Morgunblaðið - 22.08.2004, Side 53

Morgunblaðið - 22.08.2004, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 2004 53 AÐALSMERKI fyrstu plötu The Flavors er vaðandi vandvirkni og fagmennska í hvívetna. Í sveitinni er enda val- inn maður í hverju rúmi, úrvals hljóðfæraleikarar sem virðast geta leikið hvaða tegund tónlistar sem er. Forsprakkinn er Sigurjón Brink, sem áður lék á trommur með rokksveitinni In Bloom en reynist hér hinn fínasti söngvari, leikur á gítar og semur öll lögin, einn og með öðrum. Tónlistin er popp. Gæðapopp var það kallað hér í eina tíð. Gáfumannapopp myndi það einhvers staðar kallast. Annars staðar nýmóðins fullorðinspopp. En þetta er bara popp, gítardrifið popp þar sem megináhersla er lögð á grípandi og tilfinningaríkar mel- ódíur. Og þar liggur líka styrkur plötunnar og Brinks sem laga- smiðs. Góður helmingur laganna á plötunni er einkar haganlega sam- in og hrífandi. Lög sem láta einkar þægilega og áreynslulaust í eyru, eru í meira lagi útvarpsvæn. Því er það nær óskiljanlegt að tónlist ís- lensku hljómveitarinnar The Flav- ors skuli ekki hafa hljómað meira en raun ber vitni á okkar íslensku tónlistarstöðvum. Það ber hrein- lega vott um gegnsýrða fordóma í garð íslenskrar tónlistar að okkar blessuðu útvarpsmenn sjái sig ítrekað knúna til að sækja vatnið yfir lækinn og plögga frekar sam- bærilegum erlendum sveitum á borð við Maroon 5 og Keane sem nú tröllríða öldum ljósvakans. Ef eðlilegt væri ættu nokkur lög af plötunni nú að vera orðin lands- mönnum að góðu kunn, lög eins og „Painkiller“, „Free“, „Here“, „I Lose My Head“, „Goodbye“og „Go Your Own Way“, þótt það Springs- teen-skotna lag hljómi reyndar kunnuglega allt frá fyrstu hlustun, minnir bæði á „Hermanninn“ hans Bubba og „Don’t Go“ með írsku þjóðlagarokkurunum í Hothouse Flowers – man einhver eftir þeim? Það er reyndar gallinn við þessa annars áheyrilegu plötu, að full- mörg laganna eru klisjukennd og veikburða að smíðum – svolítið „iðnaðarleg“. Þá hefði menn að ósekju mátt leyfa sér ögn meiri ævintýramennsku í útsetning- unum. En á heildina litið mega Sig- urjón og The Flavors vera stoltir af þessari frumraun sinni og halda vonandi sínu striki þrátt fyrir áhugaleysi utangáttar útvarps- manna. Bragðgott en kunnuglegt The Flavors Go Your Own Way  Fyrsta plata íslensku hljómveitarinnar The Flavors sem er skipuð Sigurjóni Brink, söngvara og gítarleikara, Bene- dikt Brynleifssyni á trommum, Jóni Bjarna Jónssyni á bassa, Pálma Sig- urhjartarsyni, píanói og hammond orgeli og Matth- íasi Stefánssyni á gítar og fiðlu. Öll lög og textar eftir Sigurjón Brink. Sigurjón Þórðarson á með honum tvö lög og Róbert Aron Róberts- son og Þórunn Erna Clau- sen eiga tvo texta. Hljóm- sveitin stjórnaði upptökum ásamt Axel „Flex“ Árnasyni í IMP hljómverinu. Skarphéðinn Guðmundsson The Flavors er áhugaverð hljóm- sveit sem á skilið meiri athygli. HÚN FLÝGUR enn fjöllum hærra sú fiskisaga að Britney Spears sé búin að blása af brúðkaup sitt og Kevins Federline. Nú er hins vegar önnur og alveg jafn kræsileg saga farin af stað þess efnis að söng- konan hafi áhuga á því að MTV sjónvarpsstöðin taki brúðkaupið hennar upp fyrir raunveru- leikaþáttaröð. Tímaritið US Weekly segir að Britney eigi í við- ræðum við MTV um að taka að sér hlutverk í þáttunum Nýgift hjón (Newlyweds). Segir að Britney vilji taka að sér hlutverkið því hún óski þess að unnusti hennar verði jafn frægur og hún. Gert er ráð fyrir að undirbún- ingur, brúðkaupið og hveitibrauðs- dagarnir verði teknir upp. Britney er ekki fyrsta söngkonan til þess að sýna Newlyweds áhuga því Jessica Simpson og eiginmaður hennar Nick Lachey hafa tekið þátt í þátt- unum. Raunverulegt brúðkaup? Mun hún einhvern tímann klæðast brúðarkjól og meina það? Reuters AG segir að aldrei fyrr í 154 ára sögu frímerkja í Austurríki hafi frímerki þar í landi selst jafnhratt og nú …    Bláklukka, hundtík í eigu ParisHilton, er komin í leitirnar, en tíkin hvarf frá heimili Paris í Beverly Hills fyrir viku. Paris, sem varð viti sínu fjær þegar tíkin hvarf, bauð sem nemur 350 þúsund krónum í fundarlaun. Talsmaður Paris, sem er erfingi að Hilton-hótelkeðjunni, seg- ir að tíkin sé fundin og sé vel haldin. Ekki fengust upp- lýsingar um hvar Bláklukka fannst eða hver skilaði henni, að sögn ananova.com. Paris var verulega óttaslegin um af- drif Bláklukku og lét aðstoðarfólk sitt búa til veggspjöld þar sem lýst var eftir tíkinni. Þá var gerð um- fangsmikil leit í kringum heimili Paris.  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás2  DV ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.30 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. 45.000 gestir Frá leikstjóra „The Sixth Sense“, „Unbreakable“ og „Signs“ kemur kvikmyndaupplifun ársins. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30 Ísl. tal. Sýnd kl. 10.10 enskt tal. KRINGLAN kl. 5.50, 8, og 10.20 KRINGLAN Sýnd kl. 12, 1.50, 3.40, 5.50, 8, 9.05, 10.20 og 11.30 KRINGLAN kl. 12, 2, 4, 5.45 og 7.30. Ísl tal. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. 47.000 gestir EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 2, 5.30, 8 OG 10.30. Walt Disney hefur hér framleitt algjöra teiknimynda grínsprengju. Húmorinn er svo glerfínn að bæði krakkarnir og fullorðna fólkið eiga eftir að skemmta sér konunglega. Walt Disney hefur hér framleitt algjöra teiknimynda grínsprengju. Húmorinn er svo glerfínn að bæði krakkarnir og fullorðna fólkið eiga eftir að skemmta sér konunglega. MEÐ ÍSLENSKU TALI MEÐ ÍSLENSKU TALI Ofurskutlan Halle Berry er mætt klórandi og kvæsandi sem Catwoman sem berst við skúrkinn Laurel sem leikin er af Sharon Stone. l ll l i i i i l l i i Ofurskutlan Halle Berry er mætt klórandi og kvæsandi sem Catwoman sem berst við skúrkinn Laurel sem leikin er af Sharon Stone. l ll l i i i i l l i i ÁLFABAKKI nd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. kl. 2, 3.40 og 8 Enskt tal. KRINGLAN kl. 12, 2,10 og 4. Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.30 AKUREYRI Sýnd kl. 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 KEFLAVÍK Sýnd kl. 6, 8 og 10 SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA. S.K., Skonrokk  G.E. Ísland í bítið/Stöð 2  Kvikmyndir.com „Þetta er mynd sem fékk mig til að hugsa“ SS Fréttablaðið AR M, ATH ! Auk asý ning kl. 9.05 og 11.3 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.