Morgunblaðið - 22.08.2004, Side 56

Morgunblaðið - 22.08.2004, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Á SORPHAUGUM Sorpu í Álfsnesi vinna starfs- menn fyrirtækisins við að þjappa saman úrgangi og raða honum haganlega niður. Þá er unnið úr úrganginum metangas, sem nýtt er á bifreiðar. Böggun sorps minnkar umfang þess um allt að 70%, svo plássið á Álfsnesi mun duga ágætlega næstu árin. Gröfurnar voru eins og iðnir roðamaurar innan um þúsundir tonna af rusli sem þær röðuðu saman í blíðunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sorp baggað og breytt í metangas REKSTRARKOSTNAÐUR líf- eyrissjóðakerfisins á síðasta ári nam 2.130 milljónum króna og hækkaði um 250 milljónir króna milli ára eða um rúm 13%. Rekstr- arkostnaður sjóðanna hefur aukist ár frá ári síðustu árin og tæplega tvöfaldast á síðustu fimm árum. Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða er færður á tveimur stöðum í árs- reikningum þeirra. Annars vegar er sá hluti sem færður er beint sem rekstrarkostnaður, en hann nam 1.303 milljónum króna á árinu 2003 og hækkaði um 120 milljónir kr. milli ára úr 1.182 milljónum króna á árinu 2002. Hins vegar er hluti rekstrarkostnaðar lífeyrissjóðanna færður undir fjárfestingargjöld, svo sem reglur mæla fyrir um. Þau útgjöld námu á síðasta ári 828 millj- ónum kr. og hækkuðu úr 698 millj- ónum kr. frá árinu 2002 eða um 130 milljónir kr. Samanlagt nam því rekstrarkostnaður sjóðanna 2.130 milljónum króna í fyrra og hækkaði úr 1.880 milljónum kr. frá árinu á undan. Iðgjöld til lífeyrissjóðanna námu 52 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt skýrslu Fjármálaeftir- litsins um starfsemi lífeyrissjóð- anna á síðasta ári. Ef miðað er við iðgjöldin nam kostnaður af rekstri lífeyrissjóðakerfisins sem hlutfall af iðgjöldum um 4% á síðasta ári. Ekki hátt samanborið við það sem gerist víða erlendis Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka líf- eyrissjóða, segir að aukinn rekstr- arkostnað lífeyrissjóða á undanförnum árum megi rekja til aukinna umsvifa þeirra vegna fjölg- unar sjóðfélaga og lífeyrisþega og stóraukinna krafna sem gerðar séu til þeirra í lögum og reglugerðum. Hrafn sagði einnig að samkvæmt athugunum sem gerðar hefðu verið væri kostnaðarhlutfall íslensku líf- eyrissjóðanna ekki hátt þegar það væri borið saman við það sem gerð- ist víða erlendis.                                         Rekstrarkostnaðurinn hækkaði um 250 milljónir milli ára og hefur nærri tvöfaldast undanfarin 5 ár Rekstur lífeyrissjóða kost- aði 2,1 milljarð króna 2003 GERA má ráð fyrir að fjórðungur og allt upp í þriðjungur nýrra bíla sem seldir eru einstaklingum í dag séu keyptir á svo- nefndri einkaleigu, samkvæmt upplýsing- um sem Morgun- blaðið aflaði sér hjá nokkrum stærstu bílaum- boðunum. Einkaleiga hef- ur farið ört vax- andi á undanförn- um mánuðum, en ekki eru nema nokkur misseri síðan þetta ráðstöfunar- form á nýjum bifreiðum fór að ryðja sér til rúms gagnvart einstaklingum. Þar er um sambærilegt form að ræða gagnvart ein- staklingum og hafði áður staðið fyrirtækj- um til boða í formi svonefndrar rekstrar- leigu. Forsvarsmönnum bifreiðaumboðanna sem Morgunblaðið ræddi við bar saman um að þetta form á bifreiðakaupum hefði farið vaxandi síðustu misserin. Lægstu tölurnar sem nefndar voru í því sambandi voru að 20–25% nýrra bíla einstaklinga væru á einkaleigu og allt upp í 30–35% þar sem hlutfallið var hæst. Þá kom einnig fram að langalgengast væri að bifreiðarnar væru leigðar til þriggja ára og einn nefndi að þetta form væri algengara í kaupum á ódýr- ari bifreiðum en dýrari eða á bifreiðum sem kostuðu undir tveimur milljónum króna. Þrjú ár algengasti leigutíminn Þegar um einkaleigu er að ræða öðlast viðkomandi almennt talað ráðstöfunarrétt yfir bifreiðinni í tiltekinn tíma, sem algeng- ast er að séu þrjú ár, gegn tiltekinni mán- aðargreiðslu, sem í stórum dráttum end- urspeglar verð bifreiðarinnar, afföll á leigutíma og þjónustukostnað. Engin eigna- myndun á sér stað á leigutímanum, en í lok hans tekur umboðið aftur við bifreiðinni. Tryggingagreiðsla, sem gjarnan er ígildi 2–4 mánaða afborgana af bílnum, er lögð fram í upphafi og fæst hún endurgreidd að leigutímanum loknum þegar skoðun á bif- reiðinni hefur farið fram. Leigutíminn er ákveðinn í upphafi samn- ingsins og er erfitt að gera breytingar á honum á samningstímanum auk þess sem greiðslur miðast við erlendar myntkörfur og fylgir honum því gengisáhætta. Þriðjungur til fjórðung- ur nýrra bíla í einkaleigu NÝ PLATA Bjarkar Guðmunds- dóttur, Medúlla, kemur út 30. ágúst nk. Hún inniheldur fjórtán lög, unnin með rödd Bjarkar sjálfrar og ann- arra, þ.á m. inúíta- söngkonunnar Tanya Tagaq og rapparans Rahzel. Aðeins er leikið stuttlega á píanó og slegið í málm- gjöll – allt annað eru raddir. Meðal laga á plötunni er vögguvísan Vökuró eftir Jórunni Viðar við texta Jakobínu Sig- urðardóttur. Í forsíðuviðtali Tímarits Morgunblaðsins við Björk í dag kem- ur fram að lagið hafi upphaflega átt að vera með klingjandi undirspili á Vespertine, sólóplötu Bjarkar sem út kom árið 2001. „Þá hafði ég fundið spiladósafyrirtæki – menn sem eru næstum 500 ára og búa í þorpi sem er lengst í burtu, næstum í Kanada og maður þarf að fara þangað á hest- baki …“ útskýrir Björk, en menn þessir grafa holur í spiladósaplötur eftir nótum. Einhverra hluta vegna barst útskorin platan með Vökuró aldrei til baka, og var lagið því ekki tekið upp. Hins vegar er það nú á Medúllu með raddsetningu Bjarkar. Textinn er til lítillar stúlku með blá augu, en Björk á einmitt tæplega tveggja ára gamla dóttur, Ísadóru. „Ég valdi þetta lag fyrir fjórum eða fimm árum og þá hafði ég ekki græna glóru í öll- um heiminum um að ég ætti eftir að eignast stúlku – með blá augu. Skrýt- ið með örlögin. Ég held líka að hlut- irnir verði oft sannari ef maður notar heilann ekki of mikið,“ segir Björk m.a. í viðtalinu. Dulmagn Medúllu Björk Guðmundsdóttir „REYKINGAR voru helsta dánarorsök fólks fyrir 11 árum. Við eftirgrennslan komst ég að því að allt stefndi í að hreyf- ingar- og næringarleysi yrði helsta dán- arorsök fólks innan fárra ára eins og reyndar hefur komið á daginn. Ég ákvað því að taka til minna ráða og byrja á því að fræða börnin í gegnum skemmtiefni eins og Latabæ.“ Þetta segir Magnús Scheving, frumkvöðull og stjórnandi Latabæjar, hins umfangsmikla kvik- myndaverkefnis, 40 þátta sjónvarpsraðar um Íþróttaálfinn, Glanna glæp, Sollu stirðu, Sigga sæta og aðra litríka íbúa Latabæjar. Magnús Scheving er mjög upptekinn maður og hann segir um vinnudag sinn að hann vakni yfir- leitt hálfátta, sé iðulega búinn að lesa yfir eitt handrit áður en hann fer á skrifstof- una þar sem hann afgreiðir símaerindi og tölvupóst áður en hann fer í smink. Fundir í sturtunni Síðan hefjast tökur þar sem Magnús bæði leikstýrir og leikur og sinnir jafn- framt erindum frá starfsmönnum sem eru að undirbúa aðra þætti. Að loknum tökum eru síðan fundir milli 7 og 8 á kvöldin. „Stundum er svo mikið að gera að einhver stend- ur hinum megin við sturtuvegginn að tala við mig meðan ég er í sturtu.“ Magnús Scheving  Flugdreki/10 Fræðir börnin með skemmtiefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.