma og skoða handverkið, eru yfir sig hrifnir, en spyrja gjarnan hvort þetta fáist ekki líka í Reykjavík. Við erum því ekki síst að reyna að stíla inn á þennan hóp gesta Norska hússins.“ Hvers konar minjagripi vill fólk eignast? „Fólk vill eitthvað sem er ekki mjög fyrirferð- armikið, en endurspeglar þó minningu þess og upplifun af staðnum. Það vill geta handfjatlað hlutinn þegar heim er komið og séð þá fyrir sér það sem það upplifði. Við vonum að með sam- keppninni fáum við þannig gripi, muni sem ná að fanga karakter hússins, því það er einstakt.“ Hvernig verður svo staðið að valinu úr þeim munum sem berast í keppnina? „Umsóknarfresturinn rennur út 15. september, og þá verður dómnefnd kölluð saman. Hún velur fyrstu, önnur og þriðju verðlaun. Hún er skipuð Sunnevu Hafsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Handverks og hönnunar, Soffíu Árnadóttur, graf- ískum hönnuði, Steinþóri Sigurðssyni sýn- ingahönnuði, Gunnari Kristjánssyni, formanni safnanefndar Byggðasafnsins, Elínu Unu Jóns- dóttur úr safnanefndinni, Guðmundi Páli Ólafs- syni rithöfundi með meiru, og mér, sem er for- maður dómnefndarinnar. Ástþór Jóhannsson, grafískur hönnuður í safnanefndinni, hefur haft yfirumsjón með framkvæmd samkeppninnar.“ Söfn | Minjagripasamkeppni Norska hússins Minjagripir endurspegla upplifun  Aldís Sigurð- ardóttir, forstöðu- maður Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla, er þjóð- fræðingur að mennt; útskrifaðist úr Há- skóla Íslands 1992. Hún starfaði um tíma hjá Íslenskri end- urtryggingu en á árunum 2000–2001 var hún forstöðu- maður Gamla apóteksins á Ísafirði, Kaffi- og menningarhúss ungs fólks á norðanverðum Vestfjörðum. Aldís hefur gegnt starfi sínu við Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla frá árinu 2001. Félagsstarf Ásgarður | Glæsibæ. Dansleikur í kvöld kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Fréttir Fjölskylduhjálp Íslands | Eskihlíð 2–4 í fjós- inu við Miklatorg. Móttaka á vörum mánu- daga kl. 13–17. Úthlutun á vörum þriðjudaga kl. 14–17. Netfang dalros@islandia.is. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Fyrsta úthlutun eftir sumarleyfi verður miðviku- daginn 8. september. Fyrirlestur RIKK | Rannsóknastofnun í kvenna– og kynjafræðum og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála verður með fyrirlestur á morgun, kl. 15, í stofu 101 í Lögbergi. Fyr- irlesari er Malin Rönnblom stjórnmálafræð- ingur og fræðimaður við Centre for Women’s Studies við háskólann í Umeå. Fjallað er um mikilvægi kynjajafnréttis og samþættingar í sænskum sveitarstjórn- armálum. Söfn Krókur á Garðaholti | Opið almenningi frá kl. 13–17 á sunnudögum. Í Króki var búið allt til ársins 1985. Lengst af bjuggu þar hjónin Þorbjörg Stefanía Guðjónsdóttir (Tobba) og Vilmundur Gíslason. Kirkjustarf Háteigskirkja | Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Skráning í síma 511 5405. Grafarvogskirkja | Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum virka daga frá kl. 917 í síma 587 9070. Þorlákskirkja | TTT-starf í kvöld, sunnudag, kl. 19.30. Dans Sýningarsalur Orkuveitunnar | Yfirlitssýn- ing á dansstuttmyndum Helenu Jónsdóttur verður opnuð kl. 16. Sjá má úrval þeirra dansstuttmynda sem Helena hefur unnið á síðustu árum. Þá verða erlendar dansstutt- myndir kynntar í sérstakri dagskrá á sýning- artímanum. Opið virka daga kl. 8.30–16 og fyrir hópa utan hefðbundins opnunartíma, eftir samkomulagi til 15. september. Myndlist Listasafn Reykjavíkur | Hafnarhúsi. Guð- bergur Bergsson fjallar um Kenjarnar í Fjöl- notasalnum kl. 15. Listasafn Reykjavíkur | Kjarvalsstaðir. Leiðsögn um sýningarnar Francesco Clem- ente, Ný verk og Roni Horn, Hún, hún, hún og hún kl. 15. Með því lýkur þessum sýn- ingum. Klink og Bank | Brautarholti 1. Marcus Ver- hagen listfræðingur heldur fyrirlestur kl. 20 í tengslum við sýninguna Draugt/Trekkur. Kl. 21.30 hefjast tónleikar með Kletschmer- hljómsveitinni Scpilcas í Rússlandi. Staðurogstund idag@mbl.is Meira á mbl.is. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund á forsíðu mbl.is. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið RITHÖFUNDURINN Guðbergur Bergsson flytur fyrirlestur um Kenjarnar eftir Francesco de Goya kl. 15 í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag. En þar stendur yfir sýning á grafíkverkum spænska listamannsins Francisco de Goya (1746-1828). Listamaðurinn er tal- inn meðal helstu snillinga listasögunnar og eru Kenjarnar eða Los Caprichos lyk- ilverk á ferli hans. Guðbergur fjallar um Kenjarnar Ein grafíkmynda úr Kenjunum eftir Goya.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.