Morgunblaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2004 25 ð hlustar. n tréð veit thías hafi menntir í menntir manna- ð verða a ljóð- að vinna krifa fyrir valdist í ari blaðs- in þín úr Njáls má segja Þú varst ð Matth- sdvöl þeg- koma aðinu. ú varst atthías tir. að hafi ð starfa stjóra á í Sjálf- etta voru mikið á afði frjáls- lfur. að ljóð gerð al- efð- i, segir anleg og – Það var eins og kjarnorku- sprengja fyrir íslenskt menningarlíf á fimmta áratugnum þegar herir Breta og Bandaríkjamanna komu til landsins, segir Magnús. Og fyrir efnahaginn. Þá sáu Íslendingar í fyrsta skipti jarðýtur, sem sýnir hve aftarlega þeir höfðu verið á merinni fram að þeim tíma. Sprengingin hafði meðal annars áhrif á ljóðagerðina, segir Magnús. Atómskáldin komu til sögunnar; nýr bragarháttur varð til. Atómljóðið leysti hlekki bundna málsins. Nýtt form varð til, nýr tónn sleginn. Matthías les erindi úr fyrstu ljóðabók sinni, Borgin hló, sem kom út 1958. En segir fyrst við áheyr- endur: „Þið verðið að muna að þetta er skrifað af ungum náunga, ástríðu- fullum og hamingjusömum. Þessi kveðskapur er hluti af ástinni, ekki dauðanum.“ Matthías segir svo atómskáld- skapinn vissulega hafa verið bylt- ingu, en hann hafi einnig staðið fyrir byltingu innan hins nýja brag- arháttar vegna þess að sér hafi ekki staðið á sama hvernig ljóðlistin þró- aðist; fólk hafði lesið ljóð í þúsund ár en smám saman hætt því vegna þess að það var hætt að skilja um hvað ljóðin fjölluðu. „Fólk var farið að halda að ljóðið væri einungis fyrir menntamenn. Þess vegna varð ég gagnbylting- arsinni. Ég nam norræn málvísindi og hef ef til vill þess vegna alltaf not- að rím að einhverju leyti. Ég hef ekki getað annað vegna þess að það er í blóðinu.“ Þegar Magnús spyr hvernig mót- tökur hann hafi fengið við fyrstu bókinni, segir Matthías: „Þær voru mismunandi. Sums staðar góðar, annars staðar slæmar. En það skipti ekki máli. Það var skrifað um bókina og í bókmenntum er það aðalatriðið. Og ég hafði gaman af þessu. Var að gera það sem mig langaði til; naut lífsins, naut þess að yrkja og naut þess ef til vill sérstaklega að skrifa ekki doktorsritgerðina mína! Enn var hlegið dátt. IV Þegar Magnús hefur orð á því að Matthías fjalli meira um Guð en önnur atómskáld, segir skáldið ein- ungis: „Guð minn góður!“ Svo þegar langt er liðið á dagskrána snýr hann sér allt í einu að Magnúsi og spyr: „Varstu búinn að spyrja mig um Guð? Ég man það ekki.“ – Já, og þú svaraðir engu, segir Magnús. „Öll erum við guðs börn, en ég veit ekki mikið um Guð, ekki meira en til dæmis Billy Graham,“ segir Matthías og eftir að hlátur áheyr- enda er þagnaður segir hann sögu af hinum kunna bandaríska predikara. „Billy Graham kom í smábæ og hitti lítinn dreng. Geturðu sagt mér hvar pósthúsið er, spyr predikarinn. Já, að sjálfsögðu. Það er þarna hinum megin, svarar drengurinn. Kærar þakkir, segir Graham og spyr drenginn síðan hvort hann ætli að koma á predikunina hjá sér í kvöld. Þegar drengurinn spyr um hvað hann ætli að fjalla, svarar Graham því til að umfjöllunarefnið sé guð og paradís. Nei, þá kem ég ekki, segir dreng- urinn. Hvers vegna ekki? Vegna þess að ég hef ekki áhuga á að hlusta á mann, sem veit ekki einu sinni hvar pósthúsið er, tala um paradís.“ Þessa litlu sögu kunni salurinn vel að meta eins og margt annað sem fór á milli Íslendinganna tveggja á sviðinu. Spurningar úr sal voru leyfðar í lokin og komust færri að en vildu. Dagskrá hátíðarinnar í Ed- inborg er þétt og tæma þurfti salinn á réttum tíma. En þessi klukku- stund í Edinborg gleymist eflaust seint þeim unnendum íslenskrar menningar sem á hlýddu. er tré Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson . Magnús Magnússon, sjónvarpsmaður og rithöfundur, kynnti líf og ljóðlist Matthíasar yrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, á Edinborgarhátíðinni. skapti@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson em er við hlið föður síns) og Anna, lengst til enda í Edinborg í gær. Þau gera hér að gamni auk. ’Fólk var farið að haldaað ljóðið væri einungis fyrir menntamenn. Þess vegna varð ég gagnbylt- ingarsinni.‘ Það er mikil eymdþarna og mikiðsem þarf að geratil að málin fari ekki á versta veg,“ segir Kristjón, sem er nýkominn frá Darfur eftir þriggja mánaða starf í héraðinu. Þar eru nú rúmar 1,2 millj- ónir manna í flóttamanna- búðum í kjölfar ættflokka- erja og fleiri átaka á svæðinu. Kristjón starfaði við að bæta vatnsmál og að- stöðu fólks, sem var vægast sagt bágborin. „Þar má helst nefna heilbrigðismál, vatnsmál, skjól og mat- væli.“ Meirihluti fólksins í hin- um fjölmörgu flóttamanna- búðum í Darfur eru sjálfs- þurftarbændur sem hafa lifað á jörðinni í héraðinu en hrakist í burt vegna átakanna á svæðinu. Að sögn Kristjóns veldur þessi flótti bændanna fleiri vandamálum, þar sem matvælaframleiðsla stöðvast. „Bændurnir hafa hingað til farið með umframuppskeru sína á mark- að, en nú verður ekkert um það, þannig að nú fer að verða matvæla- skortur í borgunum. Það er þegar farið að bera á næringarskorti hjá börnum í borgunum.“ Ættflokkaerjur og málaliðar „Þarna er að sjálfsögðu löng saga af ættflokkaerjum á svæðinu og auð- vitað er undir þessum kringumstæð- um mikið um flokka sem taka sig saman um að hagnast á ástandinu,“ segir Kristjón. „Þá eru þarna arab- ískir málaliðar sem heita Janjaweed og vinna óformlega í skæruhernaði fyrir ríkisstjórnina.“ Janjaweed þýð- ir á arabísku vopnaðir hestamenn og hafa flokkar þeirra verið sakaðir um umfangsmiklar þjóðernishreinsanir. „Fólkið er hrakið í burtu frá heim- ilum sínum með það sem það getur tekið með sér, bara brýnustu nauð- synjar. Yfirleitt eru þetta konurnar og börnin sem eru í flóttamannabúð- unum, en karlarnir reyna að fara aft- ur til að rækta jörðina eða halda í jarðsvæðin sem þeir eiga.“ En hvernig var aðkoman að þessu svæði og aðstæður til hjálparstarfs? „Það er búið að vera mjög erfitt, þetta eru frumstæðar aðstæður og aðstaða fyrir starfsfólk var mjög bágborin í upphafi,“ segir Kristjón. „Það var mikið af fólki sem veiktist, næstum 100% fólksins veiktist þarna á tveggja til þriggja mánaða tímabili. Það var reynt að tryggja að fólk hefði hreint vatn og aðstöðu til að nærast og hvílast. Eftir það lagaðist ástandið talsvert. Burtséð frá því hefur verið mjög erfitt um vik vegna þess að vegakerfið er ekki neitt. Dreifing á hjálpargögnum er mjög erfið ef það er ekki við þessa aðal- vegi sem liggja milli höfuðborganna í héruðunum, þá eru bara slóðar úti um hvippinn og hvappinn. Nú er regntíminn genginn í garð og þá er nánast ófært út fyrir veginn. Til að mynda, tíu dögum áður en ég kom hingað vorum við með dreifingu á matvælum og gögnum um 130 kíló- metra frá Myallah, og það tók tvo og hálfan dag að fara með þetta.“ Er einhver von að komast fyrir þessa vaxandi eymd? „Eymdin og mannfjöldinn í búð- unum er fljót að magnast upp. Það fer eftir því hvað alþjóðasamfélagið kemur sterkt inn og hvaða aðferðir eru til staðar. Það sem er mikilvæg- ast núna er skjól, matur, vatn og heilbrigði. Alnæmi er vandamál alls staðar í Afríku, en þó ekki eins stórt þarna og víða annars staðar í Afríku. Aðalsjúkdómarnir þarna eru þó mal- aría og mislingar. Svo eru menn mjög á varðbergi gagnvart kóleru.“ Umfang hjálparstarfs vex ört Hvert er umfang hjálparstarfsins nú? „Það er ört vaxandi og mörg sam- tök eru að senda hjálparstarfsfólk á svæðið. Rauði kross Íslands er með þrjá sendifulltrúa í Darfur og starfa þeir við dreifingu á gögnum og ýmis heilbrigðismál. Alþjóða Rauði kross- inn er með áttatíu til níutíu starfs- menn á svæðinu og margar aðrar hjálparstofnanir eru þarna með starfsfólk, þar á meðal UNICEF, USAID og CARE. Þetta hlutfall okkar Íslendinga, við erum með þrjá sendifulltrúa, þjóð sem er með innan við þrjú hundruð þúsund manns getum við sett í samhengi við þjóð eins og Bandaríkin sem er með tæpar þrjú hundruð milljónir íbúa. Hvað ættu þeir að vera með marga hjálpar- starfsmenn? Ætli þeir séu ekki með eitthvað í kringum fjörutíu manns. Við erum að senda fjórða manninn út núna eftir mánaðamót. Okkar hluti í þessu starfi er tiltölulega stór.“ Hvernig er tilfinningin að starfa þarna? „Það sem er erfiðast að horfa upp á eru börn sem eru vannærð og mað- ur getur ekkert gert. Góðu hlutirnir eru þegar maður getur skilað ein- hverju jákvæðu af sér með matvæla- dreifingu eða vatni eða slíku, sem maður veit að hindrar að meiri eymd eigi sér stað. Aðspurður hvort þetta sé ekki eins og að reyna að slökkva eld með fingurbjörg segir Kristjón kannski svo vera, en engu að síður verði að reyna, það sé siðferðisleg skylda okkar. „Það er alltaf spurning hvort maður eigi að leyfa eldinum að brenna eða hvort maður eigi að ráð- ast á hann. Þegar hjálparstarf er annars vegar, þó að það sé ótrúlega umfangsmikið, þá er ekkert sem réttlætir það að alþjóðasamfélagið setjist aftur og segi „Nei, þetta er of stórt fyrir okkur.“ Við höfum horft á dæmi gerast áður, t.d. í Rúanda, þar sem alþjóðasamfélagið gjörsamlega brást. Ég held að siðferðislega, þótt það sé ekki nema takmarkað sem við getum gert á þessari stundu, sé það skylda okkar að gera það.“ Alþjóðlegur þrýstingur nauðsynlegur til að ná friði Hvernig taka menn að sér starf sendifulltrúa? „Grunnurinn að því að gerast sendifulltrúi er að fara á sendifull- trúanámskeið hjá Rauða krossinum. Þar lærirðu grunninn að mannúðar- starfi á vegum hans. Þegar því er lokið ákveður maður hvort maður sé tilbúinn að fara til starfa eða ekki. Þetta starf hentar ekki öllum og þótt það sé göfugt þá eru ekki allir til- búnir að vinna við þær aðstæður sem maður þarf að horfast í augu við. Á þessum námskeiðum er fólk und- irbúið fyrir það sem það er að fara út í og eftir það getur það ákveðið sig hvort það fer í starfið eða starfar að mannúðarmálum á öðrum vettvangi. Starf á vegum Alþjóða Rauða kross- ins felst oft í því að starfa á átaka- svæðum. Það getur verið allt frá því að heyra skothvelli í fjarska og að lenda í kúlnahríð. Það getur allt gerst líka varðandi mannlega þátt- inn. Þú getur komið að smáslysi og þú getur komið að stóru slysi. Ég held að maður geti aldrei sagt að maður sé undirbúinn fyrir það, en maður þarf að vera reiðubúinn að takast á við það.“ Er einhver von um að átökin réni í fyrirsjáanlegri framtíð? „Það er erfitt að segja til um það hvort átökin eigi eftir að minnka. Það er nýbúið að skrifa undir samn- inga í suðurhlutanum og það getur orðið allt að tíu ára ferli í Darfur nema þrýstingur frá alþjóðasam- félaginu verði það mikill að aðilar neyðist til að setjast við samninga- borðið og gera eitthvað í málinu.“ Kristjón segir þó erfitt að ná til allra vígamanna og stríðandi fylk- inga. „Þetta land er tuttugu og fimm sinnum stærra en Ísland og Darfur- hérað eitt og sér er stærra en Frakkland, þannig að það er erfitt að hafa yfirsýn yfir allt þarna. Stjórn- kerfið nær bara niður í héruðin en ekki niður í sýslurnar. Sýslurnar eru enn innan gamla kerfisins, þar sem ættflokkarnir ráða. Þar eru sheikar og aðrir ættarhöfðingjar sem ráða. Það má eiginlega segja að það sé land innan í landinu. Það eru líka aldagamlar deilur milli arabanna og Afríkubúanna á þessu svæði. Súdan var einu sinni hluti af Egyptalandi og sumir vilja meina að egypskur uppruni sé æðri þeim arabíska. Samfélagið er ekki ósvipað því sem var á Sturlungaöld hjá okkur. Kerfið hjá þeim er á þann veg að ef þú gerir eitthvað gagnvart öðrum ættbálki, þá þarf að setjast niður og ræða blóðgjald og greiða.“ Þetta er ótrúlega framandi því sem við Íslendingar eigum að venj- ast? „Já, það eru margir sem átta sig ekki á því hvað við Íslendingar höf- um það gott að vera t.d. ekki með her á Íslandi. Það eru margir milljarðar sem við spörum á því bara að vera ekki með hernaðarmaskínu. Það skilar því að við getum gert meira við þjóðfélagið okkar. Það er ein af ástæðum þess að við erum ein af rík- ustu þjóðum heims og því er það skylda okkar að hjálpa öðrum þjóð- um í hlutfalli við velgengni okkar.“ Vatn og heilbrigði mikilvægustu áhersluatriðin Kristjón Þorkelsson, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, er nýkominn frá Darfur- héraði í Súdan. Segir hann ástandið afar báglegt, en um 1,2 milljónir manna hafa hrakist í flóttamannabyggð. Svavar Knútur Kristinsson ræddi við Kristjón um starfið, hörmungarnar og Sturlungaöldina. Morgunblaðið/Eggert Kristjón Þorkelsson: Eymdin í flótta- mannabúðunum er fljót að magnast upp. svavar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.