Morgunblaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.08.2004, Blaðsíða 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2004 29 ✝ Ólafur OddgeirGuðmundsson fæddist í Keflavík 11. júní árið 1913. Hann lést á dvalarheim- ilinu Garðvangi í Garði 18. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Helgi Ólafsson verslunar- og útgerðarmaður í Keflavík, f. 15. sept- ember 1883, d. 13. mars 1959, og Jane María Ellefsen frá Miðvogi í Færeyjum, f. 1880, d. 1929. Þau bjuggu að Aðalgötu 5 í Keflavík og þar ólst Ólafur upp í æsku. Systkini Ólafs voru Emil, f. 11. mars 1918, d. 5. september 1978 og Lovísa f. 19. nóvember 1924, d. 14. ágúst 1986. Fyrir átti Jane Vilhelm Ellefsen, f. 22. apríl 1904, d. 10. maí 1970 og Inger Nilesn, f. 17. október 1907, d. 9. ágúst 2000. Ólafur kvæntist 1938 Ingveldi Þorsteinsdóttur, skrifstofustjóra í Keflavík, f. 26. nóvember 1912, d. 5. janáur 1987. Þau skildu. Þau eignuðust dótturina Jönu Erlu, f. 14. desember 1939. Maki hennar er Hubert Georges, f. 14. mars 1937, umboðsmaður og konsúll Íslands í Pennsylvaníu í Banda- ríkjunum. Börn þeirra eru: 1) Ró- bert John, f. 31. maí 1961. Með fyrri konu sinni, Susan, eignaðist hann dæturnar Barböru Marie, f. 16. ágúst 1989 og Elisabeth Jönu, f. 16. ágúst 1989. Með seinni konu sinni, Anne, á Róbert Robert John jr. f. 23. nóvember 1994. 2) Inga, f. 17. júní 1963. Sonur hennar er Kenneth, f. 2. maí 2002. 3) Karen Helga, f. 12. september 1969, gift James King. 4) Willi- am Olaf, f. 3. októ- ber 1974. Með fyrri konu sinni, Julie, á hann Elsu, f. 5. októ- ber 2000, en með seinni konu sinni, Elaine, á hann Willi- am Olaf, f. 20. febr- úar 2003. Seinni kona Ólafs Oddgeirs (1968) var Alexandra Joensen frá Gjógv í Færeyjum, f. 24. apríl 1920, d. 1. ágúst 1977. Dóttir hennar er Hervör, f. 14. desem- ber 1944, og er eiginmaður henn- ar Bárður Jakúpsson. Sambýliskona Ólafs hin síðari ár var Anna Sloan. Ólafur hóf ungur að starfa með föður sínum og starfaði þá bæði til sjós og lands. Hann varð ungur mikilvirkur athafnamaður og þá einkum við verslunarrekstur og útgerð. Árið 1949 flutti hann til Þórshafnar í Færeyjum og bjó þar alla tíð síðan. Í Færeyjum rak hann m.a. verslunina Impo um langa hríð en var jafnframt um langt skeið umboðsmaður fyrir ís- lenskar útgerðir sem löngum áttu fjölbreytt samskipti við Færeyjar. Útför Ólafs fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Jarðsett verður í Þórshöfn í Færeyjum. Elsku pabbi minn. Nú þegar kveðjustundin er runn- in upp þá er það svo ótal margt sem kemur upp í hugann. Samveran með þér var ávallt ljúf og ég fann alltaf hvað þér þótti vænt um mig. Ég var alltaf litla stúlkan þín og þú vildir alltaf allt fyrir mig gera. Þó að oftast hafi Atlantshafið skilið okkur að þá vorum við stöðugt í sambandi og þú fylgdist vel með öllu sem gerðist í mínu lífi. Eftir að þú fluttir til Færeyja skrifuðum við hvort öðru reglulega. Þannig héld- um við sambandinu og síðar meir tóku við löng símtöl með reglulegu millibili. Eftir að ég sjálf eignaðist börn varst þú alltaf fullur áhuga að fylgjast með því hvernig þeim vegn- aði og þeim þótti ákaflega vænt um þig. Þegar ég nú horfi til baka koma fyrst upp í huga minn þeir eig- inleikar þínir sem ég hef alltaf dáðst að. Hjartahlýja þín var einstök og áhugi þinn á öllu og öllum í um- hverfi þínu var augljós. Ég hef held- ur aldrei kynnst eins góðum sögu- manni og þér því þú vissir svo margt og allt varð svo lifandi þegar þú sagðir frá. Sérstaklega var gam- an að heyra þig segja frá Keflavík og lífinu þar áður fyrr. Það var eins og þú þekktir hvert einasta hús, alla íbúa þess og söguna sem þar bjó að baki. Og svo var það athafnasemin. Þú varst óþreytandi að finna upp á nýjum verkefnum til að vinna að og oft lagðir þú mikið undir. Stundum gekk það vel og stundum illa en þú lést aldrei deigan síga. Og svo um miðja síðustu öldina settist þú að í Færeyjum í landi móður þinnar. Ég átti því láni að fagna að heim- sækja þig oft til Færeyja og ég varð því vitni að því að þú hafðir þar rækilega markað spor þín í þjóðlífið. Og ekki síður tókst þér að efla sam- skiptin milli Íslands og Færeyja. Orðspor þitt er gott og það er eitt af því besta sem sérhver maður getur óskað sér. Ég er ákaflega stolt af því hversu mikinn sómi þér hefur verið sýndur en það birtist m.a. í því að þú varst nýlega sæmdur hinni ís- lensku Fálkaorðu. Í vor lýstir þú áhuga þínum á að eyða síðustu æviárunum heima á Ís- landi og þá helst á dvalarheimili á heimaslóðum. Eftir að þú komst heim fyrir nokkrum mánuðum og á meðan unnið var að því að finna þér dvalarstað lögðu margir hönd á plóginn við að gera dvöl þína sem ánægjulegasta. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þessu ágæta fólki fyrir þess yndislegu hjálp við föður minn en get þó aðeins nefnt fáa: Inga Lóa og starfsfólkið á dag- vistinni í Keflavík eiga miklar þakk- ir skildar. Föður mínum leið ákaf- lega vel hjá ykkur og þarna hitti hann marga eldri Keflvíkinga og gafst þá svo gott tækifæri til að rifja upp liðnar stundir. Guðmundur og Ágústa, Teddi og Obba, Sverrir og Erla, Smári og Nanna, Karl Steinar og Halla móðursystir mín. Innilegar þakkir fyrir allt sem þið gáfuð af ykkur. Síðast en ekki síst vil ég færa starfsfólki Garðvangs mínar bestu þakkir. Sú hlýja, alúð og góða umönnun sem faðir minn naut af ykkar hálfu síðustu vikurnar í lífi hans verður seint fullþökkuð. Hér er komið að leiðarlokum, pabbi minn. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að. Guð geymi þig. Jana Erla. Ólafur Oddgeir Guðmundsson er borin í heim 11. juni 1913 í Keflavík, Íslandi. Hann er hálvur føroyingur. Foreldur: Guðmundur Helgi Ólafs- son og Jane M. Ellefsen. Børnini vóru: Vilhelm, elstur, Inger, Ólafur, Emil og Lovisa. Ólafur, ið er íslendskur stats- borgari, hevur búð í Føroyum í stív- liga 50 ár. Hann vaks upp í Keflavík. Fað- irin var framburðsmaður í vinnulív- inum har á staðnum, bygdi mong stór hús á Túngøtu, og blaðungur legði Ólafur inn ravmagn í húsini, ólærdur. Móðirin, ið ættað var úr Miðvági, doyði tá ið Ólafur var 16 ára gamal, og hann mátti taka sær av yngru systkjum sínum, serliga yngstu systrini, Lovisu. 15 ára gam- al fór hann at koyra lastbil, sum til- komin varð hann vinnulívsmaður, keypmaður og reiðari í Keflavík. Við fyrru konu síni, Ingveldi Tor- steinsdóttur úr Keflavík, hevur Ólafur dótrina Jønu, ið býr í Penn- sylvania, USA. Seinna konan var Alexandra Joensen frá Gjógv. Tey giftust í 1968, men Sandra doyði longu í 1977. Tá ið Ólafur kom til Føroya í 1952, fekst hann tey fyrstu árini mest við sild, saman við systkina- barninum Alfred Johannessen, ið hevði sildaskip. Men síðan stovnaði hann handilsfyritøkuna Impo í Vágsbotni. Har seldi hann alskyns íslendskar vørur í heilsølu og smá- sølu. Hann seldi útgerð til skip og fiskavirki, men serliga var tað klædnavørur – m.a. tær gitnu úlp- urnar, ið brátt gjørdust sum ein ný- ggjur tjóðbúni føroyinga. Seinast í 1980árunum legði Ólafur Guð- mundsson frá sær vegna aldur, seldi Impo. Men frískur og ferðugur leiddist hann við at ganga fyri einki, og til tess at fáa tíðina at ganga, fór hann aftur at selja íslendska sild. Í fleiri ár fylti hann sær bilin við sildaspannum og ferðaðist bygd úr bygd at hitta sínar mongu føstu kundar, ið umframt sildina fingu eitt hugnaligt prát og sum oftast eina stuttliga søgu. Allir íslendskir fiskimenn, ið komnir eru til Føroya í 50-80 ár- unum, kenna Ólaf Guðmundsson. Hann var fastur umboðsmaður teirra, avgreiddi viðurskifti við fiskavirki, skipasmiðjur, útgerðar- feløg o.t. Men samskiftið var ikki einans av handilsligum slag. Tæn- astan, skipini fingu, mundi óivað vera meira umfatandi enn neyðugt, í roynd og veru var hetta eisini ein vælferðartænasta. Hann fór altíð umborð at práta – tað endaði van- liga við, at hann tók manningina við sær í sínum stóra bili, koyrdi útferð um landið. Mangan beyð hann teim- um til hús og sýndi allan hugsandi blíðskap. Øll hesi árini var Ólafur Íslandi ein sera góður umboðsmaður í Føroyum. Hann brúkti nógv av sín- ari tíð til at hjálpa íslendingum, ið á ein ella annan hátt komu illa fyri, ella høvdu hjálp fyri neyðini. Tað kundi vera viðurskifti við myndug- leikarnar ella læknahjálp. Ella ung- dómar á ferð, sum ikki høvdu pen- ing at fara víðari við – hann fann teimum arbeiði, tað stóð ikki á, tí hann hevði so gott samband við ar- beiðsmarknaðin. Mangan setti hann teir í arbeiði sjálvur – sendi teir upp á takið at mála. Ongantíð ráðaleys- ur. Hesin vinsæli og hugnaligi, sera skemtingarsami og fyrikomandi ís- lendingurin hevur mangar vinir um alt Føroya land, og mangur íslend- ingur mann minnast hann við takk- semi. Í íslendska blaðnum Faxa, 53. árg. 1993, stóð grein um Ólaf Guð- mundsson í sambandi við, at hann fekk í lag, at gamla sluppin Sig- urfari úr Klaksvík varð handað bygdarsavninum í Gørðum á Akra- nesi. Ólafur stílaði fyri keypi og sleipi til Íslands. Í tí sambandi skrivar Faxi um samskifti føroyinga og íslendinga í hesi øld: „Hesi sam- skifti hava verið meira víðfevnd enn onkur man halda. Vit eru sannførd um, at samnevnari fyri hesum sam- skifti hevur verið keflvíkingurin Ólafur Guðmundsson, sum hevur búð í Føroyum í rúm fjøruti ár“. Sum tøkk fyri lívsavrik sítt til frama fyri Ísland og íslendingar, varð Ólafur Guðmundsson tilnevnd- ur riddari av íslendska falkinum. Bárður Jákupsson. Látinn er góður frændi og vinur, sem við þökkum tryggðina í gegn- um árin, þótt haf skildi á milli. Þá höguðu örlögin því þannig að sam- skiptin urðu meiri síðustu mánuð- ina, okkur báðum til mikillar ánægju. Ég og fjölskylda mín þökk- um fyrir samveruna. Guð blessi minningu hans. Son Guðs ertu með sanni, sonur Guðs, Jesús minn, son Guðs, syndugum manni sonar arf skenktir þinn, son Guðs einn eingetinn. Syni Guðs syngi glaður sérhver lifandi maður heiður í hvert eitt sinn. (Hallgr. Pétursson.) Teitur Ólafur Albertsson og fjölskylda. Þá er hann farinn, blessaður karl- inn ... og ég vissi strax um hvern var verið að tala, Óla frænda eins og við kölluðum hann eða Óla í Fær- eyjum. Ég þakka þér, kæri frændi, fyrir þann kærleika sem þú hleyptir inn í líf okkar systkina, þegar við vorum að alast upp. Það var alltaf svo gaman þegar við sáum Volvo- bílinn þinn, með hvíta færeyska númerinu, renna í hlaðið. Það var ávísun á Mackintosh-kon- fekt og annað útlenskt góðgæti, og alltaf var betra í pottunum þá daga sem þú dvaldir hjá okkur og mamma líka í sínu besta spari skapi. Þú og mamma áttuð alltaf svo vel saman, enda hafðir þú gengið henni í föðurstað. Ég dáðist að hve skipulagður þú varst og hvernig þú alltaf mundir eftir að gleðja fólkið þitt og vini á afmælisdögum þeirra með símtali frá Færeyjum, það var svo einlæg og skemmtileg afmælisgjöf. Þú varst alltaf mjög kappsamur og hafðir auga fyrir krónunni, sem mætti rúlla inn fyrir borðstokkinn, alltaf með á nótunum, opinn fyrir öllum viðskiptum og mannlegum samskiptum. Ég var svo heppinn að fá að heimsækja þig og Færeyjar og sjá þig í því umhverfi sem hafði verið svo gott við þig. Það var gaman að hlusta á þig segja sögur úr þínu lífi, þær hljóm- uðu eins og þú værir að lesa upp úr bók, slík var frásagnargáfan. Húmorinn þinn, þú hélst honum þó árin færðust yfir, alltaf svo hnit- miðaður og skemmtilegur. Ég varð ríkari eftir þessa Fær- eyjaferð og þakklátur fyrir, að hluta til færeyskan uppruna minn og að hafa verið svo heppinn að hafa átt þig að, svo góðan frænda. Nú eru þið systkinin öll komin yf- ir móðuna miklu og getið nú átt ánægjulega endurfundi, skilaðu bestu kveðju. Ég kveð þig nú, Óli frændi í Fær- eyjum, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ólafur Reynisson. Árin tvö eru liðin sem við þekkt- umst. Langafi minn Emil lést áður en ég fæddist og gafst mér því ekki tækifæri til að kynnast honum. Hins vegar sagði mamma mér að hann ætti bróður, Ólaf, sem byggi í Fær- eyjum og hvort ég mundi ekki slá á þráðinn til hans og kynna mig þeg- ar ég fór þangað árið 2002 í tónlist- artilgangi. Ég hugsaði ekkert meira út í það en þegar ég var komin til Færeyja og búin að vera þar í nokkra daga fannst mér ekki annað hægt en að hafa uppi á eina ætt- ingja mínum í Færeyjum. Ég fann Óla í símaskránni og hringdi. Ég fékk sting í magann, en þegar þú svaraðir hvarf hann. Ég sagði þér hver langafi minn og amma væru og þú varst himinlifandi að ég skyldi hafa uppá þér og hafa samband. Þú vildir bjóða mér í heimsókn daginn eftir og þáði ég það. Næsta dag sóttirðu mig og vinkonu mína og bauðst okkur til þín í góðgæti. Keyrðir með okkur um, þá 89 ára gamall, eldhress og sprækur og sýndir okkur bæinn og sagðir okkur ýmsar skemmtilegar sögur. Áður en ég fór frá Færeyjum bauð ég þér á tónleika og þér fannst mjög gaman að koma og hlusta. Þegar ég kvaddi þig sagðirðu við mig: „Mér finnst ég eiga smá hluta í þér, þótt ekki væri nema þetta eyra“. Mér fannst mjög vænt um þessi orð og knúsaði þig bless. Snemma á þessu ári komstu til Keflavíkur í leit að elliheimili. Ég hitti þig fljótlega og sá að heilsu þinni hafði hrakað. Þú varst samt alltaf jafn góður og yndislegur. Í sumar fluttist þú á elliheimilið Garðvang í Garðinum. Þar heim- sóttum ég, mamma og amma þig. Þú talaðir mikið við okkur um lífið og tilveruna en þá vissi ég ekki að þetta yrði síðasta skiptið sem ég hitti þig. Þegar við kvöddumst var ég með tár í augum því mér fannst svo sorglegt að sjá þig, sem varst svo hress, orðinn svona máttfarinn. Nú ertu kominn til himna í góðar hendur. Þessi tvö ár liðu fljótt þú ert farinn og komin er niðdimm nótt. Í birtu þú leitar til himna og elskulegra ættingja þinna. Elsku Óli frændi, takk fyrir að taka mér svona vel og að hafa kynnst þér. Þín, Edda Rós. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Við fæðumst til að deyja, en samt er það svo skrítið hvað dauðinn kemur manni alltaf á óvart. Óli frændi hringdi til mín á mánudegi fyrir rúmri viku og kvaddi þennan heim tveimur dögum síðar. Sann- arlega hélt ég að við ættum eftir að hitta hann aftur og fara í bíltúr saman. En ég og fjölskylda mín átt- um yndislega daga með honum í júlí í sumar. Óli var höfðingi heim að sækja, hvort sem það var heima hjá honum í Færeyjum, þar sem hann bjó mestan hluta ævinnar, eða á nýja heimilinu hans á Garðvangi. Það er skrítið að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að sjá hann Óla aftur né njóta fleiri stunda með honum. Samband Óla og Lovísu móður minnar var mjög náið. Óli var okkur systkinum líka mjög góður, ekki síst Jönu systur minni sem skírð var í höfuðið á móður hans og Eiríki bróður sem skírður var eftir Eiríki á Útskálum, fósturföður mömmu. Nú hittir Óli þau aftur hinum megin systkini sín, en hann var einn eft- irlifandi úr þeirra hópi, og einnig Jönu systur og Eirík bróður. Ég gleymi ekki þeim stundum þegar Óli kom í heimsókn þegar ég var lítil stelpa og sá bílinn hans nálgast úr fjarðlægð. Hoppandi af gleði kallaði ég; „mamma, mamma, hann Óli frændi frá Færeyjum er kominn“. Mamma var þá fljót út á tröppur og beið hans með útbreidd- an faðminn. Heimsóknir hans voru mömmu mjög dýrmætar. Þessar minningar komu oft upp í hugann þegar ég seinna fluttist til Færeyja með fjölskyldu mína og synir mínir komu hlaupandi af til- hlökkun og kölluðu; „mamma, mamma, hann Óli frændi er að koma í heimsókn“. Heimsóknir hans voru okkur mjög dýrmætar og við eigum eftir að sakna nærveru hans og góðmennskunnar sem ávallt streymdi frá honum. Sagt er að maður komi í manns stað en Óli er einn af þeim sem skilja eftir sig stórt tómarúm. Hann var trúr og traustur og sýndi mik- inn kærleika og tryggð við fjöl- skyldu og vini. Það var svo auðvelt að vera góður við hann. Það er með sorg í hjarta sem við kveðjum elsku Óla frænda. Við eig- um eftir að sakna hans mikið. Hann mun alltaf eiga stórt pláss í hjarta okkar. Elsku Jana, Hervör og aðrir að- standendur, við sendum ykkur okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Óla frænda. Katrín S. Reynisdóttir, Rógvi, Ari og Óðinn. ÓLAFUR ODDGEIR GUÐMUNDSSON Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.