Morgunblaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 20
NEYTENDUR 20 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Matargerð er áhugamál mitt og starfs-vettvangur. Maðurinn minn lærði tilkokks um tvítugt en hann er nú kerf-isfræðingur. Hann er mjög flinkur við matseld og er þessa dagana að sjóða sultu úr 27 kílóum af rifsberjum sem við tíndum í garði móður minnar. Við búumst við að geta séð allir stórfjöl- skyldunni fyrir rifsberjahlaupi a.m.k næsta árið,“ segir Ragnheiður Júníusdóttir. Hún býr ásamt Ævari Ágústssyni eiginmanni sínum, dætrunum Hrafnhildi og Gunnhildi og Sig- urði, kærasta Hrafnhildar, í Kópavogi. Á heimilinu eru naggrísir og kettir sem setja mikinn svip á heimilislífið. Einfaldur matur án aukefna „Naggrísirnir vilja grænmeti og hey sem við fáum í sveitinni en kettirnir borða heimilismat og sérútbúinn „eldri“ kattamat. Þeim er ekki sérlega um naggrísina og kálið gefið. Ég ákvað að versla núna í pítubrauð sem ég baka sjálf og set í fyllingu í matinn í kvöld og keypti hrá- efnið í Hagkaup í Smáralind, þar sem ég versla oft. Þar fæst svo gott grænmeti. Ég vil hafa matinn hollan og helst frekar einfaldan og án aukaefna. Ég er á lokaári í Kennaraháskólanum í heimilisfræði- vali og kenni heimilisfræði í Árbæjarskóla. Þar sem skólarnir eru að byrja erum við að fara yfir þær uppskriftir sem við ætlum að kenna. Pítubrauðið er auðvelt og afar vinsælt, bæði hjá strákum og stelp- um, og verður á dagskrá hjá okkur í næstu viku. Ég keypti grænmeti og skinku í pítubrauðið og hveiti og heilhveiti til að baka það úr, ásamt olíu og eggjalausri pítusósu sem er miklu fituminni en hin. Dóttir mín greindist á síðasta ári með ofnæmi fyrir eggjum og fiski og þess vegna er fiskur nú sára- sjaldan á borðum á heimilinu og þá aðeins þegar hún er ekki heima. Í eftirmat í kvöld fær heim- ilisfólkið vínber, melónu og camembert-ost." Ragnheiður segir að helgarmaturinn sé oftast lambakjöt, það finnst öllum gott. Annars eldar hún líka oft kjúkling og svínakjöt saman, þar sem sumir borða ekki kjúkling og aðrir borða ekki svín. „Ég hef mjög gaman af bakstri. Uppáhalds- kökurnar á heimilinu er Pavlova, sem reyndar er komin á bannlista vegna eggjanna í henni, og sach- erterta, sem Hrafnhildur má heldur alls ekki borða, hún er með 8 eggjum. Bakstur án eggja Um þessar mundir erum við að þreifa okkur áfram með bakstur án eggja. Það er ótrúlega erfitt að laga matseld að ofnæmi, við bakstur verðum við t.d. að nota eggjalíki sem fæst í Heilsuhúsinu. Okk- ur þykir slæmt að hafa þurft að taka fiskinn af mat- seðlinum en staðreyndin er sú að jafnvel gufa af soðnum fiski getur komið af stað slæmu ofnæm- iskasti. Ég kaupi inn til heimilisins í ýmsum verslunum en á enga sérstaka uppáhaldsverslun, miklu frekar finnst mér gaman að fara á milli verslana og sjá hvað er í boði á hverjum stað. Ég var í London með fjölskyldunni um daginn og skemmti mér vel að skoða þar matvöruverslunin, t.d. Safeway. Þar fæst allt öðruvísi matur en getur eigi að síður verið snúið að finna þar hentugt fæði fyrir þá sem eru með of- næmi. Eitt mega Bretar þó eiga, þeir merkja ákaf- lega vel allar vörur fyrir þá sem eru með ofnæmi og mættu íslenskir matvælaframleiðendur taka það sér til fyrirmyndar.“  HVAÐ ER Í MATINN | Ragnheiður Júníusdóttir Pítubrauð er auðveld matseld Morgunblaðið/Árni Torfason Ragnheiður fer með innkaupalista í búðina: Tvær tegundir af pítusósu, önnur er fitulítil og eggjalaus. „Ég á enga sérstaka uppáhalds- verslun, miklu frekar finnst mér gaman að fara á milli verslana og sjá hvað er í boði á hverjum stað.“ Pítubrauð 3–4 dl hveiti ½ dl heilhveiti 1½ tsk. ger ½ tsk. salt 1 msk. matarolía 2 dl vatn Fylling: Kínakál Agúrkur Tómatar Púrrulaukur Skinka Sósa og annað að eigin vali. Hveiti og heilhveiti blandað saman, þurr- ger og salt sett saman við. Vætt í með volgu vatni (37ºC eða fingurvolgu). Hnoða deigið sprungulaust, má ekki vera of þurrt. Skipta deiginu í 4 parta sem settir eru á bökunar- plötu og látnir lyfta sér í 10–15 mín. Muna að breiða pappírsþurrku yfir bollurnar. Fletja bollurnar út í kringlóttar kökur ca 10 sm í þvermál. Bakaðar strax í ca 7 mín við 275ºC í miðjum ofni. Athugið, ef kökurnar þurfa að bíða eftir því að bakast þá þarf að fletja þær út aftur. Í pítu má setja fyllingu að eigin vali, einnig er gott að nota afganga í pítufyllingar. BÓNUS Gildir 26.–29.ágúst verð nú verð áður mælie.verð Óðals ferskar svínakótilettur .................. 779 1.169 779 kr. kg Óðals ferskt svíngúllas.......................... 779 1.169 779 kr. kg Óðals ferskt svínasnitsel ....................... 779 1.169 779 kr. kg Óðals ferskt svínahakk ......................... 299 449 299 kr. kg Óðals ferskur úrb. svínahnakki .............. 839 1.258 839 kr. kg Holta ferskar úrb. skinnl. kjúklingabr. ..... 1.328 1.699 1.328 kr. kg Villikrydduð lambahelgarsteik ............... 862 1.293 862 kr. kg Bónus hrásalat 350 gr.......................... 98 129 280 kr. kg 11-11 Gildir 26. ág. –1. sept. m/birgðir endast verð nú verð áður mælie. verð Móa Kjúklinganaggar, ferskir, 400 gr...... 965 1.379 242 kr. kg Móa Kjúklingaborgarar, 4 stk ................ 279 399 70 kr. st Móa Kjúklingabollur, 1 kg ..................... 825 1.178 825 kr. kg Móa Kjúklingasnitsel, forsteikt, 1 kg ...... 825 1.179 825 kr. kg Móa Kjúklingakjöt fullst., skor., 1 kg ...... 1.049 1.499 1049 kr. kg Skyr.is 170 gr., 6 bragðteg., 170 gr. ...... 59 99 347 kr. kg Júmbó samlokur allar tegundir, 1 stk. .... 99 225 99 kr. kg Toppur 1/2 lítri, 4 bragðtegundir, 0,5 ltr. 79 125 158 kr. ltr HAGKAUP Gildir 26.–29.ágúst verð nú verð áður mælie.verð Holta úrb. skinnl. bringur, magnpk. ........ 1.398 1.998 1.398 kr. kg Holta læri, fersk, magnpk. .................... 419 599 419 kr. kg Holta leggir, ferskir í magnpk................. 419 599 419 kr. kg Holta vængir, ferskir í magnpk............... 279 398 279 kr. kg Óðals svínalundir ................................. 1.399 2.098 1.399 kr. kg Kjötborð, svínalæri............................... 389 598 389. kr. kg Kjötborð, svínabógur ............................ 289 598 289 kr. kg Kjötborð, svínasíður ............................. 229 398 229 kr. kg KRÓNAN Gildir 25.–31. ágúst m. birgðir endast. verð nú verð áður mælie.verð Bautab. svínakótilettur, fr., 1 kg. 669 1.029 669 kr. kg FS ýsuflök, frosin, smá, 1 kg. ................ 299 398 229 kr. kg Svali safi 3x1/4ltr, 4 bragðt., 750 gr. ..... 98 119 131 kr. ltr Krónu brauð, stórt og gróft, 770 gr. ........ 89 119 116 kr. kg Létt og laggott, 400 gr. ......................... 149 173 372 kr. kg Skólaostur 26%, stór, 1 kg. ................... 798 997 798 kr. kg Axa musli, 4 bragðtegundir, 375 gr. ....... 169 225 451 kr. kg Bananar 1 kg. ..................................... 119 179 119 kr. kg SPAR Bæjarlind Gildir til 31. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Ungnautahakk 1.flokkur ....................... 698 905 698 kr. kg. Old El Paso Tortillas, 8 stk..................... 219 248 29 kr. stk. Old El Paso pakki, Fajita, 505 gr............ 389 458 788 kr. kg. Old El Paso Taco Salsa, 235 gr.............. 166 195 706 kr. kg. Wagner pítsur, 4 teg., 350 gr................. 399 Nýtt 1140 kr.kg. Egils pilsner, 50 cl. .............................. 64 89 128 kr. ltr. Roka ostakex, straws, 75 gr. ................. 84 167 1120 kr. kg. NÓATÚN Gildir 26. ágúst–1. sept. m. birgðir end. verð nú verð áður mælie. verð Ferskur lax í heilu, 1 kg......................... 399 599 399 kr. kg Fersk laxaflök, 1 kg .............................. 899 1.199 899 kr. kg Ferskar laxasneiðar, 1 kg ...................... 599 899 599 kr. kg Lambahakk úr kjötborði, 1 kg................ 499 899 499 kr. kg Nóatúns þurrkr. lambalæri, 1 kg............ 879 1.599 879 kr. kg Kjörís mjúkís 2 l, allar bragðtegundir...... 499 789 249 kr. ltr Nóa kropp, risapoki, 200 gr. ................. 199 298 995 kr. kg Nóatúns samlokubrauð, gróft, 770 gr. ... 149 198 194 kr. kg Appelsínur, 1 kg .................................. 99 169 99 kr. kg Paprika rauð, 1 kg................................ 149 319 149 kr. kg Þín Verslun Gildir 26. ágúst–1. sept. verð nú. verð áður mælie. verð Bayonne skinka ................................... 984 1.230 984 kr. kg Dönsk grísabógsteik............................. 599 798 599 kr. kg Grillpylsur............................................ 707 943 707 kr. kg Ostapylsur........................................... 748 997 748 kr. kg Weetabix, 215 gr. ................................ 139 169 639 kr. kg Alpen musli m/ súkkulaði, 500 gr. ........ 289 337 578 kr. kg Findus karry kjúklingaréttur, 700 gr........ 359 398 502 kr. kg Findus pasta bolognese 750 gr. ............ 379 429 492 kr. kg Lax, kjúklingur og svínakjöt  HELGARTILBOÐIN | neytendur@mbl.is Bláber eru lostæti og ekkispillir að þau eru afar holl.Vísindamenn hafa nú kom- ist að því að efni í bláberjum er eins áhrifaríkt við að lækka kól- esterólmagn í blóðinu og lyf sem ávísað er í sama tilgangi, að því er fram kemur á vef Evening Stand- ard. Vonast er til þess að þessi upp- götvun muni verða þeim til hjálp- ar sem ekki svara hefðbundnum lyfjum eða verða fyrir miklum aukaverkunum af þeim. „Bláber gætu orðið sterkt vopn í barátt- unni við offitu og hjartasjúk- dóma,“ segir Dr. Agnes Rimando sem stjórnaði rannsókninni. Að hennar mati væri hægt að vinna náttúrulyf úr bláberjum en þau hafa m.a. verið skilgreind sem of- urfæða eða „superfood“, þ.e. fæðutegund sem inniheldur andox- unarefni í meira mæli en aðrir ávextir og grænmeti. Einn hnefi af bláberjum inniheldur t.d. jafn- mikið af andoxunarefnum og fimm af gulrótum, eplum, spergilkáli eða kúrbít.  HEILSA Bláber lækka kólesteról

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.