Morgunblaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ FORNLEIFAUPPGREFTRI á Hól- um í Hjaltadal er lokið í bili og fyrir þá sem stýrt hafa verkefninu, sem taka mun fimm ár og ljúka árið 2007, taka úrvinnsla og rannsóknir við í vetur. Ragnheiður Traustadótt- ir, fornleifafræðingur og stjórnandi uppgraftarins, sem gengur undir nafninu Hólarannsóknin, segir þriðja sumarið hafa gengið vel. Um 30 manna hópur fornleifafræðinga, beinafræðinga, fornvistfræðinga, nema í fornleifafræði og fleiri hefur verið við uppgröft á Hólum og við Kolkuós þar sem áður var höfn Hólastaðar. Að sögn Ragnheiðar bendir allt til að höfnin við Kolkuós hafi skipt höfuðmáli þegar ákveðið var að gera Hóla að biskupssetri. Meðal þess sem fundist hefur við uppgröftinn á Hólastað eru 300 prentsátur, eða prentstafir, og geta þau elstu verið úr prentsmiðju Guð- brands Þorlákssonar biskups. Þá segir Ragnheiður að eftir að hafa fundið gröf, sem að öllum líkindum er heiðin, við Kolkuós og ýmsa bú- staði megi telja líklegt að höfnin hafi verið landnámshöfn. „Við erum meðal annars að skoða af hverju við erum yfir höfuð með biskupsstól á Hólum. Við höldum að höfnin í Kolkuósi sé lykilatriði. Að hafa aðgang að höfn frá byrjun hef- ur líklega skipt miklu máli.“ Hún segir niðurstöður uppgraftarins benda til þess að byggð hafi verið á Hólum allt frá landnámi. Rann- sóknir á húsum og munum sem kom- ið hafa í ljós í uppgreftrinum komi þó til með að skýra þessar nið- urstöður frekar. Hingað til hafi ver- ið talið að byggð á Hólum hafi hafist á 11. öld. Uppgröfturinn niðri við sjó, við Kolkuós, er að sögn Ragn- heiðar björgun mikilla verðmæta því minjarnar eru á góðri leið með að skolast á haf út. „Við fundum marg- ar búðir eða hús sem notuð voru um sumartímann og töluvert af þeim er frá landnámi og fram til 1500.“ Mýs og rottur hjálpa til Minnstu smáatriði skipta máli þegar verið er að grafa upp og rann- saka fornar minjar. Ragnheiður seg- ir músarholu í gólfi eins húsanna gefa vísbendingar um lifnaðarhætti á þeim tíma sem húsið var reist. „Inn í músarholuna dró músin kjarna úr sveskju. Við sjáum á því að ávextir hafa verið fluttir inn á miðöldum. Við erum líklega að tala um 14.–15. öld.“ En það eru ekki bara mýsnar sem koma fornleifafræðingunum til að- stoðar því rottur hafa líka haft áhrif á uppgröftinn. „Við höfum líka fund- ið rottubein sem er í raun einstakt. Við höldum að elstu rottubein sem hafa fundist hérlendis séu frá 18. öld. Fram að því höfðu lítil merki fundist um rottur hér á landi. Það hefur lengi verið ágreiningur um hvenær rottan kom fyrst til landsins, hvort hún kom um leið og svarti- dauði til dæmis.“ Uppgröfturinn á Hólum gengur undir nafninu Hólarannsókn. Hún er þverfagleg vísindarannsókn undir stjórn Ragnheiðar en að henni koma innlendir og erlendir sérfræðingar úr flestum greinum menningar- sögulegra rannsókna. Rannsóknin fer fram á vegum Hólaskóla, Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóð- minjasafns Íslands og nýtur styrks úr Kristnihátíðarsjóði. Ýmsar stofn- anir á Norðurlöndum, eins og til dæmis Zoologiske Museum, Vik- ingaskibsmuseet i Roskilde, Háskól- inn í Falun og Þjóðminjasafnið í Danmörku leggja rannsókninni lið t.d. með því að leggja til sérfræð- inga. Síðasta sumar var Ragnheiður ásamt starfsfólki Hólarannsóknar við uppgröft í Keldudal. Hún segir dýrabeinafræðinga hafa komist að þeirri merkilegu niðurstöðu að í einu kumlinu hafði verið lagður með hundur sem ekki er íslenskur lág- fættur hundur heldur svokallaður „greyhound“ sem er háfættur mjó- hundur. Ragnheiður segir slíka hunda hafa verið lagða með höfð- ingjum í Skandinavíu á víkingaöld og því gæti sá fundur bent til þess að þarna sé um að ræða höfðingjagröf. Bendir allt til að Kolkuós sé landnámshöfn Spurð að því hvað standi upp úr eftir sumarið segir Ragnheiður það vera niðurstöðurnar á Kolkuósi. „Allar þessar vísbendingar um inn- flutning og að þetta hafi verið höfn Hólastaðar hafa mikla þýðingu,“ segir Ragnheiður. Við Kolkuós hafa fundist gröf fornmanns, víkingaald- arminjar og silfurpeningar ofan í holu fyrir húsastoð svo að eitthvað sé nefnt. „Annað sem er mjög áhugavert er að við höfum komist að því að fjöldi íbúa á Hólastað hefur líklega verið um 200 manns á 14. öld,“ segir Ragnheiður og bætir við það sé mun meiri fjöldi en áður hafi verið talið að þar hefði búið. „Þá var það mjög merkilegt að þegar við vorum að hætta fundum við gröf með mannabeinum og grísabeinum sem er fátítt ef ekki einsdæmi hér- lendis. Við vitum ekki um aldurinn ennþá en allt bendir til að þetta sé gröf úr heiðni. Það segir okkur að Kolkuós sé landnámshöfn,“ segir Ragnheiður. Hólarannsókn veitir nýja sýn á upphaf byggðar á Hólum í Hjaltadal Höfnin skipti höfuðmáli Uppgröftur forn- leifa á biskups- setrinu á Hólum bendir til þess að byggð hafi hafist þar við landnám Uppgreftri er lokið í bili á Hólum í Hjaltadal en Hólarannsókn lýkur ekki fyrr en árið 2007. Niðurstöður rannsókn- anna geta varpað nýju ljósi á upphaf byggðar á biskupssetrinu sem talið er að sé allt frá landnámi. Í gröf fornmanns sem fannst við uppgröft í höfninni við Kolkuós sem talin er vera landsnámshöfn má sjá mannatennur og svínakjálka. ÞINGVELLIR verða formlega teknir inn á heimsminjaskrá UNESCO á laugardaginn og verð- ur efnt til vígsluhátíðar á Þingvöll- um af því tilefni. Nokkrir erlendir gestir munu leggja leið sína til landsins til að vera viðstaddir há- tíðina og meðal þeirra má nefna stjórn Norrænu heimsminjaskrif- stofunnar og forstjóra heimsminja- stofnunar UNESCO, Fransesco Bandarin. Vígsluhátíðin er einnig opin almenningi. Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá 2. júlí síðastliðinn og komust þá í hóp tæplega 800 menningar- og náttúruminjastaða í heiminum sem eru á lista yfir al- þjóðlega viðurkennd verndarsvæði. Mikilvægt fyrir menning- artengda ferðaþjónustu Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður segir að viðurkenn- ingin sé mikilvægur grunnur fyrir menningartengda ferðaþjónustu á landinu. „Þetta þýðir að Ísland er komið á kortið í þessu samhengi,“ segir Margrét og leggur áherslu á mikilvægi þess að vinna vel úr þeirri viðurkenningu sem fengist hefur. Sigurður Oddsson, þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum, segir að sam- þykki Þingvalla inn á heimsminja- skrá valdi ekki breytingum hvað starfsemi á Þingvöllum varðar en UNESCO hefur nú eftirlit með varðveislu staðarins og grípur inn í ef einhverju er ábótavant að þeirra mati. Starfsmönnum á Þingvöllum verður ekki fjölgað í tengslum við varðveislu staðarins en þeim gæti þó fjölgað ef ferðamannastraumur á Þingvelli eykst, að sögn Sigurð- ar. Dagskrá hátíðarinnar hefst klukkan 14.30 og mun Björn Bjarnason, formaður Þingvalla- nefndar, flytja ávarp ásamt Franc- esco Bandarin. Skálholtskórinn syngur og að því loknu verður gengið að útsýnisskífunni á Haki og litið yfir Þingvelli og gengur hópurinn svo niður Almannagjá undir hornablæstri. Diddú mun einnig syngja fyrir gesti sem og barnakór. Við vesturbrún Al- mannagjár mun Gunnar Eyjólfs- son leikari flytja pistil og Steindór Andersen fer með rímur en að því loknu verður gestum boðið upp á kaffi og veitingar. Vígsluathöfn á Þing- völlum á laugardag Þingvellir formlega vígðir sem heimsminjar EINAR K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokks í Norðvesturkjördæmi, segir að leggja beri áherslu á að háskóli á Vestfjörðum yrði sjálfseignarstofnun en ekki ríkisrekinn enda hafi slíkt rekstrarform gefist vel hjá háskólum annars staðar, meðal annars á Bifröst. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra sagði í Morgunblaðinu á þriðjudag um hugmyndir að stofnun háskóla á Vestfjörðum að ekki bæri að útiloka eitt né neitt um hugsanlegan háskóla en að öll teikn væru þess eðlis að frekar ætti að efla þá háskólastarfsemi sem fyrir væri á staðnum. „Sammála ráðherra“ Einar segir ummæli ráðherra til marks um já- kvæð viðbrögð hennar við áhuga Vestfirðinga á að eignast eigin háskóla. Fyrst beri þó, að hans mati, að styrkja forsendur hins mikla fjarnáms sem þar fari fram, en einnig að hefja undirbúning að háskólakennslu. „Ég er sammála ráðherra að þar eigi fyrst og fremst að finna það svið sem við höfum tiltekið forskot á en ekki keppa við stóru háskólana í öðr- um námsgreinum. […] Ég lít þannig á að það væri ekki bara verið að setja á háskóla fyrir Vestfirðinga heldur fyrir alla Íslendinga.“ Nefnd sem skipuð var í fyrra til að fara yfir hugmyndir um háskólakennslu á Vestfjörðum hefur þegar skilað af sér niðurstöðu og á Einar von á að hún ljúki störfum von bráðar. „Þá þarf að tryggja fjármagnið og það tekst okk- ur vonandi á þessu ári og því næsta.“ Þá þurfi að vinna að því að fá atvinnulífið til að leggja sitt af mörkum til háskólanáms á Vest- fjörðum. „Okkar val hvað sé kennt á svæðinu“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður Fé- lags ungra framsóknarmanna á norðanverðum Vestfjörðum, segist fagna því að menntamálaráð- herra vilji efla háskólastarfsemi á svæðinu. Ungir framsóknarmenn og aðrir muni halda áfram að berjast fyrir því að fá sjálfstæða menntastofnun með sjálfstæðan fjárhag á Vest- firði „enda er það okkar markmið fyrst og fremst að það verði okkar val hvað sé kennt á svæðinu og að við séum ekki undir náð og miskunn ann- arra skóla hvað er kennt og hversu margir fái að læra,“ segir hún. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi Vill einkarekinn háskóla á Vestfirði HALDINN var óformlegur við- ræðufundur um vinnutíma og verk- stjórnarmál í kjaradeilu Félags grunnskólakennara og samninga- nefndar Launanefndar sveitarfélaga sl. þriðjudag. Ekki hefur verið ákveðið hvenær næsti formlegi sáttafundur í kjara- viðræðunum verður haldinn en á morgun er ráðgert að halda óform- legum viðræðum áfram, samkvæmt upplýsingum Finnboga Sigurðsson- ar, formanns FG. Að sögn hans komu fjórir fulltrúar samningsaðila saman til óformlegra en gagnlegra viðræðna á þriðjudag- inn. „Það sem okkur fór á milli var allt í mesta bróðerni en það er ómögulegt að segja hvort það hefur leitt okkur eitthvað nær samkomu- lagi. Staðan er óbreytt,“ segir hann. Grunnskólakennarar hafa boðað verkfall 20. september, hafi samn- ingar ekki náðst fyrir þann tíma. Kjaradeila grunnskóla- kennara og sveitarfélaga Staðan er óbreytt ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.