Morgunblaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 40
MENNING 40 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ROBIN Nolan tríóið var stofnað sumarið 1992 og árið 1997 kom tríóið fyrst til Íslands. Það var í boði Dodda á Fógetanum, sem nú er Doddi á Rosenberg, en á þeim ágæta stað í Lækjargötu býður hann oft upp á tónlist og þá oftar en ekki djass. Robin hefur margsinnis komið á Djangohátíðina á Akureyri og það- an var hann að koma ásamt kan- adíska fiðlaranum Daniel Lapp þeg- ar þeir tróðu upp hjá Dodda vini hans á Café Rosenberg. Það var troðfullt út úr dyrum og ekki nóg með það heldur hópur fólks á göt- unni fyrir framan Rosenberg sem naut tónlistarinnar í veðurblíðunni. Þetta var líka djass við alþýðuhæfi, melódísk sveifla sem ekki kafaði of djúpt í hljóma né tóna. Robin átti marga góða spretti fyrir hlé og Djangoáhrifin víkja æ meir fyrir persónulegri túlkun. Þarna mátti heyra marga gamla kunningja ss. Minor swing Djangos, Lady be good Gershwins í tvígang, þá fögru Georgiu Brown og meira að segja Á Sprengisandi eftir Kaldalóns. Rytm- inn var fínn og Simon tók stutta sól- óa af og til, byggða á göngubassa. David Lapp er kröftugur fiðlari með sterkan tón og góða sveiflu; Cassidy er rómantískari og líkari Grappelli. Samleikur þeirra var skemmtilegur sem og andstæðurnar í sólóum þeirra. Stundum blés Lapp í kornett og þótt tæknin væri ekki margbrotin náði hann skemmtilegum hughrifum með hálftakkatæki, urri og á stund- um notaði hann höndina eins og dempara. Hann lék eina tvo ópusa á trompetinn en hefði átt að sleppa því. Þetta kvöld hafði hann ekkert vald yfir hljóðfærinu, hvernig sem því er farið endranær. Kristjana Stefánsdóttir söng með þeim félögum: Lady be good, sem var í fínu lagi, Tea for two, þar sem hún fór á kostum og Bye bye black- bird, sem var fyrst og fremst dúó með Símoni bassaleikara og tókst ekki sem skyldi. Aftur á móti var líf og fjör í It dońt mean a thing eftir Ellington þar sem dívan skattaði og svo enduðu tónleikarnir á miklu sjói þar sem þeir Nolanbræður og Lepp þrímenntu á gítarinn í Svörtu aug- unum. Benjamin Koppel Það var ekki eins margt um mann- inn á Café Rosenberg á laugardags- kvöldið þegar Benjamin Koppel hinn danski lék með sænska bassaleik- aranum Tommy Anderson, Agnari Má og akureyrska trommaranum Benedikt Brynleifssyni. Aftur á móti var ekki síður heitt í kolunum en hjá Nolan-genginu og tónlistin nokkuð dýpri og þaulhugsaðri. Það var aftur á móti ekkert torf sem Benjamin bauð upp á. Blúsinn sveif yfir vötn- unum og gospeltónar flutu með. Verkin voru flest eftir hann, en hann virðist hafa jafnlítið fyrir því að semja og afi hans Herman og fað- irinn Anders. Það er dásamlegt að hlusta á mann með jafnvoldugan og fallegan altótón leika án mögnunar, en á slíku þarf ekki að halda á Ros- enberg. Ekki spillti kraftmikill og hugmyndaríkur orgelleikur Agnars Más. Hann er í sífelldri framför sem organisti og hefur tekist að móta persónulegan stíl sem fellur í öðrum farvegi en píanóleikur hans. Tommy Anderson er teknískur, sterkur og sveifluglaður bassaleikari og það var gaman að kynnast Benedikt hinum akureyrska, sem spilaði mikið með burstum þetta kvöld, þótt hann eigi ansi mikið ólært. Fínir hljómleikar í ekta Koppel- stíl. Það er líka diskurinn hans sem út kom í sumar og nefnist The Ice- landic Concert (Cowbell music) og fá má í 12tónum. Hann var tekinn upp í Listasafni Íslands á menningarnótt í fyrra af Vigfúsi Ingvarssyni og bassaleikari Tommy Anderson, en Eyþór Gunnarsson á píanó. Þarna eru átta ópusar, allir eftir Benjamín fyrir utan einn polka eftir Tommy: Ts Polska Þarna er blúsinn sterkur eins og á tónleikunum á Rosenberg og gospeltónar skjóta upp kollinum. Eyþór á víða fína sólóa, ekki síst í lokablúsnum, Bluesahil, þar sem heyra má eyþórskan monkisma. Polki Tommys er óborganlega skemmtilegur og melódíuæð Benja- míns nýtur sín oft eins og í Pilot Guillemot sem flýtur einhvers staðar milli söngdans og blús eins og Sunny eða Stormy Weather gera, svo og ljóðadjassi á borð við Lullaby for a puffin. Diskur sem allir íslenskir djassunnendur ættu að eignast. Arne Forchhammer Arne Forchhammer er nú sjötug- ur en jafnungur í píanóleik sínum og er hann sló fyrst í gegn um 1970. Það var skemmtilegt að hann skyldi vera hér á landi til þess að taka þátt í minningartónleikum um Þóri Guð- mundsson, sem fyrst og fremst hreifst af hinum impressjóníska pí- anódjassstíl sem Arne leikur í. Með Arne voru Björn Thoroddsen og Jón Rafnsson í fyrsta setti þar sem verk eftir Arne réðu ríkjum, en í öðru setti bættist Óskar Guðjónsson í hópinn og voru þá klassísk djassverk og söngdansar á dagskrá og blés Óskar yndislega og minnti um sumt á Joe Lovano á nýju söngdansaskíf- unni sem Blue Note gaf út. Þeir fjór- menningar náðu undravel saman, enda höfðu þeir æft fyrir tónleikana og stúderað tónlist hver annars. Lokasettið var djammsessjón til minningar um Þóri og byrjað á einu af uppáhaldslögum hans: Stella by starlight, þar sem Egill B. Hreins- son lék á píanó, í næsta ópus, sem var blús, var Þórir Baldursson kom- inn á píanóið enda sterkasti blús- djasspíanisti okkar, að því loknu var röðin kominn að Eyþóri Gunn- arssyni, sem fór á kostum að vanda. Tómas R. Einarsson lék á bassa í þessu djammi og Guðmundur Stein- grímsson á trommur. Snorri Sigurð- arson, Ólafur Jónsson og Rúnar Georgsson bættust í hópinn og óhætt er að segja að langt er síðan maður hefur heyrt aðra eins spila- gleði ríkja hjá íslenskum djassleik- urum og þetta kvöld. Hótel Borg var troðfull og mátti finna að bæði hljóð- færaleikarar og áheyrendur minnt- ust djassáhugamannsins Þóris Guð- mundssonar af ósvikinni vináttu. Frederic Norén Sænski trommarinn Frederik Norén hefur um langt árabil stjórn- að harðboppsveit í anda Jazz Mess- engers Art Blakeys. Hann kom fyrst með hljómsveitina til Ísland 1984, en er nú hér í fjórða skipti. Það er alltaf gaman að hlusta á Fredrik og dreng- ina hans, þótt boppið hans geti á stundum orðið nokkuð hart undir tönn. Ég held að Fredrik hafi aldrei komið með eins góða sveit hingað og í annarri heimsókn sinni þegar strákar á borð við Frederik Ljung- kvist og Daniel Karlson voru innan- borðs. Núna var enginn sólisti sem ég myndi veðja á sem framtíð- armeistara Svía, en kannski var ekki allt sem sýndist því þeir voru nýlega komnir úr 18 tíma flugi frá mið- ríkjum Bandaríkjanna. Píanistinn Jonas Östholm átti þó marga fína spretti – eitt besta lag á efnisskrá kvintettsins var eftir hann. Falleg ballaða sem bar nafn hákarlsins á spænsku, Tiburón. Annars var ekki margt frumlegt í tónverkunum sem voru öll eftir þá félaga; klassískt harðbopp, stundum með léttri lat- ínsveiflu og blúsar inn á milli. Norén minntist gamals vopnabróður fal- lega: To mr. J. Sá er auðvitað Elvin Jones sem lést fyrir nokkru. Tromp- etleikarinn Nils Janson kom hingað með Norén síðast þegar Jonas Kull- hammer var aðalstjarnan í bandinu og blés faglega að vanda. Fredman og Ekman eiga langa leið fyrir hönd- um – en aldurinn vefst ekki fyrir þeim. En eitt er víst; harðbopp- sveitir heyra fortíðinni til sem list- rænn aldingarður séu sólistarnir ekki því betri. Sjóðandi ágústdjass DJASS Café Rosenberg ROBIN NOLAN TRÍÓ ÁSAMT GESTUM Robin Nolan og Kevin Nolan gítara, Sim- on Planting bassa, Daniel Lapp, fiðlu, kornett og trompet, David Cassidy fiðlu og Kristjana Stefánsdóttir söngur. Mánu- dagskvöldið 9.8. 2004. Café Rosenberg KVARTETT BENJAMIN KOPPEL Benjamin Koppel altósaxófón, Agnar Már Magnússon hammondorgel, Tommy And- erson bassa og Benedikt Brynleifsson trommur. Laugardagskvöldið 14.8. 2004. Hótel Borg ARNE FORCHHAMMER OG FÉLAGAR Arne Forchhammer, Egill B. Hreinsson, Eyþór Gunnarsson og Þórir Baldursson píanó, Björn Thoroddsen gítar, Jón Rafns- son og Tómas R. Einarsson bassa, Guð- mundur Steingrímsson trommur, Snorri Sigurðarson flygilhorn, Óskar Guð- jónsson, Ólafur Jónsson og Rúnar Georgsson tenórsaxófóna. Hótel Borg FREDRIK NORÉN KVINTETTINN Nils Janson trompet, Peter Fredman altó- og sópransaxófón, Jonas Östholm píanó, Lars Ekman bassa og Fredrik Norén, trommur. Hótel Borg föstudagskvöldið 13.8. 2004. Vernharður Linnet Morgunblaðið/Þorkell Blúsinn sveif yfir vötnum hjá Benjamin Koppel og félögum. 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími BRIM - e. Jón Atla Jónasson gestasýning Lau 11/9 kl. 18 Lau 11/9 kl. 21 SVIK e. Harold Pinter frumsýning 23/9 kl. 20 2. sýning 24/9 kl. 20 HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni gestasýning fös 24/9 kl. 20 - sala hafin! „ekkert slor“ LEIKLISTARNÁMSKEIÐ skráning stendur yfir BRIM Endurnýjun áskriftarkorta er hafin RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl 20, Fö 27/8 kl 20, - UPPSELT, Lau 28/8 kl 20, Su 29/8 kl 20, - UPPSELT, Mi 1/9 kl 20, Fi 2/9 kl 20, Fö 3/9 kl 20 - UPPSELT, Lau 4/9 kl 20, Su 5/9 kl 20 Takmarkaður sýningafjöldi Sími miðasölu: 568 8000 Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00 Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00 Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Munið miðasöluna á netinu: www.borgarleikhus.is Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 5/9 kl 14, Su 12/9 kl 14, Su 19/9 kl 14 Su 26/9 kl 14 CHICAGO e. Kender, Ebb og Foss Grímuverðlaunin: Vinsælasta sýning ársins! Lau 18/9 kl 20, Lau 25/9 kl 20, Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 "ÁN TITILS" e. Ástrósu Gunnarsdóttur MANWOMAN e. Ólöfu Ingólfsdóttur & Ismo-Pekka Heikenheimo Fö 3/9 kl 20 LÍT ÉG ÚT FYRIR AÐ VERA PALLÍETTUDULA e. Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og Margréti Söru Guðjónsdóttur SO e. Cameron Corbett GRÆNA VERKIÐ e. Jóhann Björgvinsson Lau 4/9 kl 16 Su 5/9 kl 20 THINGS THAT HAPPEN AT HOME e. Birgit Egerbladh Gestadanssýning frá Teater Pero, Svíþjóð Lau 4/9 kl 20 NÚTÍMADANSHÁTÍÐ 3/9 - 11/9 "ÁN TITILS" e. Ástrósu Gunnarsdóttur MYNDBAND e. Helenu Jónsdóttur THE CONCEPT OF BEAUTY e. Nadiu Banine WHERE DO WE GO FROM THIS e. Peter Anderson Su 5/9 kl 16 MYNDBAND e. Helenu Jónsdóttur THE CONCEPT OF BEAUTY e. Nadiu Banine WHERE DO WE GO FROM THIS e. Peter Anderson Fi 9/9 kl 20 MANWOMAN e. Ólöfu Ingólfsdóttur & Ismo-Pekka Heikenheimo Fö 10/9 kl 20 Lau 11/9 kl 20 MIÐASALA 552 3000 Miðasalan er opin frá kl. 10-18 SELJAVEGI 2 • 101 REYKJAVÍK BEINT FRÁ SVÖRTU NEW YORK SÖNGSKEMMTUNIN HARLEM SOPHISTICATE Aukasýning Í kvöld fim. 26. ágúst kl. 20.00 ALLRA SÍÐASTA SÝNING „Há r i ð e r s í ður en svo fa r i ð að g rána . I lmand i og fe rsk sýn ing . “ - F reyr Ey j ó l fsson , útva rpsmaður . ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Fös . 27 .08 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Lau . 28.08 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Lau . 04.09 20 .00 NOKKUR SÆTI Sun . 05.09 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 11 .09 20 .00 LAUS SÆTI Sun . 12 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Fös. 3. sept. kl. 19.30 Lau. 4. sept. kl. 18.00 Sun. 5. sept. kl. 19.30 SÍÐUSTU SÝNINGAR:Í I : Hefðbundin starfsemi Vetrargarðs Smáralindar fer nú brátt að hefjast og því kveður SUMARSMELLURINN FAME í September. Síðustu sýningar á söngleikinn “sem hefur skemmt þúsundum Íslendinga konunglega í allt sumar” Eru eftirfarandi: Fim. 9. sept. kl. 19.30 Fös. 10. sept. kl. 19:30 Lau. 11. sept. kl. 19.30 6. sýning: fim. 26. ágúst kl. 20.00 Allra síðasta sýn. lau. 28. ágúst kl. 20.00 Athugið! Aðeins þessar sýningar Örfá sæti laus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.