Morgunblaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 39
MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2004 39 DRENGJAKÓR REYKJAVÍKUR HALLGRÍMSKIRKJU auglýsir eftir góðum söngröddum  Undirbúningsdeild 6-8 ára Æfingar á mánudögum frá kl. 16.00-17.00  Aðalkór 9-12 ára Æfingar á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17.00-19.00 Nánari upplýsingar og skráning í síma 896 4914 Á TANGÓHÁTÍÐ í Reykjavík, sem hefst í kvöld með opnunartónleikum á NASA og stendur fram á sunnudag, kennir ýmissa grasa en meðal þess sem boðið er upp á má nefna kvik- myndir um tangó, tónleikar, tangó- námskeið jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna, danssýningar og tangóböll þar sem þátttakendum gefst kostur á að dansa fram á nótt. Hátíðin er samstarfsverkefni Tangó- félagsins, Kramhússins og Iðnó og er hún að sögn aðstandenda sú fjórða sem haldin er hér á landi á jafn- mörgum árum og jafnframt sú viða- mesta. „Við hefjum hátíðina í kvöld á NASA með blöndu af tónleikum, danssýningu og balli,“ segir Bryndís Halldórsdóttir tangódansari, -kenn- ari og einn skipuleggjenda hátíð- arinnar. „Í byrjun kvölds mun hljóm- sveitin Le Grand Tango leika undir stjórn Olivier Manoury ásamt Agli Ólafssyni söngvara, en hljómsveitina skipa Olivier Manoury sem leikur á bandoneon, Edda Erlendsdóttir á pí- anó, Bryndís Halla Gylfadóttir á selló, Auður Hafsteinsdóttir á fiðlu, Gréta Guðnadóttir á fiðlu, Helga Þór- arinsdóttir á víólu og Richard Korn á bassa. Í framhaldinu kynnum við er- lendu tangómeistarana sem eru gest- ir hátíðarinnar, þ.e. annars vegar dansparið Mariano ,,Chicho“ Frum- boli og Eugenia Parilla og hins vegar dansparið Cecilia Gonzáles og Jean- Sebastian Rampazzi, en þau ætla að dansa óundirbúið við undirleik hljóm- sveitarinnar. Að því loknu verður slegið upp balli þar sem gestir og gangandi geta dansað fram á rauða nótt. Þannig að þetta verður sann- kölluð veisla fyrir bæði augu og eyru.“ Einn vinsælasti tangódansari heims gestur hátíðarinnar Að sögn Bryndísar ber koma Chicho, sem er einn vinsælasti tangó- dansari og -kennari heims, hæst á dagskrá hátíðarinnar. „Chicho er mjög stórt nafn í tangóheiminum, enda er hann alveg einstakur. Hann er af kynslóð ungu tangódansaranna í Buenos Aires sem stunda nútíma- tangóklúbba og dansa hverja nótt fram undir morgun. Hann er afar músíkalskur og taktviss, enda lærði hann að leika á ásláttarhljóðfæri áður en hann valdi að einbeita sér að tangónum. Sem dansari er hann sér- lega hugmyndaríkur og hefur í heiðri þá nærveru og samspil við dansfélag- ann sem er kjarni tangósins. Hans aðalsmerki er hvað hann er frábær stjórnandi í dansinum og dömurnar sem hann dansar við eru ávallt í aðal- hlutverki þrátt fyrir að hann sé sá sem raunverulega leiðir dansinn.“ Chicho og dansfélagi hans, Eu- genia Parilla, koma raunar víða við á hátíðinni, því þau eru í aðalhlutverki í stuttmynd Kristínar Hauksdóttur Past Bedtime sem sýnd verður í Iðnó annað kvöld, auk þess sem þau munu ásamt Ceciliu González og Jean- Sebastian Rampazzi koma fram á að- alsýningu dansaranna sem haldin er í Iðnó nk. laugardagskvöld. Pörin tvö sjá einnig, ásamt Bryndísi og Hany Hadaya, um tangókennslu fyrir byrj- endur og lengra komna sem fram fer í Iðnó og Kramhúsinu næstu þrjá daga Svo skemmtilegt fólk sem stundar tangó Að sögn Bryndísar er Iðnó einmitt nokkurs konar miðpunktur hátíð- arinnar en auk þess að hýsa danssýn- ingu og tangókennslu verður þar að finna sérstakt tangókaffihús sem opið er alla hátíðina. Það er líka í Iðnó sem kvikmyndasýningarnar fara fram annað kvöld. „Hér er um að ræða tvær nýjar kvikmyndir um tangó, annars vegar stuttmyndin Past bed- time eftir norsk-íslensku kvikmynda- gerðarkonuna Kristínu Hauksdóttur og hins vegar heimildarmyndin Blue Tango in Buenos Aires eftir sviss- nesku listakonuna Alexandra Prusa, en báðar verða þær viðstaddir sýn- ingu myndanna. Þess má geta að báð- ar tengjast myndirnar Íslandi með skemmtilegum og jafnvel óvæntum hætti,“ segir Bryndís og vísar m.a. til þess að Kristín á ættir að rekja til Ís- lands. „Í tilfelli myndarinnar Blue Tango in Buenos Aires kemur Ísland við sögu fyrir algjöra tilviljun,“ segir Bryndís, en hún lenti ásamt Hany óvænt í tökum og viðtölum fyrir myndina þegar þau voru stödd á tangónámskeiði í Buenos Aires síð- asta sumar. „Í mynd sinni fléttar Prusa saman svipmyndum úr borginni, tónlist og tangódönsurum en myndin er eins konar dans- og tónlistardagbók. Raunar má segja að hún sé nokkurs konar óður um tangó þar sem Prusa leggur upp með þá spurningu hvað það sé við tangóinn sem gerir það að verkum að fólk flykkist lands- og heimshorna á milli til að upplifa dans- inn. Eitt af því sem kemur svo skemmtilega fram í myndinni er að fólkið sem heillast af tangó er afar ólíkt.“ En hvernig telur Bryndís að útskýra megi hinar miklu vinsældir tangósins? „Ég get náttúrlega bara svarað út frá mér, en það sem heillar mig mest er hversu mjög þessi dans snýst um samskipti. Þótt ákveðin grunnskref séu lögð til grundvallar er dansinn sjálfur ávallt spuni þannig að engir tveir dansar eru eins, en þessi spuni og samskipti sem skapast milli dansparsins er einmitt mjög heillandi. Svo skemmir ekki fyrir hvað tónlistin er stórkostleg og mað- ur verður alveg gagntekinn af henni. Og síðast en ekki síst er það bara mjög skemmtilegt fólk sem stundar tangó,“ segir Bryndís að lokum. Þess má geta að hægt er að kaupa sérstök þátttökukort sem gilda á alla viðburði og námskeið hátíðarinnar en einnig eru seldir miðar á einstaka kvöldviðburði við innganginn á við- komandi stað. Forsala aðgöngumiða á tónleikana á NASA í kvöld er í Tourist information í Höfuðborg- arstofu, Aðalstræti 2. Skráning er á www.tango.is Tangó | Þriggja daga alþjóðleg tangóhátíð hefst í Reykjavík í dag og stendur til sunnudags Dans sem snýst um samskipti Tangómeistararnir Eugenia Parilla og Mariano ,,Chicho“ Frumboli eru meðal þeirra sem fram koma á tangóhátíðinni sem hefst á Nasa í kvöld. www.tango.is silja@mbl.is Allur leikur er svo í höndumlaganema sem gefur þátt-unum ákveðið yfirbragð sem okkur finnst svolítið sjarmerandi,“ sagði Fróði ( Steingrímsson) í sam- tali við Morgunblaðið,“ segir í frétt í blaðinu í dag um að laganemar hyggist endurvekja gömlu rétt- ardramaþættina Réttur er settur. Þetta voru vinsælir þættir hjá ís- lenskum sjónvarpsáhorfendum á fyrstu árum Sjónvarpsins og muna eflaust margir enn eftir þeim; þar komu laganemar fram í öllum hlut- verkum og vöktu þjóð- arathygli og urðu margir hverjir síðan þjóðþekktir einstaklingar á ýmsum sviðum stjórnmála og dómkerfis. Enginn þeirra vakti þó sérstaka at- hygli sem leikari en horft var í gegn- um fingur með frammistöðuna enda Sjónvarpið að stíga fyrstu skrefin og umburðarlyndi áhorfenda mun meira en orðið er í dag.    Hugmyndin að nýrri röð sjón-varpsþátta í anda Réttur er settur er í sjálfu sér gamaldags en svosem góð og gild, enda eru drama- tískir þættir sem gerast í réttarsal einfaldasta leikna efnið sem hægt er að framleiða fyrir sjónvarp; allt tek- ið í einni leikmynd í myndveri og jafnvel hægt að nota nokkrar sjón- varpstökuvélar samtímis sem sparar bæði tíma og peninga í framleiðsl- unni. Það er líka snjallt hjá laganemum að beita lagaþekkingu sinni við að semja handrit að réttardrama og ættu þeir að hafa allar forsendur til þess með væntanlegum stuðningi og ráðgjöf sér reyndari lögspekinga við lagadeildina. Það er einnig löngu tímabært að Ríkissjónvarpið reki af sér slyðru- orðið og framleiði leikið efni af ein- hverju tagi en þó virðist sem því tak- ist ekki að hrista af sér aulabraginn með öllu, því ætlunin er að nýju rétt- arsalarþættirnir verði leiknir af laganemunum sjálfum.    Hvað á þetta að þýða? Hvers kon-ar tímaskekkja er þetta eig- inlega? Að láta hóp viðvaninga – alla á sama aldri – fyrir framan sjón- varpsvélarnar árið 2004 er full- komin tímaskekkja og hreint út sagt fáránlegt. Það er ekkert „sjarm- erandi“ við það. Það er einfaldlega rakin ávísun á aumingjahroll okkar sem heima sitjum, þá og þegar þætt- irnir verða sýndir. Laganemunum er heldur enginn greiði gerður með því að setja þá í þessa aðstöðu. Vilja þeir gera sig að fíflum frammi fyrir alþjóð? Það er hið „ákveðna yf- irbragð“ sem Fróði Steingrímsson telur sjarmerandi.    Það er frábær hugmynd að efnatil samstarfs milli fagaðila í lög- fræði og Sjónvarpsins um fram- leiðslu á leiknu efni sem byggir á dómsmálum í íslenskum rétt- arsölum. Til að koma þeirri hug- mynd heilli í höfn og gera hana þannig úr garði að allir geti verið fullsæmdir af á auðvitað að fá at- vinnumenn til að leika. Hvað annað? Auðvitað mun það kosta meira en það er eitt af grundvallaratriðum at- vinnumennsku að þeim sem taka þátt eru greidd laun fyrir vinnu sína. Er Sjónvarpið annars ekki rekið á grundvelli atvinnumennsku? Er það kannski misskilningur líka? Ósjarmerandi tímaskekkja ’Löngu tímabært aðRíkissjónvarpið reki af sér slyðruorðið. ‘ AF LISTUM Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is MÝRIN eftir Arnald Indriðason kom út í Bretlandi fyrr í sumar hjá Harvill Press. Hafa fjölmiðlar þar í landi lofað bókina í hástert. Skoski metsöluhöfund- urinn Val Mc- Dermid hælir bókinni í The Daily Telegraph og segir hana gefa heillandi innsýn inn í ókunnan, heim jafnframt því að vera frumlega og forvitnilega morðgátu. Gagnrýnandi Times, Marcel Berlins, segir Mýrina vera „ískalda lesningu“. Þá segir Jane Jakeman, gagnrýnandi Inde- pendent, að Mýrin nái meiri dýpt en aðrar glæpasögur. „Það er Harvill Press sem gefur út bókina og eru menn þar mjög ánægðir með viðtök- urnar og hefur forlagið einnig keypt Grafarþögn sem kemur út næsta vor,“ segir í tilkynningu frá Eddu út- gáfu. Michael Carlsson, gagnrýnandi hjá Crime Time, finnst mikið til um bókina: „Ótrúlega sterkur endir í samspili við einstaklega hjartnæmt niðurlag. Mjög áhrifamikil skáld- saga“. Félagi hans hjá Crime Time, Paul McAuley, segir að Mýrin sé frábær frumraun og hitti algjörlega í mark. „Frábær innreið inn á breska markaðinn hjá hinum íslenska Arn- aldi Indriðasyni. Einstaklega sann- færandi flétta, frábær uppbygging og magnaður endir. Ekki missa af þessari.“ segir Bob Cornwell hjá Tangled Web. Gagnrýnandi Independent, Jane Jakeman, segir: „Þessi vandaða og vel skrifaða bók nær meiri dýpt en aðrar glæpasögur. Það er magnaður undirtónn í henni sem á sér rætur í aldagamalli sagnahefð Íslendinga.“ Bókmenntir| Mýrin í Bretlandi Frábærar viðtökur Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.